Morgunblaðið - 14.05.1989, Síða 9

Morgunblaðið - 14.05.1989, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR éuNNUDAGUR 14. MAÍ 1989 C 9 TÆKNI/Bem braut til betra mannlífsf Afleiðingar kjamasamruna í SÍÐUSTU grein litum við lauslega á hvað kjarnasamruni væri, og sögðum frá „Gullæðinu hinu nýja“, sem fer yfír löndin, og ekki aðeins vísindaheiminn. Það má spyrja: Af hveiju allt þetta æði? Hvað heftir gerst? Það vitum við ekki enn. Hafi eitthvað gerst, er það svo undursamlegt, að það hefur með tímanum endaskipti á heim- inum. Slíkt hlýtur að vera til bóta, út frá því sjónarmiði að flest sé á hvolfi í honum sem stendur. Sé gert ráð fyrir að kaldi kjarna- samruninn sé staðreynd (sem er engan veginn víst, sjá Morgun- blaðið 30/4 ’89, grein um tækni), er þó ekki öruggt að framundan sé bein braut tii betra mannlífs. Langan tíma (áratugi) hlýtur að taka að útfæra tæknilegar hliðar málsins. 0g þó svo að við gengjum út frá því, að hin mjög svo snöggfræga tilraun Englendingsins Fleisch- manns og Bandaríkjamaiinsins Pons í Utah hafi tekist, er enn óger- legt að segja hvort er hægt að fram- kvæma hana í stórum stíl. En laus- lega reiknað virðist aflið í tilraun þeirra hafa numið nálægt tíu wött- um. Ogerlegt er að segja til um hvaða tækniörðugleikar kunna að koma upp við stækkun þessa líkans. Og hver verður t.d. þörfin fyrir palladíum, sem var lykilefni téðrar tilraunar. Getur annað efni, svo sem títan, komið í staðinn? Fá einhver lönd eða auðhringar aðstöðu til að sprengja upp verðið á þessum efn- um? Óllu þessu og meiru til er ósvar- að. Annað er á hreinu: Hið raun- verulega hráefni (tvívetni) er óþijót- andi. Orlítill hluti vetnis sjávar er tvívetni. Auðvelt er að sjá fram á sumt í sambandi við umhverfislegar afleiðingar: Þótt ekki sé enn ljóst hvað gerist (né hvort það hafi gerst, sem menn vita ekki hvað var!!!) má telja líklegt að ekki komi annað frá slíkum bruna en nifteindir, sem eru tiltölulega meðfærilegar. Hin lang- vinna geislavirkni frá kjarnaklofn- unarverum væri úr sögunni. Pólitísk valdahlutföll heimsins myndu raskast verulega. Þau mál mótast ekki síst af dreifingu hrá- efna og orku í heiminum. Aðstaða arabaríkjanna til að hlutast til um heimsmál með því einu að skrúfa fyrir olíuleiðslur væri úr sögunni, og þar með einnig sú íhlutun stór- veldanna sem fylgdi í kjölfarið. Annað kæmi í staðinn. Við vitum ekki hvað. Hér kemur einnig til önnur hlið umhverfismálanna en geislavirknin. Það eru gróðurhúsaáhrifin. Sem stendur er um þann kost einn að velja hvað varðar orkuframleiðslu, að auka við koltvísýringsmagn and- rúmsloftsins, og hita þar með loft- hjúp jarðar. Þetta stafar m.a. af því að með núverandi aðferðum við framleiðslu kjarnorku nægja úran- birgðir heimsins skammt. Auka má þá framleiðslu margfalt með að taka upp áhættusamari framleiðslu- aðferðir (eldiskljúfa, sem nýta þann mesta part úranbirgðanna sem er ónýttur til þessa). Ekki er hægt að telja líklegt að sú leið verði farin. Enn má nefna mikil áhrif á geim- ferðir og geimkönnun þegar fram í sækir. Með núverandi tækni (efna- fræðilega knúnum eldflaugum) er í aðalatriðum gerlegt að kanna okk- ar eigin sólkerfi en tæplega miklu meira. Ætlum við út fyrir það, rek- umst við á þröskuld, hinar miklu fjarlægðir til annarra sólkerfa. Ætlum við þangað, þarf að ná miklu meiri hraða en tekist hefur hingað til. Slíkt er einungis hægt með kjarnorku, þ.e. kjamasamruna. Hér er einungis stiklað á stóru. Ónefnd hafa verið áhrif þessa máls á hertækni, og þannig mætti lengi halda áfram. eftir Egil Egilsson RISARNIR UNDE OG LANSING SAMEINAST LINDE A.G. í Vestur-Þýskalandi og LANSING LTD. i Bretlandi hafa sam- einast í eitt fyrirtæki, LINDE WGA Group, með aðsetur í Aschaffenburg í V-Þýskalandi. LINDE A.G.er nú lang stærsti framleiðandi á hvers konar vörulyfturum í Vestur-Evrópu með verksmiðjur í Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi. SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA hefur nú tekið að sér umboð fyrir LINDE vörulyftara og býður fjölbreyttara úrval en nokkru sinni fyrrá rafmagns og dísel vöruiyfturum, með lyftigetu frá 0,5 til 42 tonna. Kynnist úrvalinu hjá okkur. Það er fjölþætt, verðið sanngjarnt og gæðin ótvíræð. UNDE-LANSING UMBOÐIÐ Á ÍSLANDI BÚNADARDEILD SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900 SUMARDVÖL í BORGARFIRÐI í sumar verður starfrækt sumardvöl að Hvanneyri, þar sem þroskaheftum er boðið til vikudvalar í senn, þ.e. frá sunnudegi til föstudags. Upplýsingar um nánari tilhögun veita: Sólveig í síma 45856 e. kl. 16.30 og Halldór í síma 674235 e. kl. 13.30. Barnshafandi konur Barnsburðarbelti og bómullarnærbuxur fyrirliggjandi í öllum stærðum. Vinnurgegn bak- þreytu. Utsölustaðir: Holtsapótek Amaró, Akureyri Lísa, Keflavík Borgarapótek Nesapótek Lyfsala Eskifjarðar Selfoss apótek ■ Ingólfs apótek Léttir burðinn og jafnarálag. Árbæjarapótek Breiðholtsapótek Embla, Hafnarfirði Apótek Garðabæjar Apótek Vestmannaeyja Lyfsala Fáskrúðsfjarðar Perlan Akranesi Póstverslun, upplýsingar sími 91-51957 Hagstætt verð Hvíldarstóll m/skammeli, leðurá slitflötum. Litur: Brúnt eða svart. Verð aðeins kr. 25.000,- stgr. 27.700,- afb. Kreditkortaþjónusta. VALHÚSGÖGN Armúla 8, sími 8227-5.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.