Morgunblaðið - 09.02.1989, Page 12

Morgunblaðið - 09.02.1989, Page 12
SKJALASKÁPAR VIÐSKIFTIAIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1989 BTánn PENINGASKÁPAR E TH MATHIESEN HF S. 91■ 65 10 00 Ferðamál „Handviss um að það er markaður fyrir ferðatímarit“, - segir Þórunn Gestsdóttir, ritstjóri og útgefandi Farvíss UM það leyti sem ferðamannatíminn stóð sem hæst á íslandi í fyrrasumar hófst útgáfa á nýju tímariti helguðu ferðamálum. Það heitir því óvenjulega nafni Farvís sem útgefendurnir sóttu í smiðju þess orðfróða manns, Þórhalls Vilmundarsonar. Hann segir Farvís forna íslensku, svo foma reyndar að orðið er hvergi orðið að finna í orðabókum samtímans, en táknar þann sem vísar veginn en einn- ig þann sem er ömggur í fömm. Útgáfúfyrirtækið að baki Farvíss nefnist Farvegur, en aðalforsprakki þess og jafnframt ritstjóri tímaritsins er Þómnn Gestsdóttir, gamalreyndur blaðamaður af DV og fyrmm ritstjóri Vikunnar. Með henni standa að útgáfúnni ■maður hennar og böm, svo að hér er á ferð fjölskyidufyrirtæki í orðsins fyllstu merkingu. Farvís kemur út ársQórðungslega og er þriðja tölublað tímaritsins væntanlegt nú í mars. En telur Þór- unn að það sé raunverulegur markaður fyrir sérhæft ferðatímarit f þessu fámenna landi? Tímarit sérhæfingarinnar „Þegar ég lagði út í þessa útgáfu þóttist ég handviss um að það væri markaður fyrir tímarit af þessu tagi og ég er það enn eftir þá reynslu sem þegar er á þetta tíma- ,rit komin," svarar Þórunn. „Bæði kemur til að sú þróun er nú ríkjandi í tímaritaútgáfu um allan heim að hún beinist í tiltölulega mjög sér- hæfðan farveg. Framboð efnis í fjöl- miðlun er orðið slíkt að það er al- gjörlega útilokað að fylgjast með því öllu, og fólk kýs því að fá á einum stað upplýsingar um hvað- eina sem tengist sérstökum áhugu- málum þess. Þess vegna sjáum við æ sérhæfðari tímarit, t.d. um tölvur og matagerðarlist." Þórunn segist nýverið hafa hlust- að á fýrirlestur bandarísks prófess- ors á sviði markaðsmála. „Hann tók þar dæmi af mjög virtu bandarísku tímariti, sem lognaðist út af á sjö- unda áratugnum og þá var sagt að dagar tímaritanna væru taldir vegna alls þessa flóðs af myndefni, kvikmyndum, sjónvarpi og videói, La vc 0 1 lll m II i i Með þessu slórkostlega fyrirkomulagi næst hámarksnýting á lagersvæði. Mjög hentugt kerfi og sveigjanlegt við mismunandi aðstæður. Greiður aðgangur fyrir lyftara og vöruvagna. Ávallt fyrirliggjandi. Leitið upplýsinga. UMBODS OC HEILDVERSL UN OmMB Æmibiim*1 BÍLDSHÖFDA 16 SiMI 672444 sem þá var hellast yfír. Hann benti hins vegar að þróunin hefði síðan gengið þvert á þessa kenningu, því að líklega hefðu aldrei verið gefín út annars eins aragrúi af.tímaritum, eins og núna. Efnissviðið væri hins vegar miklu þrengra en áður var, og í t.d. meðalstórri bandarískri borg kæmu jafnvel út 4-5 tímarit um íþróttir en helguð einhverri til- tekinni grein, hlaupum eða tennis eða skokki, og þar fram eftir göt- um.“ Þórunn segir að þetta sama sé að gerast í útgáfu ferðatímarita. „Þess vegna lagði ég nú galvösk út í þessa útgáfu, enda þá búin að liggja talsvert yfir erlendum tíma- ritum af þessu tagi, ekki síst frá V-Þýskalandi og Bandaríkjunum en einnig Bretlandi og Ítalíu. Það er til fjöldinn allur af svona tímaritum og mörg hver stórglæsileg. Hins vegar er markaðurinn úti auðvitað miklu stærri en hér, svo að þar greinast þau inn á mismunandi innri svið og sum hver mjög sérhæfð. Til dæmis hef ég séð eitt tímarit af þessu tagi sem heitir Island’s og er einungis helgað eyjuin um allan heim.“ Þórunn bendir hins vegar á að vegna smæðar markaðarins hér eigi hún tæpast annan kost en þann að sameina öll svið ferðaþjónustunnar innan Farvíss. „ Þessi svið eru auð- vitað flölmörg. Við verðum að sjálf- sögðu að leggja okkur eftir þvi að vera með efni sem höfðar til fólks- ins sem vinnur við ferðaþjónustu en það er nú hvorki meira en né minna en 6 þúsund manns. Aðalat- riðið er þó að hafa á boðstólum efni fyrir ferðalanganna — hinn almenna ferðamann — í formi frá- sagna, viðtala og hagnýtra upplýs- inga, því að það fer varla fram hjá neinum að ferðalög innanlands og utan er eitt helsta áhugamál þessar- ar þjóðar." Uppsláttarrit í framtíðinni En hvað varð þess valdandi að Þórunn réðst út í þessa útgáfu? „Þar má segja að hafí bæði komið til áhugi minn á blaðamennsku og á ferðamálum," svarar hún. „Ég hef fengist við blaðamennsku allt Morgaunblaðið/Bj ami ÚTGÁFA —- Þórunn Gestsdóttir ritstjóri tímaritsins Farvíss, sem kemur ut fjórum sinnum á ári. frá 1980 og fengist þar við hin ólík- ustu viðfangsefni, svo sem neyt- endamál, almennar fréttir, þing- fréttir auk viðtala og efnisöflunar fyrir helgarútgáfu DV. Um tíma var ég svo ritstjóri Vikunnar og verð að játa það að ég kunni ákaf- lega vel við mig í ritstjórastól — fannst það afar skapandi starf. Þegar ég sneri aftur til DV, þar sem ég skrifaði ekki hvað síst um ferða- mál, stóð ég á vissan hátt á kross- götum. Þá flaug það að mér að það lægi vel við að sameina þetta tvennt — áhugann á tímaritsútgáfu og ferðamálum. Þetta leiddi því svona hvað af öðru.“ í þeim tveimur blöðum af Farvís sem þegar eru komin út, er víða komið við. Sagt m.a. frá þremur Asíulöndum — Kóreu, Indlandi og Thailandi — á einum stað og Ástr- alíu og Nepal á öðrum, og héðan af heimaslóðum frá Flatey á Skjálf- anda og hestaferð yfír Fimmvörðu- háls auk þess Davíð Oddsson borg- arstjóri gerist leiðsögumaður um höfuðborgina. í því blaði sem vænt- anlegt er verður m.a. fyallað um Ladak í Himalayafjöllum, Grímsey, skíðaferð í Austurríki og lestarferð um Evrópu. „Við útgáfu Farvíss höfum við haft það að leiðarljósi að spara hvergi til að blaðið verði sem vand- aðast og glæsilegast að yfírbragði. Pappírinn sem við völdum tímarit- inu er hálfmattur fremur en glans- andi og er það í takt við þá vinda sem nú blása í alþjóðlegri tímari- taútgáfu. Á sama hátt reynum við að koma auglýsingum þannig fyrir í blaðinu að þær falli sem eðlilegast inn í það en virki ekki sem eins kona stílrof. í sem skemmstu máli er leitast við að þaulhugsa efni og uppsetningu til að Farvís verði sem heilsteyptast fyrir lesendur. Það er meiningin að þetta tímarit eigi að eldast vel og að það geti með timan- um orðið uppsláttarrit, “ segir Þór- unn. Stjórnun Samstarfíslensku rafeindafyrir- tækjanna treystir rekstrarstöðuna SAMSTARF Marels og Póls- tækni/Rekstrartækni þýðir að núverandi framleiðsluvörur fyr- irtækjanna verða áfram seldar undir mismunandi vörumerkjum, eins og verið hefúr. Á hinn bóg- inn munu nýjar framleiðsluvörur verða þróaðar sameiginlega og náið samstarf haft um markaðs- setningu þeirra, segja forráða- menn fyrirtækjanna. Markmið samstarfsins er í fyrsta lagi að treysta rekstrarstöðu fyrir- tækjanna og efla þróunar- og mark- aðsstarfsemi þeirra, segir í sameig- inlegri tilkynningu fyrirtækjanna. Með samræmingu í þróunarstarfí og framleiðslu þeirra er stefnt að því að auka vöruúrval og sérhæfingu þeirra. Gert sé ráð fyrir því að á innlendum markaði Ieiði samstarfíð til bættrar þjónustu og auðveldi fyr- irtækjunum að mæta vaxandi er- lendri samkeppni. Á erlendum mark- aði á samræmt markaðsstarf að Ieiða til aukinnar hlutdeildar og markviss- ara starfs. Þær 50 milljónir króna sem veija á til að auka hlutafé munu koma frá ýmsum aðilum og fyrirtælqum, m.a. úr hópi núverandi hluthafa en að baki Pólstækni stendur t.d. Eimskip sem öflugasti hluthafínn en að baki Marel t.d. Hagvirki og Þróunarfélag- Morgunblaðið/Emeiía SAMSTARF — ForSvarsmenn fyrirtækjanna þriggja sem nú hafa tekið upp samstarf sín á milli,t.v. Þorkell Sigurlaugsson, sljómar- formaður Pólstækni, Geir A Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Marels og Gísli Erlendsson, framkvæmdastjóri Rekstrartækni. ið. Þessum Ijármunum verður varið til að styrkja eiginfjárstöðu fyrir- tækjanna og gera þeim kleift að> þróa og selja sameiginlega fram- leiðsluvörur sínar innanlands og ut- an. Ifyrirtækin verða þannig áfram sjáifstæð hlutafélög en nátengd rekstrarlega í framtíðinni. í tilkynningunni kemur fram að vegna vaxandi útflutnings fyrirtækj- anna hafí nauðsyn samstarfs orðið sífellt augljósari vegna þess hve þró- unarstarf og markaðssetning erlend- is er kostnaðarsöm. Einnig geti verðsamkeppni fyrirtækjanna skað- að möguleika þeirra á erlendum mörkuðum. Nú er áætlað að um 2/3 af sölu fyrirtækjanna sé á erlendan markað, sem sé gjörbreyting frá fyrstu árununum þegar fyrst og fremst var unnið að þróunar- og markaðsstarfi fyrir innanlandsmark- að. Fram kemur að rekstur fyrirtækj- anna hefur verið erfiður undanfarin ár, m.a. vegna erfiðleika í fiskiðn- aði, vaxandi samkeppni við erlenda aðila, mikils fjármagnskostaðar, auk hækkunar á innlendum rekstrar- kostnaði og óhagstæðrar þróunar á gengi krónunnar. Eftir sem áður hafi hluthafar og starfsmenn fyrir- tækjanna óbilandi trú á framtíð þeirra, enda séu óvíða betri aðstæð- ur til að þróa og framleiða tæki fyr- ir fiskiðnaðinn heldur en hér á landi og jafnframt knýjandi þörf fyrir físk- iðnaðinn að geta unnið að aukinni tæknivæðingu og framleiðsluaukn- ingu með aðstoð iðnfyrirtækja á því sviði. Eftir samstarfið munu fyrirtækin nýta sameiginlega aðstöðu í Reykja- vik að Höfðabakka 9, þar sem Mar- el hefur verið til húsa en starfsemi Pólstækni verður aðallega á ísafirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.