Morgunblaðið - 14.05.1989, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 14.05.1989, Qupperneq 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MÁÍ 1989 ÞEGAR EG ER ORÐIN(N) vað er svona merkilegt við það að vera lögregluþjónn? Fyrir þrjátíu árum var þetta starf eitt hið eftirsóknarverðasta í hugum ungra drengja og svo er enn, ef marka má lauslega athugun sem við gerðum þar að lútandi á meðal rúmlega þrjátíu barna á höfuðborgarsvæðinu. Slökkviliðsmenn koma næstir í röðinni og hjá stúlkum er hjúkrunarkona í efsta sæti og hefur svo verið um árabil. Heimurinn virðistþví ekki hafa tekið svo miklum breytingum í augum barnanna þrátt fyrir sjónvarp og tölvubyltingu. í leikjum barnanna endurspeglast heimur hinna fullorðnu. Þau yngstu taka oftast míð af foreldrum sínum og þeirra störfum. Smátt og smátt víkkar sjóndeildarhringurinn og eftir að strákar hafa einu sinni séð brunabílinn á fleygiferð, með vælandi sírenu og blikkandi ljósum, er hætt við að störf feðranna verði harla ómerkileg í samanburði við slökkvistarfið. Lögregluþjónar virðast þó hafa algjöra yfirburði í dag og má vera að sjónvarpið hafi styrkt ímynd lögreglunnar í hugum strákanna. Mótorhjólið hefur eflaust einnig sitt að segja auk þess sem einkennisfötin þykja eftirsóknarverð. Störf sem krefjast sérstakra búninga eru að öðru jöfnu merkilegri en önnur störf í augum barna. Auk lögregluþjóna, slökkviliðsmanna og hjúkrunarkvenna eru flugfreyjur og flugmenn ofarlega á vinsældalistanum og ef ég man rétt þóttu þessi störf einnig eftirsóknarverð fyrir þrjátíu árum. Lögregluþjónar hafa þó ekki alltaf verið vinsælir meðal barnanna, - á kreppuárunum voru þeir barnafælur eftir því sem Guðmundur J. Guðmundsson verkalýðsleiðtogi segir: „Ég minnist "þess ekki að nokkur strákur hafi ætlað sér að verða lögregluþjónn á þessum árum. Börn voru hrædd við lögregluna," sagði Guðmundur. Þetta var á kreppuárunum og síðan átti vegur lögreglunnar eftir að fara vaxandi eins og athugun okkar ber með sér. Á sjötta áratugnum þótti starf þeirra verulega eftirsóknarvert, þótt sjálfur hafi ég ætlað mér að verða bóndi á þessum árum. Einhverra hluta vegna varð þó aldrei neitt úr því, en það er önnur saga. í þá daga þótti líka flott að vera strætisvagnabílstjóri, en svo virðist sem það þyki ekki neitt sérstakt í dag. Að mihnsta kosti minntist enginn á það göfuga starf í þessari athugun okkar, sem tók til bama á aldrinum þriggja til átta ára. Lögreglumenn og hjúkrunarkonur höfðu afgerandi yfirburði og auk þeirra einkennisklæddu starfa, sem áður eru nefnd, voru hárgreiðslukonur ofarlega á blaði hjá stúlkunum og nokkrir strákanna vora staðráðnir í að verða handboltamenn. Góður árangur íslenska handboltalandsliðsins í vetur hefur þar eflaust haft sitt að segja. Önnur störf sem nefnd voru í þessari athugun voru: kennari, læknir, skrifstofukona, viðgerðarmaður, fóstra, fótboltamaður, Tinni, dýrafræðingur, spila á píanó, vinna á loftpressu ogtvær stúlkur ætluðu að verða söngkonur. Ein kvaðst langa til að verða sjónvarpskona eins og Helga Guðrún og einn drengjanna var ekkert að skafa utan af því, — hann ætlaði að verða borgarstjóri. Helgu Guðrúnu datt hins vegar ekki sjónvarpið í hug á sínum tíma. Hún ætlaði að verða lyfjafræðingur og núverandi borgarstjóri í Reykjavík ætlaði að verða læknir og leikari. Þannig fara nú bemskudraumarnir oft fyrir lítið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.