Morgunblaðið - 25.06.1989, Síða 27

Morgunblaðið - 25.06.1989, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMÁ sunnudagur 25. JUNI 1989 Málverktil sölu Unnendur fagurra verka athugið! Til sölu ein af gullperlum Alfreðs Flóka. Svartkrít. Lysthafendur vinsamlegast skilið inn tilboð- um á auglýsingadeild Mbl. merktum: „List - 7336“ fyrir 28. júní. Framleiðslufyrirtæki Til sölu þekkt framleiðslu- og pökkunarfyrir- tæki með matvæli. Hentar vel sem fjölskyldu- fyrirtæki. Góð og örugg velta. Möguleikar á flutningi út á land. Áhugasamir vinsamlegast leggið inn nafn og símanúmer á auglýsingadeild Mbl. fyrir 30. júní merkt: „F - 8308“. Veitingastaður á besta stað í Reykjavík til sölu af sérstökum ástæðum. Um er að ræða vel staðsettan veitingastað, vel tækjum búinn og með góð- um, nýlegum innréttingum. Veitingastaður- inn er í öruggu leiguhúsnæði með langan leigusamning. Miklir möguleikar fyrir réttan aðila. Ákveðin sala vegna sérstakra aðstæðna. Tilboð merkt: „Tækifæri - 7080“ skilist á auglýsingadeild Mbl. fyrir 1. júlí nk. Garðúðun -fljót afgreiðsla Oðum tré og runna með Permasect. Fagmenn með áralanga reynslu. Euro og Visa. íslenska skrúðgarðyrkjuþjónustan, sími 19409 alla daga og öll kvöld. KENNSLA Kannt þú að vélrita? Ef ekki, því ekki að nota sumarið og læra vélritun hjá okkur. Nýtt námskeið byrjar 3. júlí. Innritun í símum 36112 og 76728. Vélritunarskólinn, Ánanaustum 15, s. 28040. Sóknarfélagar - Sóknarfélagar Sumarferð Sóknar verður farin til Vest- mannaeyja helgina 21.-23. júlí nk. Upplýsingar og pantanir í síma 681150 til 6. júlí nk. Starfsmannafélagið Sókn. ÝMISLEGT FÉLAGSMALASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fósturheimili Félagsmálastofnun Reykjavíkur óskar eftir fósturheimili fyrir 10 ára dreng með geðræn vandamál. Væntanlegt fósturheimili þarf að vera barn- laust, en nauðsynlegt er að reynsla af upp- eldisstörfum sé fyrir hendi. Drengurinn þarfnast mikils stuðnings og um verður að ræða nána samvinnu á milli með- ferðaraðila hans og fósturforeldra. Nánari upplýsingar veitir Regína Ásvalds- dóttir félagsráðgjafi, félagsmálastofnun Reykjavíkur í síma 685911 milli kl. 10.00- 12.00 alla virka daga. Ódýrttil Danmerkur Nokkur sæti eru ennþá laus í leiguflugi til Jótlands 19. júlí. Verð kr. 16.300,- Getum einnig útvegað sumarhús, bíla- leigubíl o.fl. Uppselt er í allar aðrar leiguflug- ferðir sumarsins. Norræna félagið, sími 10165. Þakmálning og þakrennur, Marklandi 2-4,108 Rvík Tilboð óskast í vinnu og efni við málningu á þaki og endurnýjun á rennum og niðurföllum. Upplýsingar í síma 39464 Arnar og 39382 Óli eftir kl. 18.00. Útboð Bæjarsjóður Eskifjarðar óskar eftir tilboðum í að smíða 800 m3vatnsgeymi úr steinsteypu á Eskifirði. Útboðsgögn verða afthent á bæjarskrifstof- um Eskifjarðar og hjá Hönnun hf., Síðumúla 1, Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 27. júní nk., gegn 5.000,- kr. skilatrygginu. Tilboð verða opnuð á bæjarskrifstofum Eski- fjarðar þriðjudaginn 11. júlí nk. kl. 11.00. hönnun hf Ráðgjafarverkfræðingar FRV Síðumúla 1-108 Reykjavík • Sími (91) 84311 EIMSKIP Útboð Hf. Eimskipafélag íslands, óskar eftir tilboð- um í að mála gámakranann Jaka í Sunda- höfn. Verkið felst í háþrýstiþvotti, sand- blæstri og málun. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Stefáns Ólafssonar hf., Borgartúni 20, 105 Reykjavík. Þar verða tilboð opnuð föstudag- inn 7. júlí kl. 11.00 f.h. VU í VERKFRÆÐISTOFA \ Á ^ 1 STEFANSÖLAFSSONARHF. Y V X y BORGARTÚNI20 105 REYKJAVlK HAFNAMÁLASTOFNUN |'|+U«.A RlKISINS UtDOO Hafnarstjórn Siglufjarðar óskar eftir tilboðum í raflögn og lýsingu á Bæjarbryggjuna, Siglu- firði. Verkið felur í sér: A. Byggja undirstöður fyrir 2 Ijósamöstur og leggja 46 m ídráttarrör í skurð. Magn: Steypa 25 m3, járn 865 kg. B. Smíða töflu, tengja og ganga frá raflögn. Heimilt er að bjóða í annan hvorn verkhlut- ann eða báða. Verkhluta A skal lokið 19. ágúst en verkhluta B 2. september 1989. Útboðsgögn verða afhent á bæjarskrifstof- unni, Siglufirði, og hjá Hafnarmálastofnun ríkisins, Seljavegi 32, Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 27. júní 1989, gegn 3.000,- kr. skilagjaldi. Tilboðum skal skila til bæjarskrifstofunnar, Gránugötu 24, Siglufirði, fyrir kl. 14.00 mið- vikudaginn 5. júlí 1989. Tilboð óskast í bifreiðir sem eru skemmdar eftir umferðar- óhöpp. Þær verða til sýnis mánudaginn 19. júní á milli kl. 8.00 og 18.00. Tilboðum sé skilað fyrir kl. 18.00 sama dag. TJÓNASKOBUNARSTÖBIN Smiðjuvegur 1 - 200 Kópavogi - Sími 641120 Til sölu Sendiráð Bandaríkjanna óskar eftir tilboðum í eftirtaldar bifreiðar: Chevrolet Suburban árgerð 1984 Wagoneer árgerð1984 Bifreiðarnar verða til sýnis í sendiráði Banda- ríkjanna, Laufásvegi 21, vikuna 26.-30. júní. Tilboðin verða opnuð 3. júlí. Bifreiðarnar eru ótollafgreiddar. Upplýsingar í síma 29100, innanhúss 213. Skeljungur h.f. M Utboð - fyllingarvinna Olíufélagið Skeljungur hf. óskar eftir tilboðum í fyllingarvinnu vegna stækkunar lóðarinnar við Brúartorg 6, Borgarnesi. Fyllingarmagn er um 7000 m3. Verktími er frá 15. júlí til 1. nóvember 1989. Útboðsgögn verða afhent í bensínstöð Skelj- ungs, Brúartorgi 6, Borgarnesi, og á Verk- fræðistofunni Ferli hf., Suðurlandsbraut 4, Reykjavík, og verða tilboð opnuð á sömu stöðum kl. 11.00 þriðjudaginn 4. júlí nk. Olíufélagið Skeljungur hf. A TvÍnNUHÚSN^EÍ Keflavík - Njarðvík Iðnaðarhús í Keflavík og Njarðvík til leigu. Stærðir frá 100 fm til 500 fm. Upplýsingar í símum 92-11753 og 92-12500. Iðnaðar- og geymslu húsnæði - 800 fm til leigu í Skeifunni. Legist í einu eða tvennu lagi. Lofthæð 4,40 m. Upplýsingar í síma 686673. Verslunarhúsnæði við Skólavörðustíg Til leigu eða sölu 50-100 fm verslunar- húsnæði neðarlega við Skólavörðustíg. Gott geymslurými fylgir. Upplýsingar í síma 12920. Atvinnuhúsnæði Verslunar- eða vörugeymsluhúsnæði óskast fyrir traustan aðila. Æskileg stærð 400-600 fm. Staðsetning Múla-, Vogahverfi eða aust- urhluti Kópavogs. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir mið- vikudaginn 28. júní merkt: „1. sept. '89 - 896“. Til leigu Einn af umbjóðendum mínum hefur beðið mig að auglýsa til leigu húsnæði á 2. hæð við Laugaveg. Húsnæðið er 60 fm auk sam- eignar, getur verið hentugt fyrir teiknistofur, heildverslanir, svo og aðra þjónustu. Mögu- leiki er á 4-5 ára leigusamningi. Áhugasamir aðilar sendi inn tilboð, merkt: „Bjart húsnæði - 7081", fyrir 6. júlí ’89. Jón Ólafsson, lögg. endurskoðandi, Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.