Morgunblaðið - 23.08.1989, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 23.08.1989, Qupperneq 21
M0R6UNBLAÐ1B MIÐVIKUDAGUR 23. AGUST 1989 21 íslenskir dagar: Árangurinn framar björtustu vonum - segir Gísli Blöndal framkvæmda- stjóri vörukynningarinnar KYNNINGARDÖGUM fyrir íslenskar vörur, sem staðið hafa yfir í samvinnu Félags íslenskra iðnrekenda og verslana Mikjagarðs, Kaupstaðar og Miðvangs lýkur næstkomandi laugardag. A morg- un, fímmtudag, mun forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, mun heimsækja verslun Miklagarðs við Sund í tilefni kynningarinn- ar. Að sögn Gísla Blöndal, sem hefur umsjón með framkvæmd vörukynningarinnar, hefúr árangur af henni farið fram úr vonum bjartsýnustu manna. „Sá árangur sem í ljós hefur komið er hreint ótrúlegur. Sem dæmi má nefna að sokkaverk- smiðjan Trico hf. á Akranesi sem kynnt hefur framleiðslu sína hefur Snertilist í Blindra- bókasafhi í Blindrabókasafiii íslands, Hamrahlíð 17, eru til sýnis þessa dagana nokkur myndverk eftir Siguijón Olafsson. Sýningin stendur til föstudags og eru sjónskertir lánþegar hvattir til að koma og sjá og þreifa á lista- verkunum. Leiðrétting' RANGT var farið með nafn Þóris Barðdal, listamanns, í frásögn Morgunblaðsins í gær frá 50 ára afmæli Blindrafélagsins. Þórir var þar ranglega nefndur Þórður og er hann beðinn velvirðingar á þessum mistökum um leið og þau eru leið- rétt. náð yfir 100% söluaukningu, Bú- bót, sem er fyrirtæki sem framleið- ir sultur og sósur hefur þrefaldað sultusöluna og fjórfaldað sölu á sósum og Sanitas, sem lagt hefur áherslu á kynningu á tómatsósu og sinnepi, hefur þrefaldað söluna á þessum vörum. Þetta eru aðeins örfá dæmi, en allir framleiðendur eni yfir sig ánægðir með móttökur neytenda, og aðsóknin að þessum sex verslunum Miklagarðs og Kaupstaðar hefur í rauninni verið miklu betri en við bjuggumst við í upphafi. Við gerum ráð fyrir að þegar þessu átaki lýkur á laugar- daginn verðum við búnir að fá um 250 þúsund viðskiptavini í verslan- irnar, en forsvarsmenn þeirra áætla að það sé liðlega 30% aukn- ing á aðsókn í verslanirnar, og sýnir það enn frekar hvað rleytend- ur hafa verið opnir og áhugasamir um íslenskar vörur. Allar íslenskar vörur í verslununum eru sérstak- lega merktar og þeim er sérstak- lega haldið fram. Þær vörur sem verið er að kynna hveiju sinni eru á tilboðsverðum, þó þar sé ekki um verulega verðlækkun að ræða. Vörukynningarnar hafa verið óhemjuvel sóttar, og allt hefur þetta hjálpast að með dugnaði starfsfólksins í verslunum til að ná þessum mikla árangri,“ sagði Gísli. Morgunblaðið/Rúnar Þór Bókabúðin Huld rifín Á laugardaginn var hafist handa við að rífa húsið númer 97 við Hafharstræti og er reiknað með að búið verða að fjarlæga það í dag. Á lóðinni ætlar Byggingarfélagið Lind hf. að reisa sex hæða verslunar- og skrifstofúhúsnæði. Á tveimur neðstu hæðunum verða verslanir og samkvæmt áætlunum Lindarmanna er ráðgert að fyrstu verslanirnar verði opnaðar í júní á næsta ári. Þegar lokið verður við að Qarlægja húsið verður byijað á grunni bygg- ingarinnar, en að grunnfleti er fyrsta hæðin 650 fermetrar að stærð. Iðnþróunarfélag Eyjagarðar: Steinþór Ól- afsson ráðinn STEINÞÓR Ólafsson rekstrar- tæknifræðingur hefiir verið ráð- inn í starf tæknilegs ráðgjafa hjá Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar frá og með 1. nóvember næstkom- andi, en alls bárust 19 umsóknir v um starfið. Steinþór er 29 ára gamall Akureyringur. Hann út- skrifaðist frá Tækniháskólanum í Odense 1987 og hefúr lengst af eftir það starfað hjá Sæplasti hf. Sigurður P. Sigmundsson fram- kvæmdastjóri Iðnþróunarfélagsins sagði að fyrirhugað væri að gera átak á næstu mánuðum varðandi nýjungar ýmiskonar í atvinnulífinu. „Við ætlum kerfisbundið að leita nýrra leiða í atvinnulífinu og hug- myndin er sú að okkar tæknilegi ráðgjafi verði mikið á ferðinni og spjalli við menn í atvinnulífinu. Þannig ætlum við að tengja okkur betur atvinnulífinu í héraðinu," sagði Sigurður. Fyrstu loðnunni landað hjá Kr ossanesverksmiðj unni FYRSTU loðnunni á vertíðinni var landað hjá Krossanesverksmiðj- unni síðastliðinn mánudag en þá lönduðu þar tvö færeysk loðnuskip, Jupiter og Sjúrður Tollaksson, samtals 400 tonnum. Ásbjörn Dagbjartsson hjá Krossanesverksmiðjunni sagði að það tæki verksmiðjuna um sólar- hring að vinna þennan afla. Krossa- nesverksmiðjan borgar 4.000 krón- ur fyrir tonnið til 15. september næstkomandi. Ásbjöm sagði að verksmiðjan gæti borið þetta verð til að byija með, því eftir væri að uppfylla samninga. Hins vegar bæri núverandi markaðsverð þetta verð alls ekki. Ásbjörn sagði að þau skip sem verið hefðu í föstum viðskiptum við Krossanes á undanförnum árum væru ekki alvarlega farin að hugsa sér til hreyfings, þannig að óvissa ríkti varðandi frekari hráefnisöflun til verksmiðjunnar. Loðnan sem landað var á mánu- dag var ágæt, að sögn Ásbjamar, um 30% þurrefni í henni og hún var um 15% feit. „Mér sýnist hún vera svipuð og sú loðna sem við fengum í upphafi vertíðar í fyrra.“ Fiskverð á uppboðsmörkuðum 22. ágúst FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð(kr.) Þorskur 53,00 39,00 45,92 14,645 672.540 Þorskur(smár) 18,00 18,00 18,00 0,046 828 Ýsa 92,00 73,00 86,13 1,927 165.932 Karfi 34,00 25,50 26,29 45,742 1.202.420 Ufsi 30,00 15,00 28,78 10,852 312.116 Ufsi(smár) 15,00 15,00 15,00 0,110 1.650 Steinbítur 53,00 53,00 53,00 0,645 34.185 Langa 20,00 16,00 19,41 1,702 33.042 Lúða 180,00 70,00 168,73 0,845 142.575 Tindaskata 5,00 5,00 5,00 0,204 1.020 Samtals 33,45 76,718 2.566.308 Selt var úr Víði HF og bátum. í dag verður selt óákveðið magn af blönduðum afla úr bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 80,00 41,00 46,13 41,715 1.924.511 Ýsa 105,00 35,00 89,62 4,329 387.944 Ýsa(umál) 15,00 15,00 15,00 0,014 210 Ufsi(umál) 10,00 10,00 10,00 0,170 1.700 Steinbítur 66,00 42,00 49,41 0,264 13.044 Langa 32,00 32,00 32,00 0,461 14.752 Lúða(stór) 215,00 185,00 201,10 0,508 102.160 Lúða(smá) 230,00 220,00 221,43 0,049 10.850 Skarkoli 60,00 60,00 60,00 0,044 2.640 Skötuselur 75,00 75,00 75,00 0,012 900 Samtals 51,69 47,566 2.458.711 Selt var meðal annars úr Sigurey BA. í dag verða meðal ann- ars seld 50 tonn af þorski, 5 tonn af ýsu og 10 tonn af ufsa úr Jóni Baldvinssyni RE og fleirum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 51,00 34,00 44,93 10,392 466.960 Ýsa 82,00 47,00 73,02 2,517 183.785 Karfi 27,00 21,00 26,02 8,569 222.948 Ufsi 21,00 5,00 16,23 16,441 266.832 Steinbítur 36,00 20,00 25,37 0,329 8.348 Hlýri+steinb. 31,00 31,00 31,00 0,358 11.098 Langa 15,00 15,00 15,00 1,816 27.240 Blálanga 22,00 22,00 22,00 0,110 2.420 Lúða 210,00 70,00 180,50 0,540 97.470 Sólkoli 40,00 40,00 40,00 0,045 1.800 Skarkoli 35,00 21,00 21,35 0,607 12.957 Keila 12,00 5,00 6,52 0,433 2.823 Skötuselur 260,00 260,00 260,00 0,025 6.500 Öfugkjafta 15,00 15,00 15,00 0,114 1.710 Humar 999,00 999,00 999,00 0,009 8.991 Samtals 31,25 42,305 1.321.882 / Selt var meðal annars úr Hópsnesi GK, Þorbirni II GK og frá Miðnesi hf. I dag verður selt óákveðið magn af blönduðum afla úr bátum. Almannavarnir: Ný neyðaráætlun kynnt víðsvegar um Norðurland Áætlunin samþykkt á Akureyri og í Skútustaðahreppi Ný neyðaráætlun Almannavarna fyrir Akureyri hefur verið sam- þykkt og á fúndi almannavarnanefúdar Skútustaðahrepps í gær var ný neyðaráætlun fyrir svæðið einnig samþykkt. Þetta eru fyrstu sveitar- félögin sem taka við nýrri neyðaráætlun eftir heildar uppstokkun slíkra áætlana Almannavarna um land allt. Forráðamenn Almannavarna ríkis- ins hafa verið á ferð um Norðurland þar sem þeir hafa kynnt þessai' nýju áætlanir. Guðjón Pedersen framkvæmda- að neyðaráætlanir þær sem nú er stjóri Almannavarna ríkisins sagði verið að leysa af hólmi séu að stofni Akureyrarbær: Framkvæmdir á áætlun MALBIKUNARVÉLAR Akureyrarbæjar hafa að venju gert víðreist í sumar. í næstu viku er ferðinni heitið að Hauganesi og á Árskógssand þar sem ætlunin er að malbika götur í þorpunum. Framkvæmdir á vegum Akur- eyrarbæjar ganga samkvæmt aætl- un, að sögn Guðmundar Guðlaugs- sonar yfirverkfræðings. Gerð bíla- stæða austan Skipagötu er nú að verða lokið og í þessari viku verður hafist handa við að malbika í Vest- ursiðu. Þá er verið að setja yfirlag á malbik Hlíðarbrautar og einhvern tíma á næstunni verða gerða undir- stöður að göngubrú yfir Glerá, sem verður skammt neðan við efstu brúna og í framhaldi af henni verður mal- bikaður göngustígur meðfram Hlíðarbraut og að Fosshlíð. Þegar er lokið við gangstéttagerð þá sem var á dagskránni í sumar i Glerárhverfi. „Þetta er allt á réttu roli og gengur samkvæmt áætlun,“ sagði Guðmundur. Auk malbikunarframkvæmda á Akureyri hafa tækin verið á ferðinni víða. Áætlað er að um þijá daga taki að malbika á Hauganesi og á Árskógsandi, en þangað er ferðinni heitið í næstu viku. Áður hefur verið malbikað í Ólafsfirði, við Kröfluvirkj- un var bílastæði og aðkomuleiðir malbikaðar. í Skútustaðahreppi var einnig unnið að malbikun í sumar og í leiðinni heim var komið við á Laug- um í Reykjadal. „Þetta kemur sér ágætlega, því það er stuttur nýting- artími á þessum tækjum og aukinn nýtingartími er af hinu góða,“ sagði Guðmundur. til frá árunum 1975 til 79, en í hin- um nýju og endurbættu áætlunum sé búið að lagfæra ýmislegt út frá reynslu fyrri ára. „í eldri áætluninni er eingöngu sett fram hvernig brugð- ist skuli við áfalli sem þegar hefur orðið, en nú er komin fram marg- háttuð tækni þar sem hugsanlega er hægt að sjá náttúruhamfarir eða vá fyrir þannig að í nýju áætlununum er gert ráð fyrir viðbúnaðarstigi, hættustigi og neyðarstigi," sagði Guðjón. Almannavarnanefnd Akureyrar samþykkti í vikunni nýja neyðar- áætlun og var þá haldinn fundur með öllum þeim aðilum sem bregðast þurfa við ef henni þarf að fram- fylgja. Á Akureyri er sérstök ítar- áætlun vegna flugvallarins, en al- mannavarnanefnd Akureyrar áleit að þar kynni að bregðast hraðast við og skipulegast kæmi eitthvað upp á. Þá hafa verið lagðar fram áætlan- ir fyrir Ólafsfjörð, Dalvík, Grenivík og Húsavík og fullbúin ný neyðar- áætlun fyrir Mývatnssveit var lögð fyrir á fundi með almannavarna- nefnd Skútustaðahrepps og fleiri aðilum í gær þar sem hún var sam- þykkt. Á Dalvík og Grenivík og á Húsavík hefur ycrið óskað eftir ítar- efni varðandi jarðskjálfta, en í Skútu- staðahreppi er sérstaklega fjallað um Kröfluelda. Ólafsfirðingar hafa enn ekki sett fram óskir um sérstaka ítaráætlun, en sveitarfélög hafa eins mánaðar frest til að skila inn slíkum óskum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.