Morgunblaðið - 27.01.1989, Síða 32

Morgunblaðið - 27.01.1989, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1989 Einar Frederiksen flugstjóri - Minning Fæddur 15. september 1931 Dáinn 17. janúar 1989 í dag verður Einar Freyr Frede- riksen, flugstjóri, jarðsettur, en hann lést í Landspítalanum 17. jan- úar sl. Hann hafði þá gengist undir hveija stóraðgerðina á fætur ann- arri, en allt kom fyrir ekki, sá sem alla sigrar að lokum hafði betur eina ferðina enn. Við sem hér erum að senda Ein- ari síðuslu kveðju ætlum ekki að rekja ættir hans, en viljum í þess stað minnast hans sjálfs, eins og við kynntumst honum. Fyrstu kynni okkar af Einari komu til á mismun- andi tímum, en kunningsskapurinn við hann hafði sömu áhrif á okkur alla. Okkur þótti vænt um hann og vorum honum þakklátir fyrir margt. Einar var lágvaxinn, kvikur í hreyfingum og lífsgleðin og orkan svo mikil að alls staðar birti þar sem hann kom. Hann var eldhugi, sem sagði skoðanir sínar umbúðalaust og gat verið kjarnyrtur í betra lagi. Það var aldrei nein lognmolla í kringum hann. Einar var gæddur stórkostlegri frásagnargáfu og þeg- ar sá var á honum gállinn gat hann haldið okkur hugföngnum klukku- stundum saman með frásögnum af flugi, fólki og framandi stöðum. Frásagnimar voru lifandi og litríkar og fullar af gamansemi. Flugið var hvort tveggja í senn aðaláhugamál Einars og lífsstarf. Þó Einar hafi lagt gjörva hönd á flest það er viðkom flugmálum, mun hans lengst verða minnst fyrir störf sín við flugkennslu. Hann var af öllum sem til þekktu talinn af- burða flugkennari og naut sín líklega best þegar hann var að gefa flugnemum hlutdeild í sinni miklu reynslu og yfirgripsmiklu þekkingu. Okkur er til efs að nokkur maður hafi kennt fleiri Islendingum undir- stöðuatriði fluglistarinnar, en Einar Frederiksen. Allir sem hjá honum lærðu urðu vinir hans. Heil kynslóð flugmanna fékk sína fyrstu leiðsögn hjá Einari og byggðu margir sér farsælan starfsframa á þeim trausta grunni. Öllum flugáhuga- mönnum er mikil eftirsjá í Einari, og víst er að úr íslenskum fiugmál- um er horfinn litríkasti persónuleik- inn. Einar var maður einstaklega greiðvikinn og var sennilega einn af örfáum, sem hefði gefið skyrtuna af sér, ef svo hefði borið undir. Hann varð enda ekki ríkur í efna- hagslegum skilningi en átti vina- fjöld og velvilja flestra. Dýravinur var hann mikill og átti jafnan gælu- dýr, sem hann hugsaði um af natni. Kettir Reykjavíkurborgar hafa misst mikinn velgjörðamann og vin. Við bræður sendum konu Einars, Sunnu Frederiksen, innilegar sam- úðarkveðjur. Eitt er víst, ef englar himinsins fljúga þá flýgur Einar þeirra hæst og best og má mikið vera ef hann er ekki þegar farinn að kenna þeim eitt og annað. Atli, Kjartan og Gísli Með þessum fáu orðum viljum við félagarnir minnast vinar okkar og flugkennara, Einars Frederik- sens sem svo dyggilega aðstoðaði okkur við að stiga fyrstu sporin í heimi flugsins. Við vitum að héma tölum við fyrir munn hinna fjöl- mörgu flugnema sem nutu kennslu hans. Einar Frederiksen átti mjög litríka ævi svo ekki sé meira sagt. Hann flaug hinum ólíklegustu flug- vélagerðum og fór víða. Þetta átti hann að vísu sameiginlegt með mörgum flugmanninum. En að einu leyti skar hann sig úr. Einar var nefnilega gæddur alveg sérstökum frásagnarhæfileikum. Reynslu sinni miðlaði hann til okkar með litríkum og hnyttnum sögum. Hann var í essinu sínu þegar hópur manna hafði safnast í kringum hann til að hlýða á frásagnir af hinum ótrúleg- ustu atvikum. En þetta voru ekki bara sögur, heldur einnig ungum flugnemum hvatning til dáða. Það aðdáunarverðasta í fari Ein- ars var þessi ótrúlegi dugnaður og harka þegar á móti blés. Sama hvað á gekk, aldrei gafst hann upp. Tveimur dögum fyrir andlát sitt var hann fullur bjartsýni og talaði um að brátt myndi honum batna og hann færi örugglega að kenna flug aftur. Það er svo sannarlega sjónar- sviptir af Einari Frederiksen og lífið á flugvellinum verður örugglega fábrotnara án hans. Við félagarnir kveðjum þennan gamla vin okkar með virðingu og sköknuði. Atli B. Unnsteinsson, Friðrik R. Jónsson, Örn ísleifsson. í dag verður jarðsunginn frá Landakotskirkju Einar Frederiksen, flugstjóri, sem lést á Landspítal- anum eftir erfíða baráttu við ban- vænan sjúkdóm. Það getur reynst harla erfítt að sætta sig við tíðindi sem tengjast fráfalli vinar eða kunningja, aftur og aftur er maður- inn minntur á hve vanmáttugur og áhrifalaus hann er gagnvart sjúk- dómum og dauða. Og ef til vill er það ekki á færi hins mannlega að svara þeim spurningum sem vakna þegar samferðarmanni er kippt burtu án þess að nokkur fái rönd við reist. Ég kynntist Einari fyrir tæpum tíu árum og fékk að fylgjast með honum er hann upplifði jákvæð áhrif í lífí sínu, sem áttu eftir að koma honum til góða oftar en einu sinni. í samtölum við Einar endur- speglaðist hin mikla reynsla hans af ferðalögum, allskonar ferðalög- um. Hann þekkti hvert útlandið á fætur öðru, kunni margar frásögur úr öllum heimshomum, en hann þekkti einnig ferðalög um „torfæru- lönd og angistar", kunni skil á gleði og sorg. Hinar ýmsu endurminning- ar vekja í hjarta mínu hlýjar tilfinn- ingar, og ég kveð hann með þakk- læti, veit að guð blessar minningu hans og veitir sorgmæddum hugg- un. „Eins og faðir sýnir miskunn bömum sínum, eins hefir Drottinn sýnt miskunn þeim er óttast hann. Því að hann þekkir eðli vort, minnst þess að vér emm mold. Dagar mannsins em sem grasið hann blómgast sem blómið á mörkinni, þegar vindur blæs á hann, er hann horfinn og staður hans þekkir hann ekki framar. En miskunn Drottins við þá, er óttast hann, varir frá eilífð til eilfíðar." (Ur Sálmunum). Kristinn Ólason Það var einn bjartan sunnudags- morgun á síðastliðnu vori sem Ein- ar Frederiksen hringdi í mig og sagði hressilegri röddu, að nú vildi hann endilega drífa mig í fyrsta flugtímann. Aður hafði hann nokkr- um sinnum imprað á því, að ég ætti endilega að læra að fljúga og kímt góðlátlega þegar ég lét í ljósi efasemdir yfir slíkum möguleika. Þennan morguninn lét hann þó allar mótbárur sem vind um heyru þjóta. Til allrar hamingju, því hann kveikti ekki aðeins í mér flugdellu, sem ég hef notið mjög, en einnig hófust með okkur meiri og betri kynni, sem ég mun alltaf búa að. Ég hafði þekkt Einar sem áhuga- verðan mann í samtölum, sem lítið virtist þó fara fyrir í stórum hópi. Þegar ég kynntist hins vegar flug- hliðinni á Éinari fann ég fljótt að í flugheiminum var hann sem kóng- ur í ríki sínu go þar yfirgnæfði hann alla. Ekki man ég hvert ferðinni var heitið þennan morgun í fyrsta flug- tímanum, hvort það var stuttur túr til Þingvalla eða Hellu, eða jafnvel lengri ferð um Suðurland eða á Snæfellsnes. Ég hef síðan fengið að njóta margra tíma í loftinu með Einari, þar sem ferðinni var heitið á alla þessa staði. Minningarnar eru margar og skemmtilegar. Hann þekkti landið eins og lófana á sér og sýndi mér marga uppáhaldsstaði með tilheyr- andi sögum og fróðleiksmolum. Sérstaklega man ég síðustu ferðina ókkar saman, þegar hann sýndi mér jarðskikann sinn hjá Dagverð- ará þar sem þau Sunna ætluðu að reisa sér bústað næsta vor. Það virtist sama hvar rödd Ein- ars heyrðist í talstöðinni, allir vissu hver þar var á ferð, flugmenn í loft- inu sem hann átti til að senda tón- inn ef honum fannst þeir ekki nógu skýrmæltir, eða kunningjarnir á jörðu niðri sem voru fljótir að' hella upp á könnuna þegar þeir heyrðu hver var að koma. Einar hafði skemmtilegan frá- sagnarstíl og það var jafnan kátur hópur sem safnaðist í kringúm hann þegar flugsögumar fengu að fljúga. Ég man reyndar aldrei eftir að hafa séð Einar öðruvísi en hressan og kátan, það smitaði út frá sér þann- ig að mönnum leið vel í návist hans og hann skildi eftir sig góðan anda hvar sem hann fór. Ég þakka Einari góð kynni. Mér fínnst ég mjög lánsamur að hafa fengið að njóta vináttu þessa öðl- ingsmanns. Jens Ingólfsson. Fallinn er frá góður félagi, langt um aldur fram. Þó við vissum af veikindum Einars var hann alltaf svo hress og kátur að okkur óraði ekki fyrir að hann ætti ekki aftur- kvæmt úr þessari sjúkrahúsheim- sókn. Það var svo sannarl’ega reikn- að með honum í annir vorsins, í verkefni sem hann hafði verið að undirbúa með okkur. Einar Frederiksen hefur verið viðloðandi Reykjavíkurflugvöll svo lengi sem við munum og þeir eru óteljandi flugnemarnir sem notið hafa handleiðslu hans. En hann kenndi þeim ekki aðeins að fljúga, heldur marga aðra hluti, góða siði. Þessir flugnemar eiga örugglega sterkar minningar af Einari, en það var gagnkvæmt, því okkur þótti merkilegt hvað Éinar hafði sterkt minni á gömlu flugnemana. Hann mundi mánuði og ártöl, hvenær hann hafði fyrst farið í loftið með mönnum sem nú eru flugstjórar með langan starfsaldur. Þó hann færi um tíma til starfa í fjarlægum heimshornum á stærri flugvélum, fannst okkur alltaf að hann kynni best við sig í flug- kennslunni. Einar var mikil félags- vera, og hinn stóri litríki hópur einkaflugmanna höfðaði vel til hans, menn á öllum aldri úr öilum starfsstéttum. Einar var mjög skemmtilegur félagi og sópaði að sér. Hann komst strax í samband við fólk, var glaðlegur og vel mælskur. Einar fór gjarnan rúntinn innan flugvallar með viðkomu á hinum ýmsu stöðum, og þegar sást til bílsins kom manni ósjálfrátt í hug: „Hvað skyldi nú Einar segja í dag.“ I minningunni sjáum við Einar stika snaggaralega um kaffistofuna með óendanlegan brunn af skemmtileg- um sögum, sem fengu alla við- stadda til að hlæja dátt. Hann kom alltaf auga á spaugilegu hliðarnar á hveiju máli og gat gert skemmti- legustu sögur úr hinum lítilfjörleg- ustu atvikum. Einar var mjög hjálpsamur og stöðugt að redda málum fyrir ein- hveija. Það fannst honum sjálfsagt, jafnvel þó að hann gleymdi að sinna eigin málum fyrir vikið. Hann var sérlega góður við börn og unglinga, og þau hændust mjög að honum. Einar hefur starfað hjá Flugskóla Helga Jónssonar af og til í nálægt aldarfjórðung, og síðustu tvö árin hefur hann gegnt starfí flugstjóra og flugkennara allt til dánardags. Hann var góður starfsmaður og starfsfélagi sem mikill missir er af fyrir flugskólann. Missir okkar er þó enn meiri, því Einar hefur verið í hópi okkar nánustú vina og það skarð verður aldrei fyllt. Jytte og Helgi Jónsson. Vinur minn Einar F.A. Freder- iksen flugstjóri hefur lokið sínu dagsverki á þessari jörð. Hann lést í byijun þessa árs eftir stutta, en harða og illvíga baráttu við lungna- krabbamein. Sjúkdómurinn hafði komið í ljós nokkrum mánuðum áður og Éinar hafði fengið þann dóm að annaðhvort yrði að reyna uppskurð eða hann ætti stutt ólif- að. Einar tók ákvorðun á þann hátt, sem honum einum var lagið með snerpu og karlmennsku og fádæma kjarnyrtu orðalagi. Mér er sagt að þeir vinirnir Einar og Frosti Sigur- jónsson skurðlæknir, sem Einar kallaði, á sinn máta, „doktor Freez- ing Point“, hafi tekið ógleymanlega snerru um þennan vanda Einars. Samtalið hafi gengið á þennan máta: „Vert þó ekkert að kenna mér um flug, doktor, og reyndu að æfa power setningarnar betur. Ég læt engan sjóðvitlausan Jack the Ripper krukka í mig.“ Allt að einu, á sjúkrahúsið fór Einar 21. nóvember sl. Hann var skorinn upp þrisvar'sinnum og lífi hans lauk. Það átti ekki fyrir honum að liggja að veslast upp. Það var ekki hans stíll. Hann hugsaði hratt, lifði hratt og kvaddi þetta jarðlíf hratt. Einar var fæddur í Reykjavík, sonur hjónanna Edvards Frederik- sen matsveins og Þórunnar Andreu Einarsdóttur. Einar og móðir hans héldu saman heimili í Vesturbænum í Reykjavík þar til hún lést. Milli t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, LÁRA LÁRUSDÓTTIR, Hagamel 48, Reykjavík, andaöist í Landakotsspítala 17. þ.m. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeir, sem vilja minnast hinnar látnu láti Krabbameinsfélagiö njóta þess. Þorsteinn Brynjólfsson, Þuríður Þorsteinsdóttir, Lára S. Þorsteinsdóttir, Guðrún Þorsteinsdóttir, Bryndís Þorsteinsdóttir, Dagbjört Þorsteindóttir, Guðmundur H. Þorsteinsson, Rúna Björg Þorsteinsdóttir, Brynjólfur Már Þorsteinsson, Geir Þorsteinsson, Sigrún Þorsteinsdóttir Guðmundur Kr. Þórðarson, Grétar Már Kristjánsson, Ólafur Sigurmundsson, Ragnar Jón Skúlason, Mogens Löwe Markússon, Auður Björg Þorvarðardóttir, Elias Rúnar Reynisson, og barnabörn. t Þökkum innilega samúð, hlýhug og ómetanlega hjálp við andlát og jarðarför GÍSLA JÓNSSONAR bónda á Víðivöllum, Skagafirði. Unnur Gröndal, Benedikt Björnsson Bjarman, Guðbjörg Bjarman, Halldóra Gísladóttir, Gi'sli Sigurður Gíslason, Hólmfrfður Amalfa Gfsladóttir, Teitur Gunnarsson, Sigurður Kristjánsson, Karólfna Gunnarsdóttir, Matthfas A. Þorleifsson og barnabörn. Faðir okkar. t INGÓLFUR GUÐMUNDSSON húsasmfðameistari, Bjarkarholti 4, Mosfellsbæ, lést á heimili sínu 25. janúar sl. ivar Örn Ingólfsson, Pétur Ingólfsson, Aðalsteinn Ingólfsson, Hjörtur Ingólfsson. t Utför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÚNAR ÓSKARSDÓTTUR, Hátefgsvegi 40, Reykjavík, fer fram frá Bústaðakirkju í dag, föstudaginn 27. janúar, kl. 13.30. Axel Ó. Lárusson, Sigurbjörg Axelsdóttir, Inger Bjarkan, Jóhann E. Björnsson, Anna Bjarkan, Bjarni Konráðsson, Kristín Bjarkan, Gunnar Ingimundarson, Jóna Bjarkan, Páll Eirfksson, barnabörn og barnabarnabörn. Í Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd við fráfall og jaröarför GUÐMUNDAR R. BJARNASONAR. Pálfna Friðriksdóttir, Matthildur Guðmundsdóttir, Jón Freyr Þórarinsson, Ema Guðmundsdóttir, Bjargey Guðmundsdóttir, Kristfn Guðmundsdóttir, Valdimar K. Valdimarsson, börn og barnabörn. Gunnar Örn Gunnarsson, Jakob Þór Jónsson, Guðmundur Þórðarson, Rósa Sigurjónsdóttir,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.