Morgunblaðið - 14.05.1989, Síða 4

Morgunblaðið - 14.05.1989, Síða 4
4 C MICHAEL JACKSONS ÆÐI kominni plötu sinni „Thriller“. Áhorfendur voru bergnumdir. Þarna sýndi hann hæfíleika sína og snilld svo um munaði. Dansaði aftur á bak og áfram um sviðið, framkoman einstök, dansinn stflhreinn, allt sýndist svo einfalt, en þó höfðu menn á tilfinningunni að Iíkami hans lyti ekki lögmálum eðlisfræðinnar. Með þessu atriði var Michael Jackson í raun að sýna að nú væri komið að þáttaskilum í lífí hans. Ári síðar fór hann þó í söngferðalag um heiminn ásamt bræðrum sínum, en eftir það hafa þeir ekki komið fram sem söngsveitin Jackson 5 eða The Jacksons. Michael hafði náð til nýrra áheyr- enda og aðdáendum hans fjölgaði mjög eins og best má sjá af sölu plötunnar „Thriller". Sala hennar mun nú nema um 40 milljónum og er hún mest selda hljómplata í heimi, komin í heimsmetabók Guinness. Fyrir hana hefur Michael fengið 58 platínuplötur í 28 löndum og 8 Grammy-verðlaun, fleiri verð- laun en nokkur annar tónlistarmað- ur. Segja menn að nú hafí hann engan nema sjálfan sig við að keppa, því með „Thriller" skaut hann allri samkeppni aftur fyrir sig. Hann var þó sjálfur ekkert of ánægður með söluna á þeirri plötu og því síður með söluna á plötunni „Bad“ sem nú hefur selst í 16 millj- ón eintökum. Segja kunnugir að hann hafi einsett sér að selja 100 milljón eintök af þeirri síðamefndu. Þegar „Thriller“ kom út í desem- ber ’82 hafði Michael Jackson-æðið ekki náð til íslands og því ekki umtalsverð sala á þeirri plötu hér. Aftur á móti hefur salan á plöt- unni„Bad“ sem út kom í ágúst ’87 hér á landi aukist jafnt og þétt og hefur nú náð 6 þúsund eintökum. Engin erlend plata hefur selst jafn- vel á íslandi síðan 1981 þegar plata Meatloafs „Bat Out of Hell“ seldist í 13 þúsund eintökum, að sögn Jón- atans Garðarssonar hjá Steinum hf. Myndbandið um ævi og feril Michaels Jacksons hefur selst ótrú- lega vel og sagði Pétur Kristjánsson hjá Skífunni að nú væru tæp 2 þúsund eintök seld á tæpum fímm vikum. Og kvikmyndin „Moonwalker", sem kveikti bálið í hinum ungu hjörtum, er nú komin vel yfír meðal- lag hvað aðsókn snertir. Um 20 þúsund manns hafa lagt leið sína í Bíóborgina og Bíóhöllina þar sem hún hefur verið sýnd síðan í jan- úar. Og enn er aðsókn góð því sum- um nægir nefnilega ekki að sjá hana aðeins einu sinni. Traustur Michael á að vera óskaplega einmana að sögn blaða og tímarita en það gæti alveg eins verið auglýs- ingabrella, því meðan meyjarhjört- un álíta hann einmana þá líður þeim betur. í viðtali nokkru sem birtist í erlendu tímariti við Frank Dileo, framkvæmdastjóra og vin Michaels, kemur fram að stjarnan býr enn með foreldrum sínum, Joe og Kath- erine, og systur sinni LaToya í 22 herbergja villu í Tudor-stfl í út- hverfí Los Angeles. Vinnudagur hans hefst klukkan 9.30 á morgn- ana og í rúmið fer hann milli klukk- an eitt og tvö á næturnar. Eftir morgunverð les hann blöðin og hringir nokkur símtöl, en síðan hefst vinna við myndbandagerð og æfingar fyrir þá tónleika sem fram- undan eru. Sér til afslöppunar horfir hann gjarnan á kvikmyndir í einkasal sínum sem er ekki af verri endan- um, lætur einkaþjón sinn færa sér MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1989 „heilsufrík" og álíti það gott fýrir heilsu sína að anda að sér ómeng- uðu lofti. Michael mun víst ekki borða mat á sunnudögum, þá fær hann sér einungis ávaxtasafa. Lítið virðist fara fýrir kvenfólki í lífi Michaels og ekki mun það vera rétt að sögn Dileos að hann eigi þá ósk heitasta að kvænast Elisabeth Taylor, aftur á móti séu þau góðir vinir og snæði oft saman. En aðrir vinir Michaels eru vel þekktir menn flestir, Gregory Peck, Sophia Loren, Marlon Brando svo einhveijir séu nefndir, að ógleymd- um nágranna hans Johnathan sem er 11 ára og syni Johns Lennons, Sean. Ekki mun Michael vera marg- máll að eðlisfari og er haft eftir kunningja hans að það geti tekið hálftíma að toga upp úr honum eitt orð. En allir sem eyða tíma sínum með Michael lýsa honum á einn veg: Hann er indæll. Má vera að hann sé sérvitur, en hvorki eigin- gjarn né hrokafullur. Og Frank Dileo hefur þetta um persónu Mich- aels að segja: Það hljómar kannski hversdagslega en er þó engu síður sannleikur, Michael er óvenju traustur og hefur mikinn sjálfsaga. Og hann gerir sér sjálfur grein fyr- ir því að hann er góður maður. Fullkominn skemmtikraftur Söng- og danshæfíleikar Mic- haels Jacksons hafa gert hann að milljónamæringi og að sjálfsögðu hafa aðrir notið góðs af. „Látið áhrifamesta nafn Bandaríkjanna vinna fyrir ykkur,“ sagði slunginn ijármálamaður, og það hafa menn gert. Fyrir utan þá sem græða á hljómplötum Michaels, myndbönd- um og tónleikum, þá er þeir ófáir sem græða á því að selja hluti með nafni stjörnunnar og er þá sama hvort um er að ræða bitabox eða reiðhjól. Sjálfur hefur Michael verið seigur við að halda nafni sínu á lofti og komið af stað umtali um hin ótrúlegustu uppátæki sín, sem síðan má svo lesa um í slúðurdálk- um dagblaða, og-jafnvel í forystu- greinum virtra tímarita. Og eitt- hvað er það við persónu Michaels sem stöðugt vekur forvitni og áhuga, á því er enginn vafi. Margir drógu djúpt andann þegar hann lét gjörbreyta andliti sínu og kalla þeir nú ekki allt ömmu sína í þeim efnum fyrir vestan. Blökku- maðurinn með breiða nefið og stóru varimar varð næstum að hvítum manni með fínlega andlitsdrætti sem minntu á konu. Stór dökk og opin augu, fínlegt uppbrett nef og litlar en munaðarfullar varir. Alls hefur hann farið í átta skurðaðgerð- ir. „Hver er þessi kona?“ spurðu íslenskir unglingar þegar þeir sáu nýtt veggspjald með honum í hljóm- plötuverslunum í ágúst ’87. Einhver hrollur mun víst hafa farið um þau, en endalaust gátu þau horft á vegg- spjaldið. Sumir segja að Michael sé sambland af konu og karli, bami og fullorðnum og það geri hann dularfullan. „Hann er æðisleg dúlla,“ sögðu ungar stúlkur sem nýlega var rætt við, „en hann er „Heilsufrík". Michael bregður sér stundum í súrefnishylki því hann álítur það gott fýrir heilsu sína að anda að sér ómenguðu lofti. grænmetissnarl og leikur sér síðan við dýrin sín. Michael 'er kominn með góðan vísi að dýragarði, en eftirlætisdýrin hans em lamadýrið Louie, gíraffinn Jabbar, arabíski gæðingurinn Thriller, óskýrt ljón, kyrkislanga og nokkrir páfagaukar. En yndið hans og besti vinur er sjimpansinn Bubbles sem er vel þjálfaður og getur brosað, rennt sér á hjólaskautum, riðið hesti og gert eitt og annað sem mönnum er eigin- legt. Dileo segir það rétt vera að Mich- ael bregði sér stundum inn í súrefn- ishylki sem hann hafi hjá sér, en telur þó fráleitt að hann sofí í því. En Michael sé hið mesta Heimilið. Michael býr enn með foreldmm sínum, Joe og Katherine, í 22 herbergja ævintýrahöll fyrir utan Los Angeles. Á Michael Jacksons tónleikum: „Blés ekki úr nös" í fyrrasumar hélt Michael Jackson útitónleika í Gautaborg í Svíþjóð og voru þar nokkrir íslendingar viðstaddir, þar á meðal Helgi Rúnar Óskarsson sem starfar hjá hyómplötufyrirtækinu Steinum hf. Ekki hafði hann verið neinn sérstakur aðdáandi söngvarans áður, en þessir tónleikar gjörbreyttu áliti hans á sljörnunni. UUm 50 þúsund manns vom á tónleikunum að sögn Helga, og kostaði miðinn um 1.500 krónur íslenskar. Það var Kim Wilde sem hitaði upp en svo steig goðið á sviðið með miklum tilburðum. Fremst á sviðinu var ljósaveggur og á honum birtust fætur Jacksons í risastærð. Steig hann fram í annan fótinn og síðan hinn undir miklu undirspili og dmnum, og loks féll veggurinn og goðið stóð í eigin persónu fyr- ir framan áhorfendur og byijaði strax að syngja og dansa. „Þetta var alveg meiriháttar," sagði Helgi, „ og eftir tónleikana var ég alveg sannfærður um að hann er sá allra besti. Þarna dans- aði hann og söng stanslaust í tvo tíma og blés ekki úr nös, var hvorki hás né móður. Við horfðum og hlustuðum með fullri gagnrýni en fundum ekki nokkurn einasta galla. Annan eins skemmtikraft hef ég aldrei séð. Tæknibrellur notar hann óspart og nýtur að- stoðar fæmstu töframanna, til dæniis hvarf hann í lok lags fyrir framan áhorfendur en birtist síðan skyndilega á öðmm stað og þá kominn í önnur föt! En það vom hæfíleikar hans sjálfs sem vom mest áberandi. Á risaskermi sáust öll dansspor hans greinilega og svo söng hann t.a.m. mörg soul-lög, sem sýnir einnig hversu fjölhæfur hann er.“ Helgi sagðist hafa heyrt að kappinn hefði komið með þyrlu á sviðið sem síðan flutti hann í burtu um leið og tónleikum lauk. Meðan á dvöl hans í Gautaborg stóð gisti hann í snekkju en meðspilarar hans á hóteli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.