Morgunblaðið - 14.05.1989, Side 38

Morgunblaðið - 14.05.1989, Side 38
38 C MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFIMIÐ SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1989 ÆSKUMYNDIN... ER AF GUÐNA GUÐMUNDSSYNIREKTOR Lóðar- prinsinn Hann hló allra manna hæst og það fór ekki fram hjá neinum, hvar Nunni var á ferð. Hann söng einnig mikið og þótti víst bara efhilegur, var í Drengjakór Reykjavíkur á sínum yngri árum. Hann undi sér alls staðar vel, jafht í sveit á sumrin í Dölunum, sem heima á „Lóðinni", þar sem hann er fæddur. Guðni er fæddur þann 14. febrú- ar 1925, sonur Guðmundar Guðnasonar gullsmiðs og Nikolínu 'H. Sigurðardóttur, konu hans. Þijú af fimm börnum þeirra hjóna eru látin, Bjami, Gunnar og Kjartan. Eldri systir Guðna er Sigríður. Guðni er fæddur á „Lóðinni“ er það var hvirfing þriggja húsa núm- er átta við Óðinsgötu. Þegar Guðni fæddist og æ síðan, var hann kallað- ur „Lóðarprinsinn" enda fæddust ekki fleiri börn í þessum samrýmdu f|ölskyldum, sem þar réðu ríkjum í þá daga. En nú er „Lóðin" löngu fyrir bí. Lífsþorsti og fjör Guðni þótti tápmikill strákur, hann hló allra manna hæst og söng fullum hálsi. „Það var smitandi hlátur og hljóðnæmi var honum í blóð borið. Um Guðna get ég sagt með sanni að hann var skemmtileg- ur strákur, fullur af lífsþorsta og ljöri og ég get trútt um talað, því ég sá hann nýfæddan og fannst hann fallegur á þeim degi og æ síðan,“ segir vinur hans frá fyrstu tíð, Atli Már Árnason. Guðni gekk í ísaksskóla, sem þá var í Grænuborg við Laufásveg. Hann þótti bráðgáfaður og þurfti ekki að eyða miklum tíma í lærdóm. Hann var opinn og glaðvær og sagt er að það hafi alltaf heyrst dálítið í honum Nunna. Og svona táp- mikill strákur þurfti líka að hreyfa sig. Guðni fylgdi í fótspor bræðra sinna og gekk í íþróttafélagið Með stóra bróður Nunni þriggja ára með Bjarna, elsta bróðumum á ljósmyndastofu Kaldal. Víking. En ólíkt þeim, lék hann knattspyrnu og stóð í marki. Fer fáum sögum af afrekum mark- mannsins. Kossinn í Fljótshlíð Fljótur þótti Guðni að svara fyrir sig. Hann var Fæpra sex ára þegar hann kom eitt sinn á bæ í Fljótshlíð með móður sinni. Húsfreyjan á bænum, sem var nokkm yngri en húsbóndinn, vildi gjarnan gera þessum glaðværa gesti sínum gott og bauð honum sælgætismola, sem hann þáði með þökkum. Spurði húsfreyja þá hvort hann ætlaði ekki að kyssa sig fyrir molann. Guðni leit í kringum sig og sá að auk þeirra var eingungis eiginmaður hennar inni og sagði: „Jú það er allt lagi því það er hvort sem er enginn inni nema kallinn og hann hefur ekkert vit á því.“ ÚR MYNDAS AFNINU ÓLAFUR K. MAGÚSSON Úr heimi íþróttanna Vaskir íþróttamenn hafa alltaf verið eftirsóttar fýrirsætur hjá blaðaljósmyndurum og í safni Ólafs K. Magnússonar má finna margar myndir af íþróttahetjum fyrr og nú. Þessar myndir eru allar teknar um og eftir 1950 og má þar sjá nokkra þekkta íþrótta- menn við ýmis tæki- færi. Ein myndanna er tekinn í ráð- herraboði og má þar sjá stjórn- málaskörungana Ólaf Thors og Hermann Jónasson í hópi þekktra íþróttastjarna frá miðbiki aldarinn- ar. Á annarri er fim- leikalandslið íslands ásamt þjálfara. Þá er mynd af sundköppum í Sundhöllinni í Reykjavík og loks má sjá knattspyrnukap- pann Ríkharð Jónsson heilsa stuðningsmanni eftir harða viðureign, sem marka má af fótleggjum kappans. Forugir fótleggir eftir snarpa viður- eign. STARFIÐ JÓN TRAUSTASON DÚKKULÆKNIR BÓKIN Á NÁTTBORÐINU PLATAN ÁFÓNINUM MYNDIN í TÆKINU Jón Traustason Mestaðgera eftirjólin Hver kannast ekki,við sorgina sem grípur barnið þegar efltir- lætis dúkkan skemmist eða bilar? Engin önnur getur fyllt skarðið, það verður að vera þessi dúkka eða engin. Þá kemur til kasta Jóns Traustasonar, sem kallaður hefúr verið dúkkulæknir. Jón byrjaði að gera við brúður fyrir tveimur árum, þegar hann komst á eftirlaun. Hann vill ekki gera mikið úr þessu starfí sínu, segir það vera dund gamals manns, en víst er um það að mörg ungmeyj- an á Jóni að þakka Iíf brúðunnar sinnar. Jón gerir við allar gerðir af brúð- um og segir eina vandamálið vera það hve erfitt er að nálgast vara- hluti. Hann reyni þó af fremsta megni að gera brúðumar nothæfar á ný, en því miður takist það ekki alltaf. Jón gerir einnig við annars konar leikföng og segir mest að gera hjá sér skömmu eftir jólin, fólki virðist sárara um nýju leik- föngin en þau sem eldri eru. Á öðr- um árstímum sé minna að gera og meðaltalið yfír árið sé um það bil ein dúkka á þriggja vikna fresti. ÞETTA SÖGDU ÞAU ÞÁ . . . LJUFA LIFS A|r||nesA,ri|b. an 1 Morgun- TABARJ^ blaí'nu 1 ma' i uusturströnd Miöjaröarhafsinsu . . ’ 1 • ÉB SSsT09 Leitið hins ljúfa lífs á Tabatja Beach, á austurströnd Mið- jarðarhafsins. Beirut, Líbanon. Á hinni heimsþekktu Tab- aija-strönd í unaðslegu um- hverfi, heillandi og austulensku, er lífinu tekið létt meðal fólks af öllum þjóðemum ... Leitið ítarlegri upplýsinga um þessa sérstæðu ferðamannaparadís. Kristbjörg Kjeld leikkona Mér hefur ekki gefist neitt tóm til lesturs undanfarið, en á náttborðinu bíður spennusaga eftir Agöthu Christie, sem ég man ekki hvað heitir. Þegar einhvertími gefst til, fínnst mér gott að slappa af með spennusögur, ekki síst eftir Christie. Bergur Sig- urbjörns- son fyrrver- andi alþingis- maður Yfirleitt er ég nú með nokkrar bækur í takinu, en núna er ég að lesa með bókina Býr íslendingur hér eftir Leif Möller. Svo er ég líka að líta í enska bók sem fjallar um það hvernig lífið á jörðinni varð til og hún er mjög athyglisverð og skemmtileg. Helst vel ég mér til lestrar góðar skáldsögur, en hef líka gaman af að lesa bækur um nátt- úrufræði og líffræði. Dóttir mín fékk græjur í ferm- ingargjöf, sem hafa verið stöð- ugt í gangi síðan. Síðast hlustuðum við á tónlistina úr kvikmyndinni Betty Blue. Mér fannst hún reglu- lega skemmtileg, eins og reyndar flest það sem dóttirin hefur spilað af poppinu. Sjálfur er ég þó meira fyrir sveitatónlist. Síðast hlustaði ég á Negotiations and Love Songs með Paul Sim- on. Ég hlusta ekki mikið á plötur, nema þegar ég vil slappa vel af. Þá er einmitt ágætt að hlusta á Paul Simon. Ég er mest fyrir tón- list með þjólagaívafi, bæði íslenska og útlenska, til dæmis Þursaflokk- inn. Vilborg Gísladóttir, útivinnandi húsmóðir, Vestmannaeyj- um Síðast horfði ég á mynd sem mig minnir að heiti Gaby, og er um fatlaða stúlku. Mér fannst þetta mjög góð mynd sem vekur mann til umhugsunar. Ég leigi mér nokk- uð oft myndir og þá oftast spennu- myndir. Anna Lea BJörnsdótt- ir, íþrótta- kennari, Keflavík. Um daginn horfði ég á nokkuð góða hasarmynd sem heitir On The Line. Ég leigi núorðið mjög sjaldan myndbönd, en nota tækið meira til að taka efni upp úr sjón- varpsdagskránni því vegna vinnu minnar missi ég af því sem ég hef áhuga á að horfa á. Einnig tek ég efni upp úr sjónvarpinu fyrir börnin — þau nota tækið líka meira en ég.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.