Morgunblaðið - 27.01.1989, Síða 36

Morgunblaðið - 27.01.1989, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1989 A&næliskveðja: Haraldur B. Bjamason byggingameistari Haraldur Bjami Bjamason frá Stokkseyri er áttatíu ára í dag. Hann er fæddur á Stokkseyri 27. janúar 1909. Foreldrar hans voru merkis- hjónin Jóhanna Hróbjartsdóttir frá Grafarbakka í Hranamannahreppi og Bjami Grímsson frá Óseyramesi, formaður í Þorlákshöfn, bóndi á Stokkseyri og verslunarmaður þar, mikill félagsmálamaður eins og hann átti kyn til. Hann var lengi frægur aflamaður og í stjóm Flóaáveitufé- lagsins, hélt þar uppi ákveðinni stefnu er reyndist farsæl og heill- arík. Eftir að hann ■ flutti til Reykjavíkur var hann þar fiskmats- maður um skeið og var virtur í því starfí eins og öllum sem hann gegndi. Jóhanna Hróbjartsdóttir móðir Haraldar var mikil myndarkona, öðr- um konum fremri í mörgum greinum, jafnt sem húsmóðir, hannyrðakona og búforkur mikill. Hún varð oft að annast stjóm búsins langtímum þeg- ar maður hennar var við róðra, eða á síld á sumrin fyrir norðan land eða að sinna margþættum félagsmálum flarri heimilinu. Fáum tókst slík sýsla betur en Jóhönnu og er í minnum enn í ámeskum sveitum. Jóhanna erfði stóijörðina Grafarbakka í Hranamannahreppi ásamt Guðnýju systur sinni húsfreyju á Þrjótanda. Jörðin var seld upp úr 1930, en tek- ið var undan land undir sumarbústað og eiga Haraldur og systkini hans þar bústað á líðandi stund, fagran og skemmtilega byggðan á eyri við Litlu-Laxá. Haraldur Bjamason hóf ungur störf á heimili foreldranna að hjálpa til við búskapinn og fiskverkun. Hann var snemma knár og fullhugi við hvaðeina. Hann hefur sagt mér frá störfum sínum á Stokkseyrarengjum við sláttinn. Hann var ekki hár í loft- inu, þegar hann byijaði að sæta og láta upp. Heyskapurinn var heillandi og skemmtilegur. Störf æskuáranna era minnisstæð og leyndust æ í huga ungs sveins og urðu undirstaða og hvatning síðar meir við flóknari og alvarlegri störf þegar út í lífsbarátt- una kom. Ungur að áram fór Haraldur til sjós í Þorlákshöfn, en varð svo óhepp- inn að hann lagðist þar í mislingum fyrri vertíðina sem hann var þar og lá hann mest allan veturinn. Hann eignaðist þar góða og trygga skips- félaga, sem aldrei hafa bragðist, tveir þeirra era á lífí enn og halda tryggð við hann og vináttu. Þessir menn era Haraldur Júlíusson í Sjó- lyst á Stokkseyri og Friðbjöm Guð- brandsson frá Skálmholti í Flóa er í mörg ára var verkstjóri Haraldar og mikill trúnaðarvinur hans. Vinátta þeirra hefur haldist óslitið síðan þeir vora skipsfélagar. Eftir að flölskylda Haraldar flutt- ist til Reykjavíkur komst hann fljót- iega í iðnnám hjá þekktum og fræg- um múrarameistara, Ólafi Jónssyni á Reynisvatni. Þá var erfitt að kom- ast í iðnnám og enn þá örðugra að ná fullum árangri í kunnáttu, starfs- þekkingu og leikni fullnuma iðnaðar- manns. Haraldi sóttist námið vel og varð fullnuma á tilsettum tíma. Hann varð sannur iðnaðarmaður og nam vel mótun steinsins í hús og form hagrar handar snjallra hugmynda, eftirtektarlega vandvirkur, útsjónar- samur og afkastamikill. Lífsbraut hans var því mörkuð af námi með múrskeið og það sama við bók og teiknun myndandi hagleik sinn í form verðandi athafna. Ævistarf Haraldar sýnir þetta í fullri raun í glæstum byggingum höfuðborgarinnar er hann byggði og gaf tign handa sinna og anda, og lengi munu standa og lofa meistara sinn. Meðan Haraldur var enn í námi kynntist hann Stefáni Jakobssyni frá Galtafelli, sem var að læra múriðn hjá öðram meistara er hafði hluta af verkinu er báðir unnu við, en það var Hótel Borg. Stefán var geð- þekkur dugnaðarmaður og góður félagi. Þeir bundust sönnum tryggð- um. Þegar báðir vora búnir að öðlast rétt til að taka að sér verk urðu þeir félagar og tóku að sér verk sam- an, og varð það hamingja beggja. Það er nú einu sinni svo að verk múrarans og steinsmiðsins era greipt föstum óslítandi tökum í sjónvíddir ókominna kynslóða. Þau era alltaf tii sýnis meðan máttur steinsins er ekki slitinn úr samhengi umgerðar- innar, er hann var í upphafi greiptur í. Svo er iðnaðarmanninum, múrar- anum, gefinn mikill máttur í ríki hins ókomna. Þetta er víða til staðar í byggingarlist um heim allan, og okk- ar unga steinmenning í byggingum ber ríkar minjar þess, og sumar sem ekki era í fullri meðvitund þeirra sem njóta þeirra. Mörg verk Haraldar era bundin þessu lögmáli. Haraldur var þegar að iðnnámi loknu eftirsóttur til starfa. Þá var kreppa í landi, en hún hafði lítil áhrif á atvinnumöguleika hans. Skömmu eftir að hann fékk fullan starfstíma til að fá meistararéttindi í iðn sinni hóf hann að standa sjálfur fyrir byggingum og jafnvel annarri mann- virkjagerð. Byggingameistarastarfíð átti vel við hann. Framkvæmdamenn er þurftu á slíkum að halda, leituðu fremur til hans en annarra. Hann varð því fljótlega yfirhlaðinn störfum og umkringdur verkefnum. Haraldur kynntist í byijun velmeg- unarára stríðsins miklum fram- kvæmdamanni og hóf störf fyrir hann, er langt framhald varð á. Það var Oddur Jónasson í Glæsi, fram- sýnn og merkur athafnamaður. Fyrstu sporin á meistaraferlinum fyrir Odd naut Haraldur samstarfs við Stefán frá Galtafelli og varð það báðum dýrmætt. Stefán vann með honum af sönnum hug og miklum trúnaði. Á þeim tíma tók Haraldur að sér að byggja glæstar og frægar byggingar í vesturbænum, sem nefndar era kanslarahús, sannar skrauthallir þess tíma, sem nú era aðseturstaðir kinverska sendiráðsins. Verkhyggni og dugnaður einkenndi smíði þessara húsa. Ég ætla til fróðleiks að nefna nokkrar stórbyggingar sem Haraldur stóð fyrin Goðahúsin við Hring- braut, hús Kristjáns Siggeirssonar við Laugaveg, Heklubyggingamar við Suðurlandsbraut, byggingar Fálkans og Stáls við Suðurlands- braut, hús MR við Laugaveg og Brautarholt, hús Þ. Þorgrímssonar við Sfðumúla auk fjölmargra íbúðar- húsa víðsvegar um borgina, mörg stór og glæsileg. Þar að auki flölda húsa í nágrenni borgarinnar og jafn- vel víðar. Haraldur tók að sér gerð hafnarmannvirkja í Höfnum suður og stjómaði þeim af miklum dugnaði. Um skeið var það mikið vandamál byggingarmeistara að afla góðs steypuefnis og fá það á hagkvæmu verði. Haraldur réðst í það stórvirki að stofnsetja steypustöð í Pálshúsal- andi á Álftanesi og rak hana í mörg ár. Hann stofnaði fyrirtækið Möl og Sand og varð síðar að færa út kvíam- ar, fá efnistöku í Setbergs- og Vífils- staðalandi. Þetta varð umfangsmikill rekstur og krafðist mikillar stjómun- ar. Jafnhliða stofnaði hann Bygging- arfélagið Goða og var framkvæmda- stjóri beggja fyrirtælq'anna. Hann rak skrifstofu við Laugaveg í mörg ár, þar sem vora mikil umsvif. Eins og nærri má geta kröfðust allar þessar framkvæmdir mikils starfs. Haraldur var önnum kafinn nær öllum stundum við útveganir, í viðtölum við fólk, hjá bankastjóram, allskonar framkvæmdamönnum og að gera samninga og við allskonar viðskipti. Hann virtist alltaf hafa tíma til að sinna öllum og gera fólki greiða. Hann er ffægur greiðamað- ur, og era af því margar sögur í tali og frásögnum vina hans og kunn- ingja. Eitt af aðalaffekum Haraldar var hjálpsemi hans við sveitunga sína austur á Stokkseyri. Hann útvegaði þeim oft vinnu, og um skeið hafði hann heilan vinnuflokk af Stokks- eyringum í vinnu hér í borg, útveg- aði þeim húsnæði og stofnaði fyrir þá mötuneyti. í þennan tíma var atvinna naum eystra og bætti hann úr með þessu. Einnig var hann stjómarformaður í Rörsteypu á Stokkseyri um langt skeið sem rejmdist mönnum eystra mikil hjálp- arhella. En þó þetta sé talið, var hitt ekki síður til gagns, þegar hann gerði mönnum allskonar greiða og hjálpaði í smáu og stóra. Haraldur lét sér ekki nægja að vera í fjölbreytilegu og miklu at- hafnalífi höfuðborgarinnar. Hann var bóndi í nokkur ár austur í Hrana- mannahreppi í æskusveit móður sinnar. Hann átti þar jörðina Sóleyj- arbakka, gullfallega kostajörð, þar bjó hann nokkur ár og haiði mikið yndi af að dvelja og njóta fegurðar landsins og minnast forfeðranna er margir vora stórhuga og valdamiklir í sveitunum austan fyalls. Af þeim er mikil saga, rík í minnum. Jafn- hliða búskapnum í tómstundum á Sóleyjarbakka dvaldist Haraldur og gerir enn á sumram um stundir margar austur í sumarbústaðnum sínum á eyram Litlu-Laxár. Þar er yndislegur staður til dvalar, kyrrlátt og hlýlegt í fögram lundi er ræktað- ur hefur verið, grólundur tryggðar við fagra byggð og söguríka. Það er svo um suma menn, að þeir virðast hafa tíma til alls. Svo er það með Harald Bjama Bjama- son. Þrátt fyrir annamikið starf, hef- ur hann sinnt félagsmálum mikið, meira en nokkur getur gert skil á. Hann starfar í Stokkseyrarfélaginu í Reykjavík og hefur lengi verið form- aður þess, meira að segja tvisvar sinnum. Hann hefur unnið geysilega mikið starf fyrir félagið og verið þar aðaldriffjöðrin, oftast í menningar- starfsemi þess. Haraldur er áhugamaður um sögu og þjóðlegan fróðleik. Hann gekkst fyrir því ásamt sveitungum sínum að rituð var saga Stokkseyrar. Dr. Guðni Jónsson ritaði söguna og varði hana sem doktorsritgerð við Háskóla íslands. Verkið er merkilegt braut- ryðjandarit um íslenska sveitasögu. Hún er tekin til fyrirmyndar af öðr- um og verður svo um langa framtíð. Öraggt tel ég að þetta verk hefði aldrei komið út eða jafnvel ekki orð- ið til, nema fyrir dugnað og áhuga Haraldar. Síðar komu út tvö bindi af almennri sögu staðarins, Stokks- eyrar og sveitarinnar. Haraldur Bjarni Bjamason hefur lagt fleira til menningarmála sveitar sinnar og æskubyggðar. Dr. Páll ísólfsson tónskáld var sveitungi hans og mikill vinur. Þeir unnu báðir gleggstu og dýpstu einkennum strandarinnar, víðáttunni og briminu, jafnt í æstu hafróti og á blíðviðris- dögum þegar víðföral hafaldan brotnar í brimgarðinum og breiðum flöranum framundan kaupstaðnum. Dýrð og friður íslenskrar náttúra er hvergi með slíkum einkennum, hljómkviða hafsins, fegurð og blámi, litadýrð náttúrannar breiðir tign sína yfir haf og land í töfram sínum, en þeim fremst til yndis er lífsneisti list- arinnar býr í bijósti og ást til þess sem aldrei hverfur. Þar kallar dulinn máttur athafnamenn til sköpunar. Svo varð með Harald og Pál, en sitt með hvoram í framkvæmd en sam- rýnt í vitund. Haraldur gekkst fyrir því og kost- aði að mestu að Stokkseyringafélag- ið byggði sumarbústað handa tón- skáldinu á ströndinni, þar sem feg- urst er fjara og lengst leið haföld- unnar til hinsta staðar. Mörgum finnst að brim og gnýr þess leiki í tónum og hljómþáttum fegurstu verka tónskáldsins frá Stokkseyri. En aðrir skynja á ströndinni í kring og í grennd ísólfsskála hreina og sívarandi ást athafnamannsins að minnast æskusveitar sinnar, minnast ljúfra daga æskunnar, þar sem hann mótaðist og varð mestur um ævidaga og í sælu lífsnautnarinnar. Haraldur er heiðursfélagi Stokks- eyringafélagsins í Reykjavík. Fleiri félög hafa einnig sýnt honum sóma og alls konar virðingu, sem of langt yrði upp að telja. Ég óska Haraldi, vini mínum, til hamingju og ánægju á aftnælisdag- inn. Ég vona að hann eigi eftir að njóta enn lengi nautnar fegurðai og yndis austur á Stokkseyri og í Árnes- þingi, en fyrst og fremst austur við Litlu-Laxá, þar sem kliður vors og gróðurs, fleygra vina um loftin blá leika hljómkviður náttúrannar til yndis um langa vordaga og sumar- kyrrar ágústnætur dulúðgar í skugg- um breytilegrar birtu. Lifðu heill um langa daga. Jón Glslason Haraldur tekur á móti gestum í dag í Sigtúni 3, kl. 17—20. írM QLÆSIBÆ ÁLFHEMAJM74. SÍMI6BB220L I Þorrablót fyrir alla FOSTUDAGUR: Allt . upppantað í mat. LAUGARDAGUR: Allt upppantað ímat. SUNNUDAGUR: Gömlu dansarnir. Hljómsveit Jóns Sigurðssonar leikur gömlu dansana frá kl. 21.00 ti! 01.00. Snyrtilegur klæðnaður. Rúllugjaldkr. 600,- Helgina 27.-28. janúar bjóðumvið smærrifyrirtækjum og hópum tilveglegs þorrablóts og dansleiks á eftir. Þorrahlaðborð, hlaðið kræsingum, á ótrúlega hagstæðu verði kr. 2.195,- Lúdó og Stefán leika fyrir dansi. Athugið aðeins þessa einu helgi. Takmarkaður sætafjöidi. Borðapantanir hjá veitingastjóra daglega í símum: 29098,29099 og 23333. Brautarholti 20,3. hæð. Gengið inn frá horni Brautarholts og Nóatúns. Sliriójöl eru mættir til leiks fð norðan Þeir félagarnir lóta gamminn geysa og þeysast um dægurlönd. Bitabarin vinsæli opinn. I Amadeus stendur Benson vaktina. -A, lA Brautarholti 20, símar 23333 & 23335. i Sjaumst hress!!! A 20 óra + 750 kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.