Morgunblaðið - 23.08.1989, Side 5

Morgunblaðið - 23.08.1989, Side 5
5 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1989 --------- ---:---------7-T—:— --ri—7—!—i íslandssléttbakur með kálfi sínum Hvalatalningarmenn í leið- angri Hafrannsóknastofnunar fyrir skömmu sáu svokallaðan Islandssléttbak ásamt kálfí sínum þann 5. ágúst sl. Síðast sást til slíkrar hvalategundar að sumri til fyrir tveimur árum og þótti þá tíðindum sæta þar sem ekki hafði bólað á honum í um það bil tuttugu undangengin ár. íslandssléttbakar geta orðið 58 feta langir eða rúmir 17 metrar og vegið allt að eitt hundrað tonn. Kálfar þeirra eru fimm til sex metra langir í fæð- ingu. Talið er að meðgangan sé um tólf mánuðir og bera þeir að vetri til þriðja hvert ár. Kálfurinn er með móðurinni í eitt ár og eru þá vandir undan, átta metra langir, samkvæmt upplýsingum Sverris Daníels Halldórssonar, líffræðings hjá Hafrannsókna- stofnun. íslandssléttbakarnir synda mjög hægt og geta kafað mest í 20 mínútur. Blásturinn er mjög auðþekktur, en hann er V-laga. Skíði þeirra eru tveir til tveir og hálfur metri á lengd. Myndirnar af sléttbaknum og afkvæmi hans tók Árni Alfreðsson, starfsmaður Hafrannsóknastofnunar, um borð í Barðanum GK. Þarna sérðu Sigurbjörgu og Finn. Þau eru ó sjötugsaldri og alltaf að skemmta sér. Það er fátt sem aftrar þeim hjón- um frá því að láta gamla drauma rætast. Einn slíkur rættist um daginn, þegar þau komu á Péturstorgið í Róm. Þau eru ákveðin í því að nota tímann vel og kynnast helstu stórborgum heimsins á næstu árum, búa á bestu hótelunum og njóta þess sem hugurinn gimist. Samt em þau ekki hátekjufólk. Þau em hins vegar í viðskiptum við Fjárfestingarfélag íslands. Pað gerir gæfumuninn.* *Finnur erfði litla íbúð foreldra sinna fyrir 10 árum og treysti sér ekki til þess að halda henni við og leigja hana út. Hann þóttist hins vegar vita að fasteign væri það eina sem héldi verðgildi sínu í þessu landi. Þess vegna þorði hann ckki að selja. Ekki fyrr en hann ákvað að leita ráða hjá sérfræðingunum hjá Fjárfestingarfélaginu: Finnur seldi íbúðina fyrir 20.000.000 krónur, eða 200.000 nýkrónur í júní 1979 og keypti spariskírteini ríkissjóðs. Arið 1985 voru þau orðin 2.721.000 kr. Fyrir þessa upphæð kaupir hann Kjarabréf og þegar þetta er ritað em þau orðin 10.052.000 kr. Sigurbjörg og Finnur fá nú u.þ.b. eina mill- jón á ári í hreinar tekjur af Kjarabréfunum. Höfuðstólinn snerta þau ekki ennþá. Hann er varasjóðurinn þeirra. Það má bæta því við að íbúð, svipuð og sú sem Finnur seldi, er um þessar mundir met- in á u.þ.b. 5.500.000 kr. en það er u.þ.b. helmingur þess sem hann á nú með aðstoð Fj árfestingarfélagsins. Þessar tölur em raunvemlegar, en nöfnin ekki. Haföu samband, athugaðu hvort við getum aðstoðað þig. Ob FJÁRFESTINGARFÉLAG ÍSLANDS HF. HAFNARSTRÆTt • KRINGLUNNI • AKUREYRI 28566 689700 25000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.