Morgunblaðið - 25.06.1989, Síða 1

Morgunblaðið - 25.06.1989, Síða 1
88 SIÐUR B/C 141. tbl. 77. árg. ________SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1989_____________PRENTSMIÐJA MORGtfNBLAÐSINS Sovéskir keisarasinnar; Nikulás H var píslarvottur Moskvu. Daily Telegraph. NEFND keisarasinna hefur verið sett á lagg- irnar í Moskvu. Hyggst hún berjast fyrir því að bein, sem fiindist hafa og talin eru vera jarðneskar leifar Nik- ulásar II Rússakeis- ara og fjölskyldu hans, verði grafin á ný með viðhöfii þar sem þau hafi verið „píslar- vottar.“ Ýmsar hreyfingar sem lengi hafa verið bannaðar skjóta nú upp kollinum í Sovétríkjunum. Nýlega var skýrt fi-á samtökum stjórnleysingja í Leníngrad og dreifimiðum í Moskvu þar sem verkamenn voru hvattir til að „fara að dæmi Samstöðumanna í Pól- landi.“ Skoðanakönnun, sem gerð var fyrir vikuritið Liternatúrnaja Gazeta, gaf til kynna að 42% lesenda vildu fiöl- flokkakerfi í landinu, 44% voru andvíg hugmyndinni, aðrir tóku ekki afstöðu. Gaf spítala níu kíló af eigin húð New York. Daily Telegnraph. BANDARÍKJAMAÐUR, sem léttist úr 208 í 114 kg, hefur gefið spítala í Chicago rúman fermetra af klumpslegu umframskinni, er hékk á maga hans eftir megrunina. Þriggja mánaða barn, er þjáist af brunasárum, varð fyrsti sjúklingurinn, sem notið heftir góðs af þessari rausnarlegu gjöf. Skinnið var um níu kíló að þyngd og var aðeins lítill hluti þess notaður til að lækna barnið. Skinnið var notað sem „lífræn- ar sáraumbúðir" og verður það tekið burt þegar barnið hefur fengið fullan bata. Læknar við spítalann sögðu að svo mikið skinn hefði aldrei verið gefið áður. Skinn til slíkra lækninga hefði aðallega verið fengið af látnu fólki. Botnlokar Bis- marcks opnaðir? London. The Daily Telegraph. VÍSINDAMENN við Woods Hole-haf- rannsóknastofnunina í Massachusetts í Bandaríkjunum hafa náð neðansjávar- myndum af þýska herskipinu Bis- marck. Að þeirra sögn sanna þær að breski flotinn hafi ekki grandað skipinu í stríðinu heldur hafi skipverjar sjálfir sökkt því með því að opna fyrir botn- loka. Að sögn Roberts Ballards, tals- manns stofhunarinnar, liggur flak Bis- marcks í heilu lagi á 15.000 feta dýpi 600 mílur vestur af frönsku borginni Brest. Hefiir það ekki fallið saman, sem er til marks um að botnlokar eftir því endilöngu hafi verið opnaðir. Morgunblaðið/Bjami Sólin dýrkuð um Jónsmessuna Hreinsanir í forystuliði kínverskra kommúnista: Jiang Zemin skipaður flokks- leiðtogi í stað Zhaos Ziyangs Peking. Reuter. ZHAO Ziyang var settur af sem aðalritari kínverska kommúnistaflokksins í gær og Jiang Zemin, 62 ára leiðtogi flokksins í Sjanghæ, skipaður í hans stað. Miðsfjórn flokksins svipti Zhao öllum embættum inn- an flokksins, að sögn kinverskaútvarpsins. * Iyfirlýsingu, sem gefin var út eftir tveggja daga fund miðstjórnarinnar og lesin upp í útvarpinu, sagði að Zhao hefðu orðið á alvarleg mistök með því að taka und- ir kröfur stúdenta og ann- arra andófsmanna um pólit- ískar umbætur. I yfirlýsing- unni var hann beinlínis sak- aður um að hafa kynt undir andófsaðgerðir, sem brotnar voru á bak aftur með hervaldi er alþýðuherinn réðist inn á Torg hins himneska friðar fyrir þremur vik- um. Herinn er þá talinn hafa myrt þúsundir manna. Jiang er fæddur árið 1927 og var borgar- stjóri í Sjanghæ 1985-87, eða þar til hann var valinn leiðtogi kommúnistaflokksins þar. Hann er rafmagnsverkfræðingur og hlaut starfsþjálfun í bifreiðaverksmiðjum í Sov- étríkjunum 1950-56. Hann var skipaður að- stoðarráðherra 1980 og kjörinn í 175 manna miðstjórn kínverska kommúnistaflokksins 1982. Hefur sól hans risið ört síðan. Talið er að það eigi þátt í skipan hans sem eftir- manns Zhaos að honum tókst að bæla andóf námsmanna í Sjanghæ niður án þess að grípa til herlaga eða siga alþýðuhernum á þá. Orlög Zhaos eru á huldu en í yfiriýsingu miðstjórnarinnar sagði að mál hans yrði kann- að nánar. Hann sást síðast á almannafæri 19. maí sl. er hann fór til fundar við náms- menn á Torgi hins himneska friðar og reyndi að fá þá til að láta af andófsaðgerðum sínum. Þaðan fór hann með tárin í augum. Thatcher fellst á aðild að EMS London. Daily I'elegraph. MARGARET Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, hefur látið undan þrýstingi og samþykkt að Bretar taki þátt í Evr- ópska myntkerfinu (EMS). Talið er að hún skýri frá þessu á leiðtogafundi Evr- ópubandalagsins er hefst í Madríd á morgun. Fyrsti áfangi EMS felur í sér að komið verði á frelsi í fjármáiaþjón- ustu og fjármagnsflutningum innan bandalagsins.og afnámi gjaldeyrishafta. Jiang Zemin JÁRÁÐHERRA Benedikt Gröndal leysir frá skjódunni/10 KÍKT OFANÍ VÖ6GU LÝÐRŒÐIS Kosningamar í Grikklandi 16 c

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.