Morgunblaðið - 23.08.1989, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 23.08.1989, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 198? 17 Hæstu skólagjöld bandarískra háskóla um ein milljón króna Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunbladsins. SKÓLAGJÖLD og dvalarkostn- aður námsmanna í Bandaríkjun- um hefur hækkað talsvert á und- anfornum árum. Hefiir hækkun- in verið meiri en verðbólgu nem- ur. Stórblaðið USA Today kannaði nýlega skólagjöld í 800 banda- rískum háskólum. í ljós kom að 23 háskólar krefjast yfir 18.000 dollara, eðajafngildi 1.080.000 ísl. króna, í gjöld ásamt húsnæði og fæði fyrir skólaárið sem er 8,5 til 9 mánuðir. Bókakaup, fargjöld og annað geta hækkað þessa upphæð í 20 þúsund dollara eða 1,2 milljón- ir króna. Samkvæmt könnuninni reyndist dýrasti háskólinn vera Brandeis University í Massachu- setts, þar sem skólagjöld, fæði og húsnæði kosta 20.101 dollara eða röskar 1,2 milljónir króna. Hefur hann tekið við af Bennington Col- lege í Vermont, sem lengi var dýr- asti skóli landsins, en þar nema gjöldin í vetur 19.975 dollurum. Lægstu skólagjöldin er að finna í Auburn í Alabama, 3.293 dollarar. í vetur verður 26 milljörðum dollara, eða 1.560 milljörðum ísl. króna, varið til að aðstoða náms- fólk eða hærri fjárhæð en nokkru sinni áður. Þess vegna er fullyrt að allir námsmenn, sem staðist hafa próf til setu í háskólum, geti stundað háskólanám. Vaknað hafa grunsemdir vegna þess hversu áþekk gjöld dýrustu skólanna eru og hefur bandaríska dómsmálaráðuneytið krafist þess að fá bókhald nokkurra þeirra til skoðunar vegna rannsóknar á því hvort um óeðlilegt samráð eða „hringamyndun“ hafi verið að ræða. Bandaríkin: Náin skoðun Dýratemjari að nafni Jean Ducuing virðist ekki í vafa um hvort hann hafi náð flóðhestinum Comir á sitt vald. Alla vega hefur hann hér stungið höfðinu upp í gin flóðhestsins og engu líkara en hann sé að skoða ofan í háls dýrsins. Myndin var tekin í gær í dýragarðinum í Pessac í Frakklandi. NASA reyn- ir að bjarga gervihnetti sem stefn- ir til jarðar Washington. New York. Daily Telegraph. Reuter. VÍSINDAMENN við bandarísku geimferðastofnunina, NASA, vinna nú í kapp við tímann við að reyna að bjarga 11 tonna gervihnetti, sem farið hefiir af sporbaug og nálgast jörðu. Von- ast er til að hægt verði að bjarga honum um borð í geimferju í haust því annars er óttast að hann falli til jarðar snemma á næsta ári. Gervihnötturinn, sem gengur undir nafninu LDEF, var sendur á braut 1984. Hann er á stærð við tveggja hæða strætisvagn. Um borð var tækjabúnaður til þess að vinna 57 vísindaverkefni. Tilgangurinn var m.a. að kanna áhrif sólgosa, geimgeislunar og loftsteina á bygg- ingarefni geimfara. Ætlunin var að sækja hann ári síðar, eða síðla árs 1985. Var því slegið á frest um nokkra mánuði vegna breytinga á geimferðaáætluninni sumarið 1985 og síðan frestaðist það ótímabundið vegna Challenger-slyssins í janúar 1986. Frá því hnettinum var skotið á loft hefur braut hans færst um 45 mílur nær jörðu og er hann nú í um 265 mílna, eða 424 km fjarlægð frá jörðu. Taldar eru um 60% líkur á að hægt verði að bjarga hnettin- um. Mikil sólgos í síðustu viku þykja þó jafnvel enn hafa dregið úr líkum á björgun. Þandist gufuhvolfið út í gosunum og við það jókst viðnámið sem hnötturinn verður fyrir á braut sinni. Stefnt hefur verið að því að senda geimfeijuna Kólumbíu á loft í desember gagngert til þess að reyna að bjarga hnettinum. Þó reyna fulltrúar NASA nú að fá varnarmálaráðuneytið til þess að fallast á seinkun geimferðar, sem fyrirhuguð var í haust, þannig að hægt verði að senda geimfeijuna eftir LDEF-hnettinum í nóvember. Leggur NASA allt kapp á að ná hnettinum og þar með niðurstöðum úr þeim miklu rannsóknum sem stundaðar hafa verið fyrir tilstilli hans. Takist ekki að bjarga hnettinum er talið að hann brenni að mestu upp áður en hann fellur til jarðar. Talið er að brak úr honum kynni að dreifast yfir suðurríki Banda- ríkjanna, Suður-Ameríku, Afríku, Indland, Suðaustur-Asíu, eða Ástr- alíu. í I Eigendum Renault 19 fjölgar stöðugt. Árgerð 1989 er uppseld, en áigerð 1990 er til afgreiðslu strax á sérstöku kynningarverði. Árgerö 1990 er komin. Viðtökurnar hafa verið framúrskar- andi góðar og því full ástæða fyrir þig að skoða bílinn nánar. Fyrsta sendingin af bílnum er þegar upp- seld en við afgreiðum nú bíla af ár- gerð 1990 á sérlega hagstæðu verði. Leggðu dæmið fyrir þig, það er full ástæða til þess. Öryggiö umfram ailt. Það er ekki nóg með að Renault 19 sé tæknilega fullkominn á margan hátt, sé sportlegur í útliti, hafi spar- neytna en kraftmikla vél, hafi smekklega og þægilega innréttingu, hafi meira rými fyrir farþega og far- angur en aðrir bílar í þessum stærðarflokki, sé framleiddur sam- kvæmt ströngustu kröfum um mengunarvarnir í Evrópu og Bandaríkjunum, hafi lágmarks loft- mótstöðu, og sé með sérstaklega styrkt fjöðrunarkerfi, þá er Renault 19 einn sá öruggasti á markaðnum fyrir farþega. Að framan og aftan eru grindarhlutar sem ætlað er að draga úr höggi við árekstur. Hliðar, hurðir og toppur eru sérstaklega styrkt til að þola árekstur og veltur. Sigurður Hreiðar, DV 15. júlí 7 989; ,,Hann er stökk fram á við." „Hurð- irnar lokast með þéttum dynk, en ekki dósarhljóði eins og svo víða vill be.ra við.“ Ste/an Ásgrímsson, Tíminn 29. júlí 1989; „Miklar og ferlegar holur tek- ur hann sérstaklega vel og nánast svífur yfir." „5 gíra skiptingin er það þægileg að ég léti sjálfskiptinguna alveg eiga sig." Einfalt mál að semja. Þú semur um þau kjör sem henta þér best. Við tökum góða notaða bíla sem greiðslu uþp T nýjan Renault 19. Greiðslukjörin eru til allt að 24 mánaða. Til afgreiöslu strax. Takmarkaður fjöldi bíla af árgerð 1990 er til afgreiðslu strax á mjög hagstæðu kynningarverði. Renault 19 GTS kostar frá kr. 849.300- Leggðu dæmið fyrir þig, það er full ástæða til þess. Bílaumboðið hf KrókhSlsi 1, Reykjavík, sími 686633 Ótrúleg sparneytni f stórum bfl. Vélin í Renault 19 GTS er tæplega 1400 cc, 4ra strokka og 80 hestöfl, sem er yfirdrifið fyrir ekki þyngri bíl en 940 kg. Bensíneyðslan er ekki nema um 6,5 lítrar á hundrað kíló- metra í blönduðum akstri. Reynsluakstur er fyrsta skrefið. Það hefur margt fallegt verið sagt og skrifað um Renault 19, bæði hér á íslandi og í Evrópu. Bíllinn hefur margt að bjóða í samkeppni við aðra bíla s.s. VW Golf, Toyota Corolla, Opel Kadett, Fiat Tipo, Ford Escort, IVlazda 323 og Peugeot 309, sem eru allt bílar í sama stærðarflokki. Til að þú getir gert raunhæfan sam- anburð, skaltu hiklaust reynsluaka bílnum og fá allar nánari upplýsing- ar áður en þú tekur ákvörðun. Umsagnir þeirra skipta máli. Leó M. Jónsson véltæknifræðingur, Bíllinn 2. tbl. 1988; „Fjöðrunin skil- ar sér í frábærum aksturseiginleik- um og gírskiptingin er frábær." „Það er þykkara stál í honum og hann er skemmtilegri í akstri en flestir japanskir bílar." Jóhannes Tómasson, Morgunblaðið I. júlí 1989; „Álitlegur kostur í harðri samkeppni." „Hann er spr^ekur og skemmtilegur í borgar- umferöinni' RENAULT19

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.