Morgunblaðið - 25.04.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.04.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. APRIL 1989 Hvern varðar um öryggi flugfarþega? eftirBjörn Björnsson Undanfarna daga hefur farið fram í flestum fjölmiðlum lífleg umræða um veðurfar á þessu landi, færð á fjallvegum, snjómokstur, hrakninga fólks víðs vegar og ýmis- legt fleira, sem af því leiddi að á íslandi brá til vetrarveðráttu, sem var svosem hvorki betri né verri, en búast má við á þessum árstíma. Viðmælendur fjölmiðlafólks báru sig misjafnlega, en fiestir bentu á að við þessu mætti alltaf búast, og varla yrði undan þessu komist, þó flestir nefndu einnig að undanfarin tvö til Qögnr ár hafi verið snöggtum veðursælli, og því hafi þessi vetr- artíð komið mönnum í opna skjöldu. Innanlandsflug í lamasessi Eitt af því sem menn hafa mátt þola þessa daga, er veruleg röskun á innanlandsflugi, og svo var komið helgina 25. og 26. febrúar, að flug til og frá Akureyri var ekkert, frá því á föstudagsmorgni og til þriðju- dagsmorguns. A Egilsstöðum var staðan litlu skárri. Þangað fór vél frá Reykjavík fyrri hluta sunnudags og komst ekki til baka fyrr en eftir hádegi á þriðjudag. Að vísu var veður orðið það skaplegt fyrir hádegi á þriðju- daginn að unnt hefði verið að kom- ast á loft, en nokkra klukkutíma tók að ryðja brautina. Á Húsavík var þó hvað skást ástandið, að vísu var völlurinn þar lokaður vegna veðurs og ófærðar á sunnudag, en á mánudag tókst að halda áætlun. eftir Sjöfti Guðmundsdóttur SÝNING kvikmyndarinnar um regnmanninn gefur tilefni til að íjallað sé um hana frá sjónarhóli þeirra sem fást við einhverfa ein- staklinga. Víða erlendis hefur þessi mynd orðið tilefni að jákvæðri um- ræðu um einhverfu og aðra fötlun. Enda hefði myndin aldrei orðið svo góð sem raun ber vitni, ef ekki hefði komið til náin samvinna við einhverft fólk og fjölskyldur þeirra við gerð hennar. Kvikmyndin Regn- maðurinn hefur eflaust vakið marg- ar spurningar hjá hinum almenna borgara um það ástand sem við köllum einhverfu. Ég kýs að kalla þetta ástand eða fötlun en ékki sjúkdóm og mun ég reyna að út- skýra ástæðurnar fyrir því. Margra daga vinna við að moka völlinn Siglufirði. HAFIST var handa á laugardag við að aka snjó af íþróttavellinum á Siglufirði. Verkið tekur nokkra daga. Eftir fannfergið hér á Siglufirði í vetur er völlurinn á kafi. Nokkrir sjálfboðaliðar á átta vörubílum ákváðu að bæta þar úr og fengu til liðs við sig menn á þremur hjóla- skóflum. Byijað var að aka snjónum á brott klukkan 8 á laugardags- morgun, en þar sem snjór er mikill á vellinum verður hann líklega ekki auður fyrr en eftir nokkurra daga vinnu. Matthías Þegar hringt var á flugvöllinn á Húsavík fengust ekki uppgefnir þeir dagar sem flug hefði fallið nið- ur í vetur, en hinsvegar sagt að þessir dagar væru nokkrir, og þá bæði vegna þess að annaðhvort var ófært á Húsavík eða Reykjavík, og einnig að ástandið hefði verið óvenj- uslæmt frá áramótum. Hvar er varaflugvöllur? En hversvegna er nú verið að rilja upp þessa hrakningasögu hér? Jú, vegna þess að einmitt þessa dagana er í gangi mjög lifandi umræða um staðsetningu varaflug- vallar fyrir millilandaflug á íslandi. Auðvelt er að átta sig á því, að sveitastjómir og frammámenn þeirra byggðarlaga, þar sem til tals hefur komið að byggja varaflug- völl, sjá umtalsverða hagsmuni í því, að í svo mikla framkvæmd verði ráðist. Ekki einasta að um verulega atvinnu fyrir heimamenn er að ræða á meðan á framkvæmd- um stendur, heldur má einnig búast við allnokkrum umsvifum vegna rekstrar þessa mannvirkis, sem ætla má að hvert sveitarfélag muni nokkm, þar sem nefndar hafa verið háar tölur í þessu tilviki. Á árum áður var eins flugvallar oftar getið, í þessari varaflugvallar- umræðu, heldur en þeirra staða sem að ofan greinir. Er hér átt við Alex- andersflugvöll á Sauðárkróki. Má í því sambandi minna á margar greinar sem fyrrverandi flugmála- stjóri Agnar Kofoed Hansen og fyrrverandi yfirflugstjóri Flugleiða Dustin Hoffman hefur tekist ein- staklega vel upp við túlkun sína á hinum einhverfa Raymond Babbit. Öll helstu einkenni einhverfs ástands koma vel fram og eru þau í megin atriðum eftirfarandi: í fyrsta lagi skortur á tilfinningaleg- um og félagslegum tengslum við annað fólk, eins og Raymond sýnir glöggt í allri sinni hegðun. í öðru lagi öðruvísi málþroski, sem kemur fram hjá Raymond í því að hann notar ekki persónufornöfnin ég og þú og hann sleppir gjarnan smáorð- um. Hann svarar einnig ætíð mjög stuttaralega og stundum eins og út í hött. Þriðja einkennið er þörf fýr- ir að hafa stranga reglu og festu á öllum hlutum í umhverfinu ásamt því að hafa tilhneigingu til að síend- urtaka ákveðna hegðun. Þetta er mjög áberandi í fari Raymonds, t.d. þegar þarf ætíð að hafa rúmið við gluggann, slökkva ljósið á ákveðn- um tíma og jafnvel í litlu atriði þegar hann raðar pipar- og salt- staukunum á borðinu í veitinga- staðnum í ákveðna röð. Fjórða ein- kennið er síðan brengluð skynjun, en það var reynt að túlka í mynd- inni með því að sýna t.d. upp í grind- urnar á brúnni sem þeir bræður keyra yfir og með því að ýkja hávað- ann í spilavítinu. Einnig er talið að flest einhverft fólk hafi tiltölulega gott minni, en sérgáfur á borð við þær sem Raymond hefur, eru afar sjaldgæfar. Þess ber einnig að geta að Raymond hefur verið vistaður á stofnun í 20 ár og er hann því stofn- anaskemmdur. Ef hann hefði haft þjálfun og meiri reynslu í því að vera úti meðal fólks, hefði hann vafalaust verið mun nær því sem við köllum „eðlileg manneskja“. Hingað til hefur lítið verið vitað um orsakir einhverfu og hafa ýmsar kenningar þar að lútandi komið fram frá því að Dr. Kanner fyrst lýsti þessu ástandi fyrir rúmum 40 Jóhannes Snorrason rituðu í dag- blöð, og töldu báðir að tvímæla- laust væri lang hagkvæmast, veður- farslega og landfræðilega, að gera umræddan völl við Sauðárkrók. En nýir siðir koma með nýjum herrum og allmargir samgöngu- málaráðherrar hafa stormað í gegn um það ráðuneyti sem um þetta mál fjallar. Einhverra hluta vegna þóttu umsagnir þessara heiðursmanna, og þær athuganir sem fram höfðu farið ekki nógu góð latína, og að minnsta kosti tvær nefndir hafa verið settar á laggimar, til þess að kanna málið enn frekar. Síðasta nefndin afhenti álit, sem um langt skeið var trúnaðarmál, og fengu engir að skoða, en hefur nú að vísu verið tekið upp úr læstu skúffunni, þó /áir fái enn að sjá það. í þessari margfrægu skýrslu mun koma fram að allir þeir þrír staðir, sem fyrst voru nefndir hér að fram- an, teljist betri kostur en Sauðár- krókur, bæði hvað varðar veður- fars- og landfræðilegar aðstæður. Sem sagt, Sauðárkrókur er ekki lengur inni í myndinni, og heyrst hefur að aðalástæðan sé sú að Mælifellshnjúkur sé 15 metram of hár fyrir hindrunarlaust aðflug úr suðri. Ekki verður hér lagður dómur á það hvernig unnið var að gerð nefndrar skýrslu, sem væri þó vert að taka til nokkurrar umfjöllunar, því að þar munu ýmsar niðurstöður og forsendur til ályktana orka nokk- urs tvímælis, og því ekki heldur áram. Núna hallast flestir að því að um sé að ræða galla á mið- taugakerfinu, sem getur hlotist af mismunandi ástæðum. S.s. veikind- um á meðgöngu, erfiðri fæðingu, veikindum í frambernsku barnsins eða jafnvel litningagalla. Þessi skaði á miðtaugakerfinu orsakar að einstaklingurinn á mjög erfitt með úrvinnslu á skyjunaráreitum. Þeir skynja flest á annan hátt en aðrir, og er þá átt við m.a. sjón, heyrn og snertiskyn. Á allra síðustu tímum hafa kom- ið fram einstaklingar, sem á ein- hvem hátt hafa komist að miklu leyti yfir þetta ástand og hafa þeir getað lýst sinni upplifun. Einn drengur lýsti því hvernig hann skynjaði hljóð. Minnsta suð gat verið sem ærandi hávaði fyrir hon- um og þegar fólk talaði, rann það allt saman og hann get ekki heyrt orðaskil. Ef hann var innan um önnur börn að leik, þá hljómuðu hróp og köll þeirra sem skothríð í hans eyrum. Einnig lýsti hann hvernig hann skynjaði liti öðru vísi, t.d. gátu rauðir og gulir litir orðið logagylltir og virst sem þeir stæðu í björtu báli. Hann þorði t.a.m. ekki að setjast á hjól sem hann fékk í þessum litum af hræðslu við að brenna sig. Hræðsluköst án sjáan- legra ástæðna eru einmitt mjög al- geng hjá einhverfum börnum. Kona nokkur að nafni Temple Grandin hefur einnig að mestu leyti komist yfir þetta ástand og hefur hún skrif- að bók um reynslu sína, en sú bók heitir „Emergence — Labeled Aut- istic“. Hún ásamt öðram aðstoðaði einmitt Dustin Hoffman við gerð myndarinnar. Grandin lýsir því á áhrifaríkan hátt hvernig hún skynj- aði heiminn í kringum sig sem barn, og hvernig hún var svo upptekin af að verja sig fyrir yfirþyrmandi áreitum, að hún gat illa tengst öðru fólki. Jafnvel mýksta snerting gat neitað að Sauðárkróksbúar sjá sömu hagnaðarvon vegna upp- byggingar varaflugvallar sem aðrir þeir sem vilja hreppa þetta hnoss í sitt byggðarlag. Hitt vekur óneitanlega nokkra furðu að Sauðárkróksflugvöllur skuli detta svona gjörsamlega út úr myndinni þegar haft er í huga öryggi vallarins og þeirrar stað- reyndar gætt, sem meðal annars er fyrirliggjandi, að á síðasta ári féll ekki niður flug einn einasta dag til Sauðárkróks. Þetta hlýtur að segja nokkra sögu, og mætti nú ekki gera smá könnun, til dæmis meðal þeirra sem gerst þekkja til, en þar er átt við þá sem vandamál- ið brennur á, starfandi íslenska flugstjóra. Grár leikur ráðamanna Því verður ekki trúað að óreyndu, að þeir aðilar sem fjalla um staðar- vai nýs varaflugvallar láti einhver önnur sjónarmið ráða en þau sem mestu máli skipta, en það er hvar mestar líkur era til að flugvél, sem hugsanlega á í erfiðleikum, geti lent með áhöfn og farþega, heilu og höldnu. Það er ósæmandi þeim sem hafa boðið sig fram og verið kjörnir til trúnaðarstarfa að leika þann gráa leik að hafa öryggismál þess fólks, sem með flugvélum ferð- ast, að skiptimynt fyrir vinsældir eða atkvæði. Sú krafa er gerð að engin önnur sjónarmið en öryggis- mál verði höfð að leiðarljósi þegar það er ákveðið hvar setja skal niður varaflugvöll, sem geti þjónað öllu flugi, bæði innanlands og milli- landaflugi. Sú staðreynd að í óveðurskafla þeim sem yfir landið hefur gengið undanfarnar vikur, hafa þeir flug- vellir sem samkvæmt nefndaráliti hafa verið hvað álitlegastir, verið lokaðir jafnvel dögum saman, á meðan Alexandersflugvöllur var snjólaus og opinn. Þetta verður að teljast alvarleg ábending um, að Dustin Hoffman sem Raymond Babbit. Rannsóknir hafa sýnt að að meðaltali fæðist 4—5 einhverf börn af hverjum 10.000. Þess vegna má ætla að hér á Islandi séu rúmlega 100 einhverfir einstakl- ingar. haft óþolandi áhrif á hana. Það sem er þó allra merkilegast í hennar frásögn er að hún heldur því fram, að markviss meðferð og mikií kennsla frá unga aldri sé það sem Björn Björnsson „Sú krafa er gerð að engin önnur sjónarmið en öryggismál verði höfð að leiðarljósi þeg- ar það er ákveðið hvar setja skal niður vara- flugvöll, sem geti þjón- að öllu flugi, bæði inn- anlands- og millilanda- flugi.“ þörf sé á að endurskoða margrædda skýrslu, láti yfirmenn samgöngu- mála sig'annars nokkru skipta ör- yggi þeirra sem með flugvélum ferðast. Höfímdur er skólnstjóri á Sauðár- króki. fyrst og fremst hefur hjálpa henni að komast út úr einhverfunni. Það er ekki ætlunin að halda því fram hér að markviss meðferð og góð kennsla hjálpi alltaf einhverfum börnum að komast fyrir þetta, en þetta dæmi gefur þó vonir um góð- an árangur, ef rétt er haldið á spöð- unum. Núna á allra síðustu tímum eru menn meira og meira að hall- ast að því að hér sé fyrst og fremst um fötlun á skynjunarsviðinu að ræða. Fylgikvillar eru algengir og oftar en ekki er einnig skaði á vits- munasviðinu, t.a.m. eru 75% ein- hverfra barna eitthvað greindar- skert. Þegar um er að ræða fötlun á skynjunarsviðinu er það frumskyl- yrði til að einstaklingurinn geti náð andlegum þroska að hann fái sér- hæfða þjálfun og kennslu til að geta átt samneyti við annað fólk, samanber þjálfun blindra og heyrn- arlausra barna. Rannsóknir hafa sýnt að að með- altali fæðist 4—5 einhverf börn af hvetjum 10.000. Þess vegna má ætla að hér á íslandi séu rúmlega 100 einhverfir einstaklingar. Hing- að til hafa ekki verið miklir með- ferðarmöguleikar fyrir einhverf börn hér, en núna á allra síðustu tímum hefur verið ráðin nokkur bót á því. Sl. haust tók til starfa vísir að sérdeild í skóla fyrir einhverfa og næsta vetur stendur ti! að hún geti starfað sem sérdeild við ein- hvern grunnskólann í Reykjavík. Er þetta byltingarkennt skref í þjálfunarmöguleikum þessara barna. Árið 1977 var stofnað Umsjónar- félag einhverfra barna. í félaginu eru aðallega aðstandendur ein- hverfra einstaklinga og fagfólk. Félagið hefur barist fyrir stofnun meðferðardeildar, meðferðarheim- ila, skammtímavistunar o.fl. úr- ræða. Mörg af markmiðunum hafa náðst vegna ötullar baráttu félags- manna en önnur eru í sjónmáli. Höfundur hefíir starfað viðmeð- ferð einhverfra barna um árabil og er foreldri einh verfs barns. Er „regnmaðurinn“ til?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.