Morgunblaðið - 14.05.1989, Page 2

Morgunblaðið - 14.05.1989, Page 2
2 -C MICHAEL JACKSONS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1989 Morgunblaðið/Ámi Sæ- berg Aðdáandi. Elsa Hjördís Gunnarsdóttir á veggspjöld, plötur og jafnvel sængurver með goðinu. þegar Michael var sex ára gamall, og árið 1967 er svo söngsveitin The Jackson 5 formlega stofnuð. Bræðurnir fengu einkakennslu og stóð Michael sig prýðilega í öllum fögum, en sundið og körfuboltinn voru þó í mestu uppáhaldi. Hann fylgdist grannt með stjörnunum, söng þeirra, hreyfíngum og sviðs- framkomu og lærði mikið af Jackie Wilson og James Brown, en sá síðamefndi hefur oft verið nefndur guðfaðir soul-tónlistarinnar. Dans- ararnir gömlu og góðu Fred Astaire og Gene Kelly höfðu ekki síður áhrif á Michael og er sagt að hann hafí lagt spor þeirra vel á minnið. En Michael Jackson er ekki endur- borinn Fred Astaire því eins og Astaire sjálfur segir: Michael hefur sinn eigin stíl. Og sjálfsagt varð það þessi vitneskja um eigin stíl og hæfileika sem varð til þess að Mich- ael sleit um síðir samstarfi við bræður sína. Töfradansinn Michael hafði gert myndbönd og sungið inn á plötur án bræðra sinna þótt samstarfi þeirra væri ekki l'ok- ið, en á 25 ára afmælishátíð Motown-hljómplötufyrirtækisins árið 1983 má segja að örlög þeirra sem stjörnur væru ráðin. Bræðurn- ir höfðu verið á samningi hjá fyrr- nefndu fyrirtæki en slitið samningi við það 1976, allir nema Jermaine sem er fjórum árum eldri en Mieh- ael, og gert samning við Epic. Eft- ir miklar fortölur féllst Michael á að koma fram á afmælishátíð Motowns með því skilyrði að Jack- son 5 yrðu þar einnig. Þetta varð sögulegt kvöld. Þegar söngsveitin hafði lokið flutningi sínum hurfu bræðurnir af sviðinu, allir nema Michael, sem sagði eitt- hvað á þá leið, að þetta hefðu verið gömlu og góðu dagarnir, en nú kæmi nýja tónlistin. Setti svo hatt- inn fyrir andlitið, flestir aðdáendur kannast við þá hreyfingu, og hóf að syngja lagið „Billy Jean" af nýút- Dansarinn. Þegar Jackson dansar hafa menn á tilfínn- ingunni að líkami hans lúti ekki lögmálum eðlisfræðinnar. Það er söngvarinn og dansarinn Michael Jack- son sem hefur hertekið sálu og líkama íslenskra bama og ekki em þau einu bömin í heiminum sem falla fyrir töfmm hans, hann er nú vinsæl- asta poppstjarna heims og enginn hefur komist með tæmar þar sem hann hefur hælana hvað varðar sölu á hljómplötum. Blökkumaður- inn, sem hefur breytt andliti sínu margsinnis til að líkjast sem minnst eigin kynþætti, sefur í súrefnis- geymi að sögn aðdáenda og á apa að einkavini, hefur valdið því að einskonar æði hefur gripið um sig meðal bama og unglinga og má ef til vill helst líkja því við Presley- og Bítlaæðið hér á ámm áður. En hvorki Presley né Bítlamir gátu dansað eins og Michael Jackson. Og þegar hann darisar þá hækkar meðalaldur aðdáenda hans vem- lega. Um það leyti sem hljómplata Jacksons „Bad“ kom út í ágúst ’87 fór áhuginn fyrir söngvaranum að aukast hér á landi. Að sumu leyti var sá áhugi þó tengdur andlitsað- gerðum hans, en smám saman fóm þó böm jafnt sem fullorðnir að gefa meiri gaum að tónlist hans og dansi, og í janúar sl. þegar Bíóhöll- in hóf sýningar á kvikmyndinni „Moonwalker" þar sem goðið bæði syngur og dansar og leikur ein- hvers konar „He-man“ (Tarsan nútímans), þá braust æðið út. Dansstúdíó Sóleyjar auglýsti kennslu í Michael Jackson-dansi og fékk um leið á annað hundrað nem- endur, hundrað drengi og tuttugu stúlkur inn á dansgólf til sín. Nú em nemendur orðnir 300. Skífan gaf út myndband um ævi og feril Jacksons og að sögn Péturs Krist- jánssonar hjá þvi fyrirtæki, vom víst margir sem fengu umrætt myndband í stað eggsins hefð- bundna um páskana. Salan á hljóm- plötunni „Bad“ tók gríðarlegan kipp að sögn Jónatans Garðarssonar hjá Steinum hf., og hefur engin erlend plata selst í jafn stóm upplagi síðan 1981 þegar Meatloaf lagði undir sig markaðinn. Talsímakonumar hjá Pósti og síma hafa ekki undan við að svara spumingum Jacksons- aðdáenda sem endilega vilja fá símanúmerið hans í Bandaríkjun- um, sem þær hafa ekki því miður, og í dagblöðum má lesa ýmsar orð- sendingar frá ungum söfnumm sem em reiðubúnir að láta næstum allt af hendi fyrir nokkur veggspjöld af hetjunni. Og hver er svo þessi maður sem alla heillar? Hveijir em hæfileikar hans og hvað er það í fasi hans sem veldur þvi að þúsundir ungmenna fara að góla við það eitt að sjá hann og harðsvíruðustu fótbolta- hetjur þyrpast í dansskóla til þess að geta apað eftir hreyfíngar hans? Lærði af stjörnunum Fimm ára gamall söng Michael Jackson fyrir fyrstu aðdáendur sína sem vom ekki háir til hnésins frem- ur en hann sjálfur. Það vom félag- ar hans úr leikskólanum í Gary í Indiana sem hlustuðu á hann syngja lag úr kvikmyndinni Tónaflóði, sem fjallaði um það að klífa hvem ein- asta tind. Michael kleif hvern tind- inn af öðmm og rúmlega þrítugur er hann nú á hátindi frægðar sinnar. Sumir segja að þetta Mich- ael Jackson-æði sé nú brátt á enda, en aðrir halda j)ví fram að það sé rétt að byrja. Ymislegt eigi hann í pokahominu sem aðdáendur hans hafí ekki enn séð eða heyrt. Hæfíleikar hans sem popsöngv- ara og dansara em ótvíræðir en kannski vita ekki allir að þegar hann var tíu ára gamall söng hann soul-lögin þannig að mönnum varð ósjálfrátt hugsað til bestu manna á því sviði. Michael Joe Jackson fæddist í Gaiy í Indiana þann 29. ágúst 1958, næstyngstur níu systkina. Bræð- umir vom fímm, sá elsti var sjö ámm eldri en Michael og sá yngsti þremur áram yngri þannig að senni- lega hefur eitthvað verið tuskast á því heimili. En sem betur fer fyrir móðurina þá höfðu strákamir mik- inn áhuga á tónlist eins og for- eldrarnir, þau vom bæði hljóð- færaleikarar að atvinnu og móðirin hefði verið „sveitalagasöngkona" á sínum tíma, og þegar faðirinn kom auga á hæfileika drengja sinna tók hann til við að æfa þá og þjálfa. Þeir komu fyrst fram opinberlega

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.