Morgunblaðið - 14.05.1989, Side 36
36 C
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKAIMDI SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1989
mnmn
„ komoLu keU')ngunni þmuí hétfan.jSrijól-f’ur
þ>ú ert rek'mn."
Ast er...
... að taka áhættu.
TM Reg. U.S. Pa't Ott — all rights reserved
© 1989 Los Angeles Times Syndicate
Með
morgimkaffinu
Á FÖRNUM VEGI
Mikil þörf fyrir
nýjan Herjólf
Góð vertíð, mikill afli og vinna,
er ofarlega í hugum íbúa Vest-
mannaeyja um þessar mundir.
Menn bíða spenntir eftir að sjá
hve miklum afla aflakóngurinn
ætlar að ná fyrir lok og sjómenn
bíða lokanna með óþreyju. En
það er fleira ofarlega í hugum
fólks. Yfirstandandi kjarabarátta
og verkföll setja svip sinn á
mannlífið. Fólki fínnst það undar-
legt að sjá skólakrakka, sem á
þessum árstima hafa vanalega
legið yfir bókum sínum við próf-
lestur, vera nú á kafi í vinnu.
rátt fyrir þetta þá hefur
umræðan um nýjan Heijólf,
til siglinga milli lands og Eyja, ver-
ið mest áberandi hjá Vestmanney-
ingum síðustu mánuði. Fólk er sam-
mála um að þörfin sé orðin mikil
og eftir vélarbilun í skipinu í liðinni
viku þá magnaðist þessi umræða.
Ríkisvaldið hefur nú heimilað
stjórn Heijólfs að gera forkönnun
vegna smíði á nýju skipi en ætlar
jafnframt að halda áfram leit að
notuðu skipi. Morgunblaðið hitti
fólk á förnum vegi í Eyjum og fékk
álit þess á málefnum Heijólfs.
„Síðustu aðgerðir eru
yfirklór“
„Heijólfur er okkar þjóðvegur og
við eigum heimtingu á því að hafa
öruggt samgöngutæki hér á milli.
Meðan að ríkið getur sett stóra fjár-
muni í jarðgöng og aðrar því um
líkar framkvæmdir þá þýðir ekki
að bera það á borð fyrir mig að
ekki séu til fjármunir í byggingu
nýs skips,“ sagði Sigurður Guð-
mundsson. Hann sagði að sér fynd-
ist það út í hött að tala um að kaupa
gamalt skip og var harður á að leyfi
það sem ríkisvaldið hefði gefið til
forkönnunar væri bara yfirklór af
þess hálfu og gert til þess að teygja
tímann og fá frið á meðan. „Mér
finnst það vera aumingjadómur í
stjórnmálamönnunum okkar að
hafa ekki komið þessu í gegn, því
miðað við tekjuframlag okkar til
þjóðarbúsins þá eigum við kröfu
um að fá almennilegt samgöngu-
tæki,“ sagði Sigurður.
„Allt of seinir í snúningi“
„Mér finnst ráðamenn nú hafa
verið allt of seinir í snúningi við
afgreiðslu Heijólfsmálsins. Reynd-
ar virðast mér það yfirleitt vera
þannig að stjómvöld hafi takmark-
aðan skilning á þörfum landsbyggð-
arinnar og því sem er að gerast
þar,“ sagði Ingveldur Traustadóttir.
Hún sagðist ekki telja það heppileg-
an kost að fá gamallt skip og taldi
að það hefði verið hægt að afgreiða
þetta mál fyrir löngu ef vilji hefði
verið til þess hjá stjórnvöldum.
„Ríkið bruðlar það mikið með fé
í tóma vitleysu að maður getur
ekki sætt sig við að ekki séu til
peningar til að leggja í þetta nauð-
synjamál," sagði Ingveldur.
Réttmætiskrafa
Sveinbjörn Hjálmarsson sagðist
vona að síðustu aðgerðir ríkisins
yrðu til þess að hrinda smíði á nýju
skipi af stað. Hann sagði að málið
væri búið að veltast allt of lengi í
kerfinu og nú yrðu menn að fara
að taka ákvörðun. „Það er rétt-
mætiskrafa og reyndar bráðnauð-
synlegt að við fáum nýtt skip sem
allra fyrst. ríkið á að leggja peninga
til verksins strax og ég hlusta ekki
á tal um að það sé bruðl að leggja
peninga í þessa brú okkar,“ sagði
Sveinbjörn.
„Okkur beitt fyrir
Þorlákshöfii“ -
„Það er náttúrulega alltaf verið
að deila um það í hvað á að setja
peninga ríkisins, en ég held að
menn geti verið sammála um að
þörfin fyrir nýjan Heijólf er orðin
mikil. Gamla skipið er orðið úrelt
og bilanir sýna okkur að það er
langt frá því að vera nógu öruggt
til þessara flutninga,“ sagði Magn-
ús Sveinsson. Hann var óánægður
með hversu lengi stjórnvöld hafa
þvælst með mál Heijólfs í kerfinu
og sagðist telja að leit að gömlu
skipi væri tímasóun.
„Menn hafa verið að tala um að
Þessi læknisskoðun verður
dýrari í ár en í fyrra. Þú
ert núna 17 kg þyngri.
Víkverji
Um fátt hefur verið talað meira
undanfarnar vikur en verkfall
háskólamenntaðra ríkisstarfs-
manna og þá dapurlegu stöðu sem
þar er upp komin. „Eg er hættur
að skilja þetta,“ segja menn í von-
leysi. Og er von til þess að almenn-
ingur skilji þegar þeir, sem í samn-
ingaviðræðunum standa virðast
ekki skilja hveijir aðra. Annað verð-
ur að minnsta kosti ekki ráðið aí
ummælum þeirra í fjölmiðlum. Þeg-
ar annar talar í austur talar hinr
í vestur. Augljóst er að á meðar
svo er nást engir samningar. Frum-
skilyrði er að talað sé sama tungu-
mál beggja vegna borðsins.
XXX
Víkveiji hefur það fyrir satt að
þegar reyndir samningamenn
eiga í hlut geri þeir sér tiltölulega
fljótt grein fyrir hvernig landið ligg-
ur og hvar lendingin verður — og
þokist þangað smátt og smátt. Þeir
geta að sjálfsögðu deilt hart á þeirri
Ieið, en nú í seinni tíð heyrir það
til algerrar undantekningar, ef við-
höfð eru- storkandi ummæli eða
skrifar
hroki, sem hleypt getur illu blóði í
mótaðila. Slíkt er ekki til þess fallið
að greiða fyrir samningum. Þá er
og ótækt ef persónuleg óvild eða
átök á öðrum vettvangi spila inn í
og spilla fyrir samningum.
Kjaradeilu þessari lýkurekki með
„sigri“ annars hvors aðilans, heldur
tjóni beggja — og ekki aðeins þeirra
heldur kannski mestu tjóni þeirra,
sem hvergi kom nærri og fá ekkert
að gert.
xxx
Mest hefur borið á kennurum í
þessum átökum og það
kannski að vonum þar sem ekki
hefur farið framhjá neinum hve
hart. verkfall þeirra hefur þegar
bitnað á nemendum í framhalds-
skólum. Nemendurnir hafa verið illa
leiknir, en ósagt skal látið hve var-
anlegt tjón þeirra verður, vafalaust
er það mjög mismunandi.
En það eru fleiri í verkfalli en
kennarar — og þar eru þolendur,
sem fá ef til vill aidrei bætt þann
skaða, sem rekja má til verkfalis-
ins. Hvað t.d. um fólk, sem bíður
eftir bæklunaraðgerðum, hvað um
þá sem eiga við geðræn- eða félags-
leg vandamál að stríða o.s.frv.
Lengi mætti telja. Þá skal alveg
sleppt að minnast á fjárhagslegt
tjón.
XXX
að hafa mörg stór orð verið
látin falla um þessa deilu
manna á meðal — og sumt kannski
ekki sanngjarnt. Hér verður ekki
rætt um efnisatriði en hitt virðist
nokkuð ljóst að ekki hefur gæfulega
verið staðið að 'ausn hennar. Einn-
ig skjóta ýmsar spurningar upp
kollinum. Eru verkföll ekki orðin
úrelt vopn í kjarabaráttu? Getur ein
stétt valdið öðrum ómældu —
kannski óbætanlegu — tjóni án þess
að nokkuð verði að gert? Hvemig
tryggir ríkið að í störf á þess vegum
veljist hæft fólk? Er nægilegt að
bara einhveijir skipi stöðurnar án
tillits til getu?
Þannig mætti lengi spyija. En
krafa þjóðarinnar nú hlýtur að vera
að deiluaðilar komist niður á sama
astralplan.