Morgunblaðið - 23.08.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.08.1989, Blaðsíða 36
Jðb ú £• ® tuwiun HVÍTLAUKS PERLUR Með haustkomunni sjMöHalmennar FÉLAG FOLKSINS MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Svifflugu hlekktist á í flugtaki SVIFFLUGU hlekktist á þegar verið var að draga hana á loft á Sandskeiði um kvöldmatarleytið í gær, með þeim afleiðingum að vélin ofreis og hrapaði til jarðar. Flugmaður svifflugunnar var fluttur á slysadeild Borgarspítalans, en hann var ekki talinn mikið slas- aður. Franska fís-vélin: Nauðlenti í nánd við Kulusuk Anginagssalik. Frá Pétri P. Johnson, fréttaritara Morgunblaðsins. FRANSKI flugmaðurinn André- Georges Lafitte neyddist til að nauðlenda fis-vél sinni á lítilli eyju skammt frá Kulusuk klukk- an 11 í gærkveldi að íslenskum tíma. Lynx þyrla frá dönsku varðskipi bjargaði honum og flaug með hann til Angmagssalik. Frakkinn slapp ómeiddur og fis- vél hans er lítið skemmd eftir því sem best er vitað. Ferð Frakkans frá Reykjavík varð löng ströng, en þaðan lagði hann upp klukkan níu í gærmorg- un. Hann fór lengi villur vega sök- um slæms skyggnis áður en hann neyddist til að nauðlenda, en við eðlilegar aðstæður ætti flugið til Kulusuk að taka sex klukkustundir. Flugvél frá Sverri Þóroddssyni fylgdi honum frá íslandi og danska landhelgisgæslan var einnig í við- bragðsstöðu. Ekki hefur ferð Lafittes gengið þrautalaust fyrir sig. Hann hefur einu sinni áður þurft að snúa við eftir að hafa verið hálfnaður til Grænlands^ Frá Kulusuk ætlaði hann til Syðri-Straumfjarðar og þaðan var ferðinni heitið til New York, en viðkomustaðir eru margir á leiðinni. Loðnuvertíðin undirbúin Morgunblaðið/Árni Sæberg Verðbólga í ágúst 13,4% - vextir skuldabréfa 29-30% BANKAR og sparisjóðir breyttu ekki vöxtum á síðasta vaxtabreytingar- degi, sem var á mánudaginn, þrátt fyrir að verðbólguhraðinn siðasta mánuð á mælikvarða lánskjaravísitölu hafi verið 13,4%. Vextir á óverð- tryggðum skuldabréfum eru nú almennt um 30%. Heimilt er að breyta vöxtum þrisvar í mánuði, þann 1., 11., og 21. hvers mánaðar. „Það er hægt að breyta vöxtum á tíu daga fresti og ég var að fá upplýs- ingar um lánskjaravísitöluna í hend- ur í morgun (gærmorgun), svo þetta kemur til álita næst 1. september,“ sagði Sverrir Hermannsson, banka- stjóri Landsbankans, aðspurður um hvers vegna bankinn hefði ekki til- kynnt um vaxtalækkun í ljósi minnk- andi verðbólgu. Hann sagði að það hefðu ekki verið tök á að breyta vöxtum fyrir ^O. ágúst þar sem upplýsingar hefðu ekki legið fyrir, enda væri nýbúið að breyta vöxtum. Þá þyrfti bankinn einnig að hafa hliðsjón af því hversu Fjölgun kirkjulegra athafiia; Mest þrjár hjónavígslur sama daginn í kirkjunni á Þingvöllum Kirkjulegum athöfhum hefúr fjölgað á síðustu árum. Þátttaka í altarisgöngu hefiir stóraukist, guðsþjónustuformum hefúr fjölgað, hjónavígslum hefúr Qölgað eitthvað og nú eru nær öll börn skírð og fermd. Hjónavígslum hefúr fjölgað í Þingvallakirkju síðustu ár og í sumar hafa verið hjónavígslur flesta laugardaga í kirkjunni, allt að þrjár sama daginn. Einnig er algengt að fólk beri börn sín til skírnar í Þingvallakirkju, jafnvel um langan veg. Sr. Bernharður Guðmundsson, arlegravígslnahafihaldistóbreytt. fréttafulltrúi þjóðkirkjunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að nú væru nær öll böm skírð og fermd. Nokkuð algengt væri að óskírð börn létu skíra sig fyrir fermingu og væri það áberandi með börn svokallaðrar „’68 kynslóðar" sem nú á böm á fermingaraldri. Bern- harður segir hjónavígslum hafa fjölgað eilítið síðustu ár en þeim fór fækkandi allt til ársins 1987. Hlutfallið milli kirkjulegra og borg- Bemharður sagði áberandi hve fólk tæki nú meiri þátt í altaris- göngu en áður. Einnig hefur virk þátttaka kirkjugesta í guðsþjón- ustu aukist en þjóðkirkjan hefur reynt að stuðla að því, m.a. með útgáfu messuskráa. Guðsþjónustu- formum hefði einnig fjölgað og má til dæmis nefna fjölskylduguðs- þjónustur og fyrirbænamessur. Bernharður minntist á að nú væri algengt að helgistundir væru algengt að helgistundir væru haldnar í tengslum við ættarmót en þau væru orðin mjög vinsæl. Sr. Heimir Steinsson, prestur og þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, tók í sama streng og sagði algengt að guðsþjónustur væru haldnar í Þing- vallakirkju að beiðni félagasamf taka eða klúbba. Kirkjugestir í Þingvallakirkju hafa verið milli þrjú og fjögur þús- und á ári síðustu ár en þar eru um 70 guðsþjónustur á ári fyrir utan giftingar og skírnir. Þar er messað alla helga daga yfir sumarmánuð- ina, júní til ágúst, og tvisvar í mánuði yfir vetrarmánuðina. í Hagtíðindum Hagstofu íslands kemur fram að hjónavígslur hafi orðið flestar árið 1974, eða 1.900 og að 1986—1987 hafi þær verið rúmlega þriðjungi færri. Giftingar- tíðni er miklu hærri hjá áður giftu fólki en ógiftu. Einkum er gifting- artíðni fráskilins fólks há. Brúð- gumar eru flestir á aldrinum 25—29 ára en brúðir flestar á aldr- inum 20—24 ára. Á árunum 1951—1987 voru 17% vígslnaborg- aralegar. Lögskilnuðum hefur fjölgað mikið undanfarna áratugi. Sé miðað við árin 1961—1965 hafði tala lögskilnaða hátt í þrefaldast 1987 en tvöfaldast miðað við íbúa- tölu. Það hefur færst í vöxt undan- farin ár að leyfi til lögskilnaðar sé veitt án þess að skilnaður að borði og sæng fari á undan. Þannig var því varið með tæplega þriðjung lög- skilnaða 1981—1987. varanlegt þetta fall verðbólgunnar væri. „Við höfum fullan hug á að fylgja eftir verðbólguþróuninni, en ég verð og hlýt að vekja sérstaka athygli á því að stjórnvöld og þeirra nótar voru afskaplega treg til að fylgja vísitölunni upp á við. Það var legið á ákvörðunum um nýja vexti upp á við, þannig að til dæmis Lands- bankinn varð af þeim sökum fyrir stórtapi fyrri hluta ársins. Og við þurfum að vinna það upp. Þess vegna skoðum við okkur vel um bekki. En hér er alveg föst ákvörðun um það að við ætlum ekki lengi að láta standa á okkur að fylgja vísitölu, en heimtum að það verði þá bæði upp og niður,“ sagði Sverrir ennfremur. Iðnaðarbankinn, sem er með 32% kjörvexti af skuldabréfum og 33,5% almenna vexti, var einn banka um að tilkynna um lækkun vaxta um 2% frá 1. september. Aðspurð um af hveiju bankinn hefði ekki tilkynnt frekari lækkanir vegna þróunar verð- bólgunnar, sagði Kristín Guðmunds- dóttir, forstöðumaður fjármálasviðs bankans, að staðreyndin væri ein- faldlega sú að hingað til hefði það tekið talsverðan tíma að aðlaga vexti óverðtryggðra liða lækkandi verð- bólgu. Þannig hefði það verið í fyrra- haust þegar verðbólgan fór niður á við. Hins vegar yrðu vextirnir endur- skoðaðir fyrir næsta vaxtabreyting- ardag 1. september. Verðbólgan á mælikvarða láns- kjaravísitölu undanfarnaþrjá mánuði er 18,8%, ef mið er tekið af síðustu sex mánuðum 21,3% og af síðustu 12 mánuðum 14,6%. Vextir af verð- tryggðum lánum eru 7,4%, en óheim- ilt er að lána verðtryggt til styttri tíma en tveggja ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.