Morgunblaðið - 23.08.1989, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 23.08.1989, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDÁGUR 23. ÁGÚST 1989 t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, BJÖRG HJÖRLEIFSDÓTTIR, Brekku við Vatnsenda, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fim'mtudaginn 24. ágúst ki. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Hilmar Árnason. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, RICHARD GUÐMUNDSSON bifreiðarstjóri, Hvammstanga, sem lést 15. ágúst sl. verður jarðsunginn frá Hvammstangakirkju föstudaginn 25. ágúst kl. 14.00. Gunnar Richardsson, Ásrún Ólafsdóttir, Birna Richardsdóttir, Guðmundur Gústafsson, Rafn Richardsson, Aðalheiður Einarsdóttir, og barnabörn. t Faðir minn, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN ÞORSTEINSSON, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 25. ágúst kl. 11.00. Sigríður Kristjánsdóttir, Jón Otti Sigurðsson, Valdimar Indriðason, Ingibjörg Olafsdóttir, Óskar Indriðason, Selma Júlíusdóttir. barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARIA LILJA JÓNSDÓTTIR, Nónvörðu 2, Keflavfk, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 24. ágúst kl. 14.00. Guðný Gunnarsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Hilmar Harðarson, Sigurður Gunnarsson, Elsa Júlfusdóttir, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Frfmann Guðmundsson, Gunnar Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför ÞORVALDAR GUÐMUNDSSONAR frá Deplum. Guðmundur Þorvaldsson, Gunnhildur Davíðsdóttir, Magnús Þorvaldsson, Guðný Þorvaldsdóttir, Eiríkur Ásgeirsson, Hörður Þorvaldsson, Ingibjörg Hallgrímsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hiýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa SÆMUNDAR MAGNÚSAR ÓSKARSSONAR frá Eyri, Hlaðbrekku 3, Kópavogi. Guðmundur A. SæmundssonHalldóra E. Magnúsd., Inga Þ. Sæmundsdóttir, Jóhann M. Hafliðason, Kristfn U. Sæmundsdóttir, Helgi Birgisson, Guðrún Ó. Sæmundsdóttir, Valdimar H. Sigþórsson, Sigþrúður I. Sæmundsd., Eyjólfur V. Harðarson, barnabörn og barnabarnabörn. + MINNINGARKORT Minning: RagnarA. Magnússon lögg. endurskoðandi Vinur og samstarfsmaður, Ragn- ar Á. Magnússon löggiltur endur- skoðandi er fallinn frá. Kynni min af Ragnari hófust fyrir tæplega 19 árum, er ég kom á skrifstofu hans og falaðist eftir að komast að sem lærlingur í endurskoðun. Eg hóf störf nokkrum dögum síðar og höf- um við síðan starfað saman óslitið. Samstarf okkar er nú rofið jafn fyrir- varalaust og það hófst, hann var við vinnu á skrifstofu okkar á föstudegi og var allur að kvöldi sunnudags. Hjá honum er starfsdegi lokið hér á jörðu. Ragnar fæddist 25. marz 1917, að Ketu á Skaga. Hann var því lið- lega 72 ára er hann lést. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum á íslensku sveitaheimili í Skagafirði. Vann hann á unglingsárum ýmis störf til sjós og lands, stundaði nám í Reykja- skóla og í Samvinnuskólanum. Síðar hóf hann nám í enduskoðun á Endur- skoðunarskrifstofu N.H. Mancher og varð löggiltur endurskoðandi árið 1949. Árið 1951 hófu þeir Ragnar og Eyjólfur K. Siguijónsson rekstur endurskoðunarskrifstofu í Reykjavík. Ráku þeir hana saman til ársins 1966, en þá skildu leiðir þeirra, og rak Ragnar skrifstofu sína einn til ársins 1974, er ég, sem þess- ar línur rita, og Hreggviður Þor- steinsson, báðir lærlingar hjá hon- um, komum til samstarfs við hann. Síðar bættust í hópinn Hafsteinn Halldórsson og Magnús Benedikts- son. Við félagar hans og annað sam- starfsfólk á skrifstofu okkar sjáum nú á eftir góðum félaga. Við minn- umst skemmtilegra stunda, hvort sem það voru kaffitímar á annasöm- um starfsdegi eða kvöldstund í nota- legu umhverfi. Hann var ætíð hrók- ur alls fagnaðar. Auk þess að vera sjálfur góður hagyrðingur kunni Ragnar ógrynni af vísum og sögum. Verður okkur samferðafólki hans minnisstæð frásagnargleði hans og óþrjótandi brunnur vísna og sagna. Ragnar var hestamaður góður og átti oftast góða og gangmikla hesta. Kaus hann heldur í fríum sínum að fara á hesti sínum um landið, en að baða sig í sól í suðrænum löndum. Ragnar var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Svanlaug Gunnlaugs- dóttir. Áttu þau saman fjórar dæt- ur, en þær eru Sigurbjörg fædd 1944, Martafædd 1946, Hrafnhildur fædd 1948 og Ragnheiður fædd 1949. Síðari kona hans var Gróa Bæringsdóttir. Þau slitu samvistir eftir stutta sambúð. Við samstarfsfólk Ragnars á Að- alendurskoðun og fjölskyldur okkar sendum dætrum hans, tengdasonum og barnabörnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Einnig hefur Ey- jólfur K. Sigurjónsson fyrrum starfs- félagi hans beðið mig fyrir kveðju til sömu aðila, en Eyjólfur er stadd- ur erlendis. Björn Ó. Björgvinsson Hinn 13. ágúst síðastliðinn andaðist tengdafaðir minn, Ragnar Á. Magn- ússon, öllum að óvörum, á meðan við hjónin vorum stödd í fríi erlendis ásamt dætrum okkar. Því var erfitt að trúa, að Ragnar skyidi ekki Ieng- ur birtast á hátíðis- og tyllidögum þegar Ijölskyldan safnaðist jafnan saman, þar sem hann var alltaf kærkominn gestur. Hvað nú um framhaldið? Þó að ég kynntist ekki tengdaföð- ur mínum af alvöru fyrr en fyrir 8 árum, finnst mér eins og hann hafi alltaf verið hluti af lífi mínu. Svo mikill var hæfileiki hans til að gera fortíðina lifandi, rifja hana upp í sögum og frásögnum, að hún varð um leið Ijóslifandi fyrir aðra. Og Ragnari líkaði vel í hlutverki sögumanns. Hann stefndi gjarnan beint í hásætið og bytjaði strax að segja frá, á meðan dætur háns báru fram kaffið og barnabörnin léku sér. Hlutverkið var honum eðlilegt, sem hafði allt sitt líf séð fyrir fjöl- skyldu sinni, konu og íjórum dætr- um. Eftirminnilegt er ferðalagið í fyrra, þegar Ragnar lagði í bíltúr á æskustöðvar með bróður sínum, dægrum, tengdasonum og barna- börnum. Hér vorum við beinlínis komin inn á sögusvið Ragnars, enda var hann í essinu sínu og sagði ós- part frá staðarháttum, húsum, mönnum og ekki síst hestum. Síðasta skiptið sem við fengum að njóta samveru Ragnars var ein- mitt þegar hann kom ásamt bróður sínum, Magnúsi og Hansínu konu hans, til að riija upp þessa ferð. Þegar búið var að skoða litskyggn- urnar kom mikið á óvart er Ragnar dró upp fleiri hundruð litskyggnur til viðbótar, sem hann hafði safnað saman í gegnum árin úr reiðtúrum vítt og breitt um landið. Enn einu sinni kom í ljós hvað Ragnar var ótrúlega minnugur og orðhagur, því hann kunni bókstaflega skil á hveij- um manni og ekki ófáum hesti, og það einnig á myndum sem hann hafði fengið hjá Ferðafélagi íslands. Þegar við Ragnheiður eignuðumst tvíburastelpur 1982 var eins og mynduðust aukin tengsl á milli okk- ar og Ragnars, en sjálfur var hann tvíburi. Dætur okkar dýrkuðu hann, hann var ávallt afi þeirra og ávallt sama hlýja manneskjan, þó að aldrei gleymdi hann sér í hlutverkinu sem yfirhöfuð ijölskyldunnar. Eftir Ragnar liggja ekki tuttugu bindi með frásögnum ýmis konar, en sú tilfinning er sterk hjá þeim sem elskðu hann, að hann hafði mikið að segja. Ég er mjög þakklát- ur fyrir að hafa fengið að kynnast Ragnari og met mikils það sem hann var mér og minni fjölskyldu. Keld Gall Jorgensen glaður og reifur skyli gumna hver uns sinn bíður bana. Þessar hendingar úr Hávamálum hljóma eins og einkunnarorð Ragn- ars Á. Magnússonar enda var mað- urinn þeirrar gerðar að hann gat verið ættaður úr djúpinu þaðan sem Hávamál eru runnin, þetta forna kvæði sem talið er vísust bending um lífsskoðun norrænna manna í heiðni. Ef hægt er að ímynda sér að eigindir búi með heilum kynstofni þá var Ragnar áreiðanlega gjald- gengur fulltrúi margs þess sem við köllum íslenskt, raunar ekki hægt að hugsa sér hann undir öðrum himni. Ragnar Á. Magnusson var fæddur að Ketu á Skaga vorið 1917, sonur hjónanna Magnúsar Árnasonar og Sigurbjargar Sveinsdóttur. Keta er með nyrstu bæjum í Skagafirði, stendur fyrir opnu hafi á utanverð- um Skaga með útsýni til Drangeyjar en niðurundan bænum svarrar aldan í Ketubjörgum sem steypast þverhnípt í sjó fram. Hér ólst Ragnar upp með Sigurði tvíburabróður sínum og yngri systk- inum: Magnúsi og Ester. Þótt Keta hafi verið hlunnindajörð vegna auð- fengins sjávarafla, þá var lífið þar harðdrægt og vinnusamt. Skáld- skapur og ævintýri voru þó sjaldan langt undan: í Ketubjörgum bjuggu tröll en í heimatúni var Grímsborg þéttbyggð álfum og . fyrir augum sveif leiksvið Grettissögu: Drangey. Keta er kirkjustaður með öllu því kærkomna félagslífi sem messuhaldi fylgir í fásinninu og strax í bernsku greyptust sveitungar í minni Ragn- ars og kunni hann af þeim slík ókjör af sögum að Skefilsstaðahreppur hlaut að vera einhver íjölmennasta sveit á landinu. Ragnar hélt ungur að heiman, stundaði sjóróðra hér syðra, fór á síld fyrir norðan en á veturna reyndi ■hann að verða sér úti um alla þá skólamenntun sem hann átti kost á. Námsgáfur hans voru ótvíræðar en tækifæri til mennta fá. Hann sótti nám í Reykjaskóla í tvo vetur, Gagnfræðaskóla Akureyrar einn vetur og lauk prófi frá Samvinnuskó- lanum í Reykjavík. Stríðið varð hans örlagavaldur eins og títt var um hans kynslóð þegar gáttir allar opn- uðust og kallað var eftir vinnuafli. Vorið 1943 gekk Ragnar að eiga æskuvinkonu sína frá því í Reykja- skóla, Svanlaugu Gunnlaugsdóttur og áttu þau heimili í Reykjavík upp frá því. Það var einkenni á kynslóð Ragn- ars og kannski öllum kynslóðum þar á undan hve fátítt það var að menn gætu valið sér hlutskipti. Hlutskiptið valdi þá. Við sem komin erum til sögu eftir stríð könnumst við spurn- inguna: hvað ætlar þú að verða? — og síðan miklar og strangar bolla- leggingar þar sem válið stendur á milli margra kosta. Ragnar og Svana stóðu í sporum ijölmargra sveita- manna sem komin voru á mölina með engan bakhjarl og þurftu að sjá sér farborða. Ragnar fékk vinnu við skrifstofustörf hjá Storr ogfljót- lega komst hann að sem lærlingur á endurskoðunarskrifstofu Mansch- hers og starf endurskoðandans varð hlutskipti hans frá 1949 til dauða- dags. Árið 1950 stofnaði hann eigin skrifstofu og meðal stórra verkefna í upphafi voru reikningar Sigluijarð- arkaupstaðar og síðar Akraness og var hann þá tíðum íjarvistum í þess- um plássum vikum ■ og mánuðum saman en Svana sat fyrir sunnan með stækkandi dætrahóp: Sigur- björgu (1944), Mörtu (1946), Hrafn- hildi (1948) og Ragnheiði (1949). í samskiptum manna er algengast að láta starfstitil auðkenna einstakl- inginn og skynja hann í gegn um yfirborð stöðu og athafnasviðs. Oft- ast dregur það hlálega stutt og í tilfelli Ragnars Á. Magnússonar nær það engri átt. Því þótt hann hafi gegnt endurskoðunarstörfum af lífi og sál um 40 ára skeið og fullyrti í gamni að hann hefði skrifað meira en Laxness, þá fer fjarri að endur- skoðandinn dragi upp heila mynd af manninum. Ragnar var fyrst og síðast sögu-, vísna- og hestamaður sem skynjaði lífið í gegn um sögur og vísur og miðlaði því áfram í sama efni. Frásagnargáfa hans var svo listræn að það skipti engu máli hvað hann sagði sögurnar oft, söguefnin voru jafnan eins og ný. Oft hvarlaði að manni hvort hér yrði ekki að hraðrita eða taka upp á band. En á hinn bóginn: ræðan er bara hluti af frásögninni. Það hefði þurft að ná svipbrigðum, radd- blæ, hreyfingum. Kannski í miðri sögu sló hann út hendinni á hárréttu augnabliki, stóð jafnvel upp og girti sig. Stundum voru áheyrendur tvö- faldir af hlátri en sögumanni einum stökk ekki bros. Svo gat hann líka hlegið sig tárvotan og kom ekki upp nema orði á stangli en áheyrendur sátu skilningsvana og sáu ekki ann- að broslegt en hvað hann hló. Þau kynstur af sögum og vísum sem hverfa með Ragnari eru af þeirri stærðargráðu að maður sundl- ar við tilhugsunina en jafnframt verður manni á að hugsa hvort hér sé ekki komið hryggjarstykkið í viðrómaðrí söguarfleifð okkar ís- lendinga og stendur undir öðru af tveimur alþjóðaorðum sem íslenskan hefur lagt til heimsmenningarinnar: saga. Sögumenn á borð við Ragnar sem ferðast hafa um með sjóð af sögum og sagt frá af íþrótt. Sjálfur var Ragnar ferskeytluhöf- undur að hefðbundnum hætti og þær lausavísur sem hann hafði á hrað- bergi hlupu á þúsundum. Oft skal Ragnari hafa liðið undarlega með þennan farm í samtimanun þar sem ferskeytlan hefur úrkynjast í skrítlu: fyrripartur framkallar brosgrettu hjá áheyranda og seinniparturinn á síðan að koma út á honum hlátrin- um, að öðrum kosti telst stakan misheppnuð. „Glaður og reifur skyli gumna hver“ og það var háttur Ragnars. Ef orðið „hress“ hefði ekki fengið viðlíka útreið og stakan, þá væri óhætt að segja um Ragnar að hann

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.