Morgunblaðið - 01.10.1989, Síða 3

Morgunblaðið - 01.10.1989, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTOBER 1989 C 3 Rekstur um sanda og hraun Á Landmannaafrértti ægir saman gróðurreitum og hijós- trugum holtum og hæðum. þetta væri allt annað en hann væri að vinna við dags daglega, fallegt landslag og samhentur hópur. Olgeir er vel búinn ýmsum tækjum í bíl sínum og vanvirðir síður en svo tal- stöðvasafnið sitt í bílnum. Það er stórkostlegt á stundum að sjá hvað hann er snar að handleika græjurnar þegar hann talar í margar stöðvar í einu. Aðalsmerki fjallferðanna eru léttur andi og skemmtileg skot manna á milli og sá stíll er beinlínis ræktaður upp með leitarmönnum, saklaust glens og gaman sem getur þó verið hárbeitt. Pálmi á Læk fer gjarnan á óhefðbundnum hraða um fjötl og firnindi og er að mörgu leyti sinn eiginn vegagerðarmaður því honum er illa við að fara í hjólför annarra. Einn dag á íjallvegi í bíl Einars í Götu, hins bílstjóra fjall- manna, heyrðum við að Olgeir kallar Pálma og spyr frétta af mönnum málefnum, veðri og spá og ýmsu en þeir höfðu ekki talast við um morguninn. Svo kemur að Mannlífslota. Efst situr Þórður í Köldukinn og virðist skemmta sér kon- unglega. Þá er mynd úr sæluhúsinu við Landmanna- helli þar sem Olgeir klípur gítarinn og aðrir syngja með, Bogga, Gilli, Einar, Halla, 01geir,Sigrún og Vilborg og neðst eru nokkrir fjalhnanna í þungum þönkum að ræða um þungamiðju lífsins og til- verunnar. Frá vinstri: Þórð- ur,Ágústa, Ari, Hilda og Loftur. því í einræðu Olgeirs að hann spyr Pálma hvort hann sjái sig ekki, Pálmi var frekar stuttur í spuna og segist ekki sjár'hann, „ég er að keyra og horfi á veginn,“ svarar Pálmi ískalt og snöggt. „Já, það er nefnilega það,“ svarar Olgeir að bragði, „ert þú nú farinn að horfa á veginn.“ Hlaupið og gengið á nær 100 §öll Leitir á Landmannaafrétti eru síður en svo léttur leikur og enn er mönnum í fersku minni ægilega veðr- ið sem skall á 1963 með hörkubyl þannig að tveir leitarmanna voru nær dauða en lífi vegna kulda og fá þurfti jarðýtu til þess að ryðja leiðina til byggða. Leitir á Landmannaaf- rétti byggjast á hörku stjórnun og göngu- og reiðleiðir eru ótrúlega nákvæmar. Leitarmenn þurfa að ganga allt að tugi kílómetra á dag og lætur nærri að á einni viku séu gengin og fínkembd nær hundrað fjöll á svæðinu og gil og dalir að auki. Leitarmenn verða að fara mjög nákvæma slóð til þess að fá sem mesta yfirsýn á stystri leið og jafn- framt þannig að féð rekist niður en ekki út og suður. Rangur háls eða hundrað metrar hægra eða vinstra megin við réttu leiðina geta þýtt klukkustundir í tafir, þannig að það er eins gott að vera með á nótunum. Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur Að loknum löngum og strembnum leitardegi og smölun er það viðtekin venja Land- og Holtamanna að taka lagið, yrkja og rifja upp sögur úr gömlu og nýju mannlífi og í þeim þætti leitarferðarinnar eru menn eins og Þórður skáld í Köldukinn ómiss- andi ankeri. Reyndar má segja að félagsandinn í fjallferð þessa hóps er mannrækt sem bætir íslenska menningu, mannrækt úr íslenskum jarðvegi, mannrækt sem á í vök að veijast, en skiptir öllu máli í sjálf- stæðri framtíð íslands. Maður er manns gaman er ósjálfrátt kjörorð leitarmanna. Einvala lið íjallmenn í fyrstu leit 1989 voru Skjólkvía komust þau þar sem bíll þeirra var, en þegar þeir félagar voru orðnir einir í bílnum aftur þá spyr Kristján í Klofa hvort þeir hafi ekki þekkt fólkið. Þeir kváðu nei við. „Þetta var nú söngflokkurinn Bony M, það heyrði ég þegar þeir fóru að syngja," sagði Kristján í Klofa af sínu aikunna frásagnaröryggi. Síðan heitir þetta sandöldusvæði einfald- lega Bony M-svæðið. Sambland af útivist og antik Landmannaafréttur er að mestu gróðurlaus fjöll, hraun og sandur og sandfok og uppblástur er mikill. En haglendið leynir víða á sér þótt aðal- lega sé það þar sem skjól er eða vatn að fá og á undanförnum árum hefur gróður sótt á. Fyrrum voru 6.000 til 7.000 fjár á afréttinum, en Rangá sundriðin. Kristinn Guðnason fjallkóngur í Skarði sundríður Rangá með sauðkind, en hluti safnisns var rekinn yfir ána.Heklah' tjarska. nú eru það innan við 2.000 kindur sem leitarmenn þurfa að smala. „Þetta er orðið eins konar sambland af antik og útivist," sagði Þórður skáld í Köldukinn um leitirnar. „Það er nú það, meiri er það útivistin," sagði Olgeir Engilbertsson bílstjóri leitarmanna í aldarijórðung, sá liðs- manna sem allar tölur veit og annað sem harðsnúnustu tölvur réðu ekki við. Hann sagði að Landmannaaf- réttur væri um 700 ferkílómetrar að Torfajökli meðtöldum og væri helm- ingur þess svæðis smalaður og að auki mætti bæta við Veiðivatnasvæð- inu sem væri um 300 þúsund ferkíló- metrar. Þarna er um að ræða nær 1 prósent af íslandi og það fannst 01- geir góður slatti af antik. Viponinn hans Olgeirs er undrabíll, einhvern tímann frá fyrri hluta aldarinnar og í honum er allur andskotinn til og haganlega fyrir komið. Hedpakkn- ingu innréttaði hann til dæmis inn í einangrunina á afturhurðinni, því það getur alltaf verið gott að hafa eina til vara. Olgeir sagði að það skemmtilegasta við ijallferðirnar væri félagsskapurinn og það hve

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.