Morgunblaðið - 25.06.1989, Síða 28

Morgunblaðið - 25.06.1989, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ATVIIMNA/RAÐ/SMÁ WNMb.XGUR.-25.. .-JUNLI989 Bíldshöfði Til leigu tæplega 800 fm iðnaðar- eða lager- húsnæði. Fernar stórar innkeyrsludyr, 4ra metra lofthæð, malbikuð bílastæði. Hús- næðið leigist í einu lagi eða hlutum. Upplýsingar í síma 623444 á skrifstofutíma. Ingileifur Einarsson, löggiltur fasteignasali. Til leigu Um 100 m2 húsnæði er til leigu á 3. hæð í húsi Verkfræðingafélags íslands á Engjateigi 9, 105 Reykjavík. Húsnæðið hentar vel til ýmiss konar skrif- stofu- eða þjónustustarfsemi. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu VFÍ á Engjateigi 9, 2. hæð. Til leigu íHúsi verslunarinnar Til leigu hluti af 10. hæð í Húsi verslunarinn- ar alls um 90 fm. Nánari upplýsingar í síma 681550. Bílgreinasambandið Fiskverkun - Hafnarfirði Til leigu tvær skemmur hvor að stærð 300 fm á hafnarsvæðinu í Hafnarfirði. Öll aðstaða til skreiðar- og saltfiskverkunar. Mögulegt að leigja hvora skemmu fyrir sig. Upplýsingar í síma 623444 á skrifstofutíma. Ingileifur Einarsson, löggiltur fasteignasali. Skeifusvæði - verslunarhúsnæði Til leigu eða sölu 500-700 fm verslunar- húsnæði á jarðhæð. Skipta má húsnæðinu í smærri einingar. Geymslur í kjallara geta fylgt. Upplýsingar í síma 84956. Skrifstofuhúsnæði til leigu Tvö skrifstofuherbergi á 3. hæð við Suður- landsbraut eru til leigu. Herbergin snúa í norður með góðu útsýni. Þeir, sem hafa áhuga á þessu húsnæði, geta sent nafn og símanúmer til auglýsinga- deildar Mbl. fyrir 1. júlí merkt: „Skrifstofuhúsnæði - 14279“. SJÁLFSTJEPISFLOKKURINN FÉLAGSSTARF Sjálfstæðisfólk í Norður- landskjördæmi eystra f tilefni 60 ára afmælis Sjálfstæðisflokksins verður kjördæmishátíð í Ólafsfirði laugardaginn 1. júlí. Hátíðin hefst með gróðursetningu trjáplantna kl. 14.00-17.00. Um kvöldið verður útigrill og kvöldvaka, spilað, sungið og dansað. Barnagæsla verður á staðnum. Einnig góð tjaldsvæði, svefnpokapláss og hótel. Upplögð fjölskylduhátíð um leið og við styðjum Ólafsfirðinga í gróðursetningarátaki eftir ham- farirnar i fyrra. Kjördæmisráð og sjálfstæðisfélögin i Ólafsfirði. IU Sumarskóli - NUU Ungir sjálfstæðismenn takið eftir! Sumarskóli NUU (Æskulýðssam- taka norrænna íhaldsflokka) verður haldinn í Skálholti og í Reykjavík dagana 17.-23. júlí nk. í skólanum gefst einstakt tækifæri til-þess að kynnast norrænu samstarfi, fræðast um stjórnmál á Norðurlönd- um og eiga skemmtilegar stundir með norrænum skoðanabræðrum. Enn eru örfá pláss laus. Allar upplýsingar um dagskrá, þátttökugjald o.þ.h. eru veittar á skrif- stofu SUS, Valhöll, Háaleitisbraut 1, sími 82900. Áhugamenn um norrænt samstarf eru hvattir til að sækja um. Samband ungra sjálfstæðismanna. Eru kosningar nauðsyn? Þorsteinn Pálsson, alþingismaður, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, er ræðumaður á almennum stjórnmálafundi á Hótel ísafirði fimmtudaginn 29. júnl nk. kl. 20.30. Umræðuefnið er: Eru kosningar nauðsyn? Hvaða valkost hefur Sjálfstæðisflokkurinn upp á að bjóða? Allir velkomnir. Sjálfstæðisfélag ísafjarðar. Félag sjálfstæðismanna í Skóga- og Seljahverfi heldur almennan fé- lagsfund I safnaðar- heimili Seljakirkju þriðjudaginn 27. júní kl. 20.30. Gestir fundarins verða Magnús L. Sveins- son, forseti borgar- stjórnar og Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi. Fundarefni: Málefni Skóga- og Selja- hverfis. Allir velkomnir. Stjórnin. Sumarferð Varðar laugardaginn 1. júlí Þjórsárdalur Sumarferð Landsmálafélagsins Varðar verður farin laugardaginn 1. júlí nk. Lagt verður af stað frá Valhöll kl. 08.00. Áætlaður komutími er kl. 19.30. Ferðinni er heitið í Þjórsárdal. Fyrsti áfangastaður er Skálholt, þar sem drukkið verður morgunkaffi og fræðst verður um þennan sögu- fræga kirkjustað. Þvínæst er ferðinni haldið áfram yfir Iðubrú, upp í Þjórsárdal og snæddur hádegisverður í Skriðufellsskógi. Þar mun formaður Sjáifstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, alþingismaður fyr- ir Suðurland, heilsa gestum og síðan mun aðalfararstjórinn, Höskuld- ur Jónsson, forseti Ferðafélags (slands, lýsa staðháttum. Þar verður einnig plantað 60 trjáplötnum til marks um stuðning sjálfstæðisfólks við landgræðslu og gróðurvernd á 60 ára afmæli flokksins. Á heim- leiðinni verða skoðaðir ýmsir merkir staðir í Þjórsárdal og ferð hald- ið áfram niður í Land i Gunnarsholt, en þar eru höfuðstöðvar Land- græðslu ríkisins. Þar verður drukkið siðdegiskaffi og mun Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, rekja sögu þeirra stórvirkja, sem unnin hafa verið á sviði landgræðslu. Á leið til Reykjavíkur verður ekið um Óseyrarbrú. Áætlaður komutími til Reykjavíkur er kl. 19.30. Aðalfararstjóri verður Höskuldur Jónsson, forseti Ferðafélags is- lands. Þátttakendur hafi allar veitingar meðferðis. Miðasala fer fram í Sjálfstæðishúsinu Valhöll, Háaleitisbraut 1, frá kl. 8-18 daglega. Allar upplýsingar og miðapantanir í síma 82900. Tryggið ykkur miða tímanlega. Stjórn Varðar. t*JÓNUSTA Nationai ofnaviðgerðir og þjónusta. Nationai gaseldavélar með grilli fyrirliggjandi. RAFBORG SF„ Rauðarárstíg 1, s. 622130. ¥élagslíf FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Dagsferðir Ferðafélags- ins sunnudaginn 25. júní Kl. 8.00 - Þórsmörk. Dvaliö 3-4 klst. Verð kr. 2000,-. Kl. 10.00 - Móskarðshnúkar - Trana - Eyjadalur. Móskarðs- hnúkar eru liparíthnúkar austur af Esju mjög Ijósir tilsýndar og skera sig þannig úr fjöllunum í kring. Trana (743 m) er tindur norður af Móskarðshnúkum. Verð kr. 1000,-. Kl. 13.00 - Eyjadalur - Meðal- fellsvatn. Ekið að Sandi (austan Meðalfellsvatns) og gengin hringferð um Eyjadal. Verð kr. 1000,-. Miðvikudagur 28. júní: Kl. 8.00 - Þórsmörk. Við veitum afslátt af gistigjaldi fyrir sumar- leyfisgesti i Þórsmörk. Ódýrasta sumarleyfið er dvöl í Þórsmörk hjá Ferðafélagi íslands. Kl. 20.00 - Síðasta kvöldferðin f Heiðmörk. Fararstjóri: Sveinn Ólafsson. Ókeypis ferð. Brottför í ferðirnar er frá Um- ferðarmiðstöðinni, austanmeg- in. Farmiðar við bi). Frftt fyrir börn að 15 ára aldri. Ferðafélag íslands. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 oq 19533. Sumarleyfisfeðír Ferðafélagsins: 6.-14. júní (9 dagar): Hornvík. Ferðin hefst 6. júlí frá Reykjavík og 7. júli frá ísafirði. Siglt með Fagranesinu til Hornvíkur. Gist í tjöldum. Daglegar gönguferðir um nágrennið m.a. Hornbjarg, Hælavíkurbjarg og viðar. 6.-14. júlí (9 dagar): Hesteyri - Hornvfk. Gönguferð með viðleguútbúnað frá Hesteyri í Hornvik. Á föstu- degi er siglt með Fagranesinu frá ísafirði til Hesteyrar og geng- ið á þremur til fjórum dögum til Hornvíkur. Fararstjóri: Gísli Hjartarson. 11. -16. júlí (6 dagar): Hvftárnes - Þverbrekknamúli - Þjófadalir - Hveravellir. Gengið með svefnpoka og mat á fjórum dögum frá Hvítárnesi til Hveravalla. Gist í sæluhúsum F.i. í Þverbrekknamúla, Þjófadöl- um og á Hveravöllum. Skoðunar- ferðir frá áningarstöðum. 12. -16. júlí (5 dagar): Snæfells- nes - Dalir - Húnavatnssýsla - Kjalarvegur. Leiðin liggur um Ólafsvík, norð- anvert Snæfellsnes, Dali, um Laxárdalsheiði í Hrútafjörð, úm Vatnsnes að Húnavöllum. Til Reykjavíkur verður ekið um Kjöl. Gist í svefnpokaplássi. 14.-21. júlí(8 dagar); Lónsöræfi. Farþegar geta valið um áætlun- arbil frá Reykjvik á fimmtudegi eða flug á föstudegi til Horna- fjarðar. Frá Hornafirði er ferðast með jeppum inn á lllakamb í Lónsöræfum. Gist á tjaldstæði undir lllakambi. Daglegargöngu- ferðir um stórbrotið landslag. Farmiðasala og upplýsingar á skrifstofu Ferðafélagsins, Öldu- götu 3. Ath.: Þeir sem eiga frátekna miða í ferð um Breiðafjarðar- eyjar verða að greiða þá fyrir kl. 17.00 mánudag 26. júní, þar sem fullbókað er í ferðina og biðlisti. Sumarleyfisferðir Ferðafélags- ins eru vinsælar og ódýrar. Ferðafélag (slands. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Ferðir miðvikudaginn 28. júní: Kl. 08.00. Þórsmörk - dagsferð. Nú eru sumarleyfin hafin. Kynnið ykkur tilboð Ferðafélagsins um ódýra gistingu í Skagfjörðs- skála/Langadal. Kl. 20.00. Heiðmörk. Þetta verður síðasta ókeypis kvöldferðin í Heiðmörk á þessu sumri. Hlúð að gróðri i reit Ferðafélagsins. Leiðbeinandi: Sveinn Ólafsson. Farið frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Ferðafélag (slands. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. Ræðumaður: Sam Daníel Glad. Allir velkomnir. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. Klj Útivisti Sunnudagur 25. júní: Kl. 8.00 Þórsmörk - Goðaland. Stansað 3-4 klst. í Mörkinni. Verð 1.500,- kr. Kl. 13.00 Seljadalur - Helgadalur. Ný göngulelð: Seljadalur - Helgadalur - stuðlaberg. Ekið inn fyrir Þor- móðsdal og gengið inn í Seljadal að Hrafnagili. Skoðað verður fallegt stuðlaberg í malarnámu, sem nýlega hefur komið í Ijós. Gengið verður að Nesseli, fram- hjá Bjarnarvatni að Katlagili. Verð 800,- kr„ frítt f. börn m/full- orðnum. Skemmtileg gönguferð. Allir sunnudagar eru göngu- dagar hjá Útivist. Ath. að Heng- ils- og Innstadaisferð er frestað vegna aðstæðna. Miðvikudagur 28. júni kl. 20: Viðey - Vesturey. Hekluferð þann 1. júlí. Sjáumst! Útivist, ferðafélag. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræli 2 Hjálpræðissamkoma í kvöld kl. 20.30. Ungt fólk í fararbroddi. Mikill og fjölbreyttur söngur. Allir velkomnir. VEGURSNN Kristið samfélag Þarabakka 3 Samkoma kl. 11.00. Barnakirkja meðan predikað er. Samkoma um kvöldið kl. 20.30. Björn Ingi Stefánsson talar. Verið velkomin. Vegurinn. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Miðvikudagur 28. júni: Kl. 08.00 Þórsmörk - dagsferð - sumarleyfisdvöl. Það er skemmtileg tilbreyting að dvelja hjá Ferðafélaginu í Þórsmörk. Kl. 20.00 Heiðmörk. Síðasta kvöldferðin í Heiðmörk. Fararstjóri: Sveinn Ólafsson. Komið með í ókeypis ferð. Ferðafólag íslands. AGLOW - kristileg samtök kvenna Fundur verður annað kvöld, 26. júni í Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi kl. 20.00-22.00. Byrjað verður með kaffi og kök- um á kr. 250.00. Björg Halldórsdóttir mun tala til gesta um efnið: Vilji mannsins. Allar konur eru hjartanlega vel- komnar. SAMBAND (SLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Samkoma í kvöld kl. 20.30 á Amtmannsstíg 2B. Upphafsorð: Sigurlina Sigurðardóttir. Ræðu- maður: Francis Stefanos, forseti lúthersku kirkjunnar í Eþíópíu. Söngur: Magnús Baldvinsson. Allir velkomir. Samband íslenskra kristniboðsfólaga. Trú og líf Smlðjuvcgl 1 . Kópavogl Sunnudagur: Samkoma kl. 20. Ath. breyttan samkomutíma. Allir velkomnir. [fcS! Útivist Helgarferðir Ferðafélagsins: 30. júní - 2. júlí: Þórsmörk. Gist í Skagfjörðsskála. Nú er rétti tíminn til þess að njóta dvalar í Þórsmörk. Afsláttur ef verið er lengur en þrjár nætur. Kannið verð og tilhögun. 30. júní - 2. júlí: Dalir - gengin gömul þjóðleið frá Hvammi i Fagradal. Gist í svefnplássi á Laugum, Sælingsdal. 30. júní - 2. júli': Öræfajökull. Gist i tjöldum við þjónustumið- stöðina í Skaftafelli. Brottför föstudag kl. 08.00. 14.-16. júlí: Snæfelisnes - Elliðahamar - Berserkjahraun. Gengið frá Syðra Lágafelli, hjá BauláA/allavatni, um hlíðar Vatnafells, á Horn (406 m) og meðfram Selvallavatni að Ber- serkjahrauni. Létt gönguferð í forvitnilegu landslagi. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu Fi, Öldugötu 3. Ferðafélag (slands. I dag kl. 16.00. er almenn sam- koma i Þribúðum, Hverfisgötu 42. Fjölbreyttur söngur. Barnagæsla. Vitnisburður. Ræðumaður er Gunnbjörg Óladóttir. Allir velkomnir. Samhjálp. Auðbrskku ?. 200 Knpavocjjr Almenn samkoma i dag kl. 14.00. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.