Morgunblaðið - 25.04.1989, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.04.1989, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. APRIL 1989 3 Sókn gerir svipaða samninga og BSRB: Bezti samningnr sem fékkst miðað við aðstæður - segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Sóknar Starfsmannafélagið Sókn hefur gert kjarasamning við viðsemj- endur sína; ríki og Reykjavíkurborg, auk nokkurra sjálfseignar- stofhana. Samningurinn fylgir í öllum meginatriðum kjarasamn- ingi þeim, er aðildarfélög BSRB gerðu við ríki og sveitarféiög, en Sókn er fyrsta aðildarfélag ASI sem skrifar undir kjarasamn- inga. Að sögn Þórunnar Sveinbjörns- dóttur, formanns Sóknar, er meg- inuppistaða samningsins sömu lífaldursreglur og í samningi BSRB, sama orlofsuppbót í júní og sama breyting á desemberupp- bót. Auk þess var gerð bókun um breytingu á námskeiðum. Auk Sóknarkvenna hjá ríki og borg vinna nokkur hundruð Sóknarkon- ur hjá Elliheimilinu Grund, Hrafn- istu, Landakoti, Sjálfsbjörg og Reykjalundi og fleirum. Þórunn sagðist vera nokkuð ánægð með samningana. „Þetta voru beztu samningar, sem hægt var að ná við núverandi aðstæður. Það er alveg ljóst að félagar okkar í ASÍ eru að fara í hart til þess að ná þessum samningum. Miðað' við stöðu okkar núna er ekkert annað að hafa. Við reyndum að ná ýmsum fleiri atriðum inn, en róðurinn var ekki léttur. BSRB var líka sannarlega búið að leggja ýmislegt á sig fyrir þennan samn- ing,“ sagði Þórunn. Hún sagðist telja 2.000 króna hækkun viðun- andi við núverandi aðstæður, hún lyfti mest hinum lægst launuðu og væri í takt við stefnu láglauna- félaga. „Við erum mjög ánægðir að hafa lokið þessum samningi," sagði Jón G. Kristjánsson, starfs- mannastjóri Reykjavíkurborgar. „Þetta er í takt við það sem við sömdum um við starfsmannafélag borgarinnar. Línan var dregin þeg- ar BSRB-félögin gerðu samninga, og það eru þær hækkanir, sem við höfum viljað ræða við önnur félög. Sókn var á því að það væri rétt mat hjá okkur. Sóknarkonur eru í ASÍ, og þær þekkja viðbrögð vinnuveitenda við kröfum Alþýðu- sambandsins.“ Samningur Sóknar verður bor- inn undir atkvæði félagskvenna á félagsfundi kl. 20 á miðvikudags- kvöld. Um 2.000 konur hafa at- kvæðisrétt. Sinubrunar í Reykjavík SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var kallað út yfir 10 sinnum í gær til að slökkva eld í sinu. Bannað er að kveikja í sinu í borgar- landinu, en á hverju vori skapast hætta vegna sinubruna. Bergsveinn Alfonsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, sagði að slökkvi- liðið reyndi að sinna öllum slíkum útköllum, en það væri áhyggjuefni ef slökkviliðsmenn væru önnum kafnir við að fást við sinubruna þegar eldur kæmi upp annars stað- ar. Oftast voru slökkviliðsmenn kallaðir í Fossvoginn í gær, þar sem börn höfðu kveikt eld í sinu. „Ég vil hvetja foreldra til að brýna fyrir börnum sínum að kveikja ekki eld í sinu,“ sagði Bergsveinn. „Eldurinn getur valdið miklum skemmdum á gróðri og skapað stórhættu." Hafskipsmál: Frávísunar- kröfum haftiað SAKADÓMUR Reykjavíkur synjaði í gær frávísunarkröfum lögmanna 11 þeirra einstakl- inga sem ákærðir eru í Haf- skips- og Útvegsbankamálum. Verjendurnir Iýstu því yfir þeg- ar úrskurðurinn var kveðinn upp að þeir myndu kæra hann til Hæstaréttar. Þegar úrskurðurinn hafði verið kveðinn upp og afstaða veijenda lá fyrir lýsti Sverrir Einarsson dómsformaður því yfir að merferð málsins yrði frestað til 25. septem- ber næstkomandi en þá mundu hefjast yfirheyrslur yfir hinum ákærðu. Fyrstur mun koma fyrir dóminn Björgúlfur Guðmunddson fyrrum framkvæmdastjóri Haf- skips og síðan hver hinna ákærðu af öðrum. Af máli dómsformanns- ins mátti ráða að hann vænti þess að vitnaleiðslur og yfirheyrslur stæðu yfir í nokkrar vikur. ' MITSUBiSHM ahm 'mmr hhhhhb^ \ / /—- / /—J r f I ' - m Jg „__J____/ •M / / 1 .... / / v \ j Bíllinn, sem sæmdur var GULLNA STYRINU i ár VERÐ FRÁ KR. 798.000 8» 1 m Ém Akærður fyr- ir nauðgun GEFIN hefur verið út ákæra á hendur 28 ára gömlum Reyk- víkingi sem nýlega var kærður fyrir nauðgun, tæpum sólar- hring eftir að hann hafði fengið reynslulausn úr fangelsi þar sem hann hafði afþlánað tvo þriðju hluta 30 mánaða refsing- ar fyrir sams konar brot. Málið var þingfest í sakadómi á föstu- dag og var maðurinn þá jafh- framt úrskurðaður í gæsluvarð- hald fram að dómsuppsögu en þó ekki lengur en til júniloka. Hann kærði þann úrskurð til Hæstaréttar. Maðurinn hefur neitað sakar- giftum og er því ekki unnt að láta hann afplána 345 daga eftirstöðv- ar á refsingu þeirri sem honum var veitt reynslulausn á. Atburður þessi átti sér stað í fjölbýlishúsi í Austurbænum. Tals- verðir áverkar sáust á konunni sem lagði fram kæru á hendur manninum. Hún hefur gert bó- takröfu í refsimálinu. Maðurinn var handtekinn í annarri íbúð í húsinu og hefur síðan setið í gæsluvarðhaldi. Hæstiréttur mun taka afstöðu til kæru hans vegna gæsluvarðhaldsins á næstunni. ^Apglýsinga- síminn er 2 24 80 i-i.ii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.