Morgunblaðið - 25.06.1989, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1989
e86I ÍVIÚT. ?MC®J3U®ÚAÐffi '/t inflQM
n—
pltr0minWal>lí
Arvakur, Reykjavík
HaraldurSveinsson.
MatthíasJohannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið.
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Hagrirki og inn-
heimta söluskatts
Herferð sú, sem fjármálaráðu-
neytið hefur beitt sér fyrir
að undanförnu til þess að inn-
heimta ógreiddan en gjaldfallinn
söluskatt, hefur vakið athygli.
Enginn ágreiningur er um að
ganga beri hart eftir því, að sölu-
skattsskyldir aðilar skili innheimt-
um skatti.
Lokun Hagvirkis hf. sem er eitt
stærsta verktakafyrirtæki lands-
ins, virðist hins vegar vera annars
eðlis. Þar er ekki um að ræða
vanskil á innheimtum söluskatti.
Þvert á móti: Hagvirki hefur aldr-
ei innheimt þann söluskatt, sem
fyrirtækið er krafið um. Jóhann
Bergþórsson, forstjóri Hagvirkis
hf., segir, að lögfræðingar og lög-
giltir endurskoðendur fyrirtækis-
ins hafi á árinu 1980 komizt að
þeirri niðurstöðu með tilvísun til
söluskattslaga frá 1960, að vega-
framkvæmdir og virkjunarmann-
virki væru undanþegin söluskatti.
í lögum þessum séu ákvæði um
að vinna við húsbyggingar og
aðra mannvirkjagerð sé undan-
þegin söluskatti, þó aðeins að sú
vinna fari fram á virkjunarstað.
Þegar Hagvirki hafi boðið í virkj-
unar- og vegavinnu á árunum
1981-1985 hafi söluskattur ekki
verið lagður á vélavinnu af þess-
um sökum. Fyrirtækið hafi því
ekki innheimt söluskatt af við-
skiptavinum sínum þ. á m. Lands-
virkjun og Vegagerðinni.
Það er svo á árinu 1987, sem
skattstjórinn á Suðurlandi áætlar
söluskatt á fyrirtækið vegna þess-
arar vinnu. Þessi álagning er
kærð og fer síðan til meðferðar
dómstóla. Niðurstaða liggur ekki
fyrir. Sjónarmið íjármálaráðu-
neytisins eru hins vegar þau, að
söluskattslögin kveði skýrt á um
það, að vanræki aðili að taka sölu-
skatt af vöru eða þjónustu, sem
sé skattskyld skv. lögum, beri
honum eigi að síður að standa
skil á skattinum og að áfrýjun eða
deila leysi menn ekki undan þeirri
skyldu. Vinni þeir málið sé skatt-
urinn að sjálfsögðu endurgreidd-
ur. Það er því ljóst, að báðir máls-
aðilar vísa til sömu laga máli sínu
til stuðnings. Af þeim sökum er
hægagangur í kerfinu stórháska-
legur og harla ámælisverður,
hveiju, sem um er að kenna. Ekki
verður annað séð en að um mál-
efnalegan ágreining sé að ræða í
þessu tilviki, sem ekkert eigi skylt
við undanskot frá skatti, sölu-
skattssvindl eða tilraun til að
draga greiðslu, eins og við þekkj-
um af öðrum vítaverðum dæmum.
Það er hins vegar mál út af
fyrir sig, hvort Hagvirki hefur
með tilboðum fengið verk, sem
aðrir hafa boðið í, vegna þess, að
Hagvirki hafi ekki gert ráð fyrir
söluskattsgreiðslu en aðrir tilboðs-
gjafar reiknað með söluskatti.
Ríkisvaldið verður að gæta
þess, að þegnarnir njóti réttinda
lögum skv. ekki síður en ríkið.
Þegar um lögmætt ágreiningsefni
er að ræða eins og í þessu tilfelli
er engin sanngirni fólgin í því að
kreíja fyrirtæki um tugi milljóna
að ekki sé talað um á annað
hundrað milljónir og sé ekki orðið
við þeirri kröfu verði fyrirtækinu
lokað þótt ágreiningsefnið sé til
meðferðar hjá dómstólum og ríkis-
skattanefnd! Enginn getur séð
fyrir afleiðingar slíkra aðgerða,
fremur en afleiðingar austan-
Ijaldsaðgerða af því tagi að hvetja
fólk til þess að benda á meinta
skattsvikara. Hvað vita menn um
skattaaðstæður náungans? Fjár-
málaráðuneytið á að afþakka
ógeðfelldar ábendingar af þessu
tagi, því þær gætu leitt til útrásar
fyrir ofsóknarhneigð, sem við
kynnumst nú í Kína og breytir
þjóðfélagi í harmsögu.
9Það voru ekki
• lítil áhrif sem hin
borgaralega frjáls-
lyndisstefna Evrópu
hafði hér á landi. Júlí-
byltingin franska
1830 sem var eins-
konar framhald af stjórnarbylting-
unni miklu var einnig mikilvæg
varða á hugmyndalegri ferð mót-
andi hugsjónamanna einsog Jóns
Sigurðssonar. Allt var í deiglunni.
Þótt lénsveldið reyndi að snúa þró-
uninni við varð ekki við það kom-
andi. Menn kröfðust tjáningarfrels-
is, viðskipta- og atvinnufrelsis,
áhrifa í ríkisstjóm, nýrrar stjómar-
skrár. Og í anda þessara krafna
stefndi Jón forseti að sjálfstæði
íslenzku þjóðarinnar. Hann hafði
óbilandi trú á framfömm hennar,
einsog séra Eiríkur bendir á í rit-
gerð sinni, og unni jafnframt ein-
læglega öllum frelsishugmyndum
samtímans sem mddu þeim til rúms
eftir 1830. „Þaraf leiddi það, að
þótt hann kynni flestum öðram
fremur að meta það, sem einkenni-
legt var við þjóðemi íslendinga, þá
lét hann það þó eigi koma sjer til
að halda fast við það, sem úrelt var
orðið, eða aptra sjer frá, að fylgja
fram þeim atriðum alheimsmennt-
unarinnar, er á íslandi gátu komið
til greina“. Hann bætir spreki á
gamlar glæður og kyndir það frels-
isbál sem um munaði. Jónas og
Fjölnismenn sóttu önnur sprek í
sinn eld; bæði í upplýsingastefnu
Eggerts Ólafssonar og rómantík
skálda einsog Heines. Enn vitjar
Evrópa íslands. Og allir hafa þessir
fullhugar þjóðlega menntastefnu og
fornar bókmenntir í hávegum. Það
mættum við ekki sízt hafa í huga
nú á tímum, þegar Evrópubanda-
lagið réttir að okkur epli í Eden
allsnægtanna.
Á 200 ára afmæli frönsku
• stjómarbyltingarinnar er
skemmtilegt að riija það upp að Jón
forseti Sigurðsson var með hugann
við Frakkiand og jafnréttisbaráitu
borgaranna þar.
Hann upplifir stórvið-
burði aldar sinnar sem
þátttakandi en ekki
áhorfandi og skynjar
mikilvægi þeirra enda
býr hann í höfuðborg
eins af konungseinveldunum og
upptendrast af atburðum þar og
annars staðar í álfunni. Þannig seg-
ir hann í bréfi til Jens bróður síns
18. marz 1848: „Þú veizt, að marg-
ir hafa fundið á sér árin fyrirfar-
andi einsog veðurboða, en nú er það
komið fram, því gamla Európa er
nú þegar í loga ... Frakkar urðu
bráðir og ætluðu að segja til sín,
en þeir vissu ekki af sér sjálfir fyrr
en öllu var kollsteypt óvart. Hvað
var nú að gjöra? — Republik — og
á einu augabragði þá er orgað upp
„la republique Francaise — la li-
berté — l’égalité, la fratemité“ —
Eh bien, monsieur, það er komin
republik á Frakklandi aftur, og
Lamartine er utanríkisherra. Thiers
er nú hreint apturúr, því hann er
ekki nærri nógu fijálslyndur. Nú
er kviknað í Þýzkalandi, og í flest-
um stöðum láta sljómirnar und-
an...“
Og svo veltir Jón fyrir sér við-
brögðum heima. „Við emm nú að
bíða póstskipsins, að heyra stjórnar-
byltíng frá íslandi, en ef hún er
ekki komin þá kemur hún þegar
fregnirnar koma héðan, það veit
ég.“
Það er ekki lítill hiti í orðum
þessa upprennandi leiðtoga, þegar
hann skrifar bróður sínum heim til
íslands. Hann veit að nálægur
veggur hitnar, þá er inn næsti
brennur, svo að vitnað sé til Ama
sögu byskups, en þessi fomu rit
vom Jóni forseta í senn næringar-
gott veganesti og einskonar leið-
sögustef í langri baráttu. í Árna
sögu er bæði talað um frelsi lands-
ins og frelsi alþýðunnar og búkarla
sem gera sig digra. Lífsviðhorf Jóns
a'sér djúpar rætur í þjóðarsögunni.
Mannréttindayfirlýsingin
• franska sem þjóðarsam-
kundan, eða byltingarráðið sam-
þykkti 26. ágúst 1789 og skeytt
var sem formála framan við nýja
stjómarskrá 1791 sækir áhrif í
ýmsar áttir.
Sumir telja að áhrifin séu einna
helzt frá sjálfstæðisyfirlýsingu
Bandaríkjanna frá 4. júlí 1776 þar
sem í upphafi er talað um að allir
menn séu jafnir við fæðingu og
sæki jafnan rétt í skapara sinn, lífið
sjálft, frelsið og leitina að ham-
ingju. Í gagnrýni á Bretakonung
er tekið fram að hann hafi lagt á
skatta án samþykkis bandarísku
þjóðarinnar, en takmarkalítil skatt-
heimta er talin siðleysi og mann-
réttindabrot að dómi mikilsvirtra
stjórnspekinga, konungur er sakað-
ur um að hafa brotið þau fmmrétt-
indi mannsins að allir skuli vera
jafnir fyrir lögum; þ.e.a.s. hann
hafi brotið lögin og gengið á rétt
fólks og framkvæmt valdstjórn sína
með þeim hætti að hann sé rétt-
nefndur harðstjóri.
Aðrir rekja áhrifin á frönsku
mannréttindayfirlýsinguna til
brezkra gmndvallarreglna um lýð-
ræðisleg réttindi, enn aðrir til helztu
hugsuða upplýsingastefnunnar —
en þó einkum Rousseaus og rits
hans, Social Contract.
Franska mannréttindayfirlýsing-
in hafði gífurleg áhrif á stjórn-
málaþróun 19. aldar og réttindabar-
áttu þeirra sem höfðu forystu um
aukin mannréttindi á öldinni og allt
fram á okkar daga.
Helztu ákvæði yfirlýsingarinnar
era frelsi til að kjósa fulltrúa á lög-
gjafarþing; jafn réttur allra fyrir
lögum; sanngjamir skattar, vernd
gegn eignaupptöku stjórnvalda að
geðþótta; trúfrelsi, málfrelsi og
prentfrelsi; og vernd gegn hand-
tökum og refsingum að geðþótta.
Allt em þetta grandvallaratriði í
stjómskipan lýðræðisríkja og sér
þeirra ekki sízt stað í stjórnarskrá
okkar íslendinga, þótt ekki sé ávallt
eftir þeim farið.
M.
(meira næsta sunnudag)
HELGI
spjall
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 24. júní
Reykjavíkurbréf,
sem birtist hinn 11. júní
sl., hefur orðið tilefni
umræðna hér í Morgun-
blaðinu, sem ástæða er
til að víkja að nokkmm
orðum. Erling Garðar
Jónasson, rafveitustjóri á Austurlandi, rit-
aði grein í Morgunblaðið sl. fimmtudag,
þar sem hann ijallaði nokkuð um fyrrnefnt
Reykjavíkurbréf og sagði m.a.: „Áthyglis-
verðar ályktanir ritstjóranna undanfarið
um fijálsa vöruflutninga til landsins, um
fijálsar tryggingar og um innflutning land-
búnaðarafurða, hafa skapað miklar um-
ræður og jafnvel orðið til þess, að skoðana-
bræður blaðsins hafa endurskoðað viðhorf
sitt til þess.
Þetta kallast kjarkur í minni sveit.
Lykilþátturinn í ofangreindu Reykjavík-
urbréfi er sú ályktun höfundar, sem hægt
er að lesa beint úr texta, að skammtíma-
sjónarmið ráði gangi atvinnumála á lands-
byggðinni og að stuðningur við umbætur
í sjávarútvegi muni fyrst og fremst koma
frá kjósendum á höfuðborgarsvæðinu....
Sökudólgarnir era heimilisfastir á höf-
uðborgarsvæðinu, þar geisaði íjárfesting-
aræðið, þar búa höfundar fastgengisstefnu
og fijálsra vaxta og þar búa þeir, sem
vilja bara smyija eitt tannhjól í efnahags-
vélinni, peningana.
Mönnum um allt land er það ljóst, að
allir þjóðfélagsþegnar verða nú að borga
fjárfestingarfylliríið á höfuðborgarsvæðinu
og sjálfsagt er útilokað að viðhalda já-
kvæðum raunvöxtum vegna afleiðinga
þeirra í rekstri stórfyrirtækja á Reykjavík-
ursvæðinu....
Hér á Austurlandi fýsir okkur að vita,
hvar offjárfesting hefur verið í fiskvinnslu-
stöðvum eða útgerð undanfarin tíu ár eða
svo. Við þekkjum það ekki hér og eram
orðnir leiðir á þeim frasa frá höfuðborgar-
svæðinu, að íjárfestingar á landsbyggðinni
séu ástæða vandans í efnahagsmálum og
spyijum: Hvort kom á undan, hænan eða
eggið?“
I þeim kafla Reykjavíkurbréfs frá 11.
júní sl., sem Erling Garðar vitnar til, sagði
m.a.: „Hins vegar verða menn að horfast
í augu við það, að umbótastefna í útgerðar-
málum, sem miðar að fækkun fiskiskipa,
mun rekast á gífurlega sterka hagsmuni
og andstöðu. Þar munu byggðasjónarmiðin
m.a. leika stórt hlutverk og um leið og
þau koma til sögunnar birtast alþingis-
menn, sem eiga þingsæti sín undir atkvæð-
um kjósenda í þessum byggðarlögum.
Hættan er sú, að þeir taki skammtíma-
hagsmuni sína og kjósenda sinna fram
yfir langtímahagsmuni þjóðarinnar. Þess
vegna er mikið til í því, sem fyrmefndur
forystumaður í útgerð sagði: „Stuðningur
við umbætur í sjávarútvegi mun fyrst og
fremst koma frá kjósendum á höfuðborg-
arsvæðinu.““
m^mmmmmmm ekki verður
^iávanit- um það deilt’ að
uJav 111 sjávarútvegurinn er
vegnrinn er grandvöiiur at-
crriinHvnll- vinnulífs og afkomu
gi uiiuvuu okkar . þessu landi
unnn Um það verða íbúar
landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis áreið-
anlega sammála og Erling Garðar og
Morgunblaðið era áreiðanlega á einu máli
um þá meginforsendu, sem menn verða
að gefa sér í þessum umræðum. Um það
verður heldur ekki deilt, að því meiri, sem
hagnaðurinn verður af útgerð og fisk-
vinnslu, þeim mun betri verður Iífsafkoma
okkar íslendinga. Þess vegna er spurning-
in þessi: Hvernig getum við náð meiri
hagnaði út úr rekstri sjávarútvegsins?
Það er heldur enginn ágreiningur um
það nú orðið meðal landsmanna, eða milli
byggðarlaga eða í hópi útgerðarmanna og
sjómanna, að ef við miðum við nokkuð
svipað aflamagn og við nú búum við —
og það era tæplega rök fyrir því, að hægt
verði að auka aflann verulega á næstu
áram frá því, sem nú er — hlýtur vonin
um aukinn hagnað af útgerðinni að liggja
í því að ná í þennan afla með minni til-
kostnaði. Það hefur verið sýnt fram á það
með rökum, sem ekki er hægt að bera
brigður á, að fiskiskipastóll okkar er of
stór. Það þýðir, að við getum náð í sama
aflamagn með færri skipum, minni olíu-
eyðslu, minni veiðarfæranotkun. Sami afli
með færri skipum hefur í för með sér
aukinn hagnað og betri afkoma þjóðarinn-
ar.
Þetta er það, sem Morgunblaðið á við,
þegar blaðið talar um offjárfestingu í út-
gerð. Erling Garðar spyr: Hvar er þessi
offjárfesting í útgerð á Áusturlandi? Svar-
ið er: Þessi offjárfesting í útgerð er um
allt land og ekki hægt að taka einn lands-
hluta út úr í þeim efnum. Ágreiningurinn
er ekki heldur um þetta grandvallaratriði,
ágreiningurinn er um það, hvaða leiðir á
að fara til þess að fækka fiskiskipum og
hvar sú fækkun á að koma fram.
Það er hér, sem ágreiningur um útgerð-
arstefnuna snýst upp í stríð milli lands-
hluta og þar er Reykjavíkursvæðið eða
suðvesturhornið ekki undan skilið. Utgerð-
armenn og sjómenn fyrir sunnan telja, að
það sem þeir kalla smáfiskadráp fyrir vest-
an, norðan og austan sé að leggja útgerð
í Vestmannaeyjum og á Suðurnesjum í
rúst.
Þessi ágreiningur milli landshluta er líka
byijaður að slqöta upp kollinum milli Vest-
firðinga og Austfirðinga eða öllu heldur
af hálfu Vestfirðinga í garð Austfirðinga.
Morgunblaðið gaf út fjórblöðung sl. þriðju-
dag með viðtölum við fólk í nokkram sjáv-
arþorpum á Vestfjörðum, sem ramba á
barmi gjaldþrots. Það má lesa út úr þess-
um viðtölum, að Vestfirðingar telja, að
Halldór Ásgrímsson hafí beitt aðstöðu
sinni í sjávarútvegsráðuneytinu til þess að
hygla Áustfírðingum í kvóta og byggja
upp útgerð á Austurlandi á kostnað út-
gerðar á Vestíjörðum. Þannig sagði hrepp-
stjórinn í Bíldudal, Guðmundur Sævar
Guðjónsson: „Við eram mjög ósáttir við
Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráð-
herra, og hans vinnubrögð.“ Og Jakob
Kristinsson, framkvæmdastjóri Fiskvinnsl-
unnar á Bíldudal segir: „Það er einnig
mikið vandamál, sem við búum við, sú
staðreynd, að Halldór Ásgrímsson virðist
ekki þola Vestfirði frekar en nokkra aðra
staði á landinu."
Þessi djúpstæði ágreiningur milli lands-
hluta veldur því m.a., að Morgunblaðið
hefur hamrað á því um nokkurt skeið, að
samstaða um nýja fiskveiðistefnu væri
forsenda fyrir efnahagslegum umbótum í
landinu. í því sambandi var vitnað til
ónafngreinds forystumanns í sjávarútvegi,
sem taldi, að stuðningur við umbætur á
þessu sviði myndi fyrst og fremst koma
frá kjósendum á höfuðborgarsvæðinu. Nú
má út af fyrir sig segja, að það sé ekki
góður siður að vitna í ónafngreinda menn,
en það var gert til þess að koma athyglis-
verðu sjónarmiði á framfæri. Það væri
misskilningur að ganga út frá því sem
vísu, að þetta hafi verið sjónarmið útgerð-
armanns á Reykjavíkursvæðinu. í þessari
umsögn felst einfaldlega sú skoðun, sem
vissulega er umræðu verð, að átökin milli
landshlutanna, þar sem sjávarútvegurinn
er burðarás alls atvinnulífs, verði svo djúp-
stæður, að samstaða náist alls ekki og
einhver verði að höggva á hnútinn og aðr-
ir séu ekki líklegri til þess, en kjósendur
á höfuðborgarsvæðinu.
Vonandi er þetta of mikil svartsýni.
Morgunblaðið vill ekki ýta undir ríg milli
landshluta, enda hefur blaðið ítrekað og
ævinlega lagt á það megináherzlu, að við
íslendingar verðum að byggja landið allt.
En það breytir ekki því, að ef við ætlum
á annað borð að hafa kjark til þess að
takast á við þau alvarlegu vandamál, sem
að okkur steðja, verðum við að vera raun-
sæir og það er ekkert annað en raunsæi
að gera sér grein fyrir því, að við getum
náð samstöðu um markmið í sjávarútvegs-
málum, en það verður mun erfiðara að
ná samkomulagi um þær leiðir, sem fara
verður að því marki. Og ef ekki næst sam-
staða um allt land má sá ágreiningur ekki
verða til þess að lama allar framfarir í
landinu.
Fyrir Morgunblaðinu vakir sízt af öllu
fjandskapur við landsbyggðina, heldur til-
raun til þess að koma af stað alvarlegum
umræðum um ákveðin vandamál okkar
íslendinga og reyna að lyfta þeim umræð-
um upp fyrir það þrasstig, sem einkennir
nánast allar pólitískar umræður hér á
landi.
ÞAÐ ER RÉTT
hjá Erling Garðari
Jónassyni, að á höf-
uðborgarsvæðinu
hefur ríkt fjárfest-
. ingaræði. Það kem-
Vextír ur bezt fram í því
mikla rými atvinnuhúsnæðis, sem nú
stendur ónotað í Reykjavík og nágranna-
byggðum. Hins vegar er það röng álykt-
un, að þetta ijárfestingaræði valdi því, að
ekki verði hægt að halda við raunvaxta-
stefnu. Fjárfestingaræðið ætti einmitt að
ýta undir hækkun vaxta fremur en lækkun
eins og núverandi ríkisstjóm stefnir að
vegna þess, að lækkandi vextir geta stuðl-
að að því, að nýtt fjárfestingaræði hefjist
en hinir háu vextir hafa þó orðið til þess
að bremsa menn af í framkvæmdum, sem
ekki vora fyrirsjáanlega arðbærar.
Erling Garðar talar um, að á höfuð-
borgarsvæðinu búi höfundar fastgengis-
stefnu. Hér skal ekkert fullyrt um, hvar
þeir búa, en meðan haldið var við þá stefnu
var henni ekki andmælt svo nokkra nam.
Hvers vegna ekki? Einfaldlega vegna þess,
að fastgengisstefnan bjó til falskan kaup-
mátt hjá launþegum um allt land — ekki
bara á höfuðborgarsvæðinu — og á meðan
sjávarútvegurinn gat staðið undir því vora
menn sáttir við að eyða langt um efni fram.
Það var ekki fyrr en verð fór að lækka á
erlendum mörkuðum, að efasemdir fóru
að koma fram um hina svonefndu fast-
gengisstefnu.
Skilja má hin tilvitnuðu ummæli Erlings
Garðars hér að ofan á þann veg, að hann
telji svonefnda fijálsa vexti ekki af hinu
góða. Þetta sama sjónarmið kemur skýrt
fram í viðtölum við Vestfirðinga, sem áður
var vikið að. Magnús Guðjónsson, kaup-
félagsstjóri á Þingeyri, sagði m.a.: „ .. . og
það gengur ekki að greiða niður raun-
ávöxtun fyrir sparifjáreigendur með því
að ganga á spamað fyrirtækja."
Þessari sömu hugsun hafa aðrir lýst á
þann veg, að ef krafa um ávöxtun spari-
fjár sé meiri en nemur arðinum af atvinnu-
rekstrinum á hveijum tíma sé ekki hægt
að greiða þessa ávöxtun nema með því
að ganga á eigið fé fyrirtækjanna.
En hafa menn gert sér grein fyrir því,
að til era fyrirtæki á íslandi, sem staðið
hafa í stórfelldum fjárfestingum á undan-
förnum áram, hvort sem er húsbyggingum
eða vélakaupum og ekki lent í nokkram
vandræðum þrátt fyrir hina háu vexti?
Ástæðan er sú, að þessi fyrirtæki hafa
haft sterka eiginfjárstöðu og þau hafa
getað lagt út í þessar fjárfestingar með
nokkra eigin fé, þannig að rekstur þeirra
byggist ekki nema að hluta til á lánum.
Þessi fyrirtæki hafa borgað hina háu vexti
án þess, að gengið væri á eigið fé þeirra.
Sparifjáreigendur munu aldrei sætta sig
við það, að neikvæðir vextir komi til sög-
unnar á ný. Enda era engin rök fyrir því,
að ætlast til þess, að fólk afhendi sparifé
sitt fyrir minna en ekki neitt til þess að
byggja upp atvinnurekstur í landinu.
Raunar má segja, að sá atvinnurekstur
sem getur ekki greitt eðlilega vexti eigi
engan rétt á sér. Hann er þá ekkert annað
en atvinnubótavinna, sem haldið er uppi
með einum eða öðram hætti af sameigin-
legum sjóðum.
Lausnin er auðvitað sú, að auka eigið
fé fyrirtækjanna. Þá má spyija: Hvaðan á
það fjármagn að koma? Þegar við íslend-
ingar lesum um hlutabréfamarkaði erlend-
is og sviptingar á þeim, eram við gjaman
í þeirri trú, að þeir sem festa fé í hlutabréf-
um séu auðmenn og rík fyrirtæki. Þetta
er misskilningur. Þeir era ekki nema lítill
hluti þeirra, sem kaupa hlutabréf í fyrir-
tækjum erlendis. Stærstu kaupendur
hlutabréfa erlendis era ýmiss konar sjóðir,
bæði lífeyrissjóðir, verðbréfasjóðir og slíkir
aðilar. Mesta fjármunamyndunin á Islandi
Fjárfest-
ingaræði og
frjálsir
1979 og allar götur síðan undir kjörorð-
inu: Valddreifing og Báknið burt, enda
lofi hún um leið að bendla enga foringja
Sjálfstæðisflokksins frá Jóni Þorlákssyni
til þessa dags við ofsljórnar- og ofsköttun-
arstefnu.
Rétt er það hjá ykkur, að samningaþóf
var langt sumarið 1987, en þið vitið allra
manna bezt, að því lauk farsællega og
ættuð kannski einhvern tíma að lýsa því
og svikunum dagana 8. og 9. október það
haust, þegar skattheimtubijálæði komst á
áður óþekkt stig, þótt barnaleikur sé hjá
því, sem síðar hefur gerzt. Annars get ég
minnt ykkur á það.
Þetta sumar pólitísks sólarleysis tókst
þrátt fyrir allt að ná fullu samkomulagi
þriggja stjómmálaflokka um þokkalegasta
stjórnarsáttmála, þar sem rækilega var
fram tekið, að sú skepna, sem nefnd er
ríkissjóður, ætti ekki að sitja í fyrirrúmi
fyrir fólkinu og atvinnuvegunum. Þetta
sveik stjómin á fundi sínum 8. október
án samráðs við þingflokka.“
Ef við skiljum Eyjólf Konráð Jónsson
rétt, er hann með þessum orðum annars
vegar að segja, að hann telji óþarft að
leggja jafn mikla vinnu í gerð stefnuskrár
nýrrar ríkisstjórnar eins og hér var sagt,
að þyrfti að gera og hins vegar, að stjórn-
arstefnan, sem mörkuð var sumarið 1987
hefði út af fyrir sig gengið, ef ekki hefðu
komið til miklar viðbótarskattahækkanir
um haustið.
Hér verður ekki deilt við Eyjólf Konráð
um skattahækkanir fyrri ríkisstjórnar
haustið 1987- Þingmaðurinn hefur hvað
eftir annað haldið því fram, að aukin skatt-
heimta myndi leiða til vaxandi halla á ríkis-
sjóði og hvort sem tengsl era þar á milli
eða ekki, hefur skoðun Eyjólfs Konráðs á
því reynzt rétt. Hitt er ótvírætt sjónarmið
Morgunblaðsins, að nú dugi ekki stefnu-
mörkun á einni dagstund til þess að ráða
við þann vanda, sem að þjóðfélagi okkar
steðjar.
Þegar ráðherrar Sjálfstæðisflokks og
samstarfsaðila ganga inn í ráðuneytin að
lokinni næstu stjórnarmyndun verður
stefnan að vera ljós og tillögurnar út-
færðar og tilbúnar til framkvæmda. Þau
vinnubrögð duga ekki nú, að marka stefn-
una í stjórnarmyndunarviðræðum og fela
embættismönnum að útfæra hana. Til þess
að svo megi verða þarf mikil undirbúnings-
vinna að fara fram og henni verður ekki
lokið á dagstund.
á undanförnum þremur áratugum hefur
ekki orðið í fyrirtækjunum heldur í þessum
sjóðum. Lífeyrissjóðimir hafa safnað sam-
an gífurlegum fjarmunum. Þeir hafa lítið
gert af því að festa fé í hlutabréfum, þó
í einhveijum mæli. Er ekki kominn tími
til að lífeyrissjóðirnir komi til sögunnar,
sem aðilar að uppbyggingu atvinnulífs á
íslandi? Sem ijárfestingaraðilar en ekki til
þess að kaupa áhrif eða stjórnarsæti fyrir
einstaka forystumenn sína. Þetta er til
umhugsunar fyrir Erling Garðar Jónasson
og aðra. í þessu sambandi má einnig minna
á, að í Vestur-Þyzkalandi era bankar stór-
ir hluthafar í fyrirtækjum. Hvers vegna
ekki að reyna það hér nú þegar öflugur
einkabanki er að koma til sögunnar og
fleiri kunna að fylgja í kjölfarið?
Hitt er svo annað mál, að ísland er
lítið markaðssvæði og því meiri hætta en
ella á hringamyndun og fámennisstjórnun
í skjóli fjársterkra almannafyrirtækja og
lífeyrissjóða. Því er nauðsynlegt að setja
um þessi mál fijálsa en ákveðna löggjöf
til að koma í veg fyrir valdabrask með
almenningsfjármagn. Það er ekki endilega
geðfelldara en þjóðnýtingarbrask stjórn-
málamanna, enda era menn nú farnir að
íhuga það.
Athug’a-
semdir Eyj-
ólfs Konráðs
EYJOLFUR KON-
ráð Jónsson, al-
þingismaður og
fyrram ritstjóri
Morgunblaðsins,
hefur einnig gert
athugasemdir við hið umrædda Reykjavík-
urbréf, nánar tiltekið það, sem hann nefn-
ir „veikleika bréfsins“, í grein í Morgun-
blaðinu hinn 13. júní sl. I upphafi vitnar
Eyjólfur Konráð til fyrrnefndra skrifa
Morgunblaðsins þar sem sagði: „Stefnu-
skrá nýrrar umbótasinnaðrar ríkisstjórnar
verður ekki til á einni nóttu. Hún verður
heldur ekki til í tveggja mánaða samninga-
þófí um stjórnarmyndun að kosningum
loknum."
Síðan segir alþingismaðurinn: „Stefnu-
skrá nýrrar umbótasinnaðrar ríkisstjórnar,
meirihlutastjórnar Sjálfstæðisflokksins,
verður ekki til á einni nóttu, rétt er það.
En hún gæti fæðst á þeirri dagstund, þeg-
ar forasta Sjálfstæðisflokksins, eins og
Friðrik Sophusson" kallar sjálfan sig og
Þorstein Pálsson eina manna, lýsti yfir
gjaldþroti „Leiftursóknarstefnunnar“, sem
lítill hópur gamalla ungmenna knúði fram
Morgunblaðið/Einar Falur
„En það breytir
ekki því, að ef við
ætlum á annað
borð að hafa
kjark til þess að
takast á við þau
alvarlegu vanda-
mál, sem að okkur
steðja, verðum við
að vera raunsæir
og það er ekkert
annað en raunsæi
að gera sér grein
fyrirþví, að við
getum náð sam-
stöðu um mark-
mið í sjávarút-
vegsmálum, en
það verður mun
erfiðara að ná
samkomulagi um
þær leiðir, sem
fara verður að því
marki. Og ef ekki
næst samstaða um
allt land má sá
ágreiningur ekki
verða til þess að
lama allar fram-
fárir í landinu.“