Morgunblaðið - 25.06.1989, Qupperneq 36
f
4WÆ7ÆFJA/ÆZ Efstir á blaði
SYKURLAUST FRÁ WRIGLEY’S FLVGLEIDIRjm/
MORGUNBLAÐID, ADALSTRÆTI 6. 101 REYKJAVÍK
TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, PÓSTIIÓLF 1555 / AKUREYRI: IIAFNARSTRÆTI 85
SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1989
VERÐ í LAUSASÖLU 80 KR.
Skírteini
fyrir 800
-millj ónir á
einni viku
MIKIL sala hefur verið í spari-
skírteinum ríkissjóðs að undan-
förnu og var salan í kringum 800
milljónir í þessari viku. Alls hafa
selst spariskírteini fyrir um 1800
milljónir frá áramótum. Þessi fjör-
kippur í sölunni kemur i kjölfar
auglýsingaherferðar ríkissjóðs að
undanförnu og ákvörðunar um
vaxtalækkun sem tekur gildi þann
1. júlí n.k.
Pétur Kristinsson, framkvæmda-
stjóri Söluskrifstofu ríkisskulda-
bréfa, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að umræðan að undanförnu
um vaxtamál hefði leitt til þess nú,
að fólk tryði því að um verulega raun-
vaxtalækkun væri að ræða og þess
vegna keypti það spariskírteini til
að tryggja sér núgildandi vexti áður
en þeir lækkuðu.
Sparkaði í
mig og þreif
í töskurnar
Vönduð vinna
Morgunblaðið/Einar Falur
„Þetta gerðist allt svo fljótt að
ég gat ekki komið manninum fyr-
ir mig, finnst þó að hann hafi ver-
ið um tvítugt og íklæddur leður-
jakka. Eg var á leið út úr skýlinu
á Hlemmi með tvær peningatösk-
ur og þegar ég var í dyrunum
rauk maður allt í einu upp af bekk,
sparkaði í fótinn á mér og þreif
um leið í töskurnar,“ sagði Guðrún
Sveinsdóttir starfsmaður á
Hlemmi, en ráðist var á hana og
pkún rænd aðfaranótt laugardags-
ins. Arásarmaðurinn hafði á brott
með sér um 40.000 krónur. Guð-
rún er handleggsbrotinn.
Guðrún hefur starfað á Hlemmi
í tæpan mánuð og taldi hún
augljóst að árásarmaðurinn hefði
skipulagt ránið. „Þetta hefur verið
fyrirfram ákveðið, eins og hann hafi
fylgst með hvernig peningaflutning-
amir ganga fyrir sig,“ sagði Guðrún.
Hún sagði að þtjár stúlkur skiptust
á um að flytja peningatöskur frá
biðskýlinu yfir Laugaveginn í hús
SVR skammt frá, en sér sýndist
ástæða til að endurskoða þá flutn-
inga.
Landsbankinn stofriar verðbréfafyrirtæki:
13 til 14 milljaröar bundn-
ir á Kjörbók Landsbankans
Sverrir Hermannsson segir afnám skiptikj arareikninga
jaftigilda eignaupptöku ríkisins á sparifé landsmanna
Á MILLI þrettán og fjórtán milljarðar króna eru bundnir á skipti-
lqarareikningum í Landsbanka Islands, en ríkisstjórnin stefnir nú
að því að afhema skiptikjarareikninga, eða þrengja mjög verðtrygg-
ingarákvæði þeirra.
Ifrétt frá Seðla-
bankanum um
þetta mál segir
m.a. „Ljóst er að
sú breyting verður
nú frá miðju ári,
að skiptikjörin ná
óhreyfðrar innistæðu
aðeins til
til ársloka."
Sverrir Hermannsson, bankastjóri
Landsbankans, líkir þessari stefnu
ríkisstjómarinnar við eignaupptöku
ríkisins á sparifé Iandsmanna, í
samtali við Morgunblaðið í dag, og
segir Landsbankann munu í lengstu
lög berjast gegn þessum áformum
ríkisstjórnarinnar.
Sverrir segir að bankaráð Lands-
bankans hafi á fundi sínum sl.
fimmtudag ákveðið að stofna
sjálfstætt verðbréfafyrirtæki, sem
muni taka til starfa á næstunni.
Þar verði boðið upp á samskonar
ávöxtunarmöguleika fyrir sparifjár-
eigendur og tíðkist hjá öðrum verð-
bréfa- og fjárfestingasjóðum.
Hann segir að viðræður við for-
svarsmenn Sambandsins um kaup
Landsbankans á Samvinnubankan-
um muni hefjast á ný um miðbik
Samdráttur í sólarlandaflugi
FÆRRI íslendingar fara til sólarlanda í sumar en áður. Það er
samdóma álit starfsmanna nokkurra ferðaskrifstofa sem Morgun-
biaðið hafði samband við. Svo virðist sem fólk fari frekar í ódýrari
og styttri ferðir en fyrr auk þess sem bókað er í ferðir með styttri
fyrirvara en oft áður. Dæmi eru um að ferðaskrifstofúr hafi samein-
að flug til áfangastaða. Þær kaupa einnig og selja hver annarri sæti
í leiguflugi. Veðrið á suðvesturhorni landsins síðustu vikur hefur
þó glætt söluna undanfama daga.
Mér virðist al-
menningur
huga meira að
verði fargjalda en
fyrr, sagði Kristín
Aðalsteinsdóttir,
markaðsstjóri Veraldar, í samtali
við Morgunblaðið. „Það seldist til
dæmis lítið í ferðir í júlí sem fólki
fannst of dýrar og því var verðið
lækkað.“ Kristín kvað fólk vilja
komast í betra veður, a.m.k. það
sem byggi á höfuðborgarsvæðinu,
þar sem það sæi ekki fram á að
sumarið yrði sérlega gott. Fólk
kæmi því inn úr rigningunni og
keypti sér flugfarseðla til útlanda
með styttri fyrirvara en áður.
Helgi Daníelsson, deildarstjóri
hjá Samvinnuferðum-Landsýn,
segir samdrátt greinilegan í ferðum
íslendinga til útlanda í sumar.
„Þetta ár hefur verið erfitt í rekstri
ferðaskrifstofa og óneitanlega við-
brigði frá tveimur síðustu ár«m,“
sagði Helgi. „Okkur hefur að mestu
leyti tekist að mæta samdrættinum
með því að sameina ferðir og draga
úr framboði þeirra. Þar sem tíðni
ferða er mikil hjá okkur höfum við
getað selt öðrum ferðaskrifstofum
sæti í leiguflugi."
Ingibjörg Sverrisdóttir, sölu-
stjóri hjá Urval, kvað bagalegt
hversu seint bókað væri í ferðir.
„Almenningur virðist velta verði
ferða vel fyrir sér,“ sagði Ingi-
björg. „Þó er það svo að fólk er
tilbúið til þess að leggja mikið á _
sig til þess að komast til útlanda
og sparar frekar við sig í öðru.“
Karl Sigurhjartarson, fram-
kvæmdastjóri Pólaris, tekur í sama
streng og segir áberandi að bókað
sé í ferðir með stuttum fyrirvara.
„Það hefur tekist ágæt samvinna
um nýtingu sæta_ í leiguflugi en
ljóst er að færri íslendingar ætla
til sólarlanda í ár en í fyrra,“ sagði
Karl Sigurhjartarson.
Anna Guðný Aradóttir, fram-
kvæmdastjóri Útsýnar, tók undir
það að sólarlandaferðir seldust all-
vel um þessar mundir. „Þrátt fyrir
það er minni sala í sólarlandaferð-
um í ár borið saman við árið í
fyrra,“ sagði Anna Guðný.
þessarar viku, formlega og af full-
um krafti. Hann telur að Samvinnu-
bankinn hafi fáa aðra leiki í stöð-
unni, en reyna að sameinast Lands-
bankanum, en enn sé ósamið um
verð.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins setti Guðjón B. Ólafsson,
forstjóri Sambandsins fram kröfu
um það að Landsbankinn gæfi 1,8
milljarð fyrir Samvinnubankann, en
Sverrir Hermannsson, vildi í sam-
talinu ekki tjá sig um hvaða verð
hefði verið sett upp né hversu mik-
ið Landsbankinn væri reiðubúinn
að greiða fyrir Samvinnubankann.
Sverrir segist dást að banka-
málaráðherra fyrir að hafa eflt
einkaframtakið í landinu með því
að selja einkabönkunum þremur
Útvegsbankann, en það sé í hans
huga alveg ljóst að ráðherrann hafi
gefið með Útvegsbankanum einn
milljarð króna, því hann sé 2,5 millj-
arða virði.
Sjá viðtal við Sverri Her-
mannsson, á blaðsíðu 29.
Hjartaþeginn á
nýtt sjúkrahús
FLYTJA á Helga Einar Harðar-
son, hjartaþega í Lundúnum, á
Harefield sjúkrahúsið í dag.
Helgi hefur getað stigið fram
úr rúmi sínu, rölt um stofuna
og hjólað á þrekhjóli. Hann er enn
í öndunarvél og hefur ekki getað
tjáð sig að ráði nema með höndum
og augum.