Morgunblaðið - 23.08.1989, Qupperneq 28
28
MORGjUNBliAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR, 23. ÁGÚST 1.98,9
í ...
fréttum
í SJÁLFHELDU í VIÐEY
Eg varð aldrei hrædd
Katherine með móður sinni fyrir utan Árbæjarsafiiið
Katherine Heite er ellefu ára
gömul bandarísk stúlka sem
síðasta fimmtudag lenti í sjálfheldu
á stórstraumsflóði í Viðey, Hún brást
við af skynsemi og hélt kyrru fyrir
þar sem hún var og mátti bíða í sex
tíma eftir að vera bjargað. í samtali
við Morgunblaðið segist hún þó aldr-
ei hafa orðið hrædd þar sem hún
vissi að einhvem tímann myndi íjara
og að þá yrði hún laus úr prísundinni.
Foreldar Katherine eru fomleifa-
fræðingar og sérfræðingar í forn-
minjum frá 18. og 19. öld. Þau vinna
á Árbæjarsafni en hafa aðstoðað við
fornleifarannsóknir í Viðey og því
er Katherine vel kunnug eynni.
Á fimmtudaginn var fór Katherine
ein með strætó niður í bæ og tók
bátinn út í Viðey. Þar ætlaði hún
að hjálpa konu ráðsmannsins, Guð-
rúnu Lilju Arnórsdóttur, að hreinsa
æðardún og áttu foreldrar hennar
ekki von á henni tii baka fyrr en
undir kvöldmat. Þegar Katherine
hafði hjálpað Guðrúnu fór hún að
fylgjast með fornleifafræðingunum
við vinnu sína en þegar þeir tóku sér
hádegisverðarhlé fór hún ein að leika
sér. Hún ákvað að ganga niður í fjöru
og leita að hellum.
Katherine er frá Delaware-fylki
sem er við austurströnd Banda-
ríkjanna. Hún bjó þar í sjávarþorpi
sem er á stærð við Selfoss. Börnun-
um er kennt að þekkja flóð og fjöru
en þar geta liðið fjórir tímar frá því
það byrjar að fiæða uns flóðið nær
hámarki. Katherine varaði sig því
ekki á flóðinu sem er óvenjumikið á
þessum árstíma og komst í sjálf-
heldu. „Ég var stödd á stórum steini
þegar ég sá að ég komst ekki til
baka. Ailt í kring voru steinar þaktir
þangi og þeir voru svo sleipir að ég
lagði ekki í þá. Ég varð þó að færa
mig þegar flóðið varð sífellt meira
og þá sá ég nokkurs konar gijótgarð
og á bak við hann uxu hundasúrur.
Ég vissi að þær yxu ekki í söltu
vatni svo ég hélt að þar myndi mér
vera óhætt þangað til íjaraði á ný.
Ég var aldrei hrædd því ég vissi að
ég myndi fyrr en síðar verða laus.“
Það var um klukkan þijú sem
Katherine lenti í sjálfheldunni en
klukkan var að verða sjö þegar móð-
ir hennar, sem var farin að óttast
um hana, hringdi í Margréti Hallgr-
ímsdóttur fomleifafræðing og spurði
hvort Katherine hefði misst af bátn-
um. Þá kom í ijós að enginn hafði
séð Katherine frá því um tvöleytið.
Móðir hennar hringdi í lögregluna
en fólkið í Viðey fór strax að leita.
Fljótlega fannst jakkinn hennar og
peningaveskið svo vitað var að Kat-
herine hafði ekki farið frá eynni.
Klukkan var um átta þegar Kather-
ine loksins fannst.
„Mér var orðið svolítið kalt. Ég
hafði hvílt mig á bak við gijótgarð-
inn og borðað hundasúrur en færði
mig svo yfir á annan stein en þaðan
gat ég fylgst með skipum sem sigldu
framhjá. Ég var búin að kalla svo
oft að mér var orðið illt í hálsinum.
Margrét og Guðrún Lilja sáu mig
þegar þær stóðu á klettabrúninni og
sögðu mér að vera kyrri á steininum
því það sást ekki til mín ef ég var
þar sem hundasúrurnar voru. Guðrún
henti til mín dúnúlpunni sinni og svo
fékk ég teppi. Þær létu líka mat og
heitt kakó síga niður til mín en ég
var bara búin að taka einn sopa af
því þegar lögreglan kom á gúmbátn-
um. Þegar ég kom í land leið mér
eins og poppstjömu því það voru
teknar af mér svo margar myndir.
Ég fór með sjúkrabíi upp á spítala
í rannsókn en svo fékk ég að fara
heim.“
Þótt Katherine sé góð sundkona
vissi hún að öldurnar gátu orðið
henni yfirsterkari og því hélt hún
kyrru fyrir á þeim stað sem hún var
í vari. Hún beið róleg eftir að sér
yrði bjargað eða að það ijaraði á ný.
Hún slapp því vel frá þessu ævintýri.
Það var þreytt en glöð stúlka sem
kom heim til sín á Árbæjarsafnið
klukkan tíu um kvöldið. Katherine
hafði á engan hátt orðið meint af
volkinu og hún getur ekki beðið eft-
ir að lenda í nýjum ævintýrum. Von-
andi enda þau öll jafn vel og þetta.
BARNALÁN
Mike Oldfield að verða
pabbi á nýjan leik
Tónlistarmaðurinn góðkunni, Mike Oldfield og sambýliskona hans
Anita Hegerland eiga von á bami. Anita sem er 28 ára fæddist
í Noregi og var orðin þekkt söngkona þar í landi þegar hún kynntist
Oldfield. Þau búa nú saman í Englandi með dótturinni Gretu Marie
sem er eins árs og eiga von á öðru bami í febrúar, Fyrir átti Mike
Oidfield þijú önnur börn.
COSPER
Ég er orðin þreytt á kanínusteik á hveijum degi
Afinæliskveðja:
Magnús Guðmunds
son fyrrum bryti
í mars 1982 lét af störfum hjá
Hrafnistu í Reykjavík Magnús Guð-
mundsson bryti. Jafnframt um-
fangsmikiili verkstjórn í eldhúsi
hafði hann með stjórn á bakaríi,
aðalborðsal og starfsmannasal að
gera þegar hann hætti og átti hann
þá að baki aldarfjórðungsstarf á
Hrafnistuheimilinu.
Hann lét af störfum að eigin
ósk. Taldi að tími væri kominn til
að minnka við sig og rýma ábyrgð-
armikið starf sem hann hafði með
höndum, meðan líf og heilsa entist.
Hann var þó ekki fyrr genginn út
úr Hrafnistu en hann var farinn
að vinna við kjötvinnslu hjá einum
af sínum fyrri starfsmönnum.
í dag er Magnús Guðmundsson
áttræður. Engum er skyldara en
mér að flytja honum vinar- og
þakkarorð í dag, svo lengi hefur
hann unnið með mér að hagsmuna-
málum Sjómannadagssamtakanna
og Hrafnistuheimilanna beggja af
alúð og einlægni. Því leyfi ég mér
hér að fara nokkrum orðum um
ævi hans og starf til sjós og lands.
Magnús fæddist 23. ágúst 1909
að Gerðhömrum, Mýrarhreppi í
Dýrafirði, sonur hjónanna Karolínu
Friðriksdóttur og Guðmundar
Bjarnasonar bónda, sem síðar flutt-
ust að Ketilseyri, Þingeyrarhreppi
einnig í Dýrafirði. Eignuðust þau
fjögur börn auk Magnúsar.
Magnús hóf sjómennsku sína
strax fermingarárið 1923 og mun
hafa stundað sjóinn um 30 ára
skeið á bátum og togurum. Það
segir sína sögu um manninn sjálf-
an, að Magnús var ævinlega 1 góðu
skiprúmi. Hann var lengi með þeim
mikla síldarmanni Eggerti Kristj-
ánssyni á Sæhrímni og á togurum
var hann lengst með Vilhjálmi
Ámasyni á Venusi og Röðli en fór
alfarinn í land 1955. Hann var um
tíma hjá Byggingafélaginu Brú og
rak þar mötuneyti við byggingu
Borgarsjúkrahússins, en 1. desem-
ber 1957 hóf hann störf á Hrafn-
istu, sem hafði tekið til starfa þá
um sumarið.
Magnús hefur með sínu um-
fangsmikla og erilsama starfi unn-
ið mikið að félagsmálum stéttar
sinnar, matsveinanna. Hann var
einn af stofnendum Matsveinafé-
lagsins og um árabil formaður
stjómarinnar ogjafnan í samninga-
nefndum af hálfu félagsins og ver-
ið fulltrúi þess á Sjómannasam-
bands- og Alþýðusambandsþingum
og lengi átt sæti í Fulltrúaráði Sjó-
mannadagsráðsins í Reykjavík og
Hafnarfírði.
Þegar Magnús hóf starf sitt á
Hrafnistu haustið 1957 var enn við
alla byijunarörðugleika að etja, þar
sem ekki voru nema sex mánuðir
síðan heimilið tók til starfa og
fyrstu vistmennirnir fluttust inn.
Magnús var því einn þeirra manna
sem áttu þátt í að móta starfsemi
heimilisins.
Eins og að líkum lætur eru þeir
menn ekki margir sem kunna meira
að segja af Hrafnistuheimilinu en
Magnús og þeim miklu breytingum
sem orðið hafa á heimilinu frá því
fyrstu vistmennirnir fluttust inn
sumarið 1957. Sjálfur má Magnús
muna tímana tvenna í sínu starfi.
í heimilisblaðinu Hrafnistu er að
finna fyrir nokkrum árum viðtal
við Magnús þegar hann var sjötug-
ur. Hann rekur í viðtalinu sjó-
mannsferil sinn í 30 ár og bregður
upp mynd af Hrafnistu á fyrsta ári
starfseminnar. Hann segir:
„Ég hef lifað súrt og sætt með
stofnuninni, eða allt frá því að hún
var í reyfum, og þar voru aðeins
30 vistmenn og við vorum þrú við
eldamennskuna, sem fór fram í
tveimur litlum eldhúsum sínu á
hvorri hæðinni. Það voru sífelld
hlaup á milli hæða við eldamennsk-
una, en það taldi maður ekki eftir
sér. Þessi eldhús voru í C-álmunni
og eitt vistherbergi niðri og hluti
af ganginum var tekið undir borð-
sal.
Nú er eldhúsið stór salur og þar
vinnur margt manna, vistmenn eru
jafnan rúmlega 445 og með starfs-
fólki eru um 610 manns á heimil-
inu, sem eldað er fyrir. Mitt starf
hefur því breyst á þann veg, að
það var vinna og stjórnun fyrstu
árin, en hin síðari verið meira eftir-
lit og stjórnun á mörgu fólki og
miklum matarkaupum, en alltaf
mjög áhugavert starf.
Fyrstu árin voru vistmenn yfir-
leitt sjómenn, hraustir til heilsunn-
ar og gengu rösklega að mat sínum,
en eftir því sem vistmönnum fjölg-
aði urðu þarfimar breytilegri og
erfiðara að gera öllum til hæfis.
Það var hér á ámnum jafnhressara
fólk á Hrafnistu en hið síðari ár.
Meðalaldur vistmanna hefur hækk-
að trúi ég, og hópurinn blandaðri
og sérþarfir margar.
Margt gæti ég sagt af starfi
mínu á Hrafnistu, en það eitt vil
ég segja nú, að ég á miklu fleiri
góðar minningar og skemmtilegar
úr starfí mínu en leiðar, og marga
vini hef ég eignast en engan óvild-
armann, það ég viti.“
Magnús Guðmundsson hefur
vissulega verið mikilsverður maður
á Hrafnistuheimilinu. Það er áríð-
andi fyrir heimilisbraginn á þessu
stóra heimili að vistmenn séu al-
mennt ánægðir með matseldina og
það er einnig áríðandi fyrir rekstur
he'imilisins að farið sé vel með
mat. Það hleypur fljótt á stómm
upphæðum ef hagsýni er ekki gætt
á svo fjölmennu heimili.
Hvorttveggja þessara mikilvægu
atriða í heimilisrekstrinum hefur
Magnús Guðmundsson leyst af
hendi með sóma og Sjómannadags-
ráð færir honum þakkir fyrir hans
mikla og langa starf við vinsældir
vistmanna og traust ráðamanna.
Þegar Magnús lét af störfum á
Hrafnistu voru engin ellimörk að
sjá á honum. Og enn er hann beinn
í baki, kvikur á fæti og hress í
anda, þótt óneitanlega hafi hann
orðið fyrir miklu áfalli við skerta
sjón síðustu misserin.