Morgunblaðið - 07.02.1989, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.02.1989, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1989 Austurríkismennirnir Fucik og Kubak öruggir sigurvegarar Brids Arnór Ragnarsson Austurrikismennirnir Jan Fucik og Fritz Kubak sigruðu með miklum ySrburðum í tvímenningskeppninni sem spil- uð var sl. föstudagskvöld og laugardag á Hótel Loftleiðum. Fucik og Kubak voru í topp- baráttunni strax frá fyrstu um- ferð. Þeir eignuðu sér 1. sœtið um mitt mót og unnu með mikl- um yfirburðum, hlutu 475 stig yfir meðalskor eða 10 stig úr hverri umferð. íslenzku pörin stóðu sig mjög vel. Bræðumir Ólafur og Hermann Lárussynir urðu í öðru sæti. Þeir héldu sig í kringum 10. sætið fyrri hluta mótsins en voru í toppbarát- tunni síðari hlutann. Guðlaugur R. Jóhannsson og Öm Amþórsson vom í toppbaráttunni allt mótið og enduðu í þriðja sæti. Sama má segja um þá félaga Sigurð Vil- hjálmsson og ísak Óm Sigurðsson sem urðu í fimmta sæti. Valur Sig- urðsson og Jón Baldursson voru brokkgengari en önnur pör í topp- baráttunni. Eftir 19. umferð voru þeir með mínus 22 stig í 29 sæti. Þá vom Guðlaugur og Öm í efsta sæti með 175 stig þannig að þá munaði tæpum 200 stigum á þeim félögum en þegar upp var staðið munaði aðeins einu stigi á þessum pömm eins og sjá má í lokastöð- unni sem hér fer á eftir: Morgunblaðið/Amór Frá verðlaunaafhendingunni sl. laugardagskvöld. Jan Fucik og Fritz Kubak taka við verðlaunum sinum, 100 þúsund kr. Forseti Bridssambandsins, Jón Steinar Gunnlaugsson, afhenti verðlaunin. Jan Fucik — Fritz Kubak Hermann Lárusaon — ólafur Láruason Guðlaugur R. Jóhannsson öm Amþórsson Jón Baldursson — Valur Sigurðsson Sigurður Vilhjálmsson — Isak öm Sigurðsson Markland Molson — Tony Forrester Lars Ðlakset — Steen Möller Páll Valdimarsson — Rúnar Magnússon 321 250 241 Zia Mahmoud — George Mittelman Bjöm Eysteinsson — Þorgeir Eyjólfsson Guðmundur Páll Amarson — Guðmundur Hermannsson Jón Sigurbjömsson — Ásgrímur Sigurbjömsson Sigurður B. Þorsteinsson — Gylfí Ðaldursson Ásgeir Ásbjömsson — Hrólfur Hjaltason 189 167 123 123 Nokkra athygli vakti hve hinu austurríska parinu gekk illa í mót- inu. Þeir Heinrich Berger og Wolf- gang Meinl urðu að láta sér nægja 17. sætið. Hin erlendu pörin stóðu sig eins og við mátti búast. Zia Mahmoud og Mittelman urðu í 9. sæti. Zia hefír sjaldnast vermt efstu sætin í tvímenningnum og á því varð engin breyting nú. Hins vegar urðu Steen Möller og Lars Blakset að sætta sig við 7. sætið og fara heim án verðlauna því 6 efstu sæt- in gáfu verðlaun. í sjötta sæti urðu Markland Molson og Bretinn Tony Forrester sem mætti mjög óvænt í stað Billy Cohen. Gífurlegur fjöldi fólks fylgdist með tvímenningskeppninni eins og svo oft áður. Verðlaun í mótinu voru 2000 dalir fyrir 1. sætið, 1400 fyrir annað sætið, 1000 dalir fyrir þriðja sætið, 700, 600 og 500 fyrir 4., 5., og 6. sætið. Keppnisstjóri var Agnar Jörgensson, reiknimeist- ari, Kristján Hauksson og móts- stjóri Sigmundur Stefánsson. Sveitakeppnin Liðlega 40 sveitir tóku þátt í sveitakeppninni sem lauk í gær- kveldi. Þegar farið var að síga á seinni hlutann í keppninni benti flest til að toppbaráttan yrði milli sveita Braga Haukssonar, Flug- leiða, Zia Mahmoud og aust- urrísku og dönsku sveitarinnar. Sveitakeppninnar verður nánar getið í bridsþætti. JAFNAR TÖLUR • ODDATÖLUR • HAPPATÖLUR BÓNUSTALA Þetta eru tölurnar sem upp komu 4. febrúar. Heildarvinningsupphæð var kr. 5. 723.628,- 1. vinningur var kr. 2.638.300,-. 7 voru með fimm tölur réttar og því fær hver kr. 376.900,-. Bónusvinningurinn (fjórar tölur + bónustala) var kr. 457.688,- skiptist á 4 vinningshafa og fær hver þeirra kr. 114.422,- Fjórartölur réttar, kr. 789.336,- skiptast á 228 vinningahafa, kr. 3.462,- á mann. Þrjár tölur réttar, kr. 1.838.304,- skiptast á 6.383 vinningshafa, kr. 288,- á mann. Sölustaðir eru opnir frá mánudegi til laugardags og er lokað 15 mínútum fyrir útdrátt. Sími6851 11. Upplýsingasímsvari681511. Tvímenningur á bridshátíð: MOULINEX RAFMAGNSHNÍFURINN ÞRÁÐLAUSI ElillllflllKlltlill [iiiiiiiimiiiitfiifi iimini Eiríkur Brynjólfsson. Dagar sem enda - ljóðabók eftir Eirík Brynjólfeson ÚT ER komin ljóðabókin Dagar sem enda. Höfundur er Eiríkur Brynjólfsson. Kápu teiknaði Matthildur Sigurðardóttir, en Stensill Qölritaði. í bókinni eru 36 frumsamin ljóð og eitt þýtt úr sænsku. Dagar sem enda er gefin út í 200 eintökum, þar af 88 tölusett- um og árituðum. Þetta er fjórða bók höfundar. Hinar eru: í frásög- ur færandi, 1985, Ný saga af Rauðhettu, 1986 og Endalausir dagar, ljóð, 1987. Utgefandi er Orðhagi sf. Þar er hægt að panta bókina í póstkröfu og kostar hún 700 krónur. Á sama stað er til sölu ljóðabókin Endalausir dagar. Glæsileg drottning- arfórn tryggði Karpov jafiitefli Skák YasserSeirawan Fimmta einvígisskákin. Hvitt: Jóhann Hjartarson. Svart: Anatolíj Karpov. Spænskur leikur. I. e4 - e5; 2. Rf3 - Rc6; 3. Bb5 - a6; 4. Ba4 - Rfö; 5. 0-0 - Be7; 6. Hel - b5; 7. Bb3 - d6; 8. c3 - 0-0; 9. h3 - He8; 10. d4 - Bb7; 11. a4 - Þetta er hvassasti leikur hvíts. í þriðju skákinni sveigði Jóhann hjá þessari leið og lék a3, sem gerði lítið gagn. II. - h6; 12. Rbd2 - Bffi; 13. Bc2 — exd4; 14. cxd4 — Rb4; 15. Bbl — bxa4!?; Til þessa hafa báðir skákmennirn- ir fylgt viðurkenndri teoríu. Fimmt- ándi leikur Karpovs er síðasta við- bótin við þessa byijun. í heimsmeist- araeinvígunum hafði leikurinn 15. — Rd7 verið notaður sem leiddi til hvassrar taflmennsku. 16. Hxa4! - a5; 17. Ha3! - Svartur hefur orðið að sleppa valdi á miðborðinu til að styðja við riddar- ann á b4. Með öðrum orðum: hvítur hefur náð klassíska peðaparinu á e4 og d4. Ég er á þeirri skoðun, að útvörður svarts bæti ekki upp stöð- una á miðborðinu. Hvítur stendur betur. Með síðasta leik sínum undir- býr hann að flytja hrókinn sinn yfir á kóngsvænginn. 17. - Ha6; Áhugaverð hugmynd sem undir-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.