Morgunblaðið - 25.06.1989, Page 24

Morgunblaðið - 25.06.1989, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ _ _ 'H'íl rl ; • i ■/ <1 GUR 25. JUNI 1989 HTVB |^| q p RIKISSPITALAR Sjúkraliðar óskast nú þegar á hjúkrunardeild Vífilsstaða. Starfshlutfall og starfstími samkomulagsatriði. Upplýsingar gefur hjúkrunarframkvæmda- stjóri í síma 602800. Reykjavík, 25. júní 1989. DAGVIST BARNA ; Þroskaþjálfar Dagvist barna rekur sér deildir fyrir fötluð börn við dagheimilið Múlaborg og dagheimil- ið Ösp. Okkur vantar þroskaþjálfa og fóstrur til starfa í haust. Upplýsingar veita forstöðumenn viðkomandi heimila. Ritari - hlutastarf Lítil heildverslun vill ráða starfskraft til almennra skrifstofustarfa. Starfsreynsla nauðsynleg. Góð enskukunnátta er skilyrði. Eitt Norðurlandamál er æskilegt. Um er að ræða hálfsdagsstarf. Vinnutími og laun eru samningsatriði. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „Ritari - 2990“ fyrir hádegi á miðvikudag. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA VESTFJÖRÐUM BRÆÐRATUNGA 400 ISAFJÖRÐUR Þroskaþjálfar Svæðisstjórn málefna fatiaðra á Norðurlandi vestra óskar að ráða þroskaþjálfa til starfa á Blönduós, Sauðárkrók og Siglufjörð. Um er að ræða fjölþreytt og spennandi störf. Upplýsingar veitirframkvæmdastjóri í símum 95-36725 og 95-35002. Ríkismat sjávarafuröa Yfirmatsmaður Hafir þú þekkingu og áhuga á verkun og mati á fiskafurðum og gæðamálum í sjávarút- vegi getur þetta verið starf fyrir þig. Æskilegt er að viðkomandi hefji störf þegar í júlí, eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknareyðublöð og starfslýsingar liggja frammi á skrifstofu Ríkismatsins, Nóatúni 17, 105 Reykjavík, s. 91-627533. Umsóknar- frestur er til 5. júlí nk. Nánari upplýsingar fást hjá Sveinbirni Strandberg, starfsmanna- stjóra. Ríkismat sjávarafurða hefur að leiðarljósi: ★ Að stuðla að auknum hráefnis- og vöru- gæðum íslenskra sjávarafurða. ★ Að þróa starfsemi sína þannig að hún verði einkum fólgin í miðlun þekkingar og færni og að skapa sjávarútveginum réttar forsendur til starfa. ★ Að vera í krafti þekkingar sinnar og reynslu forystuafl í gæðamálum. ★ Að skapa samstarfsvettvang stjórnvalda og sjávarútvegsins í stöðugri viðleitni þeirra til að auka þekkingu og færni í vinnubrögðum og vörumeðferð. ★ Að móta afstöðu þeirra sem við sjávarút- veg starfa til gæðamála og efla almenna gæðavitund. Ríkismat sjávarafurða telur það vera helsta verkefni sitt að stuðla að vönduðum vinnu- brögðum svo íslenskar sjávarafurðir nái for- skoti á markaðnum vegna gæða og það með hærra verði en ella. Ritari Skrifstofustarf Fyrir eina af deildum Sambandsins leitum við að manni til skrifstofustarfa. Starfið felur í sér meðal annars vélritun, símavörslu, vinnu við tölvuskjá og gjald- kerastarf. Við leitum að manni með góða vélritunar- kunnáttu og reynslu að vinna við tölvuskjá. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá starfs- mannastjóra er veitir nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 28. þessa mánaðar. SAMBAND ÍSL.SAMVINNUFÉIAGA STARFSMANNAHALO Kennarar Við Gerðaskóla í Garði vantar kennara. Meðal kennslugreina almenn kennsla yngri barna, enska, heimilsfræði og tónmennt. Lítill skóli í þægilegu samfélagi, aðeins 50 km frá Reykjavík. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 92-27048, og ýfirkennari í síma 92-37584. Kjötdeild Viljum ráða nú þegar starfsmann vanan kjöt- skurði og starfsmann í móttöku kjötdeildar í verslun okkar í Kringlunni. Æskilegt er að umsækjendur séu ekki yngri en 25 ára. Nánari upplýsingar á staðnum hjá deildar- stjóra kjötdeildar. HAGKAUP töl RIKISSPITALAR Barnaspítali Hringsins Eftirfarandi stöður eru lausar til umsóknar: Staða fyrsta aðstoðarlæknis. Ráðning erfrá 1. september nk. til eins árs. Um er að ræða ábyrgðarmeiri aðstoðarlæknisstörf og eftirlit með yngri aðstoðarlæknum. Þátttaka í kennslu læknanema og ef til vill annarra heilbrigðisstétta. Þátttaka í rannsóknastarf- semi. Hér er um námsstöðu í barnalækningum að ræða. Umsóknarfrestur er til 25. júlí nk. Tvær annars aðstoðarlæknisstöður. Ráðn- ing er frá 20. júlí eða 1. ágúst nk. eftir sam- komulagi. Um er að ræða almenn störf að- stoðarlæknis. Þátttaka í vöktum samkvæmt fyrirfram gerðri áætlun. Bundnar vaktir. Umsóknarfrestur er til 15. júlí nk. Staða fyrsta eða annars aðstoðarlæknis er laus til 5 mánaða frá 10. júlí nk. Þeir sem hafa áhuga gefi sig fram sem allra fyrst. Upplýsingar um ofangreindar stöður gefur Víkingur H. Arnórsson forstöðulæknir í síma 601050. Umsóknir á umsóknareyðublaði lækna ásamt prófskírteini, upplýsingum um starfsferil og meðmælum sendist forstöðulækni merkt umsókn um aðstoðarlaeknisstöður. Reykjavík25.júní 1989. DALVIKURS KC3 Ll Yfirkennari Staða yfirkennara við Dalvíkurskóla er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur til 4. júlí 1989. Upplýsingar eru gefnar í símum 96-61380, 96-61162 og 96-61355. Skólanefnd Dalvíkur. Sjálfsbjörg - landssamband fatlaðra Hátúni 12 - Sími 29133 - Pósthálf 5147 - 105 Reykjavík - liLnd Myndmennta- kennari Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar óskar að ráða myndmenntakennara í 55% starf. Nánari upplýsingar veitir skrifstofustjóri í síma 29133. Sölumaður - framtíðarstarf Heildverslun með ritföng o.fl. óskar eftir að ráða duglegan og samviskusaman sölumann eða -konu sem getur starfað sjálfstætt. í boði eru góð laun fyrir réttan aðila. Umsóknir sem greini aldur, menntun og starfsreynslu óskast sendar auglýsingadeild Mbl. merktar: „B - 8309“. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Tæknifræðingur - mælingamaður Tæknifræðingur eða maður vanur mælingum og stjórnun óskast til starfa í nágrenni Reykjavíkur. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 30. júní merktar: „T - 7078“. Hjúkrunarfræðingar Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga í heilsu- gæslustöðvum eru lausar til umsóknar nú þegar: L Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina í Hólmavík. 2. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina á Þórshöfn. 3. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina í Neskaupstað. 4. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina á Egilsstöðum. 5. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina á Hvammstanga frá 1. júlí 1989 til tveggja ára. 6. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsu- gæslustöðina á Djúpavogi. 7. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsu- gæslustöðina á Bíldudal. 8. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsu- gæslustöðina á Flateyri frá 1. ágúst 1989. 9. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsu- gæslustöðvarnar á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 22.júní 1989.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.