Morgunblaðið - 14.05.1989, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MAI1989
nc 13
HVAÐ JETLARÐU AÐ VERÐA ÞEGAR ÞÚ ERT ORDIN(N) STÖR?
Guðlaugur Helgason
flugstjóri
Bernskudraum-
urinn rættist
ÆT \
EG HEF líklega ekki verið nema
sex eða sjö ára gamall þegar
ég heillaðist af fluginu og ákvað
með sjálfum mér að leggja það fyr-
ir mig,“ sagði Guðlaugur Helgason
yfirflugstjóri hjá Flugleiðum. „Ég
þurfti ekki annað en að sjá gömlu
sjóflugvélarnar koma inn yfir Akur-
eyri tii að heillast af þessu ævin-
týri. Um tíma leit þó út fyrir að
þessi draumur yrði að ,engu vegna
peningaskorts því flugnámið var og
er dýrt. I millitíðinni fór ég í há-
skólanám, en síðan rættist úr pen-
ingamálunum og flugbakterían náði
þá aftur yfirhöndinni. Ég sé alls
ekki eftir þvi að hafa drifið mig í
flugnámið og látið þar með
bernskudrauminn rætast.“
Bernskudraumurinn orðinn
að veruleika. Guðlaugur Helga-
son við upphaf flugmannsferilsins
hjá Loftleiðum.
Guðmundur I.
Guðmundsson
verkalýðsleiðtogi
Bílstjórar
nutu
virðingar
EG MAN nú ekki eftir neinu
sérstöku draumastarfi úr
mínum uppvexti, nema að bílstjórar
nutu talsverðrar virðingar og sjálf-
sagt hefur það einhvern tíma
hvarflað að mér eins og öðrum að
leggja bifreiðaakstur fyrir mig,“
sagði Guðmundur J. Guðmundsson
verkalýðsleiðtogi og formaður
Dagsbrúnar. „Sjómennskan var líka
ofarlega í hugum margra stráka á
þessum árum en foreldrar mínir
lögðu ákaflega mikið kapp á að
stugga okkur bræðrunum frá sjón-
um. Karl faðir minn var sjómaður
Davíð Oddsson borgarstjóri
í ræðustól Borgarstjómar
Reykjavíkur.
Davíð Oddsson
borgarstjóri
Fyrst læknir og
síðan leikari
ÞAÐ HVARFLAÐI aldrei að
mér að verða borgarstjóri,“
sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri
í Reykjavík. „Ég ætlaði fyrst að
verða læknir og síðan leikari. Það
var ekki fyrr en seint í mennta-
skóla og á fyrstu árunum í háskó-
lanum að stjórnmál fóm að ein-
hverju marki að vekja áhuga minn.
En jafnvel þá hafði ég ekki afráðið
að gera þau að ævistarfi. Þetta
hefur komið svona hægt og sígandi
og verið dálítið tilviljunarkennt
hvemig það atvikaðist. Ég stefndi
alls ekki að því að verða borgar-
stjóri eða stjórnmálamaður og mér
er það engin heilög þörf. Ég gæti
þess vegna vel hugsað mér að gera
eitthvað annað.“
Séra Solveig Lára Guð-
mundsdóttir sóknarprestur á
Seltjamamesi.
Séra Solvecg Lára
Guðmundsdóttir
Var allan daginn
að pakka inn
og afgreiða
EG ÆTLAÐI að verða búðar-
kona og var allan daginn að
pakka inn og afgreiða vinkonum-
ar,“ sagði séra Solveig Lára Guð-
mundsdóttir, sóknarprestur á Selt-
jamarnesi. „Mér datt auðvitað ekki
í hug að það ætti eftir að liggja
fyrir mér að verða prestur. Þegar
ég var að alast upp var prestsstarf-
ið eitt af hinum hefðbundnu karla-
störfum og sjálf tók ég ekki ákvörð-
un um að verða prestur fyrr en ég
var komin langt í nám í guðfræði-
deildinni. Ég veit að enn í dag þyk-
ir sumum skrýtið að konur skuli
gegna þessu starfi þótt viðhorfín
séu að breytast hvað það varðar.
Ég held til dæmis að börnunum í
minni sókn þyki ekkert athugavert
við það að presturinn er kona.“
Ragnhildur
Hannesdóttir
hjúkrunarkona
Langaði til
að ferðast
ÞEGAR ÉG var lítil datt mér
líklega aldrei í hug að ég ætti
eftir að verða hjúkrunarkona því
ég er alin upp í sveit og vissi þá
ekki að þetta starf væri til,“ sagði
Ragnhildur Hannesdóttir hjúkmn-
arkona. „Sjálfsagt hef ég gert ráð
fyrir að verða bóndakona, en þó er
ég ekki viss um það. Ég man að
mig langaði til að ferðast og sú ósk
hefur ræst að vissu leyti þvi ég
starfaði erlendis í mörg ár. Líklega
hef ég tekið þá ákvörðun að verða
hjúkrunarkona upp úr veikindum
þegar ég var unglingur, en ég var
22 ára þegar ég byijaði að læra
hjúkmn á Landspítalanum. Síðan
hef ég starfað við hjúkmn, bæði
hér heima og erlendis, og sé ekki
eftir að hafa lagt þetta starf fyrir
mig.“
Guðmundur J. Guðmunds-
son, þáverandi alþingismaður,
hlustar á umræður á Alþingi.
og hefur líklega verið lengst allra
manna á togara, í ein 55 ár. Sessu-
nautur minn í skóla var alla tíð
harður á því að verða sjómaður.
Hann var hins vegar settur til náms
í Verslunarskólanum og ég hló mik-
ið þegar ég frétti það. Ég vissi
nákvæmlega hvemig það myndi
fara enda kom á daginn að strax
að loknu verslunarprófinu var hann
kominn á sjóinn og var þar þangað
til í fyrra. En hvað sjálfan mig
varðar var þetta allt hálf þokukennt
og ekkert brennandi markmið svo
ég muni. Hugurinn hneigðist hins
vegar snemma að þessum félags-
legu og pólitísku málum. Ég bjó í
verkamannabústöðunum og dáði
Héðin Valdimarsson þannig að
verkalýðsmálin urðu mér snemma
hugleikin.“
Ragnhildur Hannesdóttir hjúkrunarkona við störf á Slysavarðstof-
unni fýrir nokkrum árum.
Þórir 4 ára:
Lögga.
Morgunblaðið/Sverrir
Þór 5 ára:
Lögga.
margrei ð ara:
Hjúkrunarkona.
Guðrún Erna 3 ára:
Ég ætla að verða systir og fara
í skóla þegar ég er orðin stór.
Agústa 5 ára:
Fóstra, þá get ég passað alla
krakkana.
Guðni Karl 6 ára:
Ekki alveg viss, — en ég er að spá
í að verða lögregla.