Morgunblaðið - 07.02.1989, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1989
Jóhannes Jóhannsson
frá Bæ — Minning
Fæddur 29. ágúst 1905
Dáinn 29. janúar 1989
Margs er að minnast,
margt hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Sb. 1886 - V. Briem)
Mig langar til þess að minnast
afa míns, Jóhannesar Jóhannssonar
frá Bæ, með örfáum fátæklegum
orðum. Hann lést sunnudaginn 29.
janúar sl. á St. Jósefsspítala í Hafn-
arfírði. Afí hafði átt við veikindi
að stríða um langan tíma og þegar
við bættust frekari veikindi í lok
október sl. þá var ekki aftur snúið.
Gangan langa og stranga var hafín
og henni lauk ekki fyrr en fyrr-
nefndan sunnudag.
Jóhannes Jóhannsson fæddist 29.
ágúst 1905 á Kirkjubóli í Múla-
hreppi í A-Barðastrandarsýslu.
Hann var sonur hjónanna Jóhanns
Sigurðssonar og Guðrúnar Bær-
ingsdóttur, húsráðenda þar. Jóhann
faðir hans var sonur hjónanna Sig-
urðar Jónssonar og Jóhönnu Magn-
úsdóttur, sem lengst af bjuggu að
Múla í Þorskafírði. Guðrún móðir
hans var dóttir hjónanna Bærings
Jóhannessonar og Valgerðar Ara-
dóttur.
Jóhannes átti 13 systkini, 8 al-
systkini og 5 hálfsystkini. Öll kom-
ust þau til fullorðinsára, utan tveir
hálfbræður hans sem dóu ungir.
Jóhannes var elstur alsystkina
sinna, en hálfsystkini hans voru
eldri. í dag eru 5 alsystkini hans
og ein hálfsystir enn á lífí.
Á unglingsárum sínum veiktist
Jóhannes. Hann þurfti að leita sér
"iækninga, sem þá var að fá í
Reykjavík. Þar var hann nokkra
vetur, en heima í Múlasveit á sumr-
in. Samhliða því, að sækja þjálfun
vegna veikinda sinna, fór hann fljót-
lega að vinna með. Starfaði hann
aðallega við smíðar, en hann þótti
afar lagtækur smiður. í Reylqavík
kynntist hann upphafi kreppuár-
anna og þeim hörmungum sem
þeim fylgdu. Síðar minntist hann
oft á hið mikla atvinnuleysi og hina
miklu baráttu um atvinnu sem þá
var. Það var einlæg von hans að
við ísiendingar myndum aldrei
þurfa að upplifa slíka tíma aftur.
Þann 24. nóvember 1936 gekk
Jóhannes að eiga eftirlifandi eigin-
konu sína, Guðrúnu Steinunni
Kristjánsdóttur, ljósmóður (f. 1.
nóv. 1912). Guðrún er dóttir hjón-
anna Engilberts Kristjáns Arasonar
og Guðmundínu Guðmundsdóttur,
frá Illugastöðum í Múlasveit.
Lítið var um jarðnæði í sveitinni
á þessum árum og hófu þau Jóhann-
es og Guðrún því ekki búskap fyrr
en um vorið 1938. Þá fengu þau
hálfa jörðina Bæ, í Múlasveit, til
búsetu og skömmu seinna keyptu
þau alla jörðina. Hjónin hófu þá
þegar, árið 1938, uppbyggingu
jarðarinnar, byggðu þar upp hús
og ræktuðu upp og stækkuðu tún
verulega. Var alla tíð mikill mynd-
arbragur á búskap þeirra, þrátt
fyrir þrálát veikindi Jóhannesar, og
einstök snyrtimennska einkenndi
búskapinn í Bæ.
Jóhannes hóf að stunda smíðar
áður en hann hóf búskap í Bæ og
hélt þeim svo áfram samhliða bú-
störfum. Hann þótti framúrskar-
andi smiður og handlaginn með
afbrigðum. Hann smíðaði jafnt hús
sem húsgögn, fyrir sjálfan sig, sem
og aðra. Aldrei gekk hann þó í skóla
til að læra þessa iðn og eru afrek
hans á þessu sviði því meiri fyrir
bragðið.
Búskaparárín í Bæ voru þeim
hjónum erfið á margan hátt. Fljót-
lega kom í ljós, að veikindi sem
hijáð höfðu Jóhannes á unglings-
árum hans háðu honum enn. Þau
gerðu það að verkum, að hann átti
bágt með að vinna alla erfiðisvinnu
og náði ekki fullum styrk aftur. Þau
hjónin áttu því láni að fagna á þess-
um árum, að búa í nábýli við skyld-
fólk sitt. Það veitti þeim ómetanlega
hjálp þegar erfíðleikar steðjuðu að.
Aðstæður fyrir vestan á þessum
árum voru allt aðrar en þær sem
við þekkjum nú á dögum. Samgöng-
ur voru erfiðar, hvorki vegir né
bílar, ekki sími og ekki rafmagn.
Sökum starfs síns, sem ljósmóðir
sveitarinnar, þurfti Guðrún oft að
vera langdvölum fjarri heimili sínu,
stundum svo dögum eða jafnvel
vikum skipti. Þessir tímar voru eðli-
lega erfíðir fyrir Jóhannes, sem
stundum fékk ekki einu sinni frétt-
ir af konu sinni allan þann tíma sem
hún var í burtu. Oftlega þurfti hún
að fara að heiman í vonskuveðri
og Jóhannes hafði engar fréttir um
það, hvort hún hefði náð alla leið
eða ekki, fyrr en hún kom aftur.
En sem betur fer fór ætíð betur en
á horfði.
Jóhannes og Guðrún eignuðust
þijú böm; Snorra Rafn f. 1937,
kvæntur Guðrúnu Hafliðadóttur,
Jóhann Gunnar f. 1938, kvæntur
Sóleyju Sveinsdóttur og Kristjönu
Guðmundínu f. 1941, gift Hjalta
Einarssyni. Bamaböm þeirra em
nú 11 talsins og 1 bamabamabam.
Afkomendur þeirra eru nú allir
búsettir í Hafnarfirði.
Heilsu Jóhannesar hrakaði með
ámnum og upp úr 1960 ágerðust
veikindi hans enn. Þau hjón bmgðu
því búi árið 1962 og fluttust suður
til Hafnarfjarðar ásamt bömum
sínum og hafa búið þar síðan.
Fyrstu árin bjuggu þau í sambýli
við böm sín, sem enn vom ógift.
Þegar bömin fluttu að heiman
fylgdu þau Jóhannes og Guðrún
dóttur sinni og tengdasyni og hafa
búið hjá þeim síðan, í lítilli íbúð út
af fyrir sig.
Jóhannes hélt áfram smíðum eft-
ir að þau fluttu suður, sér til ánægju
og yndisauka. Smíðaði hann þá
aðallega ýmsa smáhluti. Svo fór að
hann þurfti einnig að hætta smíðun-
um.
Hann Jóhannes, afí minn, var
hæglátur maður, sem átti það þó
til, að vera hrókur alls fagnaðar
þegar sérstaklega vel lá á honum.
Hann fann til með öllum þeim sem
þjáðust. Hann var einstakt snyrti-
menni, en snyrtimennskan var hon-
um í blóð borin og henni hélt hann
fram á síðustu stundu. Afí minn
var gestrisinn og gjafmildur og
hafði alltaf jafngaman að því að fá
gesti í heimsókn. Hann var vinur
vina sinna og reyndist öllum vel,
sem til hans þurftu að leita.
Afí minn var ávallt þakklátur
fyrir það sem gert var fyrir hann.
Skipti þá ekki máli hvort um var
að ræða stórt eða smátt viðvik. i
þau fáu skipti sem ég hafði tæki-
færi til að hjálpa honum með eitt-
hvað þakkaði hann mér það eins
og um stórvirki hefði verið að ræða.
Það sama gilti um alla þá sem rétt
höfðu honum hjálparhönd í gegnum
tíðina.
Afi minn hafði mjög mikla hæfí-
leika á sviði frásagna. Hann gat
lýst löngu liðnum atburðum, jafnvel
áratuga gömlum, svo vel að þeir
birtust manni ljóslifandi fyrir sjón-
um. Hann hafði einnig mjög gott
minni sem hann fékk að halda fram
á síðustu daga.
Mig langar til að þakka honum
afa mínum fyrir samfylgdina í
gegnum þau ár sem ég átti með
honum. Eg átti því láni að fagna,
að alast upp í nábýli og síðar sam-
býli við hann fyrsta áratug minnar
ævi. Á þessum árum bundumst við
sterkum böndum, sem síðan hafa
stöðugt styrkst. Þessi tryggðarbönd
munu aldrei bresta.
Nú er hann afi minn látinn og
við munum ei sjást um sinn. Eftir
lifír minningin um hann og hún
mun alltaf lifa. Ég mun aldrei
gelyma þeim samvenistundum sem
við áttum saman. Ég mun aldrei
gleyma ferðum okkar, þegar hann
þurfti að leita til læknis, né heldur
öðrum stundum. Það var mér mjög
mikils virði að fá að fylgja honum
í þessar ferðir.
Elsku amma; Guð gefí þér styrk
til að takast á við það sem framtíð-
in ber í skauti sér.
Ég kveð nú elsku afa minn. Hafi
hann þökk fyrir allt og allt. Guð
veri með honum um alla tíð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Sb. 1886 - V. Briem)
Jóhannes Rúnar Jóhannsson
Lækkar lífdaga sól.
Löng er orðin mín ferð.
Fauk í faranda skjól,
fegin hvíldinni verð.
Guð minn, gefðu þinn frið,
gleddu og blessaðu þá,
sem að lögðu mér lið.
Ljósið kveiktu mér hjá.
(Herdís Andrésdóttir)
Þótt dauðinn sé það sem við eig-
um öll sameiginlegt, og jafnvel létt-
ir þegar um langvarandi veikindi
er að ræða, er hann samt sem áður
alltaf jafn sár. Vissulega er auð-
veldara að horfast í augu við dauð-
ann þegar hann hefur gert boð á
undan sér, en það var svo erfítt að
trúa því að afí ætti bara stutt eftir
ólifað. Okkur fannst að afí ætti að
hressast og fara aftur heim eins
og hann var vanur eftir sjúkrahús-
legur sínar. En sú varð ekki raun-
in, hann afí er dáinn. Nú hlaðast
upp í huga okkar allar góðu minn-
ingamar sem við eigum um hann
afa okkar. Okkur langar að kveðja
ástkæran afa okkar með nokkrum
fátæklegum orðum.
Alltaf var jafn gaman og gott
að koma í heimsókn til afa og
ömmu. Þar var alltaf svo vel tekið
á móti okkur, oft á tíðum vomm
við varla komin inn þegar afi hrað-
aði sér inn í eldhús til að taka til
kaffi og með því fyrir okkur, og
urðum við þá að taka vel til matar
okkár og helst að klára af öllum
diskum. Ef við vildum ekkert þiggja
sámaði afa og sagði að það væri
ekkert gaman að fá svona gesti í
heimsókn, því honum var mjög
umhugað um að við fæmm vel södd
frá þeim. Ekkert þýddi að tala um
að við væmm í megmn, því hann
sagði ætíð að þess þyrftum við ekki
því við væmm homð og mættum
alveg vð því að borða.
Alla tíð bar afí hag okkar allra
fyrir bijósti og var umhyggjan þar
í fyrirrúmi. Á gleðistundum
samgladdist hann okkur innilega
og á sorgarstundum bar hann sorg-
ina með okkur.
Afi var alla tíð mjög nægjusamur
og þakklátur fyrir allt sem var gert
fyrir hann. Það var því gaman að
geta komið færandi hendi til þeirra,
því þakklætið var svo mikið og ófá-
ir kossamir sem við fengum.
Það var alltaf gaman að hlusta
á afa þegar hann var að segja okk-
ur sögur af lífínu í sveitinni. Lýsing-
amar vom svo ljóslifandi að manni
fannst maður vera á staðnum. Þetta
er fróðleikur sem við eigum eftir
að búa að, svo lengi sem við lifum.
Það var alltaf ánægjulegt að fá
að keyra ömmu eða afa til læknis,
því þegar þau kvöddust, kvöddust
þau af svo miklum innileik, að það
var oft sem okkur vöknaði um aug-
un, slíkur var innileikinn hjá þeim.
Við viljum þakka elsku afa fyrir
allt, og Guð blessi hann.
Elsku amma, Guð styrki þig í
þinni sorg.
Hulda, Jóhanna,
Brynhildur og Hilmar.
Nú er hann Jóhannes afí okkar
dáinn. Það er lengi að komast inn
í hugann, að þegar hann sem var
alltaf til staðar, er hér ekki lengur.
Þegar við fengum fréttina að kvöldi
sunnudagsins 29. janúar, fannst
okkur þetta svo ótrúlegt að allt
væri búið. Hann var búinn að vera
veikur lengi og við vissum að hveiju
stefndi en samt var þetta svo sárt.
Við munum ekki eftir honum
fyrr en hann var orðinn það heilsu-
lítill að hann fór lítið út. Við áttum
heima á Suðurgötu í Hafnarfírði
og fannst honum og ömmu mjög
gaman hvað víðsýnt var þar út um
gluggana bæði til fjallanna og út á
höfnina. Eins var það þegar við
komum héma upp á Melabraut, þá
undi hann sér oft við að horfa út
um gluggann.
Oft þegar við vorum að vinna á
neðri hæðinni og litum upp í
gluggann, þá sáum við afa horfa
út, nú sjáum við hann ekki lengur
þó við lítum upp í gluggann.
Já, það er margs að minnast.
Þegar við vorum lítil fómm við í
sendiferðir fyrir afa og ömmu út í
mjólkurbúð og alltaf var stungið
einhveijum mola upp í munninn
fyrir ferðina. Oft þegar við komum
heim úr skólanum var afí að smíða
einhveija smáhluti í hefílbekknum
sínum og horfðum við á hann, en
ekki þorðum við að snerta, enda
var hefílbekkurinn heilagur í okkar
augum. Alltaf þegar við komum við
í eldhúsinu hjá afa og ömmu, sem
var oft, fengum við jólaköku og
mjólk og átti helst að klára allt af
kökudiskinum, en það voru fleiri
en við bamabömin sem fengum að
njóta gestrisni þeirra því þau voru
mjög gestrisin og höfðu gaman af
ef einhveijir litu inn til þeirra.
Það er varla hægt að minnast á
afa nema að minnast á ömmu um
leið, þvi þau vom svo samrýnd og
örugglega hafa það verið með hans
erfiðustu tímum þegar amma var
veik og þurfti að fara á sjúkrahús.
Alltaf báru þau hag okkar fyrir
bijósti og fylgdust með hvemig við
höfðum það, bæði þegar vel gekk,
og eins þegar við vorum lasin, þá
fylgdust þau svo vel með okkur.
Eins nú þegar við vorum komin
með maka þá tóku þau hlýlega á
móti þeim.
Það er margs að minnast að ef
það væri allt talið upp gæti það
orðið í heila bók, en við hættum
hér og þökkum afa innilega fyrir
allt sem hann var okkur.
Við biðjum Guð að styrkja elsku
ömmu okkar og aðra aðstandendur.
Einar, Hanna og Helgi
Unnar, Hrönn og Friðrik
Leiðrétting
Á laugardag birtist hér í blaðinu
minningargrein um Oddnýju Jóns-
dóttur frá Másstöðum í Vatnsdal.
Greinarhöf. er Hallgrímur Guðjóns-
son frá Hvammi. Undirskrift hans
á greininni féll niður. Er beðist vel-
virðingar á mistökunum.
raðauglýsingar
raðaug/ýsingar
raðauglýsingar
Ut úr ógöngunum!
Þorsteinn Pálsson,
formaður Sjálfstæð-
isflokksins og fyrrv.
forsætisráðherra,
og núverandi for-
sætisráðherra,
Steingrímur Her-
mannsson, takast á
um stjórnmálavið-
horfið og efnahags-
vandann á Hótel
Borg fimmtudaginn 9. febrúar kl. 17.30. Áætlaö er að fundinum Ijúki
um kl. 18.30.
Allir vetkomnir. Vörður — Hvöt — Óðinn — Heimdallur
Sjálfstæðisfólk
á Suðurlandi
Hið árlega þorrablót verður haldið laugar-
daginn 11. febrúar í Inghóli á Selfossi.
Gestur kvöldsins verður Ólafur G. Einars-
son, alþingismaður og formaður þingflokks-
ins. Veislustjóri verður Gunnar Sigurösson
frá Seljatungu. Miðaverð kr. 2200,-. Húsið
opnað kl. 19.00. Boröhald hefst kl. 20.00.
Sjálfstæðisfólk fjölmenniö og takið með
ykkur gesti. Vinsamlegast tilkynnið þátt-
töku í síðasta lagi fyrir 9. febrúar.
Nánari upplýsingar hjá eftirtöldum aðilum:
Aðalheiði Jónasdóttur sími 21804, Óskari
Magnússyni sími 31117, Boga Karlssyni sími 21733 og Arndísi Jóns-
dóttur sími 21978.
Undirbúningsnefnd.
Sauðárkrókur
Atvinnumála- og stjórnmáiafundur
Almennur fundur um atvinnumál og stjórnmál verður haldinn i Safna-
húsinu á Sauöárkróki miðvikudaginn 8. febrúar nk. kl. 20.30.
Frummælendur: Porsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Pálmi
Jónsson, alþingismaður og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri.
Allir velkomnir.
Sjálfstæðisfálag Sauðárkróks.