Morgunblaðið - 25.04.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.04.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1989 21 Bandaríkjamenn sviptu hulunni af torséðu sprengjuþotunni, B-2, í nóvember á síðasta ári. Fleiri slíkar verða ekki framleiddar a.m.k. næsta árið. kjarnaodda. Deilan í Bandaríkjunum hefur einkum snúist um það hvort halda beri áfram þróun og smíði Midget- man-eldflauga, sem unnt er að koma fyrir á hreyfanlegum skot- pöllum eða hvort koma eigi MX- eldflaugum, sem staðsettar eru í Wyoming-ríki, fyrir á járnbrautar- vögnum. Bandaríkjamenn ráða nú yfir um 50 MX-flaugum, sem borið geta tíu kjarnaodda hver, og er talið að kostnaðurinn við að setja þær á færanlega skotpalla komi til með að nema um 5,4 milljörðum Bandaríkjadala (um 280 milljörðum ísl. kr.). Midgetman-eldflaugar bera einn kjarnaodd hver en áætlunin um smíði þeirra hljóðar upp á 24 milljarða dala (rúma 1.200 milljarða ísl. kr.). Áformað er að smíða 500 slíkar eldflaugar og verða þær allar hreyfanlegar. Sovétmenn ráða nú yfir sambærilegum landeldflaugum; SS-24 ber tíu kjarnaodda en SS-25 er líkt og Midgetman-flaugin hreyf- anleg og ber einn kjarnaodd. Cheney hafði ráðlagt forsetanum að falla frá Midgetman-áætluninni sökum kostnaðarins og mun hafa vísað til þess að óhjákvæmilegt myndi reynast að hætta við önnur og ekki síður mikilvæg verkefni ef ráðist yrði í smíði flauganna. Hins AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ÁSGEIR SVERRISSON vegar hafa þeir Brent Scowcroft, öryggisráðgjafi forsetans, Sam Nunn og Les Aspin, formenn her- málanefnda Bandaríkjaþings, hvatt til þess að Midgetman-eldaflaugun- um verði komið upp. Telja þeir að MX-flaugarnar geti orðið til þess að raska stöðugleika í samskiptum risaveldanna þar eð þær eru aug- ljóslega mun öflugri vopn en Mid- getman-flaugarnar. Niðurstaða for- setans hlýtur því að teljast mála- miðlun. í máli Cheneys kom fram að af- ráðið hefur verið að skera fjárveit- ingar til geimvarnaráætlunarinnar niður um 7 milljarða Bandaríkja- dala (um 360 milljarða ísl. kr.) á næstu fimm árum. Engu að síður verður 33 milljörðum dala varið í þessu skyni á þessu tímabili. Loks skýrði Cheney frá því að frestað yrði smíði fleiri torséðra sprengju- flugvéla af gerðinni B-2 sem Bandaríkjamenn nefna „Stealth" en þotan sem er iangdræg kemur ekki fram á ratsjám óvinarins. I Reuters-skeyti segir að Cheney hafi gefið í skyn að hugsanlega yrði hætt við framleiðslu B-2 sprengjuvéla en gert hafði verið ráð fyrir því að flugvélar þessar gætu tortímt langdrægum landeldflaug- um Sovétmanna á styijaldartímum. Flotaæfingar Sovétmanna á Noregshafi Osló. Reuter. TÓLF sovésk herskip eru nú við æfingar undan Norður-Noregi, að því er segir í tilkynningu norsku herstjórnarinnar, sem birt var á sunnudag. Herskipin tilheyra Norðurflota Sovétmanna en tundurspillar, beiti- skip og freigátur taka þátt í æfíng- unum auk nýjasta flugmóðurskips Sovétmanna. Æfingarnar hófust í síðustu viku og hafa sprengjuflug- vélar af Backfire-gerð æft árásir á skipalestir, að_ sögn norsku her- stjórnarinnar. í tilkynningunni seg- ir og að líklegt sé að kafbátar taki einnig þátt í æfingunum sem fara fram á Noregshafi og í Barentshafi. Honda 89 Civic Shuttle 4WD 116 hestöfl AUMA ER BÚIO AB SK0ÐA Bíum Þim? Síðcjsta tala númersins segir til um skoðunarmánuðinn. Láttu skoða í tíma - öryggisins vegna! --—.. _ Norska blaðið Fiskaren: Vilja Greenpeace-samtökin kom- ast að samkomulagi við Magnús? GREENPEACE-samtökin hafa snuið ser til Magnusar Guðmunds- sonar, höfúndar myndarinnar „Lífsbjargar í norðurhöfúm“, og boðist til að „semja við hann sátt“. Heíúr norska sjávarútvegs- blaðið Fiskaren þetta eftir Magnúsi. Magnús segir i viðtali við blað- ið, að sáttaboðið hafi verið heldur óljóst og því hafi hann beðið sam- tökin að leggja það fram skrif- lega. Við því hafi hins vegar ekki verið orðið enn. „Eg spurði fulltrúa Greenpeace hvað átt væri við með „sáttum“,“ segir Magnús í viðtali við Fiskar- en, „og fékk þau svör, að við gætum hist og rætt málin og sa- mið frið með því, _að ég drægi myndina til baka. Eg spurði þá hvort þeir ætluðu að hætta að heija á smáþjóðir og viðurkenna, að þeir hefðu haft rangt fyrir sér. Því vildu þeir ekki svara,“ í Fiskaren sagði ennfremur, að norski þingmaðurinn Peter Ang- elsen ætlaði á morgun, miðviku- dag, að taka mynd Magnúsar til umræðu á þingi og krefjast svara við þvi hvers vegna hún hefði ekki verið sýnd í heild í norska ríkis- sjónvarpinu. Segir hann í viðtali við blaðið, að hann vilji einnig fá að vita hvers vegna myndin „Skut- ullinn flýgur“ eftir Frank A. Jens- en hafi ekki fengist sýnd og hygg- ist hann velta upp þeirri spurningu hvort það sé meðvituð stefna hjá sjónvarpinu að sýna helst ekki myndir, sem fjalla um lífskjör fólks á norðurslóðum. Þessa má að lokum geta, að Magnús Guðmundsson og Edda Sverrisdóttir, sem vann með hon- um að gerð myndarinnar „Lífsbjargar í norðurhöfum“, eru nú stödd í Frakklandi en myndin verður sýnd í flokki heimildar- mynda á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Verð frá 1030 þúsund, miðað við staðgreiðslu á gengi 1. ap. 1989 GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIRALLA. ÍHONDA VATNACÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900 % íf Iþ Tj-Uj 'k 'l ^ 'l% Kr. 97.650.- Fyrir þessa glæsilegu innréttingu. Svo eigum við innrétt- ingar á verði fyrir alla. Oaýrar, dýrar, í með- allagi dýrar o.s.frv. Eitt hafa þær allar sameiginlegt — Þær eru mjög vandaðar. ©INNRÉTTINGAR - ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA BÚÐIN ÁRMÚLA 17a BYGGINGAÞJÓNUSTA SÍMAR 84585-84461 Brúnós hf. ® 97-11480 Egilsstöðum HKS hf Stillholt 16-300 Akranes Slmi 93-11799 BIFREIÐASKOÐUN fSLANDS HF. Hægt er að panta skoðunartíma, pöntunarsími í Reykjavík er 6728U, YDDA Y8.12/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.