Morgunblaðið - 27.01.1989, Side 40
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 198P
LOKSINS, LOKSINS!
Kœra vinir! Égþakka heimsóknir, kveðjur, gjaf-
ir, þá miklu hlýju og virðingu sem þiÖ sýnduÖ
mér á áttrœöisafmœli mínu.
GuÖ blessi ykkur,
Sveinn H. Ólafsson,
Bústaðavegi 75.
I
OFALDUR
á laugardag
handa þér, ef þú hittir
á réttu tölurnar.
Láttu þínar tölur ekki
vanta í þetta sinn!
111. Upplýsingasímsvari 6815
verkalýðsins að
aunavisitala vegur þriðjun^
avísitölunni:
Fráleit breyting sem munj
itorvelda kjarasamningal
I— segir Ásmundur Stefánsson forseti Alþýðusambandsins ]
* þriðjung f b«nnl á mAtí þriðjungi I
u og þriðjungi bygginjfarrlsitðlu, en uuknot fyrri
unterahiTÍaiUUn */« og byg^ingau-rUH&liui '/«.
á bUðanuftmaAindi Mtm Jáa SigurAwon viðakiptaráð-
I ífmn «tyðja»t rið gðmlu, «ða óbrayttu, v
kjarmvtaitaian gilda. Um það hafi
verið aamið. Hinaragar vekji þeami
breyting á grunni rlaitðlunnar upp
allakonar Iðgfrmðilegar apumingar
I aambandi við kaup ajððanna á
bréftinum. .Til daamia virðiat rikia-
raidið gvta brcytt grunni vfaitðlunn-
ar upp á aitt eindaamt bað vekur
þá apumlngu hrort alfkt muni verða
gert ef miklar Uunahaekkanir eru
framundan. betta cr atðrhaettuiegt
atriði og akapar ðviaau á Qármagna-
markaðinum þar aam rikið er lang- _
- þannig fara vinir
Til Velvakanda.
Mikið lifandis ósköp eru vísitölur
búnar að hrella stjórnvöld landsins
lengi. Þegar allt hefir virst í besta
lagi hjá ríkisstjóm og jafnvægi
komið á alla hluti hefir þessi óvætt-
ur rokið á stað og tekið að mæla
verkalýð hærri laun og valdhöfum
ólukku. Því eins og allir vita er
launahækkun hverskonar af hinu
illa og setur allt úr skorðum, sér í
lagi fyrir ríkisstjómum vinnandi
stétta.
Og enn einu sinni tekur mein-
homið mikla að spilla fyrir félags-
hyggjunni. Lánskjaravísitalan, sem
sér um að menn borgi lánin sín að
fullu til baka, og rúmlega það, tók
heldur en ekki við sér þótt launa-
hækkanir hafi lengi verið bannaðar
með lögum.
Nú vom góð ráð dýr. En þegar
neyðin er stærst er hjálpin næst.
Lánskjaravísitalan er sett saman
Til Velvakanda.
Mig langar til að þakka kærlega
fyrir sýningu myndarinnar um
Nonna og Manna. Þetta er besta fjöl-
skyldumynd sem mín fjölskylda hefur
séð og það hafa spunnist miklar og
gagnlegar umræður út frá henni og
leikir bamanna Qalja mikið til um
efni myndarinnar. Ég efast um að
hægt hefði verið að hafa myndina
nákæmlega eins og bækumar. í
hraða nútímans, þar sem allt gengur
út á að koma öllu sem skjótast til
skila, þá hefði myndin a.m.k. ekki
skilað sér erlendis. Við vitum að
böm geta varla lesið bók nema hafa
teiknimyndaseríu á hverri síðu. Það
er afturfor en engu að síður stað-
reynd.
Svo ég fari nú úr einu í annað,
þá vildi ég taka undir með konu sem
kallar sig Skrámu og ritaði grein
að tveim þriðju úr vísitölu fram-
færslu og að einum þriðja af bygg-
ingavísitölu. Stjómvöld höfðu
hækkað framfærslu með margvís-
legu móti og lagt hækkuð gjöld á
byggingavörur, sbr. Tímann 24.
þ.m.: „Verðbólgan logar glatt í
verðstöðvun." Fyrir því hlaut sam-
sull þetta að hækka verulega. Það
undir fyrirsögninni Græddur er eyrir
ekkjunnar. Ég er sjálf á besta aldri
en miðað við þrælahald venjulegra
launamanna þessa lands, þá býst ég
við að upplifa það að verða ekkja
fyrir aldur fram. Ég kalla það þræla-
hald þegar maður með sex manns í
heimili þarf að vinna myrkranna á
milli til að fóðra fjölskyldu sína og
þjóðina með sköttum og skattaskött-
um, eins og ekkjur þessa lands þurf
að gera með því að þurfa að borga
af eign sem þær eru fyrir löngu bún-
ar að eignast. Það kallar maður að
leigja hjá sjálfum sér án þess að fá
neitt fyrir það. Það er skömm fyrir
þessa óstjórn sem sjálfskipuð stjóm-
ar hér, að segja til um hvemig þjóð-
in eigi að hafa það, án þess að hafa
til þess meirihluta atkvæða. Þetta
em lögbrot og skerðing á mannrétt-
indum. S.K.
þurfti því að hræra einhverju
stemmandi samanvið. Og þá voru
launin nærtæk, sem höfðu verið
lögbundin um langa hríð. Reiknum
þau með því að einum þriðja, sögðu
vinir verkalýðsins í ríkisstjóm! Og
sjá: Lánskjaravísitalan lækkar um
leið.
En næst þegar hann Ásmundur
í ASÍ nær fram 10% launahækkun
fyrir launþegann sinn, sem hefir
50 þús.kr. í kaup á mánuði, lítur
dæmið svona út: 50 þús. + 10% =
5 þús. kr. á mánuði x 12 = 60
þús. kau'pauki á ári.„
Þessi verkamaður skuldar eina
millj.kr. sem lánskjaravísitalan
passar. Sú vísitala hækkar við
launahækkunina um 5%. Skuld
mannsins hækkar því á ári um 50
þús.kr., 10. kr. ganga þá af kaup-
hækkuninni, sem ekki hrekkur fyrir
hærri sköttum á stærri skattstofn.
Þannig fara vinir verkalýðsins að.
Næst verður athugað að taka
nýja vísitölu inn í lánskjörin, t.d.
meðalaldur landsmanna, því hann
hækkar mjög lítið héðan af. M.a.s.
mætti lækka hann eitthvað með því
að okra enn meir á læknaþjónustu
og stórhækka meðul í verði.
Loksins, loksins verður vísitölu-
draugurinn kveðinn niður. Og
ákvæðaskáldið sem mestan heiður
á af því afreki er krati af Gautlanda-
kyni og má segja að lengi lifi í
gömlum glæðum.
Melamaður.
Nonni og Manni:
Góð Qölskyldumynd
Víkverji
Nýlega var viðtal í sjónvarpi við
erlendan sérfræðing um verð-
lagningu á köldum ljósaperum, sem
eru mjög orkusparandi og lýsir 13
watta pera eins og 60 watta venju-
leg ljósapera, auk þess sem ending-
artími þessara pera er margfaldur
á við venjulega ljósaperu.
Þessi útlendingur lýsti í viðtalinu
furðu sinni á hve dýrar þessar per-
ur væru og kvað hann mikla
skammsýni í því fólgna að leggja á
þessar perur tolla, vörugjald og
söluskatt. Út úr verzlun kostar slík
pera um eða yfir 2.000 krónur, sem
veldur því að þær eru almennt ekki
notaðar.
Sérfræðingurinn sagði, að ef
unnt væri að ná almennri notkun
þessara pera myndi það spara svo
mikla orku, að óþarft yrði að virkja
hér á næstu árum. Kvað hann nauð-
synlegt fyrir þjóð, sem væri að slig-
ast undan erlendum lánum, að
hyggja að þessari peru, sem gæti
sparað miklar fúlgur fyrir íslend-
inga.
Hvernig væri nú að stjórnvöld
athuguðu málið? Erlendi sérfræð-
ingurinn taldi meira að segja, að
það myndi borga sig fyrir ríkissjóð
að niðurgreiða verðið á þessum sér-
stæðu ljósaperum.
xxx
íkverji skrifaði síðstliðinn laug-
ardag um stöðumælamálið og
fékk að því tilefni bréf frá Ástbirni
Egilssyni framkvæmdastjóra
Gamla miðbæjarins. Bréfið er svo-
skrifar
hljóðandi:
„Ég hef fylgst með greinum
þínum og hef mjög oft getað tekið
undir þau sjónarmið, sem þar hafa
komið fram. Sl. laugardag skrifar
þú um stöðumælamálið og langar
mig til þess að koma að nokkrum
orðum í sambandi við þetta mál.
Ég hika ekki við að segja að þetta
er almesta vandamálið, sem við er
að eiga í miðbænum og við hjá
samtökunum höfum oft látið það í
ljós, bæði í greinum og í viðtölum
við borgarfulltrúa og embættis-
menn. Fyrirtæki hafa flutt starf-
semi sína í önnur hverfí eingöngu
vegna þess að starfsfólk og við-
skiptavinir hafa ekki þolað það álag,
sem er við leit að bílastæðum. Þú
segir að kaupmenn hafi krafist
fleiri stöðumælastæða. Þetta er
ekki alveg rétt. Við höfum krafist
fleiri bílastæða, en um leið sagt að
stöðumælastæði væru betri en ekki.
Við höfum margsinnis í viðræðum
við borgina lagt mikla áherslu á
bílastæði fyrir starfsfólk í mið-
bænum og meðal annars bent á að
ein lausn væri að gera Faxaskálann
að bílageymsluhúsi og nota einnig
þakið, þar sem nú eru geymdir ótoll-
afgreiddir bílar. Okkur eru fyllilega
ljós vandkvæði starfsfólks fyrir-
tækja og munum gera allt sem við
getum til að flýta fyrir lausnum.
En möguleikar okkar til að gera
slíkt felast nær eingöngu í þrýstingi
á borgaryfirvöld og þess vegna eru
slíkar greinar sem þú birtir mjög
gott innlegg. Um stöðuvörsluna og
framgöngu stöðumælavarða er það
að segja, að atganga þeirra er allt-
of hörð. Auðvitað á að sekta fólk,
sem alls ekki borgar í mælana, en
stór hluti kvartana er frá fólki, sem
kannski er 2—5 mínútum of seint
til baka frá sínum erindagjörðum,
og því finnst óréttlátt að þurfa að
greiða sekt. Get ég heilshugar tekið
undir það. Þetta ber of mikinn keim
af skattheimtu og fólki finnst ein-
faldlega nóg komið af slíku.. Ég vil
að lokum þakka þér ágæt skrif í
dálkum þínum og bið þér alls hins
besta.“
xxx
Igær vék Víkveiji að sölu og aug-
lýsingum á verðtryggðum ríkis-
skuídabréfum. Þar var lítillega
komið inn á breytta lánskjaravísi-
tölu. Nú hefur komið í ljós að með
einu pennastriki hefur ríkisstjómin
lækkað skuldir við Húsnæðisstofn-
un um 230 milljónir króna og heild-
arhöfuðstóll óinnleystra ríkis-
skuldabréfa hækkar 95 milljónum
króna minna við nýju Iánskjara-
vísitöluna en hina gömlu. Sagt er
að heildarskuldir í þjóðfélaginu séu
nú um 170 milljarðar króna. Sam-
kvæmt því hafa þeir sem skulda
nú við þessa breytingu grætt tæp-
iega milljarð króna. Með öðrum
orðum - þeir, sem eiga sparifé, fé
inni á lífeyrissjóðum og víðar hafa
tapað þessum ú'ármunum, sem þeir
fyrir nokkrum dögum töldu sig eiga
vísa.