Morgunblaðið - 13.04.1989, Page 10
10 B
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTl/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1989
Utanríkisviðskipti
*
Aformað að stórauka sam-
skipti íslands og Ungveijalands
Samningar í gangi um þátttöku íslendinga í hitaveitufram-
kvæmdum og hótelbyggingum
SAMNINGAR Virkis hf. um byggingu hitaveitu í 60 þúsund manna
borg í Ungveijalandi munu vera langt á veg komnir en einnig hafa
komið fram mjög ákveðnar hugmyndir um að íslenskir aðilar taki þátt
í byggingu 2-3 hótela þar í landi. Þá hefiir þeirri hugmynd verið varp-
að fram að stofinað verði sérstakt ungverskt-íslenskt verslunarráð sem
yrði vettvangur fyrir frekari viðskipti milli landanna. Samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins hefiir verið lagt til formlega að afhumin verði
gagnkvæm vegabréfsáritun milli íslands og Ungverjalands og jafii-
framt hefiir borist boð tdl stjómvalda um að Island verði heiðursland
á stórri alþjóðlegri vörusýningu í Búdapest á næsta ári.
Áhugi íslendinga á verkefnum í
Ungveijalandi beinist einkum að því
að nýta sérfræðiþekkingu héðan og
mun Búnaðarbankinn hafa haft milli-
göngu um að koma henni á fram-
færi í samráði við Norræna fjárfest-
ingarbankann. Norræni bankinn hef-
ur lýst yfir vilja að taka þátt í fjár-
mögnun hótela með öðrum stórum
erlendum banka. Af íslands hálfu
verður lögð áhersla á að nýta sér-
fræðiþekkingu héðan á sviði jarðhita.
Nýlega var staddur hér á landi
bankastjóri frá ungverskum banka
sem hefur lýst yfir áhuga á að taka
þátt í flármögnun að því er snýr að
innlendum kostnaði við framkvæmd-
imar í Ungveijalandi. Þá mun vera
vitað um mikinn áhuga hjá þýskum
aðila frá Bæheimi á þessum fyrirætl-
unum og þýska Steigenbergerhótel-
keðjan hefur lýst yfir áhuga á að
vera stjórnunaraðili og afla viðskipta
gegnum sitt sölukerfi. Hugmyndin
felst í því að hótelin verði nýtt að
hluta til sem heilsuhótel en straumur
ferðamanna hefur aukist gífurlega
til Ungveijalands. Á síðastliðnu ári
komu 17 milljónir ferðamanna til
landsins sem stafar einkum af því
að vegabréfsáritun hefur verið af-
numin gagnvart Austurríki og fleiri
löndum og á lokastigi er að fella
hana niður gagnvart Vestur-Þýska-
landi. Þá mun einnig hafa verið
ákveðin heimssýning í Búdapest og
Vín sameiginlega árið 1995. Fyrir-
sjáanlegur er því mikill skortur á
hótelrými í Ungveijalandi á næstu
árum.
Útflutningurtil
Ungverjalands 125,4 m.kr.
Boð um að ísland verði heiðurs-
land á stórri vöru- og viðskiptasýn-
VILT ÞÚ LÁTA
INNHEIMTUADGERÐIRNAR
GANGA HRATT FYRIR SIG ?
Innheimtur s/f leggja áherslu á
faglega, hraöa og góða þjónustu.
Ef þú leitar lögfræðilegra innheimtuaðgerða áttu rétt á að fá:
HRAÐA ÞJÓNUSTU
Hraðar innheimtuaðgerðir geta gert útslagið um hvort skuldin
innheimtist og það að ná peningunum sem fyrst inn i veltuna
getur verið áhrifavaldur á arösemi fyrirtækis þins.
GREIÐAN AÐGANG AÐ UPPLÝSINGUM
Þú verður að geta fengið upplýsingar um gang og stöðu mála
á fyrirhafnarlausan hátt þegar þér hentar.
GÓÐAR SKILAGREINAR
Forsenda þess að þú getir haft nákvæmt eftirlit með
útistandandi kröfum og uppgjöri þeirra eru góðar
skilagreinar.
REGLULEGT UPPGJÖR
Þú átt rétt á að fá peningana þina tafarlaust eftir að greiðsla
hefur farið fram. Láttu ekki innheimtuaðilann liggja á
fjármununum í lengri eða skemmri tíma.
Ef þu eða fyrirtæki þitt þarl á lögfræðilegum innheimtuað-
gerðum að halda skaltu gera kröfur. Hafðu samband við
Einar Gaut Steingrimsson hdl. á skrifstofu okkar
og fáóu nánari upþlýsingar um þjónustuna.
INNHEIMTUR SF
Þingholtsstræti 24, sími 62-30-62 og 62-34-23
ingu í Búdapest á næsta ári er í
tengslum við ungversku menningar-
og viðskiptavikuna sem nú stendur
yfir í Átthagasal Hótel Sögu. Við-
skipti íslendinga og Ungveija hafa
ekki verið mikil á undanfömum
ámm. Þó urðu nokkur umskipti í því
efni á síðastliðnu ári en þá jókst út-
flutningur héðan til Ungverjálands
verulega. Var verðmæti hans alls
125,4 milljónir króna og hafði aukist
úr 13,9 milljónum frá árinu áður.
Verðmæti innflutnings Ungverja
hingað til lands var hins vegar að-
eins 23,1 milljónir í fyrra en var árið
áður 17,8 milljónir. íslendingar fluttu
út á síðastliðnu ári .loðnumjöl til
Ungveijalands að verðmæti um
108,9 milljónir króna og þorskmjöl
fyrir um 13,5 milljónir króna. Þá var
einnig fluttur út kísilgúr fyrir 2,4
milljónir. Engin ein vörutegund var
ráðandi í innflutningi hingað frá
Ungveijalandi á síðastliðnu ári. Þar
var m.a. um að ræða fatnað af ýmsu
tagi t.d. hanska og vettlinga fyrir
3,8 milljónir og kæliskápa fyrir tæp-
lega 1 milljón.
Tilgangur vöm- og viðskiptasýn-
ingarinnar í Átthagasal er eins og
komið hefur fram að auka áhuga
íslendinga á gagnkvæmum viðskipt-
um landanna. Þar em kynnt m.a.
matvæli, fatnaður, vín, byggingavör-
ur, snyrtivömr, efnavara o.fl. Ung-
veijar framleiða mikið af tískufatn-
aðir fyrir þekkt tískuhús í Vestur-
Evrópu eins og til dæmis Boss. Ung-
UNGVERJALAIVID — Við Dóná í miðri Budapest hefur
verið byggt stórt og fallegt hótel, Duna-Intercontinental til að mæta
kröfum alþjóðlegra ferðamanna. Nú er jafnvel rætt um að íslendingar
taki þátt í byggingu hótela í Ungveijalandij samvinnu við Ungveija.
veijar hafa á undanfömum ámm
unnið skipulega að því að koma á
fót mun nánari efnahags- og við-
skiptasamböndum við Vesturlönd.
Stjórnvöld í Búdapest hafa látið í ljós
áhuga sinn á að ganga í EFTA og
telja það ekki óraunhæft að í náinni
framtíð fái landið aðild að EB.
Janos Muller, viðskiptafulltrúi í
sendiráðinu í Stokkhólmi segir að
ungversk fyrirtæki vilji auka útflutn-
ing sinn til Islands. Með sýningunni
væri vonast til að vekja áhuga á
ungverskum vömm hér á landi en
einnig vekja athygli ferðamanna á
Ungveijalandi. Islendingum gefst
þannig um þessar mundir kostur á
að kynnast ungverskri tónlist og
matargerðarlist.
KB
Fiskeldi
Verðhrun á eldislaxi
í Hollandi og Belgíu
Frá Egjjerti H. Kjartanssyni, fréttaritara Morgunblaðsins í Hollandi
VERÐ á eldislaxi hefur lækkað
verulega úpp á síðkastið í Hol-
landi og Belgíu. Verð út úr búð
Þróun nýrrar vöru
og stjórnun gæða í sjávarútvegi
Matvæla og næringarfræðingafélag íslands og
Gæðastjórnunarfélag íslands gangast sameiginlega
fyrir ráðstefnu um þróun nýrrar vöru og stjórnun
gæða í sjávarútvegi.
Ráðstefnan er fyrir stjórnendur í sjávarútvegi og
aðra þá, er áhuga hafa á þessum málum.
Ráðstefnan verður haldin laugardaginn 15. apríl nk.
í ráðstefnusalnum á Hótel Sögu.
Dagskrá:
09:15 Mæting/kaffi
09:30 Setning
09:35 Þróun fiskvinnslu
Hjalti Einarsson, framkvæmdastjóri,
Sölumiðstöð hraðfrysihúsanna.
10:05 Hver verður þróun markaða fyrir sjávarafurðir?
Ingjaldur Hannibalsson, framkvæmdastjóri,
Útflutningsráði íslands.
10:35 Vöruþróunarferli
Sigurður Bogason, matvælafræðingur,
Sölusambandi íslenskra fiskframleiðanda.
11:05 Nýjungar í fiskvinnslu
Guðmundur Stefánsson, matvælafræðingur,
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins.
11:35 Sjávarréttadögurður, borinn fram að hætti
Hótels Sögu.
12:05 Ný vara og gæðastjórnun
GunnarH. Gunnarsson, rekstrarverkfræðingur,
Ráðgarði hf.
12:35 Reynsla af gæðastjórnun í matvælaiðnaði
Pétur (sleifsson, frystihússtjóri Tanga hf.,
Vopnafirði.
13:05 Gæðastjórnun sem þáttur í gæðaátaki í sjáv-
arútvegi.
Guðrún Hallgrímsdóttir, forstöðumaður þró-
unarsviðs Ríkismats sjávarafurða.
13:25 Samantekt/slit
Ráðstefnustjóri: Jónína Stefánsdóttir, matvælafræðingur.
Ráðstefnugjald: 1.800 kr.
Fyrir hvert erindi eru ætlaðar 20 mínútur, en 10 fyrir umræð-
ur að því loknu.
Gæðastjórnunarfélag íslands
Matvæla- og nærlngarf ræðingafélag íslands
er nú ekki nema um 800 krónur
á hvert kíló eða aðeins um helm-
ingur þess sem viðgengist hefúr
undanfarin ár.
Ástæða þessa lága verðs er sú
umfangsmikla slátrun sem átt
hefur sér stað í Noregi undanfar-
ic. Markaðurinn er yfirfullur af
laxi með þeim afleiðingum að hann
er seldur undir framleiðslukostn-
aði. Að sögn innflytjenda er fjöldi
framleiðenda í Noregi í alvarlegum
fjárhagserfiðleikum vegna þessa
lága verðs, og nokkrir framleið-
endur hafa þegar orðið að hærra
starfsemi fyrir fullt og allt af þess-
um ástæðum.
Að sögn innflytjenda eru þó
framleiðendur í Noregi að taka sig
saman um að stjómá meira fram-
boðinu á markaðina en nú er gert
í von um að markaðs- og neyt-
endaverð hækki. Verð á villtum
laxi hefur haldið sér og er greini-
legt að betri veitingahús og hótel-
keðjur eru til í að greiða meir en
helmingi hærra verð fyrir villtan
lax en ræktaðan.
Fundir
Bankosijóri NIB
ræðumaður hjá
Iðnlánasjóði
BANKASTJÓRI
Norræna fiárfest-
ingarbankans,
NIB, Jannik Lind-
bæk, verður
ræðumaður á árs-
fúndi Iðnlána-
sjóðs 18. apríl
næstkomandi.
Jannik Lindbæk
Jannik Lindbæk var um árabil .
forstjóri Storebrand, sem íslendingar
hafa átt mikil og góð viðskipti við,
en Storebrand er eitt stærsta trygg-
ingafélag á Norðurlöndum. Arið
1986 var Lindbæk ráðinn banka-
stjóri NIB, sem hefur aðsetur í Hels-
inki. Norðurlandaþjóðirnar stofnuðu
bankann árið 1975 og er ísland því
hluthafi í honum. Bankinn hefur í
vaxandi mæli veitt lán til íslands og
er í dag einn stærsti lánveitandi
landsins í lánum til lengri tíma.