Morgunblaðið - 14.05.1989, Page 18

Morgunblaðið - 14.05.1989, Page 18
18 C MORGUNBLAÐIÐ SÚNNUDAGUR 14.-MAÍ 1989 RANGHVERFAN Á REYKJAVIK SEINNINLUTI eftir Andrés Mognússon UÓSMYNDIR/ Andrés Mognússon og Sverrir Vilhelmsson g vakna ekki fyrr en nokkru eftir hádegi á föstudag. Ég er greinilega byijaður að aðlagast staðnum. Ég fer niður á Hlemm og kanna að- stæður. Þar er byijað að lifna yfir mönnum. Ég geng fram á náunga sem ég kannast við. Við vorum saman í Vatnaskógi fyrir mörgum, mörgum árum. Hann réttir mér kókflösku, sem ég fæ mér sopa af. Hún er vel blönduð brennivíni. Við tökum tal saman og hann byijar að rifja upp þegar við vorum saman í Hvalnum. Ég hef ekki fyr- ir því að leiðrétta þann misskilning. Ég hef aldrei verið í Hvalnum. Hins vegar þekki ég nokkuð til þar, a.m.k. nóg til þess að samkjafta við hann. Hann rifjar upp nokkrar krassandi fyllerís- og dópsögur það- an, en vist hans í Hvalfirði endaði með því að hann vaknaði í Amster- dam einn morguninn. Þar var hann í hálft ár. Meðan hann segir mér sögur þaðan, sem meira og minna ganga út á stórfelldar hassreykingar og gítarspil á götum úti, virði ég aðra Hlemmgesti fyrir mér. Þeir eru af öllum tegundum: allt frá heiðvirðum borgurum til hreinustu dusilmenna. Mest bregður mér þó við að sjá börn þarna í algeru reiðileysi að því er virðist og hafa ekkert betra við tímann að gera en að blanda geði við ógæfufólk staðarins. Tíu til tólf ára stráklingur gengur um og klæmist við kvenfólk á öllum aldri. Þegar hann á engar ósiðlegar upp- ástungur til gengur hann upp að fólki og ropar hástöfum framan í það. í miðjum klíðum kemurtröllvax- Tíu til tólf óra stróklingur gengur um og klæmist vlð kvenfðlk á öllum aldri Þegar hann á engar ósiðlegar uppástungur til gengur hann upp að fólki og ropar hástöfum framan í hað inn maður til okkar og blandar sér í samræðumar. Hann er með hressi- lega sauma á hálsinum og í andliti og hinn gamli KFUM-félagi minn upplýsir að þar sé kominn maður- inn, sem fetaði í fótspor Butralda brunnmígs, sem getið er í Fóst- bræðrasögu. Pilturinn var í verbúð á Flateyri oggerði þau afdrifaríku mistök að kasta af sér vatni í bmgg- tunnu Svía nokkurs, sem einnig bjó þar í verbúðinni. Svíanum mislíkaði þetta, eins og kannski er von, en skapvonskan var slík að hann reyndi að skera hausinn af okkar manni. Sá hálsskorni var greinilega bú- inn að gefast upp á litríku verbúð- arlífi vestra, þrátt fyrir að það væri í fullu samræmi við bókmenntaarf- leifðina, og hafði á pijónunum að fara til Amsterdam og spurði KFUM-drenginn minn því spjömn- um úr um vistina suður á Hollandi. Sá nennti þó ekki að hafa of mörg orð þar um og eftir að hafa hóað í einhvem kunningja sinn og tvær leðuijakkaklæddar dömur heldur hann út á Snorrabraut í viðskiptaer- indum. Ég fer niður í bæ og held fast í fornar hefðir og fer inn á Hressó. Þar er nóg að gera en gestimir flestir í hefðbundnara lagi, svo ég hef þar lítið erindi og fer út á bið- stöð við Hafnarstræti og upp í Brautarholt aftur. Meðan ég bíð eftir vagni rekst þar inn róni og vill endilega ræða við mig. Éggeri mér fljótlega grein fyrir að hann vill eiga nánari kynni við mig en eðlilegt má teljast og segi honum að fara til fjandans. Hann gengur á braut eftir að ég hef ítrekað það og fer að abbast upp á aðra þarna inni. Það endar með því að honum er fleygt út af húsverði og liggur við áflogum. Uppi í Brautarholti er sami dauð- inn yfir öllu og ég fæ mér blund, sem tmflast öðm hveiju af ijátli við hurðina. Þegar ég kalla fram og spyr hver sé á ferðinni svarar mérenginn. Um níuleytið fer ég niður á Hressó aftur og þar er að færast líf í tuskurnar. Hið sama er þó upp á teningnum og fyrr, gestimir em einfaldlega of vandaðir fyrir minn smekk, utan einn náungi, sem ég minnjst að hafa hitt nokkmm sinn- um í Ölkeldunni fyrir nokkmm ámm. Þá var hann í slagtogi með mönnum, sem altalað var að seldu eiturlyf, svo ég ákvað að reyna á hvort hann seldi og hvort ég væri gjaldgengur til slíkra viðskipta. Hann segir það nú ekki nema sjálf- sagt, en því miður eigi hann bara ekki neitt. Ég ákveð að fara í hús uppi á Skólavörðustíg, en þar hef ég heyrt að þrífist nokkrir foringjar, sem aðallega hafa tekjur af hasssölu. Áður en ég er kominn hálfa leið hitti ég gamlan kunningja og við tökum tal saman. Hann segir mér að ég sé að fara fyluferð — allir séu farnir út af Skólavörðustígnum. Ég spyr hveiju það sæti og hann segir mér að húseigandinn hafi gefist upp á þessari vitleysu. Þá hafi þetta verið orðið erfitt þar sem „Fíknó sat um kofann". Hann bætir við að um páskahelg- ina hafi aðalsölumaðurinn lent í vondum málum. Ég hvái og hann segir mér að sölumaðurinn hafi verið að fara út úr húsinu ásamt vini sínum á leið niður í bæ þegar að komu nokkrir Englendingar, sem eru hér að vinna í fiski. Þeir vildu spjalla við sölumanninn og buðu honum inn í bíl og föluðust eftir hassi, en þeir höfðu áður átt við hann viðskipti. Hann sagði sem satt væri að hann ætti ekkert og myndi ekkert eiga fyrr en hugsan- lega daginn eftir, en biður þá hins vegar að skutla sér niður í bæ. Þeir taka því illa og segjast vera á leiðinni annað og að þeir séu að flýta sér og fleira í þeim dúr. Sölu- maðurinn segir þá að sé þetta öil greiðasemin geti þeir farið til and- skotans og snarast út. Þeir félagamir ganga niður Skólavörðustíginn stutta stund þar til bíll Englendinganna rennir upp að hliðinni á þeim og tveir þeirra stökkva út hvor með sína kókflösk- una. Annar þeirra stillir vininum upp við vegg með því að setja kók- flöskuna upp við ennið á honum og sjá til þess að hann skærist ekki í leikinn á meðan hinn gengur í skrokk á sölumanninum. Það frétt- ist síðast af sölumanninum að hann var með brotin gleraugu, stóreflis glóðarauga, bólginn kjálka og skurð ávör. Eins og gefur að skilja gat hann illa snúið sér til lögreglunnar og kært líkamsárás og því ekki annað fyrirsjáanlegt en að hann leitaði hefnda. Hver eftirmálin urðu veit ég ekki. Greinilegt er að engan félags- skap er að finna á Skólavörðustígn- um, svo stefnan er eina ferðina enn tekin á Brabra. Þegar þangað er komið er staðurinn lqaftfullur og mikið fyllerí í gangi. Ég snarast á barinn og panta mér viskí í kók. Mér á hægri hönd situr miðaldra maður, vel til hafður, en kófdrukk-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.