Morgunblaðið - 23.08.1989, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 23.08.1989, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1989 -T—---T—---—---II; j , ] (; K 1 . _ u , . | ) ! \ I 9 G-samtökin - samtök gjaldþrota einstaklinga Höfum opnað skrifstofu íBæjarhrauni 16, Hafnarfirði. Símatími og innritun nýrra félaga er alla þriðjudaga og fimmtudaga kl. 11.00-14.00. _ ..... G-samtokm, sími 91-652277. HEFUR ÞÚ KYNNST „FLOSA"? „Flosi“ er nýr ryksuguhaus, sem hreinsar ló, hár og annað kusk, sem aðrir burstar ná ekki. „Flosi“ passar á allar ryksugur. (Ar$Í hf. I Faxafeni 12, Reykjavík, s. 673830. UTSAIA - UTSAIA Mikil verðlækkun GIUGGINN, Laugavegi 40 FLEX - O - LET Tréklossar Tréklossarnir með beygjanlegu sólunum nú aftur fáanlegir. GEíSiP Pétur Sigurgeirsson biskup og Sólveig Ásgeirs- dóttir biskupsfrú. Eining kirkjunnar - öflugri kristindómur í tímaritinu Víðförla (3. tbl. 1989), sem er málgagn Þjóðkirkjunnar, er viðtal við Pétur Sigurgeirsson biskup, sem til skamms tíma gegndi embætti biskups íslands. Staksteinar staldra við fáein at- riði viðtalsins, en fráfarinn biskup segir m.a.: „Eg hef viljað efla einingu kirkjunn- ar og kristni þjóðarinnar." Hallgríms- kirkja og heimsókn páfa Víðförli spyr Pétur Sigurgeirsson biskup: Hvað er þér eftjrminni- iegast úr biskupsdómi þinum? „Það er margt. Emb- ættið er krefjandi og gef- andi í velgengni og erfið- leikum. Efst í huga mínum er blessunarrikt samstarf við presta og leikmenn kirkjunnar að framgangi margvislegra málefna fyrir kristni þjóðarinnar. Ef ég ætti að nefiia einstaka atburði er það vígsla Hallgrims- kirkju í Reykjavík, sem mér finnst vera með mestu musterum, stílhrein og mikil í lát- Leysi sínu. Mér verða prestastefiiurnar ætíð minnisstæðar. Þá nefiii ég nýafstaðna heimsókn páfa til íslands. Af er- lendum vettvangi verður það ekki sizt minnisstætt er við hjónin tókum þátt í þúsund ára afinæli kristnitöku rússnesku rétttrúnaðarkirlqunnar." Tengsl ríkis og kirkju „Já, ég kem ekki auga á betra form en þjóð- kirkjuna. En gætum þess að líta ekki á hana sem ríkisstofnun. Hún er sjálf- stæð. Rikið styður hana og styrkir, en það er gagnkvæmt. Kirkjan á að vera grundvöllur þess skipulags sem aUt annað byggir á.“ Samkirkjuleg hreyfing „Samkirkjulega hreyf- ingin er vaxandi. Við krístnir menn þurfum að læra að skUja og virða hveijir aðra og verða eitt, ekki sízt nú þegar framandi trúarviðhorf Hæða yfir þjóðimar. Þetta hafa páfömir tveir, sem ég hefi hitt, einnig lagt áherzlu á. Á það minnir gjöf Jóhannesar Páls H til mín, sem er eitt af handrítum Nýja testamentisins, Ijósprent- un af Vulgata. Hann skrifar þar með eigin hendi: „Allir eigum við að vera eitt. Með þessum orðum opnaði Kristur hjarta sitt og lætur okkur eftir að vinna að þessari einingu til þess að heim- urinn megi trúa.“ Norrænn kirkjudagur „Við kristnir menn verðum að þekkja okkar eigin trú, þar felst styrk- ur okkar og samstaða. Jalhframt finnst mér að kirkjur Norðurlanda eigi að efla sitt samstarf og að þjóðimar deilist ekki upp miUi stórveldanna eða bandalaga alls konar. Ég hefi lagt tíl að haldinn verði sameiginlegur norrænn kirkjudagur, og það er til umfiöUunar þjá Kirknasambandi Norður- landa. Slikt sameinar og bendir á það sem er mik- Uvægt í lífinu." Að vera prest- inum prestur „Stundum næðir um mann, og ekki er aUt tek- ið út með sældinni,“ segir Pétur biskup, aðspurður um, hvort það sé ekki á stundum einmanalegt að vera biskup. „Gagnvart stórum verkefhum hefi ég oft verið „titrandi með tóma hönd“, líkt og skáldið kvað; „tíl þin Guð ég varpa önd“. En ég hefi ekki verið einn. Sól- veig hefúr verið mér ómælanlegur styrkur í starfi. Ég get ekki hugs- að mér hvemig biskup getur gegnt starfi sínu, án þess að eiga skjól hjá konu sinni og geta deilt með henni þvi sem á hvílir. Það vita margir að prestskonan er oft prestinum prestur. Sama gUdir um biskup. Við Sólveig höfúm unnið saman öU okkar ár, það er mikU blessun." Friður í hvers- dagsleikanum „Fyrsta prestastefiian mín var á Hólum ’82 í giampandi sól. Þar vígði ég sr. Sigurð Guðmunds- son vígslubiskup. Síðasta stefnan min, nú í Garðabæ, líka í sólar- birtu, og ég set eftirmann minn, herra Ólaf, í emb- ætti. Bæði skiptin var fjallað um stórmál, nú um safnaðaruppbyggingu, þá um friðarmál. Ég vUdi einmitt gjarnan í starfi minu benda á kirkjuna sem friðarhreyfingu, á friðarhöfðingjann Krist. Kirkjumar eiga að vera í fararbroddi í starfi fyrir friði, ekki aðeins varð- andi heimsátök, heldur að friði itieðal mamia i hversdagslegum aðstæð- um, og friði við sjáifan sig. En mér þykir afar vænt um að geta lokið tima ininum i embætti og fylgt því eftir í góðar hendur eflirmanns míns, Ólafs biskups. Þeim hjón- um biðjum við blessunar í lifi og starfi.“ Það var okkur mikil gleði að liefja biskups- starf. Það er líka gleði að fá að ljúka því þegar timinn er kominn og þá er jafúframt þakkartíl- finningin íUltumvefjandi, — tíl ykkar allra og til Hans sem allt hefúr gef- ið.“ MED TÓMA BUDDU Á EFTIRLÁ UNAARUNUM f Þó að fólk láti af störfum og setjist í helgan stein verður ekkert ódýrara að lifa. Eftir sem áður þarf að kaupa mat, borga hita, rafmagn og síma, gefa bamabömiuium gjafir - og njóta lífsins. Æ fleiri gera sér því ljóst að það er ekki nóg að greiða hluta launanna í Ufeyrissjóð og leggja fýrir aukalega upp á eigin spýtur. Þá skiptir meginmáli að spamaðurinn sé ömggur og ávaxtist vel. Tökum dæmi af hjónum sem leggja fyrir auka- lega 10.000 króniur á mánuði í 20 ár áður en þau fara á eftirlaun. Þannig gætu safnast rnn 4 milljónir og hjónin gætu því haft um 44 þúsund krónur á mánuði í 10 ár í viðbótarlífeyri. VTÐBÓTARLÍFEYRIR EFTIR 20 ÁRA SPARNAÐ Spamaður á mánuih: Eign eftir 20 ár: Viðbótar lífeyrir á mánuði: 5.000,- 2.029.000,- 21.900,- 10.000,- 4.058.000,- 43.800,- Miðad er við að vextir haldist fastir 5 % yfir verðbólgu allan tímann og að gengið séjafnt og þétt á höfuðstólinn á 10 ámm. Allar Jjárhœdir em í kránum og á núgiUlaiuli verðlagi. Aðalsmerid VIB er góð þjónusta og traust verðbréf sem gefa góða ávöxtun. Komdu við í Armúla 7 og kynntu þér leiðir til að safna góðum cftirlaunasjódi á þægilegan og fyrirhafnarlítinn hátt. Þú getur Ííka ylB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF Ármúla 7, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.