Morgunblaðið - 14.05.1989, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1989
C 5
4
Blökkumaðurinn með breiða nefið og stóru varirnar varð
næstum að hvítum manni með fínlega andlitsdrætti sem minntu á
konu. Stór dökk og opin augu, fínlegt uppbrett nef og litlar en
munaðarfullar varir.
ekki nógu hrár.“ Þær áttu við að
hann væri lítið karlmannlegur. Úti
í heimi falla þær þö grátandi í öng-
vit á tónleikum hans, þannig að
eitthvað mun hann þó hræra kven-
legar tilfinningar.
En allir geta horft á hann dansa
og þá skiptir aldur og kyn engu
máli. „Maður getur hreinlega ekki
haft af honum augun,“ segir hin
dáða leikkona Katharine Hep-
burn,„það sem gerir hann að stjörnu
er það, að hann getur allt. Hann
er hinn fullkomni skemmtikraftur."
Það eru ekki einungis sporin,
tæknin og tilþrifin sem gera dans
hans svo einstakan, heldur einnig
lifandi túlkun hans. Eina stundina
er hann blíður og einlægur og aðra
stundina eggjandi og ögrandi,
stundum eins og slæmur götustrák-
ur. Og með þessu samspili góðs og
ills virðist hann hafa hitt í mark,
þar kemst hann næst mannlegum
tilfinningum. Og hann er líka þessi
sterki einfari sem á öllu sigrast og
höfðar þar með óspart til einstakl-
ingshyggju ungu kynslóðarinnar.
Það er erfitt að útskýra hváð það
er sem gerir einstakling að stjörnu
og hetju, því hetja er hann í augum
yngstu kynslóðarinnar. Eins og
menn vita sem horfðu á Roy og
Tarsan forðum daga þá er bráð-
nauðsynlegt að eiga sér hetju sem
leikur aðalhlutverkið í dagdraum-
unum. Og ansi hefur það verið
þunnur þrettándi hjá unga fólkinu
í poppheiminum undanfarið, ekkert
æði verið ríkjandi að ráði síðan
Presley og Bítlarnir hurfu af svið-
inu. En svo kemur hann þetta
goð og sameinar hetjuna
og söngvarann, og dansar
svo eins og engill eða
djöfull í þokkabót.
Sennilega er engin djúp
sálfræðileg skýring
á Michael Jackson- æðinu,
maðurinn er einfaldlega frá-
bær skemmtikraftur, en
þó eru athygliverð
ummæli tíu ára
drengs sem sagði
ósköp lágt um
leið og hann leit
flóttalega
í kringum sig.
„Það er svo
rosalega
gaman að
vera doldið
vondur eins
ogMichael."
EINS OG
MICHAEL
voða líkur konu í framan, en það
er allt í lagi.“
„Hann verður að sofa í súrefnis-
geymi svo hann brotni ekki niður
eftir allar þessar aðgerðir,“ segir
Elsa Lind sem kemur aðvífandi,
einnig að fara í dansinn. „Hann
græðir 8 milljónir íslenskar á
mínútu."
— Trúið þið öllum sögunum um
hann?
Þau þurfa tíma til að átta sig á
þessu skilningsleysi, segja svo:
„Þetta er allt saman satt.“
Brátt fýllist anddyrið af ungum
dönsurum með hvíta hanska, sem
eru nauðsynlegir til að ná rétta
andrúmsloftinu, og ég fæ að heyra
allar sögurnar af Michael. Öll hafa
þau séð myndbandið um feril hans
og séð kvikmyndina „Moonwal-
ker“. Plöturnar hans eiga þau
flestöll og veggspjöld og boli.
Og þegar þau byija að dansa
með hvíta hanska og hatt eins og
Michael þá breytist allt fasið,
feimnin hverfur og þau verða
óskapleg einbeitt og „töff‘ á svip-
inn. Af þijátíu börnum rúmlega
eru aðeins örfáar stelpur, og
Morgunblaðið/Bjami Eiríksson
sér í hvaða kvikindi sem er, kanínu,
kappakstursbíl, vélmenni,- og
bjargar tveimur drengjum og lítilli
stúlku með ljósar fléttunfrá bófun-
um. Þau eru öllu rólegri en foreldr-
ar þeirra voru á þijú-sýningum hér
áður fyrr og hafa auðvitað engin
hasarblöð undir höndum til að
býtta. En andvörpin eru þau sömu.
Myndin er mjög ævintýraleg og
einhvern veginn fær maður á til-
finninguna að einmitt þannig vilji
Michael hafa lífið. Þegar mynd-
inni lýkur ganga þau ofboð rólega
og með fullu kæruleysi út, en þeg-
ar út á planið er komið hefjast
heldur betur snúningarnir. Upp á
tæmar, herða- og magahnykkir
og svo eru hringirnir svo snöggir
að þau ráða ekki við eigin hraða.
Ég spyr nokkra drengi hvað hafi
verið skemmtilegast við bíómynd-
ina, og þeir segja að atriðið þar
sem hann breyttist í vélmenni hafa
verið best, „en svo var hann of-
boðslega góður í dansinum."
Lítil fimm ára hnáta hafði aðra
skoðun: Það var skemmtilegast
þegar hann bjargaði stelpunni.
Hann er svo ofboðslega góður.“
glöggt má sjá að sumir úr fót-
boltanum eiga enn í nokkmm
vandræðum með hreyfmgarnar.
Margir eru þó orðnir býsna færir
og vanda sig alveg óskaplega,
margskjóta hökunni fram, hlykkja
herðarnar, henda sér í gólfið og
verða ógurlega vond í framan
svona eins og Michael þegar hann
dansar við lagið „Bad“.
Ein móðirin horfir á son sinn
alveg dolfallin og segir mér að
hann hafi aldrei nennt að hreyfa
sig, hvorki í boltaíþróttum né öðm,
hún viti bara ekki hvað sé að ger-
ast með drenginn. En ömmumar
sem em nýkomnar úr leikfiminni
og em nú að fá sér hressingu þarna
í anddyrinu, benda á snillinga á
dansgólfinu og segja: „Nei almátt-
ugur stelpur, sjáið þið strákana!"
Og svo slá þær aðeins taktinn með
tánum svo lítið beri á.
Á þijú sýningu í Bíóhöllinni em
krakkar á öllum aldri, nokkrir
komnir yfir þrítugt, og þau horfa
dolfallin á goðið í kvikmyndinni
„Moonwalker" þegar hann breytir
í anddyrinu sátu þrír snáðar
með hvíta hanska og biðu eftir
að danstíminn byijaði. Þeir
voru mættir tímanlega til að
missa ekki af neinu og alvaran
og ákveðnin skein úr hverjum
drætti. Þeir hafa numið dansa
Michael Jackson’s í Dansstúdiói
Sóleyjar í nokkrar vikur og eru
nú orðnir all góðir í listinni.
Hlynur, Hákon og Guðjón, allir
tíu ára gamlir, sögðu að miklu
skemmtilegra væri að dansa eins
og Michael Jackson heldur en að
vera í fótboltanum. Ég spurði þá
hvað það væri nú eiginlega sem
gerði þá svona hrifna af Michael,
og eftir að hafa horft til vinstri,
hægri og upp í loftið kom svarið:
Bara, hann er svo góður söngvari,
— og frábær dansari.
— Hvað finnst ykkur um útlit
hans?
„Hann fær ekkert bólur eða
hmkkur eftir að hann breytti sér
svona. En okkur fannst hann fal-
legri fyrir aðgerðirnar, eða hann
var eiginlega fallegastur þegar
hann söng „Thriller". Jú, hann er
PUNKTAR
Fullt nafn: Michael Joe Jack-
son.
Fæðingardagur: 29. ágúst
1958.
Fæðingarstaður: Gary, Indi-
ana.
Hæð: 178 cm.
Þyngd: 55 kg.
Augnlitur: Dökkbrúnn.
Uppáhaldsmatur: Græn-
meti. Borðar ekki kjöt og fastar
á sunnudögum.
Uppáhaldsdrykkur:
Ávaxtadrykkir.
Uppáhaldshljómsveit:
Bítlamir.
Uppáhaldstónlist: Disco.
Óttast mest: Að kvefast.
Trúarbrögð: Vottur Jehóva.
BREYTINGIN