Morgunblaðið - 01.10.1989, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 01.10.1989, Qupperneq 10
10 ® MORGUNRLAÐID ;MAIVIi\ILÍFj$STRAUMAR sUNNUI>AGUR 1. OKTÓBKR íaSij, LÖGFRÆDI/£r hœgt ab afturkalla ábyrgb sína? KREDITKORT í JÚNÍ sl. var kveðinn upp dómur í bæjarþingi Reykjavíkur í máli sem snertir réttarstöðu ábyrgðarmanna á greiðslukortaúttektum. Þetta er að vísu ekki fyrsta málið sem tekið er fyrir hér í lögíræðip- istlinum sem fjallar um greiðslukort, en þar sem þetta nýja mál er ekki síður athyglisvert er full ástæða til að fara um það nokkrum orðum. Málið sem hér um ræðir var höfðað af Kreditkortum hf. (K) gegn þremur mönnum, A, B og C, til greiðslu víxilskuldar óskipt að fjárhæð kr. 406.471,90. Tildrög málsins voru þau að A fékk sér greiðslukort hjá K. B og C tóku ábyrgð á úttektum A með því að rita nafn sitt á óútfyllt víxileyðublað. Rit- aði A á eyðublaðið sem samþykkj- andi, B sem útgefandi og framselj- andi, og C sem ábekingur. Jafn- framt undirrituðu þeir allir þann 14. júlí 1987 sérstaka yfirlýsingu þar sem K var heimilað að breyta hugsanlegum vanskilaskuldum A í víxilskuld með því að dagsetja og færa fjárhæðina inn á víxileyðu- blaðið og gera það þar með að full- gildum víxli. Þann 31. des. 1987 sendi B símskeyti til K þar sem hann afturkallaði ábyrgð sína frá og með þeim degi. Að auki tók hann fram að ábyrgð hans tak- markaðist einungis við leyfilega hámarksúttekt eins og hún var ákveðin við afhendingu kortsins. Hvorki A né C tóku til vama í málinu. B hélt því hins vegar fram að á grundvelli framangreinds símskeytis bæri hann enga ábyrgð á úttektum A eftir 31. des. 1987 og að auki væri sú ábyrgð takmörk- uð við leyfilegar hámarksúttektir. Á þetta síðamefnda var ekki fallist og er það í samræmi við þann dóm sem fyrr er nefndur og áður hefur verið ijallað um í pistlinum. Um hið fyrrnefnda segir hins vegar í dómin- um: „Mál þetta er höfðað sem víxil- mál. Vamir B þykja varða form og efni víxilsins og mega komast að, sbr. 2. mgr. 208.gr. laga nr. 85/1936. Fallast verður á það með B að hann hafi með símskeyti sínu afturkallað umboð það sem hann gaf K með ofangreindri yfirlýsingu sinni frá 14. júlí 1987 til að útfylla víxilinn. Verður að líta svo á að afturköllun þessi sé gild frá þeim tíma er í skeytinu greinir, 31. des- ember 1987. Eftir þann tíma var K óheimilt gagnvart B að útfylla víxil- inn með hærri fjárhæð en þá hafði verið tekin út á kortið ...“ Upplýst, var að skuldir A námu þann dag kr. 177.622,33 og var hann dæmd- ur til að greiða þá ijárhæð óskipt með A og C, en þeir vom að auki dæmdir til að greiða óskipt 353.527,34. Niðurstaða dómsins virðist í fljótu bragði sanngjörn, sérstaklega þegar haft er í huga að K var í lófa lagið að innkalla kort A þegar eftir að B hafði lýst því yfir að hann afturkallaði ábyrgð sína. Með því hefði fyrirtækið komið í veg fyrir söfnun frekari skulda en þeirra sem B var tilbúinn til að bera eftir Davíó Þór Björgvinsson ábyrgð á. Þrátt fyrir þetta eru tvö atriði í dóminum umdeilanleg. í fyrsta lagi má deila um það hvort þær varnir sem B hélt uppi eigi að komast að í víxilmálum. Ef svo er álitið vaknar sú spurning í öðru lagi hvort menn geti yfirleitt aftur- kallað ábyrgð sína með þessum hætti. Ég hygg að varðandi síðarnefnda atriðið verði að gera greinarmun á því hvort um er að ræða ábyrgð á skuldum sem þegar hefur verið stofnað til og þeirra sem síðar stofn- ast. Afturköllun varðandi þær fyrr- nefndu kemur auðvitað ekki til greina. Öðru máli gegnir um þær sem síðar eiga eftir að stofnast. I þessu máli gat K einfaldlega komið í veg fyrir að skuldir stofnuðust ef ábyrgðir voru ekki taldar fullnægj- andi. Í ljósi þess er niðurstaða dóms- ins mjög eðlileg. Fyrrnefnda atriðið snertir eðli víxla og víxilmála. Sam- kvæmt 208. gr. laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði eru taldar upp þær varnir sem hafa má upp í víxilmáli, nema með sam- þykki handhafa víxilsins. Sam- kvæmt ákvæðinu komast aðeins þær varnir að sem lúta að því að form og efni víxilsins sé ekki í sam- ræmi við víxillög eða hann sé fals- aður. Þá má hafa uppi þá vörn að viðkomandi hafi skort heimild til að baka sér Ijárskuldbindingar (t.d. vegna lögræðisskorts). Hugmyndin með þessu er sú að halda utan við víxilmál vörnum sem lúta að þeim viðskiptum sem liggja að baki Sumir telja að hjá eldri börnum eigi tíminn að skiptast á milli leiks og vinnu og hlutdeild leiksins eigi að fara minnkandi eftir því sem aldur færist yfir og hverfa að lokum alveg. Ýmislegt er við þetta sjónarmið að athuga. SÁLARFRÆDI/Hversu mikilvœg er leikglebin? HOMO LUDENS SNILLINGUR einn lét sér til hugar koma að gefa manninum kenni- heitið homo ludens. Ludens er lýsingarháttur nútíðar af latnesku sögninni ludo, sem merkir ég leik (mér). Með þessu skemmtilega hugtaki vildi hann leggja áherslu á mikilvægi leiksins og Ieikgleðinn- ar í lífí mannsins. Átti hann þá ekki einungis við börn, eins og ætla mætti, heldur fólk á öllum aldri. KRCFHÆÐI/Ste/nir ríkistjómin ab hœkkun vaxta? Óvæntloforð um vaxtahækkun Nú er það kunnara en frá þurfi að segja hversu mikið yndi böm hafa af því að leika sér og hversu ftjáls leikur er mikilvægur þáttur í lífi hvers barns. Sú tíð er löngu liðin að leik- ur sé talin óþurft ein. Allir vita — eða ættu að vita — að leikur er ein af mikilvægustu leið- um barnsins til þroska. í honum felst fijáls æfing á margvíslegum hlutverkum, sem síðar þarf að gegna, efling sköpunarmáttar og útrás athafnaþarfar. En ennþá eim- ir eftir af þeirri hugmynd að leikur tilheyri aðeins tilteknu æviskeiði. Sumir telja að hjá eldri bömum eigi tíminn að skiptast á milli leiks og vinnu og hlutdeild leiksins eigi að fara minnkandi eftir því sem aldur færist yfir og hverfa að lokum al- veg. Ýmislegt er við þetta sjónar- mið að athuga. Vera má að menn hafi flaskað á því að stilla þessu tvennu, leik og vinnu, upp sem andstæðum: annars vegar sé leikur- inn fijáls, óbeislaður, ábyrgðarlaus og af engu bundinn nema geðþótta þess sem leikur sér — hins vegar feli vinna í sér skyldur, kvaðir, ábyrgð og sjálfsaga. Þessar and- stæður era bersýnilega að allmiklu leyti tilbúningur. Ekki þarf Iengi að virða fyrir sér leiki t.a.m. eldri bama til að sannfærast um að þeir era svo sannarlega oft háðir margs konar reglum og lögmálum, sem leikandinn verður að hlýða og beygja sig undir. (Fræðimaður einn sýndi meira að segja fram á endur fyrir löngu að á vissum aldri taka börn þessar reglur mjög bókstaf- lega og telja þær algildar og ófrávíkjanlegar.) Hann tekur einatt að sér verkefni og gegnir hlutverk- um sem fela í sér skyldur og ábyrgð. En hins vegar ræður leikandinn því jafnan hvort hann tekur þátt í leikn- um eða velur sér annan leik. Líklega er réttlætanlegt að skipta vinnu í tvo aðalhópa. Annars vegar er það starf sem maðurinn hefur valið sér sjálfur og þá væntanlega vegna áhuga á starfínu sjálfu. Slík vinna, sem einmitt er hvað oftast stunduð af mestum áhuga, krafti, sjálfsaga og ábyrgðarkennd, er í rauninni náskyld leikjum barnsins, eins konar framhald þeirra og álíka ánægjuleg og þroskavænleg og þeir. Það er líka yfirleitt sú vinna sem skilar mestum árangri. Hins vegar er sú vinna sem eingöngu eða að mestu leyti er unnin af illri nauð- syn, vegma launanna sem fyrir hana koma. Hún er flestum kvöð, oft þungbær — þó að slíkt ástand geti að vísu komist upp í vana — sem menn reyna þá eftir mætti að Iétta sér með frjálsu og sjálfvöldu tóm- stundastarfi (leik). Sá snjalli maður sem fann upp hugtakið homo ludens vildi vafa- laust vekja athygli manna á því, hversu nauðsynlegt er að allir menn á öllum aldri hlúi að leikþörf sinni og leikgleði og reyni að haga lífi sínu þannig að hún fái'að njóta sín sem best. Það er líkast til „lífsnautnin fijóva“, sem skáldið talaði eitt sinn um. egar fjármálaráðherra tók við embætti fyrir réttu ári hafði hann uppi orð um að hann mundi láta greipar sópa um vasa sparifjár- eigenda og sækja þangað milljarða króna. Nú mun í ráði að leggja fram frumvarp á Alþingi um skatt- Iagníngu vaxta- tekna. Enda þótt ráðherrann hafi lýst stefnu sinni með skýrum og afdráttarlausum hætti, þegar í upphafi ferils síns, kemur á óvart að knýja eigi fram þessa skattlagningu nú. Við ríkjandi aðstæður mun skattur á vaxtatekjur leiða til vaxtahækkun- ar. Auk þess er hætta á, að innlend- ur sparnaður dragist saman og sækja verið lánsfé í auknum mæli til útlanda. Því hefur margsinnis verið lýst yfir, að prófsteinninn á ríkisstjórn- ina sé, hvort henni takist að lækka vexti. Einstakir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafa ítrekað hót- að að falla frá stuðningi við hana, ef hún sýndi ekki fram á meiri árangur á þessu sviði. En skyndi- lega virðist sannfæringarkrafturinn í yfirlýsingum um okurvexti vera þrotinn. Nú virðist mega hækka vexti. Öðravísi mér áður brá. Um það er ekki deilt, að skattur á vaxtatekjur mun leiða til vaxta- hækkunar. Formaður fjármagns- skattanefndar, sem jafnframt er efnahagsráðgjafi fj ármálaráðherra, viðurkennir að skatturinn muni valda hækkun vaxta. Gerir hann raunar betur en játa að vextir muni hækka, því í viðtali við DV 16. sept- ember nánast lofar hann lífeyris- sjóðum vaxtahækkun verði skattur- inn lagður á. Loforðið kemur fram í þeim orðum formannsins, að þar sem skattur á vaxtatekjur muni leiða til hækkunar vaxta sé ljóst. að lífeyrissjóðimir muni hafa hag af þessum skattbreytingum, enda ætlist nefndarmenn til að skattur- inn yrði endurgreiddur inn í lífeyris- kerfið komi til skattlagningar á vaxtatekjum sjóðanna. Hversu mikið hækka vextir af völdum skattsins? Þeirri spumingu verður ekki svarað af nákvæmni. En það má reyna að glöggva sig á því, hver áhrif skattlagningarinnar kynnu að verða. Spyija má sem svo: Hversu háa vexti þarf að bjóða á spariskírteinum ríkissjóðs, sem eru lægstu vextir á lánamarkaði, til að ávöxtun eftir skatt nægi til að fólk vilji kaupa skírteinin? Sala skírteinanna á 5,5-6% vöxtum hefur reynst dræm að undanförnu. Hugs- um okkur að vaxtatekjur verði skattlagðar um þriðjung. Til saman- burðar má hafa í huga að tekju- skattur í ríkissjóð er 30,8%, heildar- skattur með útsvari er 37,74%. Varla býst Ijármálaráðherra við, að salan taki fjörkipp þegar hann hirð- ir þriðjung vaxtanna og sparifjár- eigendur geta búist við 4% ávöxtun eftir skatt? Þvert á móti þarf hann að horfast í augu við þá staðreynd, að til að ávöxtun spariskírteina ríkissjóðs nemi 6% eftir skatt, ef það dugir þá til að koma skírteinun- um út, þarf hann að bjóða 9% vexti. Líkur eru á að skattlagning vaxtatekna muni leiða til minni sparnaðar. Fari svo skapast aukinn þrýstingur á vexti upp á við sökum lánsfjáreklunnar sem þá myndast. Því meir sem sparnaðurinn dregst saman af völdum skattlagningar- innar þeim mun meira munu vextir hækka. Skattbyrðin skiptist á milli sparifjáreigenda og lántaka. Hinir síðarnefndu eru einkum atvinnufyr- irtæki og fólk sem er að eignast húsnæði auk ríkissjóðs. Aukinn innlendur sparnaður hef- ur reynst beittasta vopnið til að draga úr lántökum og skuldasöfnun erlendis. Nú á að slæva eggjar þessa eftir eftir Sigurjón Björnsson eftir Ólaf ísleifsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.