Morgunblaðið - 14.05.1989, Side 21

Morgunblaðið - 14.05.1989, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1989 C 21 Ég spyr hvort lögreglan hafi enga athugasemd gert við dópið hegar hún kom íheimsókn nm morguninn. „Nei, nei. Þetta er allt iöglegt. Ég fæ allt mitt fró læknum, sem gefa reseptið ótámitt nafn.“ holt að nýju. Þar er setið við sjón- varp, en allt með kyrrum kjörum að öðru leyti. Eftir að ég er farinn í háttinn heyri ég einhverja há- reysti að neðan, en velti því ekki frekar fyrir mér. Ég vakna fyrir hádegi og fer niður á Hlemm. Þar er ekkert um að vera. Ég fer niður í bæ og fæ mér súpu. Þaðan aftur upp á Hlemm. Þangað kominn hitti ég einn þeirra, sem ég sat með að morgundrykkju. Þann sem þekkti allt mektarfólkið. Ég spyr hvaða ferðalag sé á honum og hann seg- ist hafa verið að koma út af lög- reglustöð. Kemur þá í ljós að RLR og Fíkniefnalögreglan stóðu fyrir sameiginlegu hreinsunarátaki í Brautarholtinu skömmu áður. Höfðu þeir þann háttinn á að taka sem flesta, en skilja hismið frá kjamanum i Hverfisteininum. Hon- um hafði verið sleppt eins og skot, eins og reyndar megninu af fasta- kúnnunum. Mér skilst að þeir hafi hirt allt að átta manns, sem voru inni á einu herberginu, en þaðan kom háreystin um nóttina. Ég fér upp í Brautarholt og þar er friður og ró. Ég fer upp sem snöggvast og þarf svo að bregða mér á salemið. Meðan ég er þar inni heyri ég umgang frammi á gangi. Þegar ég kem fram aftur standa þar tveir foringjar, báðir með skurðlæknahanska á höndum og annar með talstöð, sem hann mundar faglega. Fíkniefnalögregl- an góðan daginn! Þeir segja mér að fara í göngu- för, hvað ég geri. Ég fer niður á Hlemm. Þar er byijað að lifna við og ég sé að hass er komið á markað- inn að nýju eftir þurrðina, sem var fyrir helgi. Á bekk fyrir utan situr rónahópur með bjór. Honum til bragðbætis bryðja þeir töflur með. Niðri í bæ er róleg stemmning og ég fer aftur upp í Brautarholt. Ég legg mig fram á kvöld og fer í Brabra. Þetta kvöldið heiðra Sniglamir staðinn með nærveru sinni. Hjá flestum öðmm er helgin byijuð eða þeirri síðustu ólokið. Fastagestirnir em mættir. Um mitt kvöld sé ég undarlegt par; stúlkan er ekki degi eldri en sextán og smávaxin miðað við aldur. Kærastinn er hins vegar hálfþrítugt heljarmenni og engar ýkjur að segja að hann sé helmingi stærri en hún. Hver maður sinn smekk. Ég hlera samræður þeirra stutta stund og hún er að ræða um einhveija vinkonu sína, sem hún segir algerlega ómögulega, en hann er að ræða um jeppann sinn. Hvor- ugt virðist hlusta á hitt, en samt ræða þau stanslaust saman á þess- um nótum. Það er nóg að gera á barnum. Dauðadmkkinni konu er hent út og einn Snigillinn deyr. Hann er á milli hjóla er mér sagt. Tveir mið- aldra menn sitja við eitt borðið og ræða „kellingarnar" sínar. Þær eru báðar ómögulegar heyrist mér, en þeir em á fimmta bjór og frnnst þeir vera ágætir. Það er bein út- sending í Reykjavík síðkveldis. Ég fer niður og tékka á dans- gólfinu. Þar em tveir hommar að dansa og að mér víkur maður og reynir að sannfæra mig um nauðsyn þess að grípa til alvarlegra aðgerða til þess að stemma stigu við kyn- villingaplágunni. Ég bið hann að prédika guðspjallið annars staðar og fer aftur upp. Það er komið að lokun. Einhver umræða er meðal fastagestanna um partíhald, en gefíst er upp á því. Einhveijir ætla í Smiðjukaffi. Ég býðgóða nótt. Ég fer upp í Brautarholt feginn því að síðasti dagurinn í undir- heimum er að kveldi kominn. Þegar ég er á leiðinni inn til mín heyri ég umræður inni í herberginu hjá morgundrykkjufélaga mínum, sem ég hitti á Hlemmi fyrr um daginn. Ég banka og er boðið inn. Hjá hon- um er konan, sem grét vegna ferm- ingar dætra sinna. Þau eru tiltölulega róleg, enda bryður maðurinn deyfilyf í sífellu. Ég spyr hvort lögreglan hafi enga athugasemd gert við dópið þegar hún kom í heimsókn um morgun- inn. „Nei, nei. Þetta er allt löglegt. Ég fæ allt mitt frá læknum, sem gefa reseptið út á mitt nafn.“ Skömmu síðar býð ég góða nótt og fer í koju. Um hádegi daginn eftir tek ég hafurtask mitt saman og treð í sjó- pokann. Dvölinni í Brautarholti er lokið. Ég fer niður, skila lyklinum og kveð. Vaktmaðurinn er sá eini, sem tekur undir þetta og ég segi honum að eiga kasettuna með rússneska þungarokkinu, finnist hún þá, því hún lenti á flakki. Hann kveður mig með virktum og ég fer út með pokann á öxlinni. Uti á götunni lít ég á þetta gisti- hús ógæfunnar — Heartbreak Hotel — og sé að geðsjúki maðurinn felur sig á bak við gardínu. Það er helli- rigning, en þegar ég er kominn vestur í bæ er stýtt upp og sólin skín á mig. Móttakan á gistiheimilinu. Sé grannt skoðað má sjá myndir af þeim félögum Mohammed Ali og Jóni Páli hangandi á vegg. 2 «? #mu Besta veró sumarsms "^ ir, i ‘ v : Verö aóeins kr. 38.350r* Stefí,? ■■ Viðbótaraisting i júlí og ágúst Ibúóirnar í Las Palomas, hinum nýja gististað Veraldar á Costa del Sol, seldust upp, og vió höfum því fengió aukagistingu í júlí og ágúst fyrir þá, sem ekki komust að. Igss íLas Palomas um árabi! ver astigisiistað 'Sol'vegnagó ss Verölderstoltafaðbjóða farþegum sinum þennan gististað á frábæru verði. m&m IpSlöéáp® >■,: w.: - Það skiptir máli hvarþú dve, ; ~ ur isurnarleyfinu. Costa del *■-■ Sk. >21 str m ■■ - er mikið um að vera altan daginn. ; . , 3 .. , . . .. <■# Iþrotta- og leikjadagskra allan dagmn < garðmum. - Skemmtidagskraoll kvold. - Sérstakur barnaklúbbur. - Ténnisvöllurog tvær sundlðugar. - Loftkæling íibúðum. “■■ ■ - ■>■ , „ u-'li—_ m j^ogörúgg.sólí ■’m . - ... tý' ; ■'.•-'-'IT’... úþ,,. '-•■<<!> ~ * d' ... iíáfe. • mr M L;. -■' ■ •">" M AUSTURSTKÆT117, II hœó. SÍMI622200 ■ mm • ’s r# U \ ^^^óTíónroeóWO ^ || 4 09 ÍHÉÍlf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.