Morgunblaðið - 25.06.1989, Síða 25

Morgunblaðið - 25.06.1989, Síða 25
MORGUNBLAÐIB ATVINWA/RAÐ/SMÁ SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1989 25 ATVIN N tMAUGL YSINGAR Atvinna íboði Hárskerar og nemar á öðru eða þriðja ári óskast á nýja hárgreiðslustofu í Reykjavík. Upplýsingar í síma 73676. Hárskerasveinn Hárgreiðslusveinn eða nemandi, langt kom- inn í námi, óskast. Rakarastofa Ágústar og Garðars, Suðurlandsbraut 10. Trésmiðir Óska eftir að ráða trésmiði í viðhaldsverkefni. Þorsteinn Einarsson, húsasmíðameistari, símar 20626 og 985-29055. „Au pair“ óskast á íslenskt heimili á suður-Englandi. Ráðningartími eitt ár. Upplýsingar í síma 32740. Skrifstofustjóri Búnaðardeild Sambandsins óskar að ráða skrifstofustjóra. Starfssvið skrifstofustjóra felur í sér m.a. bókhald og tölvumál deildar- innar ásamt skrifstofu og fjármálastjórn. Leitað er að manni með viðskiptafræði- menntun eða víðtæka reynslu á þessu sviði. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist starfsmanna- stjóra er veitir nánari upplýsingar. Umsagnarfrestur er til 30. þessa mánaðar. SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉIAGA STARFSMAKNAHAUD Áhugavert starf í boði Meðal stór heildverslun, sem verið er að endurskipuleggja reksturinn á, óskar að ráða framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjórinn mun taka þátt í endurskipulagningu og upp- byggingu fyrirtækisins. Leitað er eftir aðila með haldgóða menntun og reynslu. Góð laun og starfsaðstaða í boði. Áhugasamir leggi inn eiginhandarumsóknir á auglýsingadeild Mbl., sem lýsa fyrri störf- um, menntun og hvenær viðkonandi geti hafið störf, merktar: „Heildverlsun - 7079“, fyrir 27. júní. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál. Kjarvalsstaðir safnvörður Laus er til umsóknar staða safnvarðar við listasöfn Reykjavíkurborgar. Upplýsingar veitir forstöðumaður Listasafna Reykjavíkurborgar í síma 26131. Umsókn, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist Kjarvalsstöðum v/Flókagötu, 105 Reykjavík, á eyðublöðum, sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 5. júlí 1989. Stór verk Sölumenn athugið Nú um mánaðamótin næstu koma út hjá Svart á hvítu hf. verk Jónasar Hallgrímsson- ar. Útgáfan er í fjórum bindum, samtals yfir 2.000 síður, er í öskju og fylgir henni lista- verk eftir Tryggva Olafsson. Okkur hafa nú þegar borist fjölmargar pant- anir og þykir einsýnt að ötulla sölumanna sé þörf á næstu vikum og mánuðum. Þegar stórtíðindi sem þessi verða í íslenskri bóka- útgáfu, eru tekjumöguleikar sölumanna ein- att miklir. Við leitum áreiðaniegra manna, leggjum áherslu á góða íslenskukunnáttu, heiðarleika og vandvirkni. Kvöld og helgar er selt símleið- is sérstökum markhópum, en virka daga selt í fyrirtækjum. Bæði full vinna og aukavinna í boði. Allar upplýsingar veita Arnarsson og Hjörvarsf., Austurstræti 10, 101 Reykjavík, símar 625233 og 625234. Laus störf landsbyggðin Byggðarlag á Vesturlandi vill komast í sam- band við aðila í eftirtöldum störfum: Húsamálara Bifvélavirkja Veghefilsstjóra Ýmsir möguleikar eru fyrir hendi. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrif- stofu okkar. Göðnt Tónsson RAÐCJÖF & RAÐN1NC.ARHONL1STA TJARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 Verslunarstarf f Hafnarfirði Viljum ráða nú þegar þjónustulipra og sam- viskusama afgreiðslumanneskju til framtíðar- starfa. Um er að ræða heilsdagsstarf frá kl. 9.00-18.00 ásamt tilfallandi yfirvinnu. Nánari upplýsingar veita verslunarstjóri í Miðvangi í síma 50292 milli kl. 10.00-12.00 og 14.00-16.00 og starfsmannastjóri í Kaup- stað í síma 675000. 7MMML 50292 VÖRUMARKAÐUR MIÐVANGI41-53159 Kennarar Tvo kennara vantar við grunnskólann í Sand- gerði næsta vetur. Almenn kennsla og raun- greinar. Húsnæði fyrir hendi. Húsnæðisfyrir- greiðsla. Upplýsingar veita Guðjón Þ. Kristjánsson, skólastjóri, sími 92-37436 og Ásgeir Bein- teinsson, yfirkennari, sími 92-37801. Símar skólans eru 92-37439 og 92-37610. Skólanefnd. Bæjarritari Staða bæjarritara hjá Ólafsvíkurkaupstað er laus til umsóknar. Leitað er eftir viðskipta- menntuðum manni með reynslu í skrifstofu- stjórnun. Umsóknir um starfið sendist á skrifstofu Ólafsvíkurkaupstaðar,'Ólafsbraut 34, Ólafs- vík, fyrir 10. júlí nk. Bæjarstjórjnn íÓlafsvík. Kennarar Við Heppuskóla á Höfn er laus staða ensku- kennara í 7.-9. bekk. Gott húsnæði og fleira. Hvað veistu um Höfn? Kannaðu málið. Upplýsingar í síma 97-81321. Skólastjóri. Verkstjóri í skeytingu Fyrirtækið er virt og rótgróin prentsmiðja í Reykjavík. Starfið felst í verkstjórn og vinnslu í filmu- skeytingu. Vinnutími erfrá kl. 8-16. Eftirvinna. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 30. júní nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Alleysmga- og ráðnmgaþjónusta Liósauki hf. Skólavördustig la - 707 Reykjavik - Simi 621355 Vélamaður Umsvifamikið fyrirtæki á sviði verklegra fram- kvæmda óskar að ráða vélamann til fram- tíðarstarfa. • Leitað er að aðila með starfsreynslu á jarðvinnuvélum. • Helstu störf verða á vörubílum, veghefi- um og tækjum til slitlagsviðgerða. • í boði eru góð starfsskilyrði og starfs- þjálfun hjá traustu fyrirtæki í Reykjavík. Skriflegum umsóknum skal skilað til Ráð- garðs hf. Umsóknareyðublöð fást á staðnum. RÁÐGATOUR RÁENINGAMIÐUJN NÓATÚNI 17, 105 REYKJAVÍK, SÍMI (91)686688 fjölskyldudeild Yfirfélagsráðgjafi Laus er staða yfirfélagsráðgjafa við eina af hverfaskrifstofum fjölskyldudeildar (hverfi III). Yfirfélagsráðgjafi sér m.a. um faglega stjórn- un hverfaskrifstofu, sem einkum annast barnavernd og framfærslumál. Umsóknarfrestur er framlengdur til 6. júlí. Umsóknum skal skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á eyðublöðum sem þar fást. Upplýsingar gefur yfirmaður fjölskyldudeildar í síma 25500. Störf fyrir KÍ Kennarasamband íslands auglýsir til um- sóknar tvær stöður fulltrúa á skrifstofu KÍ. Um er að ræða störf að skólakynningar- og kjaramálum svo og félagsmálum og erinda- rekstri. Óbundið hvort ráðið verður í fullar stöður eða hlutastörf. Umsóknir1 skulu sendartil stjórnar KÍ, Grettis- götu 89, Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 10. júlí. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu KÍ, Grettisgötu 89, Reykjavík, símar 91-24070, 91-12259 og 91-25170.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.