Morgunblaðið - 01.10.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.10.1989, Blaðsíða 24
2432 C 3 MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1989 4 'OIRSS/Færast tíuprósentin í aukana? Konur, píanistar og annað fólk ÞAÐ VAR dágott úrval af konum á Norðursjávardjasshátíðinni í ár þó djass sé níutíu prósent karlatónlist — í það minnsta enn sem komið er. Ég hlustaði á þijár; Tönju Maríu er hingað kom með Niels-Henning 1979, Betty Carter og Dorothy Donegan en hún var sett á dagskrá á síðustu stundu í stað Söru Vaughan er veiktist óvænt. „Misses samba,“ sagði Niels-Henning gjarnan við Tönju er við sátum yfír borðum á Hótel Sögu og skaut hún þá sjónunum yfir gleraugun sem sátu á minnsta og sætasta nefi heimsins og svaraði: „Mister djass.“ Þá var hún lítt þekkt utan Evrópu og Brasilíu en nú er öldin önnur og skífur hennar hátt á sölulistum í Bandarikjunum. Ég var dálítið smeykur þegar tón- leikar hennar hófúst. Skyldi allt vera útatað í synþesæserum og tölvudóti eins og á sumum nýju skifúnum hennar? En óttinn var ástæðulaus. Hún var með blásara og rýþma og einn lítinn synþa sem hún notaði litið. Hún söng og sló flygilinn af þeim fítons- krafti er einkennir hana og var á stundum erfitt að sitja kyrr í sætinu. Tanja er enn sem fyrr drottning djasssömbunnar. Morgunblaðið/Ama IJúnarsdóttir Tania Maria — drottning djasssömbunnar með minnsta og sætasta nef í heimi. henni tekst best upp er hún frá- bær. Fleiri píanista er ógetið er fóru í broddi tríóa sinna. Oscar Peter- son var hér eins og venjulega og nú með .Steven Wallace á bassa og Bobby Durham á trommur. Hann var á rólegu nótunum og lék fá hröð verk og segja mér fróðir menn að liðagigtin þjái hann eins og kollegann Siguijóns- son. Það var ágæt tilbreyting að heyra Oscar í ballöðustílnum og mikið var gott að heyra Bobby Durham aftur með honum. Chick Corea er þúsundþjala- smiður hinn mesti. Leikur jafnt fönk, djass sem klassík og þá Mozart jafnt sem Monk. Með hon- um léku hér bassavirtúósinn John Patitucci og trommarinn David Weckl. Efnisskráin samanstóð að mestu af klassískum djassverkum og var stórkostlegt að heyra eftir Vernharð Linnet Betty Carter var lengi kölluð Betty „Behop“ en stíll hennar er mjög persónulegur og er nýj- asta skífa hennar Look what I got að mínu mati frumlegasta söngskífa sem út hefur verið gefin í djassi lengi. Þo Betty skorti að- eins ár í sextugt var hún næstum stelpuleg þarna á sviðinu og teygði og togaði laglínuna þar til hún hafði lagt hana undir öxina — en þá ailt í einu, spratt hún aftur fram heiðskír og maður eins og skynjaði hana uppá nýtt. Það gefur augaleið að á öðru eins heljarfestívali og þessu í Haag má ekkert fara úrskeiðis í tímasetningu til þess að allt riðl- ist. Frægt er þegar Lionel Hamp- ton lék þar.einu sinni og var kom- inn í ham. Tónleikar eiga að standa yfir í klukkutíma en gamli maðurinn var á valdi sveiflunnar og ekkert fékk stöðvað hann fýrr en rafmagnið var tekið af stóra PWA-salnum. Við Rúnar upphóf- um mikið klapp til að fá aukalag Betty Carter — teygði laglínuna þar til hún hafði lagt hana undiröxina. frá Betty og tók salurinn vel und- ir. Hún leit á klukkuna og hristi höfuðið og þá upphófum við takt- fast kall: Betty, Betty. Það hreif, en hvað starfsmenn hafa hugsað á meðan, skipti okkur engu máli. Þriðja kvinnan sem ég hlustaði á var hinn glaðbeitti píanisti Dor- othy Donegan sem Éyjapeyjar á Hafnarslóð kölluðu stundum Dóru dóna. Því meðan hún söng hvað mest á kiúbbum lét hún karlpen- inginn stundum fá það óþvegið — og stundum annað. Hun er fautapíanisti en nýtur sín ekki eins í risasal eins og PWA-salnum, einsog í nánu andrúmslofti klúb- banna. Verra er að hún skemmir oft bestu einleikskafla sína með grófum smekkleysum, en þegar hvernig hann töfraði ný litbrigði úr mest leikna djasslagi áratugar- ins Round Midnight. Slíkt er að- eins á færi meistaranna. Andi Errolls Garners svífur víða yfir vötnunum. Fáir menn eru jafnhættulegir áhrifavaldar því stíll hans er svo einstakur og per- sónulegur að menn tapa sjálfum sér í honum. Tveir píanistar léku í Haag er tekist hefur að nýta sér Garner í eigin tónlist. Ahmad Ja- mal, uppáhaldspíanisti Miles Da- vis um árabil og Ramsey Lewis, fönkdjasskóngurinn gamli. Jamal hefur lítið breyst í tímanna rás. Hann hélt sveiflunni vel gangandi og tókst að þræða þetta ólýsan- lega einstigi sem fær vinsælda- djasspíanistann til að vera djas- spíanista en ekki kokteilpíanista, þó smekkleysum geti brugðið fyr- ir. Ramsey Lewis er að sjálfsögðu enn við sama heygarðshornið í jarðbundnum djassstíl sínum og hefur sem betur fer skilið við allt rafmagn og tölvudót. Hann er eins og Eddie Harris: Hefur svo gaman af að spila að milljónsölu- plöturnar spilla þar engu þegar á hólminn er komið. Þá gildir bara að hrífa alla með. Svo voru þarna ýmsir gamlir kunningjar. Dirty Dozen-lúðra- sveitin. Buddy Guy og Junior Wells og ungi tenóristinn skoski Tommy Smith. Junior var í sviðs- ljósinu mestallan tímann þarna í Haag ólíkt því sem var á Broad- way forðum þar sem Buddy Guy var aðalmaðurinn. Þeir voru einu blásararnir er ég náði að hlusta á þarna fyrir utan Screamin’ Jay Hawkins og vont þótti mér að missa af Ettu James; en á þess- ari hátíð missir maður af svo miklu. Ég náði ekki að hlusta á Herbie Hancock, Monty Alexand- er, Andy Sheppard, Michel Brec- her, Zawinul eða Steps Ahead svo nokkrir séu nefndir og ég missti meira að segja af The Leaders þar sem Arthur Blyth, Chico Free- man, Lester Bowie og félagar fóru hamförum. Valið stóð milli þeirra og Miles Davis. Næsta sunnudag: Gamlir og nýir stórmeistarar. MYNDLIST /Eru allar sýningar eins? Það eru syningar og sýningar NÚ MEÐ haustinu fjölgar sífellt listsýningum, og í hverri viku eru fleiri og fleiri opnaðar. Líkt og leikhúslífið og tónlistarlifið eiga sínar vertíðir, þá eru haustin og veturinn aðalsýningartími myndlistarfólks. I öllu þessu sýningaríiramboði er vert að benda á, að ekki eru allar sýningar sama eðlis; í raun má segja að rétt sé að tala um sýningar og svo sýningar, sem lúta mismunandi lögmálum og gera má mismunandi kröfúr til. Igrófum dráttum má skipa list- sýningum í einkasýningar og samsýningar, en hvorar tveggja geta verið uppbyggðar á nokkra vegu. hbhhhi Með samsýn- ingum er átt við sýningar, þar sem er að finna listaverk eftir hóp listamanna. En nánari grein- eftir Eirík ing er nauðsyn-. Þorlóksson leg vegna þeirrar íjolbreytm sem birtist sýningargestum. Samsýningar eru oft skipulagð- ar af listafólki, sem finnur til ákveðinnar samkenndar, eða telur sig hafa hag af því að sýna sam- an. Dæmi um slíkt eru sýningar Septem-hópsins, þar sem lista- fólkið á sameiginlegar rætur, og þegar FÍM heldur sýningar, þar sem öllum félagsmönnum er boðið að senda inn verk; síðan er það oftast sýningarnefnd, sem endan- lega ákveður hvaða verk verða tekin með. — Á samsýningum af þessu tagi, sem flestar eru jafn- framt sölusýningar, er oftast boð- ið upp á nýleg verk, og þá verður að gera þá kröfu að listamenn sýni það besta sem þeir eru að gera. Þessar sýningar bjóða hins vegar upp á mjög gott tækifæri til að vega og meta listafólk í samanburði við verk annarra listamanna, sem verður svo nær- tækur í sama sýningarsal; við slíkar aðstæður koma veikleikar jafnt sem gæði hvað skýrast í ljós. Önnur tegund samsýninga er skipulögð af söfnum, sýningarsöl- um og listamiðstöðvum, oft í sam- ráði við listamenn. Hér er um að ræða farsýningar og sérsýningar, þar sem sýnd eru ákveðin tímabil í myndlistinni, ákveðin viðfangs- efni á mismunandi tímum, ein ákveðin tegund myndlistar eða einn ákveðinn stíll í gegnum tíðina. Dæmi um þetta eru t.d. SÚM-sýningin á Kjarvalsstöðum síðasta vetur, þar sem tekið var fyrir ákveðið tímabil í myndlist- inni (þ.e. hjá ákveðnu listafólki), sýning landslagsmynda á Lista- safni Islands nú í sumar, þar sem sýnt var hveijum tökum ákveðið viðfangsefni hefur verið tekið á mismunandi tímum, og norræni textilþríæringurinn, sem er norr- æn farsýning sem byijaði hér í Reykjavík í janúar sl. og er nú á ferð um Norðurlönd; þar er á ferð sýning á einni ákveðinni tegund myndlistar. — Slíkar samsýningar eru ýmist sölusýningar um leið Sjálfsmynd Jóns Stefáns- sonar úr yfir- litssýningu Listasafns íslands —Yfir-. litssýning erein? j lokaprófið í myndlist. eða ekki, eftir því hvert viðfangs- efnið er og hvaðan verkin eru fengin. Eitt helsta einkenni þeirra er að með þeim eru söfn og sýn- ingarstaðir að reyna að greina myndlistina fyrir áhorfendur, flokka hana og skýra, og gera aðgengilegri fyrir þorra listunn- enda; einnig fylgja þeim oftast sýningarskrár, sem nokkuð hefur verið vandað til og eru heimildir um þá list, sem boðið hefur verið upp á. Hvernig tekst til, og hvort viðkomandi list verðskuldi þá at- hygli sem hún hefur þannig feng- ið, verða síðan áhorfendur og tíminn að skera úr um. Það er auðveldara að greina einkasýningar, þar eru jú aðeins sýnd verk eins listamanns. Lista- fólk leggur mismikið upp úr því að sýna verk sín og bjóða til sölu; sumir sýna örsjaldan, með margra ára millibili, og aðeins brot af því sem þeir hafa skapað, á meðan aðrir sýna ótt og títt og virðast kasta til þess höndunum. Oftast er um að ræða sýningu á ein- hveijum hluta þess, sem viðkom- andi hefur skapað frá því hann sýndi síðast; þannig koma þróun- in, fágunin og breytingarnar í ljós með tímanum. Stundum eru sýnd verk frá fyrri árum listamannsins, og kemur samanburður við seinni verk oft skemmtilega á óvart. Þannig sýningar frá mismun- andi tímabilum á listferli manna geta verið góðar, en yfirlitssýning á verkum viðkomandi verður að teljast eina lokaprófið, sem mynd- listarmaður getur gengið í gegn- um. Þar koma saman verk frá öllum tímabilum á listferlinum, og ákveðin heild kemur í ljós. Ef sýningin er brotakennd, þá nær það ekki lengra; en ef hún sýnir listræna þróun, sem aldrei stöðv- ast, en leitar sífellt nýrra hæða, þá er þar á ferð listamaður, sem tíminn og listasagan mun skipa í verðskuldað sæti í öndvegi meðal listamanna. í Listasafni íslands er nú opin yfirlitssýning á verkum eins af eldri meisturum okkar, sem þó , hefur verið nokkuð vanmetinn. List hans vinnur mikið á með sýn- ingunni; stenst hann prófið? Það ættu sem flestir að fara og at- huga — og væntanlega sannfær- ast um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.