Morgunblaðið - 25.06.1989, Side 4

Morgunblaðið - 25.06.1989, Side 4
ERLEIMT 4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JUNl l‘989 INNLENT Lokað vegna sölu- skattsskulda MIKIL harka var í innheimtu sölu- skattsskulda um land allt í vik- unni. Alls átti ríkissjóður úti- standandi um þtjá milljarða í ógreiddum sölu- skatti samkvæmt mati fjármála- ráðuneytisins. Fjölda fyrirtækja var iokað, en um leið spruttu upp deilur um innheimtuna. Meðal annars var lokað eða lokun hótað hjá fyrirtækjum, sem eiga mál til úrskurðar hjá ríkisskattanefnd. í slíkum tilfellum var greitt með fyrirvara um réttmæti innheimt- unnar, en sum tilfellin eru óleyst. Efiiahagsaðgerðir Stjómvöld kynntu í upphafi vik- unnar aðgerðir í efnahagsmálum til að draga úr framfærslukostn- aði. í aðgerðunum felst meðal annars verðlækkun á mjólkurvör- um og kjöti, tímabundið, og bensíni. Talið er að framfærsluví- sitalan lækki um 0,4% vegna þessa. í kjölfarið fylgdi almenn lækkun raunvaxta um 0,25 til 0,50%. Vatnavextir Miklir vatnavextir hafa verið víða um land. Þjórsá var um tíma í vikunni vatnsmeiri en um árabil og óttuðust menn skemmdir vegnaþess. Sömu sögu er að segja af Jökulsá á Fjöllum sem rann í auknum mæli yfir í Sandá úr nýrri kvísl úr Bakkahlaupi. ERLENT Andófsmenn líflátnir í Kína Tíu andófsmenn voru teknir af lífi í Kína á miðvikudag og fimmtudag. Fólkið var dæmt til dauða vegna þátttöku sinnar í mótmælum kínverskra lýðræðis- sinna sem brotin voru á bak aftur með hervaldi fyrr í þessum mán- uði. Vestræn ríki hafa fordæmt aftökumar harðlega. Kínverskir harðlínukommúnistar hafa varað erlend ríki við því að hafa af- skipti af innanríkismáliftn Kínveija og sagt þá sem teknir voru af lífi hafa verið „glæpa- menn“. Kosningar í Evrópu Stjórnarflokk- ar víða í Vest- ur-Evrópu töp- uðu fylgi í kosningum til Evrópuþings- ins, sem fram fóru um síðustu helgi. íhaldsflokkur Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, tapaði miklu fylgi og þykir staða hennar hafa veikst í kjölfar kosninganna. Sig- urvegarar Evrópukosninganna voru samtök Græningja og flokk- ar sósíalista víða i álfunni og er talið líklegt að þeir myndi meiri- hluta á Evrópuþinginu í Strass- borg. Maxím Gorkíj í sjávarháska Sovéska skemmtiferðaskipið Maxím Gorkíj sigldi á lagnaðarís vestur af Svalbarða á aðfaranótt þriðjudags. Kinnungur skipsins rifnaði en norskum björgunar- Heræfingar á Miðnesheiði Heræfingar varaliðsmanna úr Bandaríkjaher „Norðurvíkingur 89“, hófust í vikunni. Æfður er flutningur á hluta varaliðsins til íslands og því gert kleift að venj- ast aðstæðum hér. Sorpsamningur framlengdur Yfírvöld Kópavogs og Reykjavíkur gerðu með sér sam- komulag, sem meðal annars felur í sér framlengingu til eins árs á samningi um losun sorps úr Kópa- vogi í Gufunesi. Því hefur verið fallið frá urðun sorps Kópavogs- búa í Leirdal. Jafnframt er um það samkomulag, að Kópavogs- kaupstaður áskilji sér rétt til að láta dómstóla skera úr um gildi samnings um Fossvogsbraut og framkomnar hugmyndir um lausn umferðarvanda svæðisins verði skoðaðar. Benedikt til SÞ Ákveðið hefur verið að Bene- dikt Gröndal, heimasendiherra, verði skipaður fastafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum frá hausti komanda, en þá lætur Hans G. Andersen af því starfí. Benedikt dró því til baka uppsögn sína úr utanríkisþjónustunni. Starfsbróð- ir hans, Hannes Jónsson, hefur hins vegar verið áminntur fyrir að kalla ráðgjafa utanríkisráð- herra fúskara. Hvalveiðar hafiiar Hvalveiðar hófust í viku- byijun og á föstudagsmorg- un höfðu 9 hvalir veiðzt. Nú má aðeins veiða 68 langreyðar á þessu síðasta ári vísindaveiðanna og talið er að vertíðinni geti lokið á 6 vikum, gangi veiðar vel. sveitum tókst að bjarga farþegun- um, sem voru rúmlega 600. Skip- ið sigldi fyrir eigin vélarafli til lands með hluta áhafnarinnar inn- anborðs. Talið er að rekja megi slysið til óaðgætni skipstjórans. Umbætur Ungveija gagnrýndar Stjómvöld í Austur-Þýskalandi fóru hörðum orðum um umbótaá- form ungverska kommúnista- flokksins á fimmtudag. Daginn áður hafði ungverskur stjórmála- maður Imre Pozsgay sagt ung- verska kommúnistaflokkinn reiðubúinn til að keppa við aðra stjómmálaflokka á jafnréttis- grundvelli í öldungis fijálsum kosningum. Papandreou tapar fylgi Þingkosningar fóru fram í Grikklandi á sunnudag. Só- síalistaflokkur Andreas Pap- andreou for- sætisráðherra missti meiri- hluta á þingi en hægri menn treystu stöðu sína. Kosningabandalag kommúnista og vinstri sósíalista þykir vera í oddaaðstöðu en stjórnmálaský- rendur segja að erfitt verði að mynda starfhæfa ríkisstjórn og spá margir nýjum kosningum. Pettersson sást við morðstaðinn Vinur Christers Pettersons, sem ákærður er fyrir morðið á Olof Palme, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði fyrir rétti á fimmtudag að hann hefði séð Pettersson á morðstaðnum um 20 mínútum áður en Palme var veg- inn. Fyrr í vikunni hafði Lisbet, ekkja Olofs Palme fullyrt að hinn ákærði væri morðinginn. Alvarlegt ástand í norsku laxeldi: Verða seiði fyrir rúma tvo milljarða kr. möluð í fóður? NORSKIR laxeldismenn standa frammi fyrir miklum erfiðleikum og svo getur farið í sumar, að seiði fyrir 2,4 milljarða ísl. kr. verði möluð í fóður. Kemur þetta fram í blaðinu Nordlys og í sjáv- arútvegsblaðinu Fiskaren segir, að laxeldið í Noregi sé farið úr öllum böndum. Stjórnvöld ætla að takmarka framleiðsluna með ýmsum ráðum og með þeim óhjá- kvæmilegu afleiðingum, að tugir stöðva munu verða gjaldþrota, einkum seiðaeldisstöðvarnar. Norska sjávarútvegsráðuneytið ákvað nýlega, að öll seiði, sem ekki hafi verið seld fyrir 15. júlí, verði notuð í fóður og segir í Nord- lys, að um verði að ræða 20-30 milljónir seiða eða þriðjung árs- framleiðslunnar. Knut Hjelt, frammámaður í landssamtökum norskra seiðaeldis- stöðva, segir í viðtali við NTB- fréttastofuna, að um sé að ræða mikla ofíjárfestingu í greininni. „Við teljum, að framleiðendurnir séu 80-100 fleiri en vera ætti og óttumst, að 70-90 stöðvar verði gjaldþrota á árinu,“ sagði Hjelt en skráðar seiðaeldisstöðvar í Noregi eru 370 talsins. „Það er einfaldlega ekki markaður fyrir alla framleiðsl- una og offramleiðslan er því að kenna, að 1985 voru afnumdar all- ar hömiur á leyfisveitingum til nýrra stöðva. Laxeldisiðnaðurinn allur var á móti því en pólitíkin hafði sitt fram.“ Norskir laxeldismenn hafa einnig orðið fyrir skakkaföllum vegna verðfalls á erlendum mörkuðum enda er framleiðsla gæðafisks miklu meiri en markaðurinn getur tekið við. Þá segir Hjelt, að skortur á litarefni, sem gerir flskholdið rauðara og þar með eftirsóknar- verðara, valdi einnig vandræðum en núverandi framboð á því nægir fyrir 120.000 tonn af laxi. Talið er, að framleiðslan verði 150.000 tonn á næsta ári og sagði Hjelt að úr þessum skorti yrði ekki bætt fyrr en 1991. Reuter Olíuskip strandar við Rhode Island Olíuskip með um 270 þúsund tonn af húshitunarolíu innanborðs strandaði á neðansjávarskerjum sex mflur undan strönd Rhode Island-ríkis í Bandaríkjunum á fostudag. Skipið er skráð í Grikk- landi og heitir World Prodigy. Að sögn bandarískra embættis- manna hafa 55 þúsund tonn þegar farið í sjóinn. Nær tíu sinnum meira af olíu fór í sjóinn úr olíuskipinu Exxon Valdez er stran- daði.við Alaska í mars siðastliðnum. Strandgæslan og flotinn hafalkomið fyrir flotgirðingu umhverfis World Prodigy til að hindra frekari útbreiðslu olíunnar og sögðu talsmenn gæslunnar að lítil hætta virtist á því að baðstrendur í grennd við slysstaðinn menguðust. Á myndinni sést skipið á slysstað. Evrópubandalagið: Ný heilbrigðisreglu- gerð um sjávarafurðir V INNAN Evrópubandalagsins (EB) er verið að ganga frá tillögu að nýrri heilbrigðisreglugerð um meðferð sjávarafla í aðildarríkjum þess. Reglugerðin sem hefur verið nokkur ár í undirbúningi var kynnt sjávarútvegsráðherrum EB á fiindi í Lúxemborg í síðastlið- inni viku. Reglugerðin nær til meðferðar afla um borð i fiskiskipum og aðbúnaðar um borð í skipunum, s.s. frágangs og hreinlætis. Sömuleiðis fjallar reglugerðin um aðbúnað í fiskvinnslustöðvum og yfirleitt alls staðar þar sem fiskur er meðhöndlaður auk þess sem kveðið er á um hvemig staðið skal að flutningum á fiski og öðmm sjávarafurðum. Reglugerðin verður Iátin gilda um allan fisk sem seldur er innan EB. Samkvæmt því verða þeir aðilar á íslandi sem flytja fisk til Evrópubandalagsins að uppfylla skilyrði hennar. Reglugerðin er annars vegar tilkomin vegna brýnnar nauðsynjar á því að endurnýja fískiðnaðinn inn- an EB og hins vegar vegna vax- andi ótta almennings við mengun í sjávarfangi. Skoðanakannanir meðal neytenda í Evrópu benda til þess að stór hluti þeirra telji sig vera að taka umtalsverða áhættu með heilsu sína þegar hann neytir físks eða annarra sjávarafurða. Það verður í rauninni ekki séð að reglugerðin muni hafa umtals- verð áhrif á íslandi. Flestar virðast reglumar fjalla um hluti sem taldir eru sjálfsagðir á íslandi s.s. að leggja skuli af hrækingar þar sem unnið er við físk, fólk eigi að vera bærilega hreint til fara og handar- þvott skuli ástunda reglulega. Fátt bendir til þess að ákvæði reglugerð- arinnar gangi lengra en ýtrustu kröfur um sama efni á íslandi. Það er hins vegar ljóst að þeir físk- verkendur sem hafa verið á und- anþágum, ef ein- hveijir eru, hljóta að missa útflutn- ingsleyfi til EB. Allar líkur eru á því að eftirlits- mönnum EB verði falið að skoða einstakar vinnslustöðvar og veita þeim útflutningsleyfi á sama hátt og gerist með sláturhús. Ekki er ljóst hvaða aðferð verður viðhöfð með fiskiskip en sennilega verður reynt að ganga úr skugga um að þau uppfylli skilyrði reglugerðar- innar. Það er ljóst að þessi nýja reglugerð mun kosta fískiðnaðinn gífurlegar fjárhæðir og nánast bor- in von að fiskiðnaður og útgerð geti staðið undir þeim útgjöldum. Innan EB hefur verið samþykkt að tvöfalda byggðasjóði bandalags- ins og þá framlög til endumýjunar BÆKSVIÐ eftir Kristófer M. Kristinsson í sjávarútvegi, m.a. til að skapa vanþróuðum svæðum innan þess möguleika á að standast stóraukna samkeppni eftir 1992. Þau svæði sem byggja afkomu sína á sjávarút- vegi eru í langflestum tilfellum skilgreind sem efnahagslega van- þróuð. Ef að líkum lætur munu líða nokkur ár þar til nýja reglugerðin tekur gildi og sennilegt er að aðiög- unartími fyrirtækja, a.m.k. í Suð- ur-Evrópu, verði langur. Þær au- knu kröfur sem þessi nýja reglu- gerð boðar hljóta að vera íslenskri fískvinnslu ánægjuefni. Líkur eru á að fískvinnslan innan EB verði að keppa við fslensk fyrirtæki um hráefni á jafnréttisgrundvelli. Á íslandi er nauðsynlegri íjárfestingu þegar lokið, innan EB er mikið verk óunnið. Það er helst þrennt sem íslend- ingar keppa við á mörkuðum EB. Stórkostlega niðurgreiddur flskur frá Kanada og Noregi, verð á íslensku hráefni til fiskvinnslu í Evrópu með oft á tíðum litlar sem engar fjárfestingar að baki, og loks tollfríðindakvóta á saltfíski við Norðmenn. Ný heilbrigðisreglugerð breytir litlu hér um nema þá helst því að ólíklegt er að fiskvinnslan innan EB geti borgað það sem hún gr'eiðir nú fyrir íslenskt hráefni þegar hún hefur uppfyllt öll skil- yrði hinnar nýju reglugerðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.