Morgunblaðið - 09.02.1989, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 09.02.1989, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1989 B 3 Tryggingar Eru samningar við nýju vátryggingafélögin lausir? EFTIR sameiningu vátrygginga- félaga að undanfornu hafa vaknað spumingar um rétt neytenda sem hafa verið tryggðir hjá Sjóvá, Al- mennum, Bmnabót eða Samvinnu- tryggingum. Em þeir bundnir af vátryggingasamningum sem gerð- ir vora fyrir sameiningu eða em samningar við þessi félög lausir? Tryggingaeftirlitið hefur nú til umfjöllunar umsókn um starfs- leyfi fyrir hið nýja tryggingafélag Sjóvá — Almennar tryggingar hf. og hefur auglýst eftir athuga- semdum meðal vátryggingataka. Stofiiunin telur að hinir tryggðu séu áfram bundnir af sínum samn- ingum við gömlu félögin. Aðrir telja hins vegar að tryggingatakar séu lausir allra mála við það að félög sameinist þar sem forsendur fyrir ákveðnu viðskiptasambandi hafi breyst. „Ég tel að það sé ekki einhliða hægt að skipa viðskiptavini að skipta við nýjan aðila án þess að hann hafi samþykkt það,“ sagði Gunnar Felix- son, aðstoðarforstj óri Tryggingamið- stöðvarinnar, í samtali við Morgun- blaðið. „Menn velja sér viðskiptafyr- Fundur Viðskiptaþing um ísland ogEB VERSLUNARRÁÐ íslands stendur fyrir viðskiptaþingi þriðjudaginn 14. febrúar nk. á Hótel Sögu. Þingið snýst um ísland og Evrópubanda- lagið. Hans Joachim von Bíilow, sem er framkvæmdastjóri Euroc- hambers, verslunarráðs EB-þjóðanna, mætir sem sérstakur fyrirlesari þingsins. Fyrstu niðurstöður EB-nefnda Verslunarráðsins verða lagðar fram og kynntar. Um 40 manns í fjórum nefiidum hafa síðan í nóvember brot- ið til mergjar málefni EB lið fyrir lið og lagt mat á stöðu íslands gagn- vart innri markaði EB 1992. Forysta nefndanna er í höndum fimm manna framkvæmdastjómar VÍ, en nefnd- imar skipa fulltrúar allra atvinnu- greina. Þá hafa nefndimar notið atbeina hagfræðinga ráðsins, Steingríms Ara Arasonar og Vil- hjáhns Egilssonar framkvæmda- stjóra. Ólafur Davíðsson, sem nú gegnir formennsku í ráðgjafanefnd EFTA, flallar um hvað framundan er í málefnum EB og hver gætu orðið næstu skref varðandi bandalagið. Þátttaka er öllum opin, en nauð- synlegt er að tilkynna bindandi þátt- töku í síðasta lagi 10. febrúar til Verslunarráðs íslands. irtæki og vilja ráða því sjálfir við hveija þeir skipta. Ég er alls ekki að halda því fram að réttur manna sé neitt lakari hjá hinum nýju fyrir- tækjum. Ég álít að viðskiptavinur sé bundinn nýja félaginu ef hann segir ekki tryggingunni upp en að hann geti farið úr tryggingu ef hann óskar þess.“ Gunnar kvaðst álíta að með sam- einingu tryggingafélaga væri verið að taka fram fyrir hendur neytand- ans við hvem hann hefði viðskipti. Ef neytandinn vildi ekki una þeirri ráðstöfun þá ætti hann að vera laus. Eðli málsins samkvæmt væri verið að breyta viðskiptasambandi á öðmm vængnum og ef sá aðili gæti breytt því einhliða þá ætti hinn að geta það einnig. Erlendur Lámsson, forstöðumaður Tryggingaeftirlitsins, sagði að trygg- ingatakar væm ekki skilyrðislaust lausir allra mála eftir sameiningu félaga. Tryggingastofninn væri flutt- ur í annað félag og hlutverk Trygg- ingaeftirlitsins væri að sjá til þess að menn biðu ekki tjón af því. Það væri dálítið skrítið ef að menn væm lausir allra mála ef séð væri til þess BÚNAÐUR í FUNDARHERBERGI KRISDÁN siggeirsson HESTHÁLSI 2-4, REYKJAVlK, SlMI 672110 Innréttingar og töflur. í fundar- og ráðstefnuherbergi skipta nú meira máli en nokkru sinni fyrr. Við bjóðum töflukerfi sem mæta kröfum nútímans, bæði stakar töflur og hið vinsæla AV listakerfi.en á það má hengja töflur og festa blöð og skýringamyndir. Þegar innrétta þarf fundaraðstöðu. komum við gjarnan með tillögu um þann útbúnað sem til þarf. AV listakerfið hentar einnig mjög vel á teikni- og verkfræðistofur. HÖNNUNl • GÆOI • ÞJÓNUSTA Töflukerfin eru til sýnis í sýningarsal okkar að Hesthálsi 2-4. Einnig mikið úrval fundarborða og stóla. að allt væri í lagi. Jafnvel væri hægt að benda á að menn hefðu hag af þessu. „En hins vegar ber okkur skylda til að auglýsa eftir athuga- semdum og samkvæmt lögum um vátryggingarstarfsemi auglýsum við eftir athugasemdum vátryggingar- taka. Það er búið að birta að birta auglýsingu í lögbirtingarblaðinu varðandi Sjóvá og Almennar trygg- ingar og frestur til að gera athuga- semdir rennur út 14. febrúar. Við höfum bent mönnum á sem hafa leit- að hingað á að snúa sér beint til viðkomandi tryggingafélags því það er ekkert víst að félögin vilji hafa menn áfram í tryggingu nema þeir vilji það sjálfir," sagði Erlendur Lár- usson. LESTUNARÁfETLUN Skip Sambandsins munu ferma til islands á næstunní sem hór seair: AARHUS: Alla þriðjudaga. SVENDBORG: Annan hvern þriðjud. KAUPMANNAHÓFN: Alla miðvikudaga. GAUTABORG: Annan hvern föstud. VARBERG Alla fimmtudaga. MOSS: Alla laugardaga. LARVIK: Annan hvern laugard. HULL: Alla mánudaga. ANTWERPEN: Alla þriðjudaga. ROTTERDAM: Alla þriðjudaga. HAMBORG: Alla miðvikudaga. HELSINKI: Schouwenbank 23. feb. GLOUCESTER/BOSTON: Alla þriðjudaga NEW YORK: Alla föstudaga. PORTSMOUTH/ NORFOLK: Alla sunnudaga. Ife* SKIPADEILD f^k.SAMBANDSINS UNDARGÖTU 9A • 101 REYKJAVÍK SlMI 698100 rÁKN TRAUSTRA FLUTNINGÁ TELEPRINTINTERNA TIONAL SAS, CH 6911CAMPIONE, SWITZERLAND óskar öllum viðskiptavinum sínum ásamt landsmönnum öllum FARSÆLS KOMANDIÁRS. 1989 útgáfan er komin út og var póstlögð fyrir V2 mánuði. Bækurnar ættu því að streyma til íslands á næstu 2-3 vikum. Pósturinn mun ekki sjá um dreifingu að þessu sinni heldur munuð þið fá gíróseðla. Vinsamlegast leysið bækurnar út á tilskildum tíma, því annars verða þær endursendar til Sviss. Hver sá viðskiptavinur, sem ekki fær gíróseðil innan eins mánaðar, er vinsamlegast beðinn um að láta vita með telexi. the green intemational telex directories

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.