Morgunblaðið - 25.04.1989, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 25.04.1989, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1989 47 Berit óperusöngkona. Lars G. Frederiksson píanóleikari. Ljóðatónleikar í Norræna húsinu SÆNSKA óperusöngkonan Berit Hallqvist heldur tónleika í Nor- ræna húsinu í dag, þriðjudaginn 25. apríl kl. 20.30. Með henni leik- ur Lars G. Fredriksson á píanó. Á efhisskránni eru verk eftir B. Linde, Ture Rangström, R. Strauss, J. Sibelius, E. Sjögren, C. Debussy og J. Rodrigo. Berit Hallquist er ein af þekktustu söngkonum Svía og hefur haldið tón- leika víða í Evrópu og í ísrael og Bandaríkjunum. Hún hefur einnig sungið í útvarp og sjónvarp. Berit Hallqvist er fædd í Stokk- hólmi og hefur stundað söngnám hjá Folke Sállström, Isa Quensel, Göran Gentele og Lars af Malmborg. Þá hefur hún sótt tíma hjá Wilhelm Freud, Erik Werba, Gerald Moore og Daniel Ferro. Hún hefur frum- fiutt verk eftir m.a. Gunnar De Frumerie, Leif Segerstam og Olav Thommesen. Auk þess að syngja opinberlega kennir hún einsöng við Tónlistarháskólann í Stokkhólmi. Berit Hall heldur námskeið í Tón- listarskólanum meðan dvöl hennar stendur hér á landi. Lars G. Fredriksson píanóleikari er fæddur 1964. Hann hefur stundað nám í kirkjutónlist við Tónlistar- háskólann í Stokkhólmi og lýkur námi með burtfarartónleikum vorið 1990 er hann leikur orgelkonsert eftir Duprés með Fílharmoníuhljóm- sveitinni í Stokkhólmi. Hann er orgel- leikari við Markúsarkirkjuna i Stokk- hólmi, en heldur auk þess einleiks- tónleika víða í Svíþjóð og leikur und- ir. Baráttufundur BHMR BHMR-félögin sem eru í verk- falli halda baráttufund í dag, þriðjudaginn 25. apríl, kl. 13.00— 14.00 í Bíóborginni, Austurbæj- arbíói. Ávörp á fundinum flytja Wincie Jóhannsdóttir, varaformaður BHMR og formaður HÍK, Laura Scheving Thorsteinsson, formaður Félags há- skólamenntaðra hjúkrunarfræðinga, Magnús Guðjónsson, formaður Dýra- læknafélags íslands, Margrét Hein- reksdóttir, formaður stéttarfélags lögfræðinga í ríkisþjónustu. Fundar- stjóri verður Gunnlaugur Ástgeirsson kennari. Skoplegu hliðinni verður einnig sinnt og meðal annars verður flutt framhald þáttarins Kjararaunir og nýir söngtextar úr baráttunni. Bandalag háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna mun beita öllum kröft- um sínum til þess að fá ríkið til að meta menntun að verðleikum. (Fréttatilkynning) Næg atvinna í fisk- vinnslunni á Suðureyri' Morgunblaðið/Róbert Schmidt Kögurás hf., fyrirtæki smábátaeigenda á staðnum. Suðureyri MEÐ hækkandi sól, batnandi tíð og komu vorfúglanna hefúr at- vinnulífið hér á staðnum tekið góðan kipp og mega heima- menn nú vel við una því næg er atvinnan. Vetrarvertíð línubátanna hefur ekki verið sem skyldi en mars og apríl hafa gefið ágætis afla úr sjó. Steinbítsvertíðin er nú í fullum gangi og senn fer allur hand- færaflotinn af stað í þorskinn. Hér em tvö fiskvinnslufyrirtæki starf- andi, það er Fiskiðjan Freyja og Kögurás hf., fyrirtæki smábáta- eigenda. Freyja er stærsti atvinnu- rekandinn í byggðarlaginu og starfa þar um eitthundrað manns. Erlendir verkamenn eru sextán talsins frá alls sex löndum, eða frá Svíþjóð, Grænlandi, írlandi, Bret- landi, Skotlandi og Suður-Afríku. Eins og staðan er í dag vantar fólk í vinnu og er von á einu pari fljótlega til viðbótar þeim sextán sem fyrir eru. Togarinn Elín Þor- bjamardóttir ÍS 700 hefur landað hjá fyrirtækinu frá áramótum alls um 1.097.405 kg og af því var sett í ijóra gáma. Elín er á sóknar- marki og frá maí til ágúst hefur hún aðeins sjötíu sóknardaga. Af þessum fjórum mánuðum eru fimmtíu dagar í stopp, og má því segja að togarinn gæti verið á sjó annan hvern dag, sem kæmi nátt- úrulega aldrei til greina. Freyja hefur einnig gert mb. Sigurvon IS 500 út, en hún hefur verið frá veiðum frá því í apríl á síðasta ári. Ný vél var sett í skipið og það tekið rækilega í gegn. Þessa dag- ana er verið að prufukeyra og má búast við henni innan tíðar. Hugs- anlega fer hún á dragnótaveiðar í sumar og hjálpar það vonandi til við hráefnisöflun á meðan togar- inn verður í landi þessa fyrr- greindu stoppdaga. Um 300 tonn af línufiski hafa borist á land til vinnslu í Freyju frá áramótum sem þrír litlir bátar hafa fiskað. Hitt fyrirtækið, Kögurás hf., er á fullu í steinbítsvinnslu og sagði Sveinbjöm Jónsson framkvæmda- stjóri fyrirtækisins að helst vildu þeir vinna við steinbítinn út maí- mánuð. Alls leggi fjórir línubátar upp hjá fyrirtækinu og nú em handfærabátamir famir að róa, að vísu fáir bátar enn sem komið er. „Aflinn af þeim er seldur til ísafjarðar því við einbeitum okkur aðeins að steinbítnum þessar vik- umar. Handfærabátamir verða nokkuð margir í sumar ef aflast vel, annars ræðst það með tíman- um,“sagði Sveinbjöm. „Fimmtán manns starfa hjá okkur, þar af em þrír Englending- ar. Hér er allur steinbítur hand- flakaður og frystur og fer síðan beint á Frakkland. Nýting við handflökun er 2—3% betri heldur en við vélflökun og með átta góða flakara er hægt að vinna rúmlega tíu tonn á dag sem er góður vinnsluhraði og afköst. Fyrirhugað er að fjárfesta í flökunarvél fyrir suniarið sem mun auðvelda alla vinnslu þegar trillumar fara að fiska. Þannig að það er næg at- vinna framundan hjá okkur og með betri tíð og áframhaldandi góðan afla á þetta allt að bless- ast,“ sagði Sveinbjöm Jónsson að lokum og vatt sér í slorgallann og snaraðist inn í vinnslusal að flök- unarborðunum og hóf að flaka eins og fagmanm sæmir. - R. Schmidt NVSV: Eyjar á Kollafirði skoðaðar EF GOTT verður veður stendur Náttúruverndarfélag Suðvest- urlands fyrir náttúruskoðunar- og söguferðum út í eyjar á Kollafirði næstu kvöld með leyfi landeigenda og umsjónar- manna eyjanna. Þátttakendur verða fluttir út að eyjunum með farþegabátnum Hafrúnu og Björgunarsveitin Ing- ólfur mun sjá um að flytja fólk í land og til baka í Hafrúnu. Fyrsta ferðin verður út í Engey í kvöld, þriðjudag 25. apríl. Farið verður frá Grófarbryggju neðan við Hafnarhúsið. Eftir landtöku í gömlu vömnum sunnan á eyjunni verður gengið um hana alla í fylgd Baldurs Hafstað kennara, en Baldur hefur kynnt sér sögu eyj- unnar og staðsett ömefni hennar. Margar forvitnilegar minjar er að sjá á eyjunni, þær nýjustu em frá stríðsámnum. Við náttúmskoðun verður hugað að fjörulífi, fuglum og gróðri á landi. Komið verður til baka að Grófarbryggju um kl. 22.00. Á miðvikudag er áætlað að fara út í Akurey, á fimmtudag út í Lundey og á föstudag út í Þern- ey. Brottför verður í allar ferðim- ar kl. 19.00 og farið frá Grófar- bryggju neðan við Hafnarhúsið. (Fréttatilkynning) Gítartónleikar í Gerðubergi KRISTINN H. Árnason gitar- leikari heldur tónleika í menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi miðvikudaginn 26. apríl nk. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Kristinn tók burtfararpróf frá Tónskóla Sigursveins D. Kristins- sonar árið 1983. Kennarar hans þar vom Gunnar H. Jónsson og Jóseph Fung. Árið 1987 lauk Kristinn BM-gráðu frá Manhattan School of Music í New York. Auk þess hefur hann verið við nám m.a. hjá José Tomas í Alicante á Spáni. Hann hefur tekið þátt í námskeiðum hjá Andrési Segovia og Manuel Barrueco. Á efnisskránni em verk eftir John Dowland, J.S. Bach, Benj- amin Britten, Manuel Ponce og Isaac Albeniz. Verk nemenda frumflutt á tónleikum HINIR árlegu tónleikar tón- fræðideildar Tónlistarskólans í Reykjavík verða haldnir í dag, þriðjudaginn 25. apríl á Kjar- valsstöðum kl. 20.30. Á tónleikunum verða framflutt tónverk nemenda, þar á meðal fyrir blásara, strengi, kór og slag- verk. Á vegum tónfræðideildar verð- ur fyrirlestur á morgun, miðviku- daginn 26. apríl kl. 17.00—19.00, á Laugavegi 178. Neil B. Rolnick Qallar um eigin verk og kynnir bandaríska tölvutónlist. * Aðgangur að tónleikunum og fyrirlestrinum er ókeypis og allir em velkomnir. (Fréttatilkynning) Fyrirlestur um tölvur og uppeldismál Dr. Stefán Baldursson flytur fyrirlestur á vegum Rannsókn- arstofnunar uppeldis- og menntamála i dag, þriðjudag- inn 25. april. Fyrirlesturinn nefnist Tækni, tölvur og uppeldisfræði ritunar. Hann verður haldinn í Kennara- skólahúsinu við Laufásveg og hefst kl. 16.30. Öllum er heimill aðgangur. (Fréttatilkynning) Aðalleikararnir í kvikmyndinni „Síðasta dansinum“ sem sýnd er í Stjörnubíói. Síðasti dansinn í Stjörnubíói Sljörnubíó hefúr hafið sýn- ingar á kvikmyndinni „Síðasti dansinn“ (Sweet Hearts Dance) með Don Johnson, Susan Sar- andon, Jeff Daniels, Elizabeth Perkins og Dustin Henry í aðal- hlutverkum. Námskeið í orkulækningum NÁM- SKEIÐ í reiki, fornri japanskri lækninga- aðferð, verður haldið hér á landi helg- ina 29. og 30. apríl nk. Reiki er japanska og þýðir alheimslífsorka. Mary McFayd- en, leiðbeinandi á námskeiðinu, kennir hvemig leiða má þessa orku í gegnum hendumar til þeirra líkamshluta sem era veik- ir og hjálpa þannig líkamanum að lækna sig sjálfur. Sigrún O. Olsen og Þórir Barðdal standa fýrir komu Mary McFayden til íslands. í fréttatil- kynningu frá þeim segir að allir séu fæddir með hæfileika til að iðka reiki. Það sem gera þurfi sé að opna og örva rásir þær sem em í líkamanum og muni Mary gera það á hveijum og einum á námskeiðinu. Mary McFayden Myndin segir frá Wiley Boon (Don Johnson) sem skyndilega sættir sig ekki við að vera eigin- maður og faðir og tekur því til sinna ráða. Tónlistin í kvikmynd- inni er m.a. flutt af David Lee Roth, Arethu Franklin, Johnny Nash, Bobby Picket, Frankie Lymon og Stevie Nicks. (Fréttatilkynning) Þá segir einnig að reiki hafi verið iðkað um víða veröld með góðum árangri og nú sé það orð- ið viðurkennt sem óhefðbundin lækningaaðferð í Þýskalandi og víða í Bandaríkjunum. Skráning á námskeiðið er hjá Sigrúnu og Þóri og gefa þau einnig allar nánari upplýsingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.