Morgunblaðið - 25.04.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.04.1989, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1989 Minning: Þórunn I. Þorsteins- dóttirfrá Upsum Fædd 5. ágúst 1910 Dáin 15. apríl 1989 Breiði byggða hrinpr blessist allt þitt ráð. Sérhver Svarfdælingur sýni fremd og dáð. Þjóðinni komi úr þessum dal hér eftir sem hingað til ^ heilsteypt mannaval. (Haraldur Zóphóníasson) Hún amma okkar er dáin. I hugum okkar lifa góðar minning- ar. Alltaf var hún glæsileg kona. Hún hafði mikið yndi af tóniist og reyndi að miðla henni til okkar með því að syngja fyrir okkur og fara með okkur á tónleika. í mörg ár söng hún í Söngsveit Fílharmóníu og kór Fríkirkjunnar í Reykjavík. Við krakkarnir fórum margar ferðir í kirkju með ömmu og sátum þar full af stolti og hlustuðum á hana syngja, auðvitað fannst okkur hún bera af, hún var nú einu sinni amma okkar. Margar góðar stundir áttum við Saman og nú er komið að kveðju- stund. Við söknum ömmu. Hildur, Tóta, Einar og Sölvi. í dag verður til moldar borin frá Fossvogskirkju ástkær tengdamóðir mín, Þórunn Ingibjörg Þosteinsdóttir frá Upsum. Hún lést á sjúkradeild Elli- og hjúkrunarheimilisins Grund að morgni laugardagsins 15. apríl sl. Það var árið 1955 að undirritaður varð þeirrar gæfu aðnjótandi að tengjast Þórunni með því að eignast einkadóttur hennar fyrir konu. Því miður hafði sorgin kvatt heimili þeirra með fráfalli eiginmanns henn- ar tveimur árum fyrr og fékk ég því ekki að kynnast tengdaföður mínum. En heimili þeirra bar þess ótvírætt merki að það sköpuðu samhent og listræn glæsihjón. Þó langur væri vegur frá þeim dögum er heimasætan á Spítalavegi 19 á Akureyri hafði truflað kennslu- stundir í Menntaskólanum með því einu að ganga að og frá heimili sínu var Þórunn í blóma lífs síns, glæsileg og virðuleg heimsmanneskja. Allt frá fyrstu komu minni á heimili Þórunn- ar var ég tekinn sem einn af heimilis- fólkinu varð félagi þess bæði í gleði og sorg og allt til loka átti ég trúnað Þórunnar. Þórunn var sönn sjálf- stæðismanneskja og áttum við vel skap saman. Á heimili Þórunnar og hvar sem hún var ríkti ávallt gléði og kæti þar sem hún var hrókur alls fagnaðar. Jafnt þegar kórfélagar hittust og eins og ekki síður er systk- inin hittust því allt var þetta músik- og söngfólk. Á maður margar minn- ingar frá þeim tímum. Eins voru þær ferðir sem við fórum saman á æsku- slóðir Þórunnar ævinlega eftirminni- legar. En oft þurftum við að deila sorg- inni ’eins og fram kemur, því að nú er aðeins eitt systkinanna á lífi. Þá varð Þórunn fyrir því að fá krans- æðasjúkdóm og mátti lifa í skugga hans í mörg ár. Þórunn var fædd að Upsum í Svarfaðardal og ólst þar upp við mikið ástríki með mörgum systkinum sem öll voru hvert öðru mannvæn- legra. Þar bjuggu foreldrar hennar, Anna Björg Benediktsdóttir og Þor- steinn Jónsson, um rúmlega þrjátíu ára skeið, mikil sæmdarhjón og annáluð fyrir dugnað og myndar- brag. Á Upsum var sjórinn sóttur af kappi en landbúnaður stundaður jöfnum höndum. Þar var kirkjustaður og bærinn í þjóðbraut, þegar farinn var fjallvegur til Ólafsfjarðar. Var því iðulega gestkvæmt á æskuheim- ili Þórunnar og mikið um söng og glaðværð enda laðaði þessi gervilegi og glaði systkinahópur önnur ung- menni sveitarinnar að staðnum og þá einkum eftir messu á sunnudög- um. Þórunn var yngst níu systkina en þau voru talin í aldursröð: Filippía Þóra, f. 31. ágúst 1896, d. 11. apríl 1956. Hennar maður var Magnús Sigurðsson, f. 26. apríl 1893, d. 30. mars 1927. Þau áttu þijú börn. Jóna Kristín, f. 16. maí 1896, d. 26. júlí 1952. Hennar maður var Kristinn Ó. Jónsson, f. 23. júlí 1895, d. 7. febrúar 1961. Þeim varð 5 barna auðið en fjögur þeirra eru látin langt um aldur fram. Sigvaldi Jóhannes, f. 22. febrúar 1898, d. 23. ágúst 1952, fyrri kona María Jóhanns- dóttir, f. 22. nóv. 1904, d. 18. maí 1939. Af 5 bömum þeirra dóu 2 í frumbernsku. Seinni kona Dómhildur Skúladóttir, f. 17. júní 1904, og áttu þau eitt barn. Magnús, f. 19. febrúar 1901, d. 28. júní 1935. Hans kona er Jónborg Þorsteinsdóttir og áttu þau eina dóttur. Benedikt, f. 7. októ- ber 1903, d. 4. febrúar 1973, hans kona Lovísa Snorradóttir og áttu þau einn son. Helgi Guðmar, f. 2. desem- ber 1904, d. 23. júní 1978, kvæntur Helgu Guðmundsdóttur og eignuðust þau tvær dætur. Rósa Soffía, f. 25. júní 1907, d. 16.mars 1956. Hennar sonur Magnús Pétursson, dáinn 28. júlí 1983. Hólmfríður, f. 25. júní 1907 og á tvö böm. Árið 1924 brugðu foreldrar Þór- unnar búi og fluttu til Akureyrar og var heimili þeirra á Spítalavegi 19 þar til Þorsteinn deyr 5. desember 1939, 69 ára að aldri. Þá flytur Anna suður til Reykjavíkur til Þór- unnar dóttur sinnar og manns henn- ar sem þá voru nýkomin heim til íslands eftir margra ára dvöl í Dan- mörku. Hjá Þórunni dvaldi svo móð- ir hennar að undanskildum 3 síðustu árum ævi sinnar er hún dvaldi á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund þar sem hún lést tæplega 95 ára gömul. Það var á Akureyri sem Þórunn hitti mannsefnið sitt, Einar Oddgeir Benediktsson, farmann. Einar var lærður loftskeytamaður, sonur Bene- dikts Árnasonar frá Fíflholti á Mýr- um og Ásu Guðmundsdóttur frá Melshúsum á Seltjarnarnesi. Hinn 20. október árið 1933 gengu þau í hjónaband og héldu til Dan- merkur þar sem Þórunn fór á heilsu- hæli til að leita sér lækninga vegna berkla er hún hafði fengið á unga aldri og hrjáðu hana í uppvextinum. Á meðan þau hjón bjuggu í Dan- mörku stundaði Þórunn nám við hússtjórnarskóla og einnig hafði hún hafið hárgreiðslunám en veikindi komu í veg fyrir að hún lyki því. En það voru söngurinn og tónlist- in sém áttu hug hennar. Ung að árum stundaði hún nám í hljóð- færaleik á Akureyri og tók snemma þátt í kórstarfi, fyrst með Kantötu- kór Akureyrar og seinna í Reykjavík í Fílharmóníukórnum og Tónlistarfé- lagskórnum. Þá söng hún í Þjóðleik- húskómum er hann var stofnaður og með Fríkirkjukórnum í Reykjavík söng hún óslitið þar til aldur sagði til. Þeim hjónum Þórunni og Einari varð ekki barna auðið en 1944 ætt- leiða þau bróðurdóttur Þórunnar, Maríu dóttur Sigvalda og Maríu Jó- hannsdóttur sem dáið hafði frá tvíburum nýfæddum. Naut María þar ástríkis og góðs uppeldis hjá móður sinni og ömmu á meðan hennar naut við. Og þegar mæði ellinnar tók við fékk María að greiða þá skuld að nokkru. Þegar stormar og næðingar vetr- arins voru að baki kom engill dauð- ans með hljóðlátum hætti og kvaddi þessa elskulegu móður og ömmu til fylgdar við sig. Bjartir kyndlar munu ætíð lýsa þá leið sem hún fer og varpa skærum ljóma yfir endurminn- inguna. Hún hvarf inn í þau sólskin- slönd sumardraumanna sem hún ætíð þráði og þar þykir ættingjum og vinum gott að vita hana sæla í guðs nálægð. Blessuð sé minning hennar. Sölvi Sigurðsson t HELGI HANNESSON frá Sumarliðabæ fyrrum kaupfélagsstjóri á Rauðalæk, lést sunnudaginn 23. apríl. Börn hins látna. t Maðurinn minn, GUÐMUNDUR GUÐLAUGSSON, Hringbraut 47, andaðist í Borgarspítalanum 23. apríl. Fyrir hönd aðstandenda, Borghildur Pétursdóttir. t Elsku litla dóttir okkar, ÁSTA LAUFEY HARALDSDÓTTIR, lést á Vökudeild Landspítalans 14. apríl. Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur vináttu og hlýhug. Sérstakar þakkir faerum við Vökudeild Landspítalans. Haraldur Jónsson, Sólveig Jóna Jóhannesdóttir. t Faðir okkar, t BJÖRN ERLENDSSON frá Breiðabólsstað, Álftanesi, andaðist á Sólvangi, Hafnarfirði 23. apríl. Vigdís Björnsdóttir, Erlendur Björnsson, Dagbjartur Björnsson. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁSGEIR HELGI GUÐMUNDSSON frá Bjargi, Búðardal, til heimilis í Efstahjalla 23, Kópavogi, lést í Borgarspítalanum að morgni 23. apríl. Borghildur Hjartardóttir, Elísabet Á. Ásgeirsdóttir, Hilmar S. Ásgeirsson, Hugrún Hilmarsdóttir, Huldfs Ásgeirsdóttir, Geir Þórðarson og barnabörn. Gunnlaugnr Hallgríms- son, Okrum — Minning Margt líður um hugann á örskots- stund, þegar fréttir berast um skyndilegan dauðdaga manns, sem þú býst við að hitta brosandi næsta dag. Gunnlaugur átti til bjart bros og glettni í samskiptum sínum við samferðamenn sína. í stuttu spjalli við hann gat drungalegur dagur breyst í léttan og notalegan. Gunn- laugur var fjölhæfur og oft fannst manni að hæfileikar hans villtu um fyrir honum, hann vissi ekki hvar hann átti að láta mest til sín taka. Hann byggði hús og báta lagfærði bíla, það var sama hvort það var járn eða tré. Allt lék í höndum hans. Eða var eðli hans eðli ævintýra- mannsins, var hann alltaf að leita að sjálfum sér, leita að því sem hann réði ekki við? Knefarnes hét bátur sem hann átti og hafði sjálfur yfir- byggt og innréttað, hin mesta list- asmíð. Snemma morguns heyrðust oft taktfastir véiarskellir Kneif- arnessins út úr Hellnahöfn og síðan birtist hvítt fley á siglingu út á mið- in. Oft var stefnan tekin grunnt fyr- ir Hellnanesið og fannst manni stundum eins og að báturinn sneiddi sneið af skerstandi einum, sem þarna er við enda nessins. Var Gunnlaugur að ögra boðanum, eða var hann að kanna hæfni sína? Aldrei brást hon- um bogalistin. Eitthvert sinn mætti ég bát í kolsvartri þoku á leið til lands. Þetta var Kneifarnesið og Stjáni og Gunnlaugur um borð. Við stoppuðum og fórum að bera saman bækur okkar um stefnuna til lands. Ég fór eftir áttavita, en Gunnlaugur sagði mér að hann færi bara eftir gömlum vana,_ því áttavitinn væri ekki um borð. Ég sagði honum stefn- una sem ég var á og samsinnti hann henni. Við vorum báðir á sama strik- inu. Mörg tonnin bar Kneifarnesið að landi og oft var þá breitt bros á andliti Gunnlaugs. Hann þekkti eðli veiðimannsins og fannst gaman, þeg- ar hann var aflahæstur og hinir renndu öfundarauga til aflans í lest- inni. Auðvitað er veiði ekki sjálfgef- in, en oft var það að Gunnlaugur var heppinn, eða hitti í hann. Hann sótti stíft og aflaði, en gat svo allt í einu hætt og oft var það, að eftir það aflaðist lítið. Einnig varð hann líka að hugsa um heyskapinn, en þar hafði hann dyggar hjálparhellur, þar sem fjölskylda hans var. Heyskapur á Ökrum gekk yfirleitt fljótt og vel. Sorg mikil færðist yfir Akra, þeg- ar Kristín kona Gunnlaugs dó af völdum krabbameins. Við útför henn- ar sást að margur hafði misst vin sem var þeim kær. Kirkjan var yfir- full við útför hennar. Gunnlaugur missti þarna lífsförunaut sinn og vin og mörgum fannst hann ekki samur eftir þann missi. Brosið birtist aftur, en augun brostu ekki með. Það var eins og Akrar væru ekki lengur heim- ili hans, eitthvert eirðarleysi hafði tekið sér bólfestu í atferli hans. Börn hans reyndu að vera honum góð og bæta missinn, en einhver skuggi var yfir Ökrum, ljósið sem þaðan lýsti áður var slokknað og erfitt að tendra það aftur. Gunnlaugur hafði oft orð á því hve þau fyndu á sér hvað kæmi honum til góða. Nú hefur hann kvatt þau og þetta líf og haldið til nýrra heimkynna, þar finnur hann nýjan vettvang til að fást við og ævintýra- maðurinn fær kannski betur notið sín þar en hér og kannski fá allir hæfileikar manna notið sín í hinum andlega heimi, þar sem tími er næg- ur og brauðstrit óþekkt. Nú mætast Akrahjónin aftur og ljósið lýsir á ný. Ég votta ykkur samúð mína, Kristján, Ólína, Elín og Þorvarður, og ég veit að innri styrkur ykkar mun bera ykkur yfir þessa sorgar- öldu, sem hefur skollið á ykkur á svo skömmum tíma. Tíminn græðir öll sár og besta gjöf skaparans og sú eina sem okkur er gefin fyrir víst í vöggugjöf er dauðinn. Við eigum aðeins eina undankomuleið frá sjúk- dómum og elli og það er í gegnum dauðann og dauðinn er fæðing til nýs lífs. Hermann Norð§örð Minning: MargrétF. Bjarna- dóttir - Kirkjufeiju Fædd 27.júlí 1917 Dáin 28. mars 1989 Nú hefur verið kvödd hinstu kveðju virt og elskuleg kona, Magga frá Kirkjuferju eins og við kölluðum hana oft. Margrét var búin að stríða við veikindi um langt skeið. En var búin að ná sér svo vel að hún var búin að vera heima í um það bil heilt ár. Ég var því mjög hrygg þegar elsku- leg vinkona mín, Guðný dóttir henn- ar, hringdi til mín og sagði mér að mamma hennar væri dáin. Margrét hafði margt gott og göfugt til að bera. Hún var ætíð kát, hress og hlý í viðmóti hvernig sem henni leið. Það eru góðar manneskjur sem hafa þá eiginleika til að bera. Margrét hafði son minn í sveit eitt sumar og var honum mjög góð. Ég leit á hana sem hálfgerða ömmu okkar. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég kæra vinu. Guðný mín. Systkinum þínum, mökum þeirra, börnum og barna- börnum færi ég hugheilar samúðar- kveðjur. Guð blessi ykkur. Inga Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.