Morgunblaðið - 23.08.1989, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 23.08.1989, Qupperneq 4
?*?t t-3'íoa f £ fitn/d'iyivn"1/ c:k MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. Ið89 Færa þarf saman veiðiheim- ildir og leggja skip til hliðar - segir Kristján Ragnarsson framkvæmdastjóri LIU „ÞAÐ ÞARF að færa saman veiðiheimildir sem felst í þvi að leggja skip til hliðar,“ sagði Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands Heimsbikarmótið í skák: Fyrsti sig'ur Anderssons Skelleftea í Svíþjóð. Reuter. SÆNSKI skákmaðurinn Ulf And- ersson vann sinn fyrsta sigur í áttundu umferð Heimsbikar- mótsins í skák á mánudagskvöld er hann bar sigur úr býtum í viðureign sinni við Bretann John Nunn. Andersson hafði áður gert sjö jafntefli. Garríj Kasparov, Anatolíj Karpov, Jaan Ehlvest, Valeríj Salov (allir frá Sovétríkjunum) og Ung- veijinn Lajos Portisch eru efstir og jafnir með fimm vinninga. VEÐUR islenskra útvegsmanna, í samtali við Morgunblaðið. „Það er aug- ljóst að með öllum þeim takmörk- unum sem við erum með, þurfum við að auka virkni flotans með því að gefa hverju skipi meiri veiðiheimildir. Eins og ástandið er gerist það ekki með því að auka veiðiheimildirnar, heldur færa þær saman." Kristján Ragnarsson sagði að mönnum hefði verið heimilað að flytja saman veiðiheimildir gegn því að endumýja ekki þau skip sem veiðiheimildimar væm fluttar af. „Dæmin í þessu em að komast á þriðja tug,“ sagði Kristján. „Það má segja að það sé verða viðtekin venja ef skip ferst, eða strandar, að það sé ekki endumýjað heldur er veiðiréttur þess fluttur yfir á annað skip og því ekki stofnað til nýrra fjárfestinga. Þetta fínnst mér vera mjög jákvætt," sagði Kristján. Hann sagði að fella þyrfti niður sóknarmarkið og rýmka um flutn- ing á veiðiheimildum á milli skipa. „Þegar binda þarf togara í landi í 125 daga á ári deila menn ekki um hvort æskilegt sé að rýmka um not á þessu skipi. Það gerist ekki nema með því að fækka skipum. Það er hins vegar viðkvæmt og erfitt að minnka flotann." Kristján sagði að mörg byggðarlög ættu allt undir sjávarútvegi og þeir væm ófáir sem segðu að leyfa þurfí þessum byggð- arlögum að fá ný skip, þar sem þau þurfí meiri afla fyrir sína físk- vinnslu. Þessar raddir séu hins veg- ar lágværari en þær vom áður. „Við gerðum mjög miklar at- hugasemdir við framsetningu á úr- eldingarsjóði í upphafí en það náð- ist að mestu sátt á milli Halldórs Ásgrímssonar og okkar um þennan sjóð. Það þarf að vera frjálst að flytja veiðiheimildir á milli skipa utan sjóðsins. í þessum úreldingar- sjóðshugmyndum er gert ráð fyrir að Qármagnið komi algerlega frá útgerðinni en samt átti ekki að leyfa henni að stjóma sjóðnum,“ sagði Kristján Ragnarsson. / DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa islands (Býggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR I DAG, 23. AGUST YFIRLIT í GÆR: Yfir suð-austanverðu landinu er 985 mb lægð sem þokast norðaustur. Veður fer heldur kólnandi, einkum norðanlands. SPÁ: Norðan 3-5 vindstig víðast hvar á landinu. Skýjað og dálítil rigning norðanlands en þurrt og víða léttskýjað syðra. Hiti 6-16 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Hæg norðlæg átt og fremur svalt. Skýj- að og sums staðar dálítið súld við norðurströndina, en annars þurrt og víða bjart veður. HORFUR Á FÖSTUDAG: Hæg breytileg átt og áfram fremur svalt. Víðast léttskýjað. TAKN: y, Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- 10° Hitastig: 10 'gráður á Celsius stefnu og fjaðrirnar • V Skúrir Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. y Él Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka / / / = Þokumóða Hálfskýjað * / * ? 5 5 Suld Skýjað / * / * Slydda / * / oo Mistur * * * -1* Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma híti veður Akureyri 10 skúr Reykjavík 12 léttskýjað Bergen 13 rigning Helsinki 19 léttskýjað Kaupmannah. 21 léttskýjað Narssarssuaq 5 skýjað Nuuk 3 súld Osló 19 skýjað Stokkhólmur 18 skýjað Þórshöfn 11 skúr Algarve 29 mistur Amsterdam 19 hálfskýjað Barceiona 31 heiðskírt Berlín 26 léttskýjað Chicago 23 skúr Feneyjar 29 heiskírt Frankfurt 29 léttskýjað Giasgow 17 hálfskýjað Hamborg 23 skýjað Las Palmas 26 alskýjað London 21 skýjað Los Angeles 16 léttskýjað Lúxemborg 27 léttskýjað Madrid 33 léttskýjað Malaga 29 mistur Mallorca 33 léttskýjað Montreal vantar New York 23 léttskýjað Orlando 26 léttskýjað Paris 25 léttskýjað Róm 30 þokumóða Vin 27 léttskýjað Washington 24 mistur Winnipeg vantar Frá verðlaunaafhendingu á helgarskákmótinu á Flateyri. Talið frá vinstri: Helgi Ólafsson, Björgvin Jónsson og Eiríkur Finnur Greips- son sem afhenti verðlaunin. Flateyri: Helgi Olafsson vann 37. helgarskákmótið Flateyri. HELGI Ólafsson vann 37. helgarskákmótið sem haldið var hér á Flateyri. Þetta er sterkasta helgarskákmót sem haldið hefiir verið til þessa, að sögn Jóhanns Þóris Jónssonar ritstjóra tímaritsins Skák- ar. Tímaritið stóð fyrir mótinu ásamt Flateyrarhreppi og taflfélagi staðarins í samvinnu við Skáksamband Islands og Flugleiðir. Helgi Ólafsson og Björgvin Jóns- ungarvík varð efstur í flokki 12 ára son hlutu báðir sex vinninga á og yngri með 3,5 vinninga. mótinu af sjö mögulegum. Helgi fékk hins vegar 25 stig en Björgvin 24,5 stig. í 3. til 5. sæti með 5,5 vinninga voru Jón L. Ámason, Jó- hann Hjartarson og Karl Þorsteins. Jón L. fékk hins vegar 25,5 stig, Jóhann 25 stig og Karl 24,5 stig. Sigurvegari í flokki 20 ára og yngri var Magnús Pálmi Ömólfsson frá Bolungarvík en Hrannar Bald- ursson frá Reykjavík sigraði í flokki 18 ára og yngri með 3,5 vinninga. Guðmundur M. Daðason frá Bol- Hlutskarpastur 70 ára og eldri varð Sturla Pétursson með 3 vinn- inga. Grétar Kristjánsson fékk flesta vinninga heimamanna, eða 2,5 vinninga en bestum árangri dreifbýlismanna náðu Guðmundur Halldórsson og Guðmundur Stefán Gíslason frá Isafírði, Ágúst Sindri Karlsson frá Hafnarfírði og Halldór Grétar Einarsson frá Bolungarvík. Þeir fengu allir 4,5 vinninga. Magnea. Sumarslátrun hefst á Hvammstanga í vikunhí Hvammstanga. í ÞESSARI viku verður slátrað um 150 dilkum hjá sláturhúsinu Ferskar afurðir á Hvammstanga. Að sögn forstöðumanns, Sigfiísar Jónssonar, Laugabakka, virðist framboð dilka og áhugi kaupmanna haldast í heldur. Reiknað er með um 10% yfirverði á afurðunum og verður kjöt og slátur selt ófryst. Gert er ráð fyrir vikulegri slátrun fram að hefðbundinni sláturtíð. Guðmundur Gíslason, slátur- hússtjóri hjá Kaupfélagi V-Hún- vetninga, segir að ekki sé ætlunin að slátra sauðfé fyrr en undir 20. september, slátrun geti varla hafist fyrr en bændur hafí lokið göngum og réttum. Hjá Kaupféiaginu er nú slátrað fullorðnum hrossum og verða afturhlutar skrokkanna send- ir á Japansmarkað. Segir Guð- mundur að framboð sé mikið á slát- urhrossum fyrir þennan markað, eða um 150 gripir. Framboðið er mun meira en markaðurinn tekur við, þannig er óvíst um, hve mörg- um gripum verður slátrað hér. Samningar hafa tekist milli Ferskra afurða og Sparisjóðs Vest- ur-Húnvetninga um kaup á slátur- húsi því, sem Sparisjóðurinn keypti á uppboði af þrotabúi Versl. Sig. Pálmasonar hf. Ferskar afurðir kaupa um % hluta hússins og munu gera ýmsar breytingar á húsinu. Hinn hluta hússins mun Meleyri hf. kaupa og tengja það sinni starf- semi. Þá keypti Meleýri hf. gamalt pakkhús af Sparisjóðnum, en pakk- húsið mun vera eitt elsta húsið á Hvammstanga. - Karl Dagsbrún: Skorað á borgina að semja ekki við Vara Á FUNDI borgarráðs Reykjavíkur í gær var lagt fram bréf frá Verka- mannafélaginu Dagsbrún þar sem lýst er þeirri von að borgin gangi ekki til samninga við fyrirtækið Vara um öryggisgæslu og -eftirlit við ýmsar stofhanir Reykjavíkurborgar en útboð af því tagi er nú til afgreiðslu hjá Innkaupastofiiun Reykjavíkurborgar. í bréfinu seg- ir að Dagsbrún hafi lýst yfir vinnustöðvun hjá Vara og muni á næst- unni fylgja henni eftir að fullum krafti vegna vanefhda fyrirtækisins á kjarasamningi. I bréfinu, sem Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dags- brúnar, undirritar, segir að Dags- brún hafi ekki afskipti af því hvaða fyrirtæki fái einstök verk hjá borg- inni, séu þau samningsaðilar Dags- brúnar eða borgi ekki lægra en samningar Dagsbrúnar kveði á um. Hins vegar séu gerðar þungar at- hugasemdir við Vara. Margsinnis hafí árangurslaust verið reynt að ná samkomulagi við fyrirætækið, sem greiði engin tilskilin gjöld vegna starfsmanna sinna, þar með talin lífeyrissjóðsgjöld. Segir að Dagsbrún væri óljuft að vinnustöðv- un Dagsbrúnar hjá Vara yrði til þess að stöðva öryggiseftirlit og gæslu hjá einstökum stofnunum borgarinnar, ekki síst þar sem sam- skipti við Reykjavíkurborg hafí ver- ið mjög góð og þar sem hér sé um öryggisþjónustu að ræða. Einnig segir í bréfínu að hitt stóra örygisgæslufyrirtækið í borg- inni, Securitas, sé samningsaðili við Dagsbrún og greiði gjöld skilvís- lega. Þá segir að það sé von félagsins að borgin hafi þessar staðreyndir í huga og geri ekki samning við fyrir- tæki þar sem verkfail sé yfírvofandi vegna vanefnda á einföldustu kjara- samningssamningsákvæðum. Bréfinu var vísað til Innkaupa- stofnunar Reykjavíkurborgar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.