Morgunblaðið - 14.05.1989, Page 23

Morgunblaðið - 14.05.1989, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLAR I#* SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1989 Lögreglumenn í ísrael dulbúast sem blaðamenn FOLK í jjölmiðlum SÍÐAN UPPREISN Palestínu- manna á hernumdu svæðunum í Israel hófst fyrir 16 mánuðum, hafa erlendir blaðamenn í Israel grunað ísraelska ðryggislög- reglumenn um að hafa dulbúið sig sem blaðamenn til komast inn i palestínsk þorp og njósna. Isra- elsstjóm neitaði alltafþessum ásökunum, en fyrir nokkram vik- um náðu breskir sjónvarpsmenn myndum af því, þegar tveir ísra- elskir leyniþjónustumenn, dul- búnir sem blaðamenn, yfírbug- uðu palestínska konu. essi frétt vakti hörð viðbrögð í ísrael og andúð í garð er- lendra fréttamanna á hemumdu svæðunum jókst til muna. Stríðsfréttamenn hafa alltaf notið friðhelgi, svipað og fulltrúar Sam- einuðu þjóðanna og Rauða krossins. Þeir hafa verið viðurkenndir sem hlutlausir áhorfendur af stríðsaðil- um, og því fengið að fara óáreittir gegnum víglínur og um ófriðar- svæði. En grundvöllur þessa er auðvitað gagnkvæmt traust og það traust er ekki lengur fyrir hendi í ísrael. Sumir erlendir blaðamenn gripu til þess ráðs að fá blaðamannapassa hjá Sambandi arabískra blaða- manna í ísrael. Það vakti hins veg- ar mikla reiði hjá ísraelskum yfir- völdum, og lögreglustjóri landsins er nú að rannsaka hvort arabíska blaðamannasambandið megi gefa út þessa passa. Og ísraelskir þing FÓLK i fjölmiðlum ■TIL stendur að fjölga frétt- atímum á útvarpsstöðinni Bylgj’- unni og Stjörnunni og auka fréttatengt efni. Þá á einnig að ijölga á fréttastofú stöðvarinnar, að sögn Jóns Ásgeirssonar fréttastjóra. Þar vinna nú fimm fréttamenn auk hans. Nú eru 11 stuttir fréttatímar á dag, á dagskrá Bylgjunnar og Stjöraunnar. Jón Ásgeirsson sagði að frétta- stefiia útvarps- stöðvarinnar væri í þróun. Hann sagðist leggja áherslu á, að fréttastofan segði ferskar fréttir, kæmi sem víðast við, og segði frá sem flestu, en styttra og hnitmiðaðra en t.d. Ríkisútvarpið. „Við viljum gjaraan finna önnur sjónarhora á málum, vera úti á vettvangi þar sem eitthvað gerist og tala við fólk. Þetta verður þannig eins konar magasín, sem hefúr létt yfirbragð, en ekki neinar langlokur," sagði Jón. Jón Ásgeirsson er ekki ókunnug- ur útvarpsfréttamennsku, því hann starfaði á fréttastofú Ríkisútvarpsins um árabil, aðal- lega sem iþróttafréttamaður. Hann hefúr þó ekki unnið í fréttamennsku í áratug, en starf- að sem framkvæmdastjóri Rauða krossins, og rekið fyrirtæki um ráðstefiiuþjónustu. „Fréttamaðurinn blundaði alltaf í mér, en ég verð að viðurkenna að ég átti ekki von á að fara í svona starf. Eg stóðst samt ekki freistinguna þegar það bauðst," sagði Jón, sem tók við starfi fréttastjóra Bylgjunnar og Stjörnunnar fyrir tæpum mán- uði. „Mér finnst starfið mjög skemmtilegt. Hér er ungt fólk og duglegt, og því mikið um að vera. Og útvarpsfréttamehnskan hefur breytst mikið frá þvi ég var á Ríkisútvarpinu. En helsti munurinn er sá, að hér hef ég frjálsari hendur, en um leið mun meiri ábyrgð," sagði Jón Ás- geirsson. menn hafa krafist þess að ísrael- skir blaðamenn, sem beri slíka passa, verði sviptir starfsleyfi eða jafnvel reknir úr landi. Þeirri skoð- un hefur verið haldið á lofti, að að útgáfa þessara passa sé aðeins ein aðferð leiðtoga Palestínumanna til að sýnast vera fullvalda ríki innan Israel. Erlendir blaðamenn segja á móti, að blaðamannapassar gefnir út af ísraelsku ríkisstjóminni, séu íkki lengur trúverðugir. Sú staða gæti komið upp, að Palestínumenn á hemumdu svæð- unum viðurkenni ekki aðra blaða- menn en þá sem bera passa útgefna af arabíska blaðamannasamband- inu. Þar með hefði það samband fengið vald til að ákveða hvaða blaðamenn mættu segja þaðan fréttir og hveijir ekki, og þá er hlut- leysinu hætt. Israelskir ríkisborgar- ar, sem vinna fyrir erlendar frétta- stofur, fengu raunar ekki þessa passa fyrr en nú nýlega eftir að starfsbræðu'r þeirra kvörtuðu. ■BLAÐAMANNAFÉLAG Ís- lands fékk bréf frá kenýskum diplómat, George Opiyo að nafiii, þar sem hann óskaði eftir að ganga í félagið. Opiyu gaf upp þá ástæðu, að haann vantaði al- þjóðlegt blaðamannaskírteini, en blaðamannafélag Kenýa er ekki í Alþjóðasamtökum blaðamanna og getur ekki gefið út slíkt skírteini. Blaðamannafélag ís- C 23 lands hefúr aldrei fengið erindi á borð við þetta áður. Opiyo þessi vinnur sem blaða- fúlltrúi sendiráðs Kenýa í Svíþjóð. Hann segir í bréfinu að hann hafi áður verið meðlimur í samtökum sjónvarps- og útvarps- fréttamanna í Þýskalandi. Þá hafi hann fengið alþjóðlegt blaða- mannaskirteini, en það sé rannið út og nú vanti hann annað. Hann hafi þá séð, sér til mikillar gleði, að Blaðamannafélag íslands er meðlimur í Alþjóðasambandi blaðamanna, og því óski hann eftir inngöngu þar. Engar skýringar fylgja á því hvers vegna Opiyo leitaði ekki til sænska blaðamannafélagsins, en líklegt er að honum hafi verið hafiiað þar. Þar sem gott verð, gæði, mikil afköst, góð þjónusta og hátt endursöiuverð fara saman gerir þú bestu kaupin. Ef til vill er þetta ástæðan fyrir því að IBM var söluhæsta einmenninastölvan í Evrópu f988 til íyrirtækja og einstaklinga.* ‘ Könnun Intelligent Electronics Europe. IBM PS/2 tölvan afkastar mun meiru miöaö viö verö en áöur hefur þekkst hefur ótrúlega vaxtargetu er meö nýja skjái, sem fara vel meö augun og bjóöa upp á Ijósmyndagæði er tæknilega fullkomin IBM PS/2 GERÐ 30-H21/286 10 MHZ (1 Mb minni, 20 Mb seguldiskur) Listaverö kr. 276.000,- s OKKAR SÉRVERÐ kr. 209.760,- nytt VRIR GAIWALT jokum eldri IBM folvur upp í nýjar 1 seguWiski) M'smunur -H21/286 IBM PS/2 TIL AÐ HALDA FORYSTUNNI! GISLIJ. JOHNSEN SF. 0 0 0 I í SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. NÝBÝLAVEG116 KÓPAVOGUR SlMI 64 12 22 % ^ HVERFISGÖTU 33 SlMI 62 37 37

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.