Morgunblaðið - 07.02.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.02.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1989 21 Sky Channel í Bretlandi: „Öld gervihnattasjón- varps gengin í garð“ - sagði Rupert Murdoch er útsendingar hófiist St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frím ÚTSENDING fyrstu gervi- hnattastöðvarinnar, Sky, hófst síðastliðinn sunnudag klukkan 18. Rupert Murdoch, eigandi stöðvarinnar, sagði, að nú væri öld gervihnattasjónvarps geng- in í garð og einokun i sjón- varpsmálum þar með endanlega aflétt. Það eru ekki nema átta mánuð- ir, frá því að Murdoch lýsti yfir áhuga sínum á að hefja þennan sjónvarpsrekstur. Kostnaðurinn fram til þessa er 25 milljónir punda eða ríflega tveir milljarðar íslenskra króna. Fjórar rásir eru á stöðinni: Ein fréttarás, sem flytur fréttir og fréttatengt efni 24 tíma á sólarhring; ein íþróttarás; ein issyni, fréttaritara Morgunblaðsins. kvikmyndarás; og ein rás með skemmtiefni. Síðar á árinu bætast við tvær rásir, önnur með bama- efni, hin með efni um listir. í einni svipan hefur fjöldi sjónvarpsrása í Bretlandi tvöfaldast. Um 600.000 heimili á Bretlandi og írlandi gátu séð upphafsútsend- inguna í kapalstöðvum eða með sérstökum móttökudiskum. Murdoch gerir sér vonir um, að í lok ársins geti tvær milljónir heim- ila séð útsendingamar. Þótt hann nái þessu marki, er talið, að halli á rekstrinum fyrsta árið verði 150 milljónir punda, eða ríflega 13 milljarðar Isl. kr., og stöðin fari ekki að skila hagnaði fyrr en eftir tvö til þijú ár. Erfiðlega hefur gengið að fram- Grænland: Borgarstjóri býður sig fram á sérlista Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgnnblaðsins. HENRIK Lund, borgarstjóri í Julianeháb, einn af forystumönn- um Siumut, grænlenska stjórnar- flokksins, hefúr tilkynnt úrsögn sína úr flokknum. Jafnframt seg- ist hann ætla að bjóða sig fram á lista óháðra borgara í sveitar- stjórnakosningunum 4. apríl næstkomandi. Ástæðan fyrir úrsögninni er ágrein- ingur borgarstjórans við formann- inn í flokksdeild Siumut í Juliane- háb. Lund sakar formanninn um að fara leynt með atburði, sem gerst hafa innan dyra í ráðhúsinu. Hefur borgarstjórinn óskað eftir því, að formaðurinn, Per Lynge, láti af störfum. Henrik Lund er ræðismaður íslands á Suður-Græn- landi. Sektaður fyrir smáfiskadráp Skipstjóri vestur-þýska togarans Hannover var nýlega dæmdur til greiðslu 60.000 danskra króna (u.þ.b. 444.000 ísl. kr.) sektar fyrir ólöglegar þorskveiðar við vestur- strönd Grænlands. Auk þess var afli skipsins gerður upptækur. Það var danska eftirlitsskipið Agpa, sem kom með togarann til lands á þriðjudag. í ljós kom, að í aflanum voru 15 tonn af þorski undir 40 sm lágmarksstærð. Skipstjórinn viðurkenndi brot sitt og samþykkti að greiða sektina. Þá var aflinn, um 60.000 d. kr. að verðmæti, gerður upptækur. Hækkuðu farm- gjöld um 9,5% Grænlandsverslunin hækkaði farmgjöld á flutningaleiðinni frá Danmörku til Grænlands hinn 1. febrúar síðastliðinn. Farmgjöldin frá Grænlandi til Darimerkur verða óbreytt. Grænlandsverslunin hefur einok- un á farmflutningum frá Danmörku til Grænlands. Flemming Bolo, framkvæmdastjóri Grænlandsversl- unarinnar, segir, að hækkunin hafi verið óhjákvæmileg, af því að um- fang flutninganna hafi dregist sam- an á sama tíma og tilkostnaður hafi aukist. Israel: Palestínumenn felldir á Gaza Jerúsalem. Reuter. ÍSRAELSKIR hermenn skutu þijá Palestínumenn til bana á Gaza-svæðinu um helgina og særðu ekki færri en 50. Þá voru fimm vopnaðir Palestínuskæru- liðar felldir á mörkum í Suður- Libanon á sunnudag en þeir hugðust ráðast gegn ísraelskum hermönnum. Stjórnvöld í ísrael héldu því fram í gær að Frelsissamtök Pa- lestínu (PLO) hefðu brotið gegn skilyrðum þeim sem Bandaríkja- stjóm hefur sett fyrir viðræðum við fulltrúa samtakanna með því að senda vopnaða menn að landa- mærum ísraels. Talsmaður PLO sagði þetta ekki rétt vera. Pal- estínumönnunum fimm hefði verið falið að gera árásir á ísraelska hermenn og því hefði för þeirra verið hemaðarlegs eðlis og slíkt væri ekki unnt að telja til hryðju- verka enda hefðu samtökin for- dæmt þau. Moshe Arens, utanrík- isráðherra ísraels, sagði hins veg- ar að mennimir hefðu ætlað að láta til skarar skríða gegn óbreytt- um borgurum en rökstuddi ekki þessa fullyrðingu sína. Miklar óeirðir brutust út í aust- urhluta Jerúsalemborgar í gær og beittu ísraelskar lögreglusveitir háþrýstidælum, gúmmíkúlum og táragasi til að dreifa mannfjöldan- um. Athygli vakti að grænu litar- efni hafði verið blandað saman við vatnið til a(\ unnt væri að bera kennsl á þá sem þátt tóku í mót- mælunum og handtaka þá. Heim- ildarmenn Reuters-fréttastofunn- ar sögðu lögreglusveitimar hafa beitt óvenju kröftugum vatns- dælum og nefndu sem dæmi að rúður hefðu látið undan vatns- þrýstingnum. Reuter Rupert Murdoch hlýðir á útskýringar Andrews Neils, framkvæmdastjóra Sky-stöðvarinnar, þegar útsend- ing hófst á sunnudag. leiða diska fyrir gervihnattasjón- varpið. Murdoch sagði það vera sér að kenna fyrst og fremst. Hann hefði tilkynnt framleiðend- um í lok síðasta árs, að þeir þyrftu að hafa lykla með diskunum, vegna þess að hann yrði að læsa kvikmyndarásinni og barnará- sinni. Hann hafði ætlað að hafa báðar þessar rásir opnar tvö fyrstu árin, en kvikmyndaframleiðendur hefðu neitað að selja honum mynd- ir í ólæstar rásir. Það hefði seink- að framleiðslu diskanna. Amstrad-fyrirtækið hefur sagt, að frá og með apríl muni það geta framleitt 100.000 diska á mánuði. Andrew Neil, framkvæmda- stjóri Sky-stöðvarinnar, sagði á sunnudag, að nokkru fleira fólk mundi sjá útsendingar Sky en BBC, þegar það hóf göngu sína árið 1937, en þá voru aðeins til 200 sjónvarpstæki í Bretlandi. KEFLAVIK m, Pétur Reimarsson Jón Magnússon Páll Kr. Pálsson UPPBYGGING IÐNAÐAR í DREIFBÝLI Iðnlánasjóður gengst nú fyrir fundum um uppbyggingu iðnaðar í dreifbýli. Að þessu sinni: ■ 9. febrúar í KEFLAVlK Flug Hótel kl. 20.30. ■ Markmið fundanna er: ■■■■■■■■■ að kynna starfsemi Iðnlánasjóðs fyrir stjórn- endum fyrirtækja og fulltrúum atvinnullfs f dreifbýli, að vekja áhuga stjórnenda fyrirtækja á nýsköpun, sameiningu fyrirtækja og samstarfi þeirra. Lögð verður áhersla á þessa málaflokka: Lánafyrirgreiðslu, vöruþróun, markaðsmál, tækni, afkastagetu, söluaðferðir, dreifileiðir og samstarf við önnur fyrirtæki. ■ Dagskrá: 1. Kynning á starfsemi Iðnlánasjóðs og þeirri fyrirgreiðslu sem Iðnlánasjóður veitir fyrirtækj- um. Bragi Hannesson, bankastjóri. 2. Fyrirlestur um markaðsathuganir og mat á markaðsþörf. Þráinn Þorvaldsson, framkvæmdastjóri. 3. Fyrirlestur um vöruþróun. Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri. 4. Fyrirlestur um samstarf og samruna fyrirtækja. Pétur Reimarssön, framkvæmdastjóri. 5. Fyrirlestur um arðsemismat á hugmyndum. Jafet S. Ólafsson, útibússtjóri. Gert er ráð fyrir að hver fyrirlestur taki 20-30 mínútur. Fundarstjóri verður Jón Magnússon, formaður stjórnar Iðnlánasjóðs. VIÐ HVETJUM ALLA ÞÁ SEM MÁLIÐ VARÐAR TIL AÐ KOMA. <Ö> IÐNLÁWASJÓÐUR ÁRMÚLA 7, 108 REYKJAVlK, SÍMI 680400

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.