Morgunblaðið - 11.05.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.05.1989, Blaðsíða 10
10 B it- MORGUNBLAÐIÐ ftí iv::. ; i";i\ VIÐSKIPTI/ATVINM^^ Pi^MjWjDAGUR 1-}.,. ,MAI, 1989 4' Sjónarhorn Afritun hugbúnaðar eftir Erlu S. Árnadóttur Að undanfömu hafa framleið- endur hugbúnaðar vakið athygli á því að hér á landi fer fram í miklum mæli afritun tölvuhugbúnaðar. í þessu greinarkomi er ætlunin að lýsa því í hve miklum mæli slík afritun sé lögleg og í hve miklum mæli ólögleg og ræða breytingar sem tímabært kann að vera að gera á núgildandi löggjöf um þetta efni. Erfitt er að gera sér nákvæmlega grein fyrir því hvert hlutfall eintaka sem neytendur hafa afritað af hug- búnaði er af fjölda eintaka sem framleiðendur hafa sett á markað. Framleiðendur hafa þó bent á að af tilteknum forritum hafi aðeins verið seldir tugir eintaka, þessi for- rit séu þó notuð af nær öllum sem eigi tiltekna tegund af tölvum. Þýskur lögmaður giskar á að meðal áköfustu tölvuáhugamanna sé hlut- fall keyptra forrita af forritum í eigu viðkomandi undir 2%, í at- vinnulífínu sé sama hlutfall milli 20 og 50%. Til grundvallar því að afritað sé geta legið mismunandi forsendur og þeir sem það gera hafa til þess mismunandi aðstæður. Leikjaforrit og margs konar fleiri forrit sem algengt er að keypt séu af einstaklingum, t.d. ritvinnslu- og reikniforrit, eru afrituð fyrir vini og kunningja eða af þeim sjálfum. Innan stofnana og fyrirtækja er fyrir hendi sá möguleiki að hug- búnaður sé keyptur í einu eintaki en notaður samtímis á fleiri en eina vél. Starfsmenn fyrirtækja og stofnana hafa möguleika á að afrita forrit til afnota fyrir sjálfa sig. Ennfremur geta fyrirtæki komist hjá því að kaupa hugbúnað með því að afrita hann frá öðrum. Þegar framleiðendur hanna hug- búnað að beiðni tiltekins aðila hafa þeir möguleika á að tiltaka eða tak- marka í skriflegum samningi við kaupandann hvemig nota megi hugbúnaðinn. Alþekktir em einnig skilmálar sem framleiðandi setur um notkun forrita sem dreift er á almennum markaði og prentaðir em á umbúðir diska. Slíkir samningar eða skilmálar koma framleiðanda hins vegar að engu gagni við að hafa hemil á eintökum sem kaup- andinn lætur öðmm í té. Hér á landi em í gildi höfundalög nr. 73 frá árinu 1972. Þau kveða ekki bemm orðum á um að tölvu- hugbúnaður falli undir þau verk sem lögin taka til. Erlendis hefur sams konar löggjöf verið valin framar annarri til að vernda hug- búnað og henni víða verið beitt án þess að í hana hafi sérstaklega LANDSSMIÐJAN HF hefur flutt véla- og varahlutaverslun sína frá Armúla 23 Sölvhólsgötu 13 / versluninni verdur lögd áhersla á vöruúrval frá eftirtóldum fyrirtœkjum OC ALFA-LAVAL JltlasCopco ©DEXKDT FlexoN -RITZ- sapi WANGEN © Lenze +GF+ : Varmaskiptar•, skilvinduro.fi. : Loftþjöppur, loftverkfœri : Hillubúnadur : Drifkedjur og hjöl : Dcelur : Sandblásturstceki, bíltjakkar : Snigildcelur : Hradastilltir mótorar : Rörasagir, snittvélar Á SÖLVHÓLSGÖTU 13 STARFRÆKIR LANDSSMIÐJAN HF. ÁFRAM VERKSTÆÐI SÍN OG BÝÐUR NÚ SEM FYRR VANDAÐA OG FJÖLBREYTTA ÞJÓNUSTU, S.S.: Stálsmíði - nýsmíði, viðgerðir. Rennismíði — nýsmíði, viðgerðir. Skilvinduviðgerðir - jafnvægisstillingar. Loftpressu- og loftverkfæraviðgerðir. Metalock-viðgerðir á steypujárnshlutum. Viðhalds- og viðgerðaþjónusta á vélum og tækjum. Uppsetning á vélum og tækjum. Hönnun og ráðgjöf á sviði vélaverkfræði. Áratuga reynsla tryggir þér góða þjónustu. LANDSSMIÐJAN HF, Sölvhólsgötu 13 - Reykjavík - Sími (91)20680 verið bætt ákvæðum um forrit. Höfundalögin veita höfundi einkarétt til að gera eintök af verki sínu. Sá réttur er þó þeirri takmörk- un háður að hveijum sem er er heimilt að gera og nota til einka- þarfa eintök af verkum sem hafa verið birt, en með því er átt við að verk hafí annaðhvort verið gefíð út eða sé á einhvem hátt tiltækt svo almenningur geti kynnt sér það. í núverandi mynd Ieiðir þetta ákvæði höfundalaganna til að afrit- un forrita hér á landi er í miklum mæli lögmæt. Á hinn bóginn koma upp mörg markatilvik sem erfitt getur verið að leysa úr. Stór hluti afritunar á stöðluðum forritum, leikja- og ritvinnsluforrit- um o.þ.h. er med vissu lögmætur. Lögleg keðja afrita af einu seldu eintaki getur þannig myndast ef þess er gætt að hver aðili dreifi aðeins eintökum til vina og kunn- ingja sem nota þau til persónulegra þarfa. Um leið og starfsemi verður skipulagðari eða forrit eru boðin til sölu er komið út fyrir heimildina. Síðla árs 1987 gekk dómur í Svíþjóð þar sem skólapiltur var dæmdur til að greiða sekt fyrir brot á höfunda- lögum. Hann hafði boðið til sölu eintök af þrem leikjaforritum og einu reikniforriti og selt af þeim 12 eintök. Þar sem það er einungis afritun til einkanota sem heimiluð er gildir reglan að meginstefnu til ekki um afritun til nota í fyrirtækjum og stofnunum. Starfsmönnum væri þó heimilt að afrita forrit til að nota sjálfír við afmörkuð verkefni þó það kæmi fyrirtækinu óbeint til góða, t.d. yki vinnuhraða. Slík eintök mættu þó ekki vera almennt að- gengileg fyrir aðra starfsmenn fyr- irtækisins. Það er þannig alls ekki öll afritun tengd atvinnu sem bönn- uð er. Jafnvel er hugsanlegt að kennara sé heimilt að taka afrit af forriti til að nota við kennslu í skóla. Brot á rétti höfundar skv. höf- undalögum varða sektum eða varð- haldi og fangelsi allt að 2 árum. Ólögleg eintök má gera upptæk en þó ekki hjá þeim sem eignuðust þau í góðri trú. Eftir breytingu á höf- undalögum árið 1984 sæta mál vegna brota á lögunum opinberri ákæru en voru áður einkamál. Er því nú unnt að láta fara fram lög- reglurannsókn vegna meintrar ólögiegrar afritunar, leggja hald á muni o.s.frv. sem ekki var unnt fyrir lagabreytinguna. Sá sem brýtur gegn rétti höfund- ar er bótaskyldur gagnvart honum. Hafí framleiðendur hugbúnaðar litla trú á úrræðum höfundalaga Athugasemd við athugasemd eftir ívar Pétur Guðnason Athugasemd frá Páli Hjaltasyni sem birtist í Mbl. hinn 4. maí sl. ber þess greinileg merki að um- ræddan kafla í grein minni hefur Páll lesið með sama hugarfari og skrattinn biblíuna. í greininni kemur mjög skýrt fram að ekki er verið að veija ólög- lega afritun hugbúnaðar og raunar eru orðin „því miður“ notuð í því sambandi. Það sem Páll áttar sig greinilega ekki á er munurinn á hugtökunum afsökun (eða rétt- læting) annars vegar og útskýr- ingu hins vegar. Afsökun er það þegar reynt er að réttlæta vafa- samt athæfí með skírskotun í að ástæður þær sem að baki liggja geri það að verkum að athæfíð sé hvorki ljótt né syndsamlegt. Út- skýring aftur á móti segir hlut- lægt frá því að athæfið hafí verið framið og reynir að grafast fyrir um ástæður þess. Umfjöllun mín var útskýring. Verð á hugbúnaði getur hver sem er kynnt sér, jafnt í erlendum blöðum sem í verslunum hérlendis. Þær þýðingar á tölvuforritum sem Páll telur sínum mönnum til tekna eru á alvarlegum villigötum. Forrit á að þýða „gegnsætt“, þ.e. að notandi sem les skjátexta skilji strax hvað átt er við en því er því miður ekki svo farið hér á landi. Þrátt fyrir Iangt nám og mikla reynslu af tölvum hef ég ekki enn- þá getað skilið skjámyndir í þekktu ritvinnsluforriti sem á að heita „íslenskað". Getur verið að til- gangurinn sé að selja forrit út á íslenskun, vitaskuld að gæta þess vel að hún sé óskiljanleg öllum sem ekki hafa magistersgráðu í málvís- indum, og síðan að maka krókinn á námskeiðahaldi? Ég átta mig ekki alveg á tilvitn- uninni í „samræmda notkun“ en illt þykir mér ef tölvan á að taka við hlutverki þrælahaldara fyrri tíma. Adam uppgötvaði fyrstur manna að bestur árangur í vinnu næst með þeim verkfærum sem ekki aðeins hæfa verkinu, heldur einnig verkamanninum. Fram- leiðni og starfsgleði einstaklings sem notar forrit sem hann kann illa við er varla upp á marga fiska. Útreikningar hugbúnaðarhúsa á tapi sínu vegna ólöglegrar afrit- unar hlægja mig. Forstöðumenn þar virðast aldrei geta skilið að afrit er ekki sama og glötuð sala. Við skulum ekki blanda orðinu „rök“ saman við ágiskanir þeirra í því sambandi. Þegar öllu er á botninn hvolft höfum við Páll sömu skoðanir á ólöglegri afritun hugbúnaðar en okkur greinir á um orsakir vand- ans. Hann telur að vandinn sé ein- hliða hugbúnaðarhúsanna og að sökin sé eingöngu notenda. Ég tel að hagsmunir framleiðenda og neytenda fari saman í þessum efn- um. Ástandið í þessum málum væri ólíkt skárra í dag ef hug- búnaðarsalar reyndu að sjá bjálk- ann í eigin auga og grafast fyrir um orsakir og ástæður vandans í stað þess að ráðast fullir vandlæt- ingar í krossferðir gegn þeim sem borga brauðið þeirra. Eg vil ennfremur lýsa yfir von- brigðum mínum með frammistöðu prófarkalesara Morgunblaðsins. Morgunblaðið var fyrsta lestrar- bókin mín og það var áður fyrr fyrirmynd þeirra er vildu rita rétt og auðskilið mál. Starfsfólk þess hefur því miður ekki náð tökum á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.