Morgunblaðið - 25.04.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.04.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1989 17 hvers skips og hver samanlögð sóknargeta fiskiskipastólsins er. Þannig þjónar þetta þeim tilgangi að handhægar upplýsingar geti jafnan verið fyrir hendi þegar tii þarf að taka við stjórn fiskveiða. — Þarf ekki fleira að koma til við stjórn fískveiða en þú hefir hér vikið að? Að sjálfsögðu. Stjórn fiskveiða er margslungið mál. Þannig getur verið að ekki verði hjá því komist að beita almennum tímabundnum veiðibönnum. Það á að vera í stöð- ugt minnkandi mæli eftir því sem fiskiskipastóllinn leitar jafnvægis við veiðiþol fiskstofnanna. Það er mælikvarði á góða fiskveiðistjórn að skipin þurfi ekki að vera bundin við landfestar langtímum saman og fjárfesting í þessum framleiðslu- tækjum megi verða sem arðbærust. Hins vegar verður að gæta hags- muna fiskvinnslunnar eftir því sem þörf krefur með því að beita sóknar- banni eftir veiðitímabilum til að stuðla að sem jafnastri hráefnisöfl- un og vinnslu fyrirtækjanna. Slíkt stjórnunarkerfi hefur stoð í gildandi lögum, en er óháð kvótakerfinu sem svarar ekki þessum þörfum. Þá er aldrei of mikil áhersla lögð á þann þátt fiskveiðistjórnar sem varðar beinar ráðstafanir til verndar og friðunar hrygningar- og uppeldis- stöðva með svæðisbundnum og tímabundnum veiðibönnum. — Áttu von á að útgerðarmenn séu fylgjandi þessu frumvarpi? Það er stutt síðan frumvarpið kom fram. Þeir útgerðarmenn sem ég hefi rætt við um málið eru því jákvæðir. Ég vil mega vona að út- gerðarmenn, og raunar ekki síður sjómenn, taki frumvarpinu vel. Hér er á ferðinni mikið hagsmunamál fyrir sjávarútveginn. Með kvóta- kerfinu er snúist gegn of mikilli sóknargetu fiskiskipastólsins með því að takmarka veiði hvers skips. Með frumvarpinu er í staðinn frek- ar farin sú leið að takmarka stærð fiskiskipastólsins og stefna að því að fjárfesting þjóðarinnar í fiski- skipum nýtist sem best með því að takmarka ekki notin af skipunum. Þetta bætir rekstrargrundvöll út- gerðarinnar og hag sjómanna. Þetta á að geta stuðlað að Iægra hráefnisverði hjá fiskvinnslunni og bættum hag vinnslufyrirtækjanna. Þetta bætir stöðu sjávarútvegsins í heild, undirstöðuatvinnuvegs þjóð- arinnar. Þetta mál varðar hagsmuni þjóðarinnar í heild. Það er mál allra landsmanna. — Hver verður málsmeðferðin á Alþingi? Það er ekki gert ráð fyrir af- greiðslu frumvarpsins á þessu þingi. Það er nú lagt fram til sýnis, til að mæla fyrir því og koma til nefnd- ar. Það er innlegg í umræðuna um fiskveiðistefnuna. Það er annar val- kostur en kvótakerfíð. í stað stjóm- ar með veiðileyfum kemur stjórn á stærð fiskiskipastólsins. Málið verð- ur til athugunar og bíður næsta þings. Ný stjórn í íslensk-ít- alska félagínu AÐALFUNDUR íslensk-ítalska félagsins, Ítalíu, var haldinn 26. febrúar sl. Þar var félaginu kjör- in ný stjórn. I henni eru Jóhanna G. Möller formaður, Birna Bjarnadóttir varaformaður, Björgvin Pálsson, Friðrik Brekk- an, Karl Steingrímsson, Magnús Skúlason og Sigurður Demetz meðstjórnendur. Félagið Ítalía áformar að setja upp sýningu um ítalska sæfarann Christopher Columbus í Sjóminja- safni íslands í Hafnarfirði í byijun maímánaðar. Hin nýja stjóm hefur ákveðið að halda matar- og skemmtikvöld mánaðarlega, fyrsta föstudag hvers mánaðar á Hallveigarstöðum við Túngötu. Fyrsta skemmtikvöldið verður haldið föstudaginn 5. maí nk. kl. 20.00. Bókasaftisfræðingar á rann- sóknastofiiunum — hvað gera þeir? eftir Guðrúnu Páls- dóttur og Pálínu Héðinsdóttur Mikillar fáfræði virðist gæta í þjóðfélaginu um störf bókasafns- fræðinga. Flestir sjá fyrir sér roskna konu sem vill helst ekki að aðrir komi nálægt bókunum hennar en lánar þó heimavinnandi hús- mæðmm reyfara eftir Ib Henrik Cavling og Barböru Cartland. Þessi ímynd ætti að heyra fortíð- inni til enda á hún ekkert skylt með þeim störfum sem bókasafnsfræð- ingar vinna. Þeirra starf er fyrst og fremst í því fólgið að miðla þekk- ingu og fróðleik sem oftast er geymdur í rituðum heimildum en hefur á undanförnum árum í sí- auknum mæii birst í formi annarra miðla, t.d. myndbanda og leysi- diska, sem söfnin hafa þá bætt við safnkost sinn. Bókasafnsfræðingar vinna m.a. á öllum helstu rannsóknastofnunum landsins með öðrum sérfræðingum á sviði tækni, læknavísinda, hag- fræði, verkfræði og náttúrufræði, svo eitthvað sé nefnt. í fiestum til- fellum er um einn starfandi bóka- safnsfræðing að ræða þar sem rannsóknastofnanir hérlendis eru fáar og fátækar. Verksvið bóka- safnsfræðinga á þessum stofnunum er því mjög fjölbreytt og samvinna hans og annarra sérfræðinga mikil. Helstu verkþættir á bókasöfnum þessara stofnana eru eftirfarandi: Innkaup á bókum og tímaritum Mikil áhersla er lögð á að hafa fjölbreytt fagtímarit á rannsókna- stofnunum þar sem þau éru nauð- synleg hveijum þeim vísindamanni sem vill fýlgjast með því nýjasta sem er að gerast á hans fræðasviði í heiminum. Bókasafnsfræðingar annast þessi innkaup í samráði við aðra starfsmenn og sjá um skrán- ingu og frágang ritanna. Jafnframt sjá þeir um að kaupa bækur og þá í langflestum tilvikum frá erlendum útgefendum og dreifingaraðilum. Heimildaleitir Þær geta verið tvenns konar; annars vegar er leitað í bókfræðirit- um sem til eru í söfnun hérlendis og hins vegar er leitað með aðstoð tölvu í geysistórum og fjölþættum SNYRTIVÖRU-I l$YNNING A MORGUN miövikud. 26. apríl kl. 10-12 \ij & JdtAyj PARIS SNYRTIVÖRUR SEM FAGFOLKIÐ VELUR + ■■ OLOF snyrtistofa SELFOSSI „Bókasafiisfræðingar vinna m.a. á öllum helstu rannsóknastofn- unum landsins með öðr- um sérfræðingum á sviði tækni, læknavís- inda, hagfræði, verk- fræði og náttúrufræði, svo eitthvað sé neftit.“ erlendum gagnagrunnum þar sem sérstakri leitartækni er beitt. Skil- virkar heimildaleitir eru oft for- senda þess að vísindamaður geti unnið að rannsóknum. Millisafhalán Þótt mikil áhersla sé lögð á að hafa helstu fagtímarit og bækur hverrar vísindagreinar til á bóka- söfnunum verður þó alltaf að leita út fyrir stofnanirnar til að afla heimilda. Bókasöfn um allan heim hafa með sér samvinnu og senda hvert öðru ljósrit af vísindagreinum. Hér sem annars staðar skipta söfn- in oft milli sín kaupum á dýrum tímaritum vegna þess hversu sam- vinna safnanna um millisafnalán er góð og fljótvirk. Rannsóknaraðil- ar á sviði bókasafns- og upplýsinga- fræði telja að hver vísindamaður þurfi að meðaltali að fá 25 greinar í millisafnaláni á ári hveiju. Isiensk bókasöfn leita mjög mikið til er- lendra safna um millisafnalán auk Guðrún Pálsdóttir þess sem samvinna innlendra safna fer stöðugt vaxandi. Arvekniþjónusta Það er heiti á þeim þætti starf- seminnar sem felst í því að fylgjast með ákveðnu efni sem berst á safn- ið og koma því á framfæri við við- komandi sérfræðing eða notanda utan safns, en söfnin eru öllum opin þótt þjónusta þeirra sé fyrst og fremst miðuð við starfsemi rann- sóknastofnunarinnar. Auk þess sem nefnt er hér að framan sjá bókasafnsfræðingar mjög oft um ritaskipti, ritstjórn, prófarkalestur, uppsetningu heim- ildaskráa og fleira tengt útgáfumál- Pálína Héðinsdóttir um. Víða sjá þeir einnig um vistun og frágang skjala. Á undanförnum árum hefur eftir- spurn eftir bókasafnsfræðingum í þjóðfélaginu aukist mjög mikið og hafa hvergi nærri nógu margir út- skrifast úr Háskóla íslands. Má rekja það til þeirra launakjara sem bókasafnsfræðingum bjóðast en þau eru alls ekki í samræmi við þá ábyrgð sem bókasafnsfræðingar bera og þær kröfur sem til þeirra eru gerðar í starfi. Höfundar eru bókasafnsfræðing- ar hjá Rannsóknastofnun land- búnaðarins og Náttúrufræðistofn■ un íslands. Nýju Wonder rafhlöðurnar, Green Power, eru algerlega kvikasilfurslausar. Þær eru því hlaðnar „hreinni" orku og valda engri umhverfismengun. Þess vegna má að skaðlausu henda þeim að notkun lokinni. Lífrænt efni hefur nú komið í stað kvikasilfurs. Green Power rafhlöðurnar eru lekafríar og endast lengur en venjulegar rafhlöður. Stuðlum að hreinu umhverfi - notum Green Power rafhlöður. Heildsala og smásala: 3 Olíufélagið hf SUÐURLANDSBRAUT 18 Sfn/ll 681100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.