Morgunblaðið - 14.05.1989, Síða 24

Morgunblaðið - 14.05.1989, Síða 24
24-, C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1989 TÆXKIAST /Hversu glöggt er gests augabf Norðurljós íaugum Tjallans Þrjár ungar stúlkur frá hafii- arborginni Hull ákveða að rífa sig upp úr eymd atvinnuleysis, misheppnaðra ástarsambanda og stefhulauss lífs og freista gæfunnar við störf í öðru landi. Fyrir valinu verður frystihús á Clslandi, þar sem unnið er 12-16 tíma á sólarhring, verksfjórinn reynist illa innrættur og íbú- arair Qandsamlegir. Þær gera upp lif sitt, hver á sinn hátt, og snúa aftur til Hull reynsl- unni ríkari og þar hefúr auðvit- að ekkert breyst í millitíðinni — nema kannski þær sjálfar. etta er í sem stystu máli efni leikritsins Norðurljósa (Nort- hem lights) sem eitt af athyglis- verðari landsbyggðarleikfélögum Bretlands, Hull Truck, frumsýndi í byijun apríl og lauk sýningum í Hull um síðustu helgi. Verkið verður síðan í leikför um Eng- land fram í ágúst eftir Hóvor Sigur- og lýkur sýning- jónsson um á Edinborg- arhátíðinni í byijun september. Höfundur þessa nýja leikrits heitir Frederick Harrison og hefur getið sér gott orð á undanfömum árum sem höfundur útvarpsleikrita og tveggja annarra sviðsleikrita sem vakið hafa töluverða athygli í Bretlandi. Harrison undirbjó þetta verkefni vel með heimsókn til ís- lands á síðasta ári og dvaldi á Isafirði og kynnti sér aðstæður ísland tekið með trompi. Tvær af Hullmeyjun- um þremur birgja sig upp af nauðsynjum í frihöfn- inni áður en haldið er í útlegðina í íslenska sjávarpláss- inu. hafa hitt í mark og er í samræmi við listræna stefnu Hull Tmck að flytja ný leikrit sem eiga erindi við áhorfendur þeirra í Hull. Hull Tmck-leikfélagið var stofnað árið 1971 og dregur nafn sitt af því að fyrstu árin hafði félagið ekkert fast aðsetur heldur ferðaðist um Hull og nágrenni í flutningabíl og sýndi hvar sem tækifæri gafst. Fast aðsetur í litlu leikhúsi í Hull hefur félagið haft um 6 ára skeið og hróður þess hefur farið hraðvaxandi og verð- laun og viðurkenningar hlaðist á leikfélagið síðustu árin. Er nú svo komið að Hull Tmck telst meðal framsæknustu og öflugustu leik- félaga í Bretlandi, jafnt innan London sem utan, svo viðbúið er að sýning þess á Norðurljósum muni velg'a athygli vítt og breitt um landið á næstu mánuðum. Og eigi einhver erindum að gegna í HuII er sjálfsagt að heimsækja þetta forvitnilega leikhús sem að stærð og umfangi hefur svipað umleikis og Leikfélag Reykjavík- ur. Leikhúsið þeirra heitir Spring Street Theatre og er varla van<fy fundið en reyndar er ein sýning frá þeim einnig á fjölunum í Lon- don er nefnist Teechers. Sú sýning hefur gengið þar í ellefu mánuði og gengur sjálfsagt áfram til haustsins. allar. Ekki hefur honum litist of vel á sig því í leikritinu kemur fram að vinna í frystihúsi sé svo niðurlægjandi að enginn Islend- ingur vilji inna slík störf af hendi; til þeirra starfa séu fengnir „Bret- ar og aðrir innfluttir þrælar." Ekki nóg með það, heldur er Hullmeyjunum þremur fagnað með gijótkasti og uppnefnum af kvensniftum og krakkalýð þessa ónefnda íslenska þorps. Enda halda Hullfraukumar hópinn og verkstjórinn íslenski er eini full- trúi ísíendinga sem kemur beinlín- is við sögu í leikritinu og hann lætur sig ekki muna um að kæra eina þeirra fyrir fíkniefnalögregl- unni þegar hún hæðir hann fyrir slælega frammistöðu í rúminu. Söguþráður verksins er því vægast sagt harla ólíkur því sem við íslendingar viljum gjaman trúa um gestrisni okkar gagnvart útlendingum en hvort leynist eitt- hvert sannleikskom í þessari lýs- ingu skal ósagt látið. Gestsaugað er stundum glöggt en þess verður að gæta að efni Ieiksins snýst í raun minnst um samskipti stúlkn- anna þriggja við íslendinga; það era samskipti þeirra innbyrðis sem era í brennidepli og eymdin og vonleysið heimafyrir í Hull sem reka þær af stað í leit að sjálfum sér. A þeim punkti virðist leikritið TILBOÐ OSKAST í Chevrolet Blazer S-10 Tahoe 4x4, árgerð ’87 (ekinn 15 þús. mílur), I.H.C. slökkvibifreið model R-1856 750 GPM, árgerð ’65, I.H.C. vörubifreið Cargostar diesel CO1950, árgerð ’81, ásamt öðrum bifreiðum er verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðjudaginn 16. maí kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16 SALA VARNARLIÐSEIGNA Kannt þú nýja símanúmerið? ^3x67 Steindór Sendibílar BÓKMENNTIRÆr Hús andanna betri enAst ogskuggar eda öfugt? Misbeiting valds og andleg vakning Það er alltaf verið að bera saman bækur. Um daginn heyrði ég á tal tveggja einstaklinga, sem vora að þrátta um það hvor bókin væri betri, „Hús andanna" eða „Ast og skuggar," báðar eftir Isabel Allende. Þetta varð mér umhugsunaefiii, því persónulega fínnst mér báðar bækuraar góðar. Sumir halda því fram að „Ást og skuggar“ sé einhvers konar millibilsbók hjá Allende; Hús and- anna hafi verið stórvirki og síðasta bók hennar, Eva Luna, sé það einn- ig. En eftir um- ræðumar sem ég varð vitni að, fór ég að athuga þess- ar tvær bækur Al- lende sem hafa verið þýddar og komst að þeirri niðurstöðu að mér fínnst Ást og skuggar betri. Það er óhætt að segja að Hús andanna sé æði skrautleg. Hún er full af skrýtnum og skemmtilegum persónum og uppákomum, lengst framan af, því eins og Ást og skuggar er hún hörð ádeilá á herfor- ingjastjómarform. í Húsi andanna er lesandinn þó í meiri fjarlægð frá þeim hryllingi sem á sér stað í bók- inni, aðallega vegna þess skraut- lega mannlífs sem í henni er. En hulunni er svipti af manni í síðustu köflum bókarinnar og þar byijar í rauninni næsta bók hennar, Ást og skuggar. Þó Allende noti ekki sömu persónur, era aðferðir og efnistök svipuð, alvaran ræður ferðinni. Átburðarás sögunnar er hrundið af stað með stúlku einni sem Evang- elína heitir. Evangelina tekur upp á því að fá einhver dularfull krampaköst, á hádegi hvem dag. Móðir hennar leitar til lækna og presta, ljósmæðra og vinkvenna eftir hugsanlegum skýringum - og þær standa ekki á sér. Ein skýring- in er sú að hún sé haldin illum öndum, önnur skýring er að einhver sé að senda Evangelínu illar hugs- anir, þriðja skýringin verður til þeg- ar einn þorpsbúinn styður hendi á rúm Evangelínu meðan hún er í „kasti,“ og daginn eftir er varta horfin af fíngri hans - ergó; konan er heilög og fólk flykkist að hrör- legu heimili hennar til að verða aðnjót- andi krafta- verka. Ljós- móðirin lítur hinsvegar eitt augnablik á Evangelínu og kveður upp sinn úrskurð; það þarf að leiðahana und- ir karlmann! Öll dulin rök sögunnar hníga að því að ljósmóðirin hafi rétt fyrir sér, en auðvit- að er það of ógeðfelld skýr- ing í siðsömu samfélagi til að tekið sé mark á henni. Stúlkan er jú alin upp í réttri trú og góðum siðum. Þetta er óþægileg skýr- ing og þess- vegna ekki tek- in til greina. Af enn meiri ofsa reynir fólk að finna skýr- ingar í ein- hveiju óútskýr- anlegu. En afhvetju? í þessu hryllilega samfélagi her- foringjastjómar er svo margt óþægilegt, að ekki sé talað um óút- skýranlegt. Sannleikurinn er ljótur og það er lífshættulegt að leita svara við öllum þeim óhugnanlegu atburðum sem eiga sér stað dag hvem Ástandið er svo slæmt að einhvers konar flótti er óhjákvæmi- legur Trúarflótti er tiltölulega auð- veldasta leiðin, því stjómin á erfitt með að hrófla við krikjunni. í Ást og skuggum þrífast nálega öll trú- arbrögð, þótt kaþólska trúin sé sterkust. En mismunandi afstaða til trúfélaga skiptir engu máli og skapar engin vandræði, því fólkið hefur nánast allt sömu trú; trú á líf eftir dauðann, endurholdgun og allt annað yfirskilvitlegt, sama hvaða trúarbrögðum það tilheyrir. Margir hafa haldið því fram að svokallað auðvald noti kirkjuna og andleg málefni til að láta fólk sætta sig við það þjóðfélagsástand sem það býr við - við niðurlægingu og eymd, vegna þess að það eygi von um_ betra líf eftir dauðann. Ég leyfí mér að efast um þetta samhengi hlutanna. Trúin á allt sem ekki er áþreifanlegt í veröldinni og birtist svo sterk í Ást og skuggum er ekki von um betra líf eftir dauð- ann, heldur von um að eitthvað - bara eitthvað - gott sé til. Þótt fólk eygi það hvergi í sínu umhverfi, þýðir það ekki að ekkert gott sé til. Þetta er spuming um von. Og þessi von tengist ekki einhveiju óskilgreindu auðvaldi - það er of einföld skýring. Stjómarformið skiptir ekki máli þegar fólk snýr sér að andlegum málefnum og leit- ar yfirskilvitlegra skýringa, jafnvel í svo miklum mæli að einhverskonar vakning fer af stað - heldur er misbeiting valds, valdníðsla, getu- og kunnáttuleysi stjómmálamanna hvatinn. Þegar fólk veit ekki hvar það stendur; hagsmunir ráða því að það þegir og leitar ekki svara - enginn er ábyrgur og hver vísar á annan, þá er tilveran orðin nokkuð óbæri- leg. En auðvit- að dettur eng- um í hug að segja - fínt, þetta verður öragglega bétra þegar ég dey - heldur leitar fólk leiða til að afbera lífið allt til dauða. Ef and- leg vakning til- heyrði ein- göngu auð- valdsskipulagi - eða hersljórn- arformi, væri hún ekki til í löndum sem hreykja sér af því að hafa andstætt stjómarform, sem einkennist af af mannúð og heiðarleika. En svo er þó ekki og við þurfum ekki að leita langt eftir staðfestingu á því. eftir Súsönnu Svovarsdóttur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.