Morgunblaðið - 14.05.1989, Qupperneq 33
MORCUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
iKR UlJ.
'SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1989
C 33
Þormóður Guðlaugs-
son - Minningarorð
Maclntosh SE/30
er öflugasta einkatölvan í heiminum, miöaö viö stærö,
en hún er jafn stór aö utanmáli og Plus og SE tölvumar.
Hún er meö 2 eöa 4 Mb vinnsluminni, sem er stækkanlegt í 8 Mb,
auk 40 Mb harödisks og getur lesiö gögn hvort sem er af 800 K,
1,4 Mb Macintosh diskum eöa MS DOS- og OS/2 diskum.
Maclntosh IICX
er aö utanmáli minnsta tölvan I Macintosh II fjölskyldunni, en hún
býöur upp á mikla og hraöa reiknigetu. Hún er meö 2 eöa 4 Mb
vinnsluminni, sem er stækkanlegt í 8 Mb og er aö auki meö 40
eöa 80 Mb harðdiski og getur lesið gögn hvort sem er af 800 K,
1,4 Mb Macintosh diskum eöa MS DOS- og OS/2 diskum.
...eru síðustu forvöð að panta
Macintosh tölvur
í 2. hluta ríkissamningsins!
Fæddur 15. mars 1916
Dáinn 5. maí 1989
„Þú sækir illa að,“ sagði hún
frænka mín, þegar ég heimsótti
þau Þormóð á laugardaginn fyrir
hálfum mánuði. Eg hafði lengi
ætlað að lita inn með litlu nöfnuna
hennar, en annríki okkar unga
fólksins veldur því að slíkar heim-
sóknir verða færri en skyldi. Það
kom í ljós að þau biðu eftir sjú-
krabílnum. Oft hef ég, síðan ég
kynntist Þormóði, undrast yfir
lífskrafti hans og dugnaði. Svo
margt virtist þjá hann, en sjaldan
kvartaði hann og sjaldan vildi
hann njóta umönnunar á sjúkra-
húsum. Hann gerði alltaf lítið úr
veikindum sínum og mér er nær
að halda að flestir aðrir hefðu ta-
lið tilveruna óbærilega, hefðu þeir
mátt þola heilsuleysið, sem Þor-
móður hefur búið við síðustu ár.
Lífsviðhorf Þormóðs einkenndist
af sjálfstæði. Hann vildi sjá um
allt sjálfur og leita sem minnst til
annarra. Þetta viðhorf hans kom
líka glöggt í ljós þennan laugar-
dag. Honum fannst algjör óþarfi
að láta koma með sjúkrabörurnar
inn í hús. Hann gæti alveg gengið
sjálfur út að bílnum. Og síðustu
orð hans við mig, þegar við Ást-
hildur litla Kristín gengum út að
sjúkrabílnum til að óska honum
góðs bata: „Þetta verður allt í lagi,
þið verðið að koma fljótt aftur,“
lýsa líka vel hugarfari hans. Von-
leysi og kveinstafir voru honum
víðs fjarri. Þegar mér var sagt lát
hans tæpri viku seinna þakkaði
ég fyrir að hafa þennan dag stigið
út úr annríkinu og heimsótt þenn-
an vin minn. í minningunni verður
sú heimsókn kveðjustund.
Ég kynnist Þormóði þegar ég
var á unglingsaldri og frá upphafi
streymdi frá honum föðurleg um-
hyggja og hlýja í minn garð.
Umhyggju hans og ræktarsemi við
ástkæra ömmu mína mun ég alltaf
muna. Ég held að Þormóður hafi
getað látið alla, sem honum þótti
vænt um, finna það í samskiptum
sínum við hann. Það var notalegt
að hafa Þormóð nálægt sér. Þor-
móður var líka skemmtilegur.
Bæði var hann léttur í lund og
fannst gaman að gera að gamni
sínu og svo fékk hann margar
skemmtilegar hygmyndir. Hug-
myndir, sem hann framkvæmdi
umsvifalaust og kom manni sífellt
á óvart í þeim efnum. Ég hef ekki
ósjaldan hugsað á leiðinni út í
Bauganesið hvað Þormóður væri
nú búinn að gera, en hann var
óþreytandi að betrumbæta húsið
og umhverfið, að ekki sé minnst
á sumarbústaðinn. Þar höfðu þau
Ásthildur frænka mín eignast
sælureit en því miður fengu þau
of stutt að njóta hans saman.
Velferð Ásthildar setti Þormóður
ofar öllu. Það skipti hann öllu
máli að hún hefði það sem best.
Ósk um að við styddum hana, ef
hann félli frá, kom hann oft á
framfæri.
Að leiðarlokum þakka ég Þor-
móði allt, alla umhyggjuna, alla
hlýjuna og ástúðina. Eg bið Guð
að styrkja Ásthildi frænku og að
hjálpa okkur sem eftir lifum að
annast hana á þann hátt sem Þor-
móður hefði viljað.
Ásta Gunnarsdóttir
og dauða leiki enginn sér. Ég hef
engan þekkt sem hefur getað leyft
sér það, en hann Þormóður nálg-
aðist það. Ólafur bróðir minn, sem
hefur um árabil verið læknirinn
hans og sá er best vissi um heilsu-
farsástand Þormóðs, sagði fyrir
mörgum árum, að Þormóður sæti
á sprengju og væri búinn að gera
það lengi. Reyndar var ég að fá
kort frá Ólafi og Ingu, en þau
voru stödd í Sviss, þar sem Ólafur
segir sér ekki koma andlát Þor-
móðs á óvart og þau biðja fyrir
innilegar kveðjur til Öddu.
En Þormóður kvartaði aldrei og
áttu saman. Þau höfðu þekkst
lengi, er þau tóku höndum saman
og hann fluttist til hennar. Þau
voru nágrannar í æsku og Þormóð-
ur fór ekki dult með það að hún
hafi verið draumadísin hans. Þau
höfðu bæði átt stormasama ævi
og fyrri hjónabönd þeirra að baki,
er leiðir þeirra lágu saman.
Og Þormóður var einstakur.
Fáa hef ég þekkt, sem orðin, að
vera vinur vina sinna, áttu betur
við. Það var alveg sama hvað hann
var beðinn að gera, hann gerði
það strax, ef hann mögulega gat.
Það leit jafnvel stundum þannig
út, að það var eins og viðkomandi
gerði honum sjálfum greiða með
því að óska eftir liðveislu hans.
Móður minni, Ástu í Brautarholti,
reyndust þau einstök og þá sér-
staklega eftir að hún varð ekkja.
Það virtist ekki það til, sem þau
ekki vildu gera fyrir hana. Fyrir
það allt verður aldrei fullþakkað.
Þormóður hafði mikinn áhuga
á því sem var að gerast í þjóðlífinu
hveiju sinni. Hann hafði víða kom-
ið við á lífsleiðinni, stundað vinnu
bæði á sjó og landi. Hann hafði
ákveðnar skoðanir á hveiju máli,
og fylgdi þeim fast eftir, lét ekki
hlut sinn fyrir neinum.
Vinir og venslamenn Þormóðs
kveðja hann með trega og þakka
honum liðnar, góðar stundir. En
mestur og stærstur er söknuður
Öddu og bama Þormóðs. Við vit-
um að innilegasta ósk Þormóðs
var að Öddu liði sem best og hann
var vakinn og sofinn yfir velferð
hennar.
Góður drengur er genginn sinn
veg. Blessun Guðs sé með honum.
Hvíli hann i friði.
Ingibjörg Ólafsdóttir
18. maí
ég held að hann hafi verið þakklát-
ur fyrir hvern dag er þau Adda
Það hefur verið harður vetur
og við höfum því undanfarið yljað
okkur við þá hugsun, að senn
væri vor í lofti og brátt komi betri
tíð með blóm í haga.
Á þessum mörkum vetrar og
sumars hefur hann Þormóður
kvatt okkur. Og eins og hún Ásta,
dóttir mín, komst að orði: „Það
var enginn eins og hann Þormóð-
ur. Hann var alltaf eins og pabbi
minn.“
Sagt er, að á landamærum lífs
Nýr samningur á milli Radíóbú&arinar, Apple og Innkaupaslofnunar
ríkisins, var undirrritaöur nú í vor um sérstakt afsláttarverð til hinna ýmsu
aðiia, sem tengjast opinberum rekstrL Ilann gerir starfsmönnum
rikisfyrinaekja, sveitarfélaga og slofnana, kennurum, stúdentum og
fleirum, kleift að kaupa Macintosh tölvur og tölvuvörur með yfir 35%
afsiætti. Ástæðan fyrir endumýjun þessa samnings, er einkum sú hversu
vel tókst til á síðasta ári, en þá voru keyptar yfir 1.300 tölvur, auk jaðanækja
og hugbúnaðar. Áætlaður sparnaður ríkisins og þeirra aðila sem höfðu aðild að
samningnum er um 170 milljónir króna. Lokadagar næstu pantana er 15.
september og 15. nóvembcr 1989.
Pantanir berist til Kára Halldórssonar, hjá Innkaupastofnun rikisins,
Borgartúni 7. Sími: 26844