Morgunblaðið - 23.08.1989, Blaðsíða 34
34
MORÖUNBILAÐIÐ
ÍÞRÓTTiR 'úmmAGtrn
231 AGUST 1989
íhúm
FOLK
■ ÓSKAR Helgason, hand-
knattleiksmaður úr FH, fær ekki
leyfi HSÍ til að leika á Spáni í vet-
ur. Spænskt 1. deildarlið fór fram
á það við HSÍ að Óskar fengi að
leika á Spáni í vetur, en því var
hafnað á þeirri forsendu að frestur
til félagaskipta rann út 1. ágúst.
■ ÁSGEIR Sigurvinsson og fé-
lagar hans hjá Stuttgart mæta
annaðhvort liði Hertha Berlín eða
-<*Guterloh í annarri umferð bikar-
keppninnar í Vestur Þýskalandi,
sem fram fer 23. september næst-
komandi. Á miðvikudag mætir
Stuttgart hins vegar efsta liði
deildarinnar, Frankfurt.
■ LOKASTAÐA í D-riðli 4.
deildar var röng í Morgunblaðinu í
gær. Hið rétta er að Ægir er í
öðru sæti með 18 stig, en Stokks-
eyri á botninum með 4 stig.
B TRYGGVI Sigtryggsson var
meðal keppenda í hálfmaraþoni á
sunnudag en nafn hans datt út úr
úrslitaskránni. Tryggvi hafnaði í
153. sæti eftir harða keppni við
Árna bróður sinn sem lenti í 154.
sæti.
í kvöld
Tveir leikir verða í 1. deild kvenna
í kvöld. Breiðablik og ÍA Ieika á
Kópavogsvelli og KR og Þór á KR-
velli. í 4. deild fer fram úrslitaleikur
milli efstu liða B og C riðils. Það eru
Haukar og Ármann sem leika á
Hvaleyrarholtsvelli. Allir leikirnir
hefjast kl. 19.00
■ I>á verður leikur Austurríkis og
íslands sýndur í beinni útsendingu
ríkissjónvarpsins kl. 17.00.
KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ
Að duga
eða drepast
- segirSævarJónsson sem
tekur við iyrirliðastöðunni
SÆVAR Jónsson mun taka viö
fyrirliðastöðunni í dag af Atla
Eðvaldssyni sem er meiddur.
Sævar er leikjahæstur í liðinu
með 50 leiki og samkvæmt
hefðum hjá Held ber hann fyrir-
liðabandið ídag.
að er einfaldlega að duga eða
drepast i dag ef við ætlum
okkur að gera eitthvað í þessum
riðli verðum við að ná góðum úrslit-
um og helst að vinna,“ sagði Sævar
Jónsson.
„Vissulega er það bjartsýni að
gera ráð fyrir okkur í lokakeppn-
ina, það er undir okkur komið og
svo lengi sem við trúum því að við
getum það eigum við möguleika.
„Það er mjög slæmt að missa
Ásgeir og Atla en maður kemur í
manns stað og við verðum að reyna
að gera það besta úr því sem við
höfum,“ sagði Sævar.
Sævar Jónsson fær það hlutverk að stjórna liðinu innanvallar. Hann á hér
eitthvað vantalað við fyrrum félaga sinn úr Val, Guðna Bergsson.
KNATTSPYRNA / AGANEFND
Þorsteinn í leikbann
- leikurekki bikarúrslitaleikinn gegn KR
Þorsteinn Þorsteinsson, Fram,
tekur út leikbann í bikarúrslitaleiknum
á sunnudaginn.
Alls hafa verið tekin fyrir 1.265
mál hjá aganefnd KSÍI sum-
ar. Allt árið í fyrra voru 1.176 mál
tekin til meðferðar. Á fundi aga-
nefndar í gær voru 20 dæmdir í
leikbann.
Þrír leikmenn úr 1. deild fengu
eins leiks bann. Þeir eru: Þorsteinn
Þorsteinsson, Fram, Alexander
Högnason, ÍA og Luca Kostic, Þór,
vega fjögurra gulra spjalda. Leik-
bannið tekur gildi frá hádegi á
föstudag og er því ljóst að Þor-
steinn leikur ekki bikarúrslitaleik-
inn gegn KR á sunnudaginn.
Eftirtaldir leikmenn úr 2. og 3.
deild fengu leikbann: Arnar Grét-
arsson, UBK, tvo leiki og þeir Ing-
valdur Gústafsson, UBK, Heimir
Hallgrímsson, ÍBV, Gísli Davíðsson,
Einheija, Grétar Einarsson, Víði og
Guðjón Guðjónsson, Víði, fá allir
eins leiks bann. Gísli Arnarsson,
Gróttu og ívar Jósafatsson, þrótti
R. tvo leiki og þeir Guðjón Daníels-
son, Þrótti R., Gunnar Guðmunds-
son, ÍK, Bogi Bogason, Austra og
Olafur Torfason, Reyni Á. eins leiks
bann.
Tveir leikmenn 4. deildar fengu
bann og þrír úr yngri aldursflokk-
um.
Erum byrjaðir að taka niður
tíma fyrir veturinn.
PANTAÐU STRAX
VEGGSPORT hf.
o Seljavegi 2 sími 19011
ENGLAND
Arsenal
sigraði
Englandsmeistarar Arsenal
nældu í sín fyrstu stig á
keppnistímabilinu er þeir unnu
Coventry, 2:0, á Highbury í
gærkvöldi. Michael Thomas,
sem skoraði sigurmark Arsenal
í síðasta leiknum gegn Liverpool
í vor, skoraði síðara mark leiks-
ins, en fyrra markið gerði Brian
Marwood.
Nýliðamir í „Kristalhöllinni“
létu velgengni Manehester Un-
ited á laugardaginn ekki setja
sig út af laginu, og lauk viður-
eigninni með jafntefli; 1:1. Mark
United gerði landsliðsfyrirliðinn
Bryan Robson, en jöfnunarmark
Crystal Palace skoraði Ian
Wright þegar einungis ein
mínúta var til leiksloka.
Tottenham tapaðl
Guðni Bergsson var fjarri
góðu gamni þegar Everton sigr-
aði Tottenham 2:1 á Goodison
Park I Liverpool. Það var hinn
ungi nýliði, Mike Newell, sem
kom Everton yfir þegar einung-
is 97 sekúndur voru liðnar af
leiknum.
Millwall jöfnaði á síðustu
stundu gegn Charlton í gær-
kvöldi með marki Ian Dawes,
bakvarðar. Charlton hafði hins
vegar komist I 2:0 áður en fimm
mínútur voru liðnar af leiknum,
með mörkum Paul Mortimer og
Paul Williams. Fyrra mark Mill-
wall gerði Teddy Sheringham
með skalla, áður en Tony Cas-
carino lagði upp jöfnunarmark
Dawes í leiknum.
ítfúm
FOLK
B EYJÓLFUR Sverrisson,
knattspymumaður frá Sauðár-
króki hefur skorað 10 mörk fyrir
Tindastól í sumar og er því marka-
hæsti leikmaður 2. deildar. Vegna
mistaka í Morgunblaðinu í gær var
Eyjólfur sagður hafa skorað átta
mörk og þá er félagi hans Guð-
brandur Guðbrandssonbúinn að
skora 7 mörk.
B FYLKIR sigraði Val, 2:1, í
bikarúrslitaleik 2. flokks á Val-
bjarnarvelli um síðustu helgi. Páll
Þórhalsson náði forystunni fyrir
Val í upphafi síðari hálfleiks. Ind-
riði Einarsson jafnaði fyrir Fylki
skömmu síðar, en Kristinn Tómas-
son gerði sigurmark Fylkis er 20
mínútur voru til leiksloka og tryggði
Árbæingum bikarinn.
ÚRSLIT
4. deild:
Æskan — Efling.........2:1
Baldvin Hallgrímsson, Gunnar Berg -
Þórarinn Jónsson
ENGLAND
1. deild:
Arsenal — Goventry..............2:0
Ghelsea — QPR......................1:1
Crystal Palace — Manchester Unitcd.1:1
Everton — Tottenham.............2:1
Luton — Sheffield Wednesday........2:0
Millwall — Charlton................2:2
2. deild:
Bournemouth — W.B.A................1:1
Oldham — Watford...................1:1
Sunderland — Ipswich...............2:4
Skoski deildarbikarinn
Celtic — Queen of the South.....2:0
V-Þýskaland
St Pauli — Homburg..............1:1
(Kocian) - (Gerstner).
Werder Bremen — Gladbach........0:0
Borussia Dortmund — Ntirnberg......2:1
(Wegmann, Schulz) - (Wirsching).