Morgunblaðið - 14.05.1989, Síða 26
26 C
MORGUNBLAÐIÐ
MEIMNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR
14. MAI 1989
4
BLÚS /Hvad er „jassblús“?
Akademískar æfingar
Jassvakning blés til jassblúskvölds.á Hótel Borg fimmtudaginn
27.apríl í fjáröflunarskyni vegna skulda sem liggja eftir heim-
sókn einnar bestu sveitar sem hingað hefúr komið, St. Louis
Kings of Rhythm.
Þetta heiti: jassblús, lofaði eig-
inlega meiru en staðið var
við, því þó jassinn hafi verið á
sínum stað fór lítið fyrir bláum
tónum og þeir sem bjuggust við
mmm^^^mmm að fá að heyra
mjúka blús-
sveiflu að hætti
Lonnies Jo-
hnsons eða T-
Bones Walkers,
þar sem ljúfsár
tregi er yfir og
allt um kring,
fengu lítið fyrir
sinn snúð. Burðarásinn í þessu
eftir Áma
Matthíosson
jassblúskvöldi vartríó Guðmundar
Ingólfssonar sem átti snilldarleik
á álíka kvöldi á Borginni á síðasta
ári, þar sem Björk Guðmunds-
dóttir sýndi einstæða hæfíleika í
söngspuna. Björk var einmitt aug-
lýst þetta kvöld og einnig Andrea
Gylfadóttir, Helgi Guðmundsson,
Stefán Stefánsson, Megas, Bobby
Harrison og Bjöm Thoroddsen.
Fyrsti gesturinn á svið var
Bjöm Thoroddsen, sá framúrskar-
andi gítarleikari. Hann átti ekki
góðan leik þetta kvöld, var sem
víðsfjarri og akademískar æfíngar
hans á gítarinn sneyddar allri til-
finningu og nánast öllum tilgangi.
Næsti gestur var Helgi Guð-
mundsson munnhörpuleikari; öllu
betri og smekkvísari í sínum leik,
en kannski full daufur. Undirleik-
ur tríósins brást, hljóðblöndun var
í litlu jafnvægi og innlegg Guð-
mundar Ingólfssonar ómarkvisst
og klúðurslegt á köflum. Helgi á
betra skilið, því hann er skemmti-
legur munnhörpuleikari með góð-
an tón.
Megas og Stefán Stefánsson
komu nú á svið og léku og sungu
með Helga. Megas var góður og
enn Helgi, en þó Stefán hafí stað-
ið sig með prýði, þá var hann lengi
í gang. Megas lék m.a. Lóu Lóu
í jassaðri útsetningu og brá fyrir
Ljósmynd/Björg Sveindóttir
Megas: Hæfilega blár jassblendingur.
sig ný)um
blús sem
hann kallaði
Keflavík-
urkajablús;
hæfilega blá-
um jass-
blendingi og
þá fyrst var
farið að
krauma.
Líklega hefði
verið betra að
hafa gestina
heldur færri
til að ná betra
samhengi í
sveifluna.
Þegar
Megas hvarf
af sviði, eftir
að hafa til-
kynnt um að
aldrei hefði
staðið til að
Björk kæmi
fram þetta
kvöld(!), var
gert hlé á
hljóðfæras-
lætti. Lét ég
þá það sem á
undan var
komið nægja.
Elnita 140
Góð saumavél
á frábæru verði
Einföld, sterk og ótrúlega
fjölhæf. - Saumar öll
nauðsynlegu sporin.
Saumavélin fyrir þá sem
bæta og laga en eyða ekki
öllum frítíma í
saumaskap.
Verö kr.
17985
Heimilistæki hf
' samunguní
{§} GARDENA
Allt sem þarf
til garðvinnslu
„Og meira
(A
Gunnar Asgeirsson hf.
Suðurfandsbraut 16,108 Reykjavík - Sími 91-680780
NYTT
4 MANNA
FJÖLSKYLDA
SNÆÐIR
FULLKOMNA
MÁLTÍÐ FRÁ
KR. 1810.-
MEÐ GOSI
POTTURINN
OG
PflNli
V. NOATUN
GAMALL OG
RÓTGRÓINN
STAÐUR
Myndbanda-
skáparnir vinsælu
komnir.
Fjórar gerðir.
VALHÚSGÖGN
Ármúla 8, simar 82275
KVIKMYNDIR//47/ níu it/ etttr
daubann?
Framhaldsmynda-
sumarið mikla
Asjö vikna tímabili frá maí til
júlí í sumar verða frumsýndar
í Bandaríkjunum fleiri framhalds-
myndir metsölumynda en nokkurnt-
ímann áður í sögu Hollywood.
iHvergi í veröld-
inni er trúin á
framhaldslíf meiri
en í kvikmynda-
borg heimsins og
reiknað er með að
í sumar muni
eftir Arnald myndirnar með
Indriðason rómversku tölu-
stöfunum hirða
mestan gróðann. Það er enda við
kunn vörumerki að eiga sem engar
venjulegar fýrstu tilraunir þarf til
að keppa við: Aftur til framtíðar
II, Draugabanar II, Indiana Jones
og síðasta krossferðin (III), „Star
Trek V“, „Lethal Weapon II“, Kar-
atestrákurinn III og nýjasta James
Bond- myndin, „Licence to Kill“
(XVII).
Sumarið er veiðitíminn í Holly-
wood þegar flestum stórmyndunum
er stillt upp í bíóhúsunum og bráð-
in er í sumarfríi. í Hollywood er
gert ráð fyrir að ekki færri en fjór-
ar myndir nái gulina takmarkinu,
100 milljón dollurum í tekjur, og
það er ekki ólíklegt að ætia að að.
minnsta kosti ein eða tvær, jafnvel
þijár af þeim verði framhaldsmynd-
ir. Unga bíófólkið sækir gjarna í
það sem það þekkir.
Raunar er ekki talað um nema
eina mynd, sem ekki er framhald,
sem þykir eiga möguleika í kapp-
hlaupinu um dollarana í sumar en
það er Leðurblökumaðurinn — Bat-
man — með Michael Keaton og
Jack Nicholson í aðalhlutverkunum.
Reiknað er með að Clint Eastwood
fái sinn venjulega aðdáendahóp
inná nýjustu myndina sína hvað sem
öllum framhaldssögum líður en það
er gamanmynd og heitir Bleikur
kádiljákur; reynt verður að troða
„The Renegades“, hasar-löggu-
mynd með Kiefer Sutherland og
Lou Diamond, á milli framhalds-
risanna; tvær Disney-myndir, önnur
með Robin Williams og hin með
stuttri Kalla kanínu teiknimynd á
Þriðja og síðasta ævintýrið;
Ur myndinni Indiana Jones og síðasta
krossferðin.
undan, lenda í samkeppni við „Star
Trek V“ en margir veðja á að nýj-
asti James Cameron („The Termin-
ator“) tryllirinn eigi eftir að gera
það gott með Ed Harris í aðalhlut-
verkinu. Myndin heitir „The Abyss“
eða Hyldýpið og gerist neðansjávar
og íjallar um hóp kafara sem reyna
að bjarga kjarnorkukafbáti sem
sokkið hefur í Atlantshafi (eitthvað
kunnuglegt við þetta!). Svo er
það spurning hvort ómerkilegu
framhaldslausu myndirnar fái yfír-
leitt pláss í bíóunum því stóru fram-
haldssögurnar verða frumsýndar
hver um sig í ekki færri en 2.000
bíóum í eiíiu' um öll Bandaríkin.
En hljóðið er gott í mönnum vestra.
Þeir reikna með metsölusumri. Það
þýðir að bíómiðar seljist fyrir meira
en 102,5 milljón dollara yfir eina
viku en það er nýjasta metið yfir
vikusöluna, sett í fyrrasumar. Það
er fímm og hálfur milljarður- á
íslensku. Á einni viku. Fimm og
hálfur.